Morgunblaðið - 14.06.1994, Side 49

Morgunblaðið - 14.06.1994, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ1994 49 BREF TIL BLAÐSIIMS Amalgamhættan og heilsupostularnir Frá Herði Þórleifssyni: FIMMTUDAGINN 3. júní birtist í Morgunblaðinu bréf frá Ævari Jó- hannessyni, sem titlar sig starfs- mann hjá Raunvísindastófnun Há- skóla íslands, þar sem hann „fræðir" almenning um hve hættulegar silfur- tannfyllingar séu. Tilefnið er grein um amalgam í Morgunblaðinu sem hann ekki tilgreinir nánar. I grein Ævars er eitt og annað sem ekki á neitt skylt við raunvísindi. Ég vil benda á nokkur atriði sem gætu frætt en ekki hrætt almenning. Það er rétt að kvikasilfur er hættu- legt efni, eitraður málmur, og því rétt að forðast það eins og hægt er. En því miður er ekki hægt að for- aðst allar hættur þessa heims og menn læra af reynslunni og af um- gengni við efni úr náttúrunni. Viðm- iðun hættumarka tekur oft tillit til hlutfallsins milli áhættu og ábata. Það fylgir því viss áhætta að setja salt í matinn sinn eða taka inn líf- snauðsynleg meðul. Lækningar hafa eins og sjúkdómar oft reynst hættu- legar heilsu manna. Með 150 ára reynslu af silfurfyllingum að baki og eftir þrotlausar rannsóknir vísinda- manna síðustu áratugina hafa verið kynntar niðurstöður sem menn taka mark á. Erfitt hefur reynst að finna hættuna sem postular hræðslunnar boða. Viðbrögð eru mismunandi eftir löndum og viðkvæmni mismikil gagnvart hræðsluáróðri. Slíkur áróð- ur hefur blómstrað og er jafnvel orð- inn ábatasamur fyrir postula hans. Hræðsluáróður Ævar rekur hræðsluáróður þegar hann gefur í skyn að eitur úr tann- fyllingum berist upp í nef og þaðan beint upp í heila! Einnig er hann segir að örveirur í munni séu „taldar umbreyta ólífrænu kvikasilfri í líf- rænt“. Trúi þeir sem trúa vilja. Ólífrænt bundið kvikasilfur sem er í tannfyllingum er ekki talið hættulegt. Lífrænt bundið kvikasilf- ur er aftur á móti hættulegt og kem- ur t.d. fyrir í fiski og skeldýrum. Það magn sem hver einstaklingur fær af kvikasilfri með fæðu er skilgreind stærð og þolanlegt hámark á viku er uppgefið af alþjóða heilbrigðis- stofnuninni (WHO). Það magn sem finnst í blóