Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.06.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ1994 47 FRETTIR Ur dagbók lögreglunnar Tólf líkamsmeiðingar FRÁ útskrift þroskaþjálfa. 22 þroskaþjálfar brautskráðir ( BÓKFÆRÐ eru 489 atvik á tíma- | bilinu. Utan þess venjulega vekur I mesta athygli 12 skráðar líkams- meiðingar, 4 umferðarslys, 26 önn- ur umferðaróhöpp og 164 kærur eða áminningar vegna ýmissa umferðarlagabrota. Á föstudagsmorgun var tilkynnt um bifreið sem velt hafði verið utan Nesjavallavegar vestan Hengils. Tveir menn voru í bifreið- inni. í ljós kom að bifreiðinni hafði verið ekið út af veginum um tvö ( leytið um nóttina og mennirnir | dvalið í henni síðan þá. Þeir voru fluttir með sjúkrabifreið á slysa- deildina. Ökumaður og farþegi virtust einungis hafa hlotið lítils- háttar meiðsli og má segja að þeir hafi sloppið tiltölulega vel frá óhappinu. Síðdegis á föstudag varð harður árekstur tveggja bifreiða á Vestur- I landsvegi við Skálatún. Flytja I þurfti ökumann og farþega úr ann- arri bifreiðinni á slysadeild. Báðar I bifreiðarnar voru fjarlægðar af vettvangi með dráttarbifreið. Ekið á lögregluþjón Á föstudagskvöld ók ökumaður bifhjóls á lögreglumann á Gullin- brú svo flytja varð hann á slysa- deild. Lögreglumaðurinn var að sinna þar umferðareftirliti þegar : bifhjólinu var ekið utan í hann. i Ökumaður bifhjólsins ók af vett- I vangi eftir atvikið. Bifhjólið var af eldri gerðinni með hvítum elds- neytisgeymi. Almenn ölvun var í miðborginni aðfaranótt laugardags og töluvert um tusk og pústra. Rúður voru brotnar á tveimur stöðum. Nokkra unglinga þurfti að færa í unglinga- athvarfið. Þeir voru síðan sóttir þangað af foreldrum sínum. Á laugardagskvöld var tilkynnt 1 um bifreið utan vegar nálægt Með- í alfellsvatni. Ökumaðurinn, ungl- ingur sem ekki hafði öðlast öku- réttindi, er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Eig- Vinningstölur 11. júní 1994. | :(ÚÍ6X24)l*fí‘f* (^mX36T 126) VINNINGAR fjöldi VINNINGSHAFA upphæðAhvern VINNINGSHAFA 1. 5al5 0 1.850.032 2. 4 alö^ m 160.784 3. 4af5 68 8.157 ! 4. 3al 5 2.54Ö 509 ; Heildarvinningsupphæðþessaviku: 4.019.136 kr. M 'k 1 upplysingar:Símsvari91 -681511 lukkulIna991002 10. - 13. júní 1994 andi, sem einnig virtist ölvaður, hafði fengið piltinn til þess að aka fyrir sig með fyrrgreindum afleið- ingum. Kappakstur endaði með slysi Skömmu eftir miðnætti endaði kappakstur tveggja ökumanna á Hverfisgötu með því að annar þeirra ók á gangandi vegfaranda. Sá var fluttur á slysadeild. Talið var að hann væri fótbrotinn. Um nóttina var tilkynnt um að ungur maður hefði fallið af svölum húss á Seltjarnarnesi. Hann reynd- ist vera of ölvaður til þess að geta sýnt listir sínar á handriði svalanna með fyrrgreindum afleiðingum. Fallið var um 3 metrar. Pilturinn virtist hafa meiðst á baki og í and- liti. Undir morgun kom stúlka inn á Miðborgarstöð lögreglunnar og kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás í Tryggvagötu. Lögreglumenn óku stúlkunni á slysadeild, en hún virt- ist vera talsvert slösuð. Rúmmlega fimm á sunnudags- morgun fór brunakerfi veitinga- hússins Berlín í gang. Er að var gáð reyndist vera þar dynjandi dansleikur í gangi. Leikurinn var stöðvaður og öllum viðstöddum vísað út. Átök á Lækjartorgi Aðfaranótt laugardags kom til átaka tveggja pilta á Lækjartorgi, 15 og 16 ára að aldri. Endaði það með því að annar sló hinn í höfuð- ið með bjórflösku auk þess sem sá skarst talsvert á baki. Hinn piltur- inn skar sig það alvarlega á fingri að leggja þurfti hann inn á slysa- deild til aðgerðar. Nr. Leikur: Rbdin: 1. Brage - Spánga - 1 2. Brommap. - Spársvagen - X - 3. Luleá - Vasterás - X - 4. UMEÁ - Gefle - - 2 5. Vasalund - Sundsvall 1 - - 6. Vlsby - Klruna 1 - - 7. Forward - Stenungsund 1 - - 8. GAIS - Hassleholm - X • 9. Jonsered - Gunnilse - - 2 10. Kalmar FF - Oddcvold 11. Karlskrona - Örgryte 12. Ljungskile - Elfsborg 13. Lund - Slcipner 1 - - - - 2 - - 2 - X - Heildarvinningsupphæðin: 73 milljón krónur 13 réttir: 886.900 | kr. 12 réttir: 16.600 __1 kr' 11 réttir: 1.300 1 kr. 10 réttir: 370 1 kr. Handtaka þurfti ölvaðan 16 ára pilt í miðborginni aðfaranótt laug- ardags eftir að sá hafði reynt að slá í andlit lögreglumanns. Piltur þessi hefur margsinnis komið við sögu mála hjá lögreglunni áður. Þegar annar ölvaður maður, 29 ára að aldri, var handtekinn vegna slagsmála í miðborginni þessa nótt jós hann svívirðingum yfir lögreglumennina og sagðist myndi sjá til þess að þeir yrðu allri rekn- ir úr starfi vegna afskipta sinna af honum. Hér eru einungis nefnd tvö algeng dæmi um viðmót öl- vaðs fólks í miðborginni um helg- ar. Það er öllum þeim sem þannig hugsa ölvaðir, hollt að staldra við á meðan þeir eru edrú, hugsa sinn gang og endurmeta afstöðu sína til náungans svo þeir verði sér ekki til minnkunnar þegar á reyn- ir. Það á ekki síst við um þann ölvaða sem gat ekki setið á sér eftir orðaskipti við pylsuaf- greiðslumann aðfaranótt laugar- dags. Þegar honum var gert að framvísa persónuskilríkjúm með ávísun eins og aðrir lagði hann hendur á afgreiðslumanninn með þeim afleiðingum að maðurinn kenndi til í baki. Það er von lögreglunnar að full- trúar borgarinnar sem og aðrir hlutaðeigandi aðilar skoði hug sinn til mannsafnaðarins í miðborginni að kvöld- og næturlagi um helgar og vinni með henni að því að koma málum þannig fyrir að allflestir geti vel við unað. ÞROSKAÞJÁLFASKÓLI íslands var slitið 3. júní í Bústaðakirkju. Að þessu sinni brautskráðust 22 nemendur að loknu þriggja ára námi. í vetur voru í skólanum 77 nemendur í grunnnámi og 18 í framhaldsnámi. Skólastarf hófst 1. september og við skólann störfuðu í vetur 35 kennarar sem kenndu hver á sínu sérsviði. Við skólaslit flutti formaður skólastjórnar, María E. Ingvadóttir, ávarp en einiíig ávörpuðu fulltrúar útskriftanema og tuttugu ára þroskaþjálfa samkomuna. Þá voru afhentir fímm styrkir úr minningar- sjóði Guðnýjar Ellu Sigurðardóttur. Fengu tveir þroskaþjálfar styrki til að kynna sér sjálfstæða búsetu þroskaheftra í Danmörku, tveir til að sækja þangað námskeið um boð- skipti og fimmta styrkinn fékk þroskaþjálfi sem mun kynna sér notkun snertitáknmáls í greiningar- kennslu og þjálfun ungra blindra/ þroskaheftra barna við Perkins School for the Blind í Boston. Hópur söngfólks úr þjóðkirkjunni í Hafnarfirði söng ættjarðarlög við athöfnina og að lokum sungu allir ísland ögrum skorið. Nýja Posturepedic®dýnukerfið frá ^ J Dýnurnar, sem laga sig að líkamanum I I ( ( ( Fjaðrakerfið PostureTech, Stálgrind SteelSpan á Styrktir kantar EdgeGuard, sem getur líkamanum neðri dýnu, sem tryggir sem gefur 10% meira mátulegan stuðning. langvarandi endingu. svefnrými. Aðeins frá Sealy. Aðeins frá Sealy. Aðeins frá Sealy. Opið virka daga frá kl. 10-18 HÚSGAGNAVERSLUN Marco Langholtsvegi III. simi 680 690. Frí heimkeyrsla og uppsetning á stór-Reykjavíkursvæðinu M 9310
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.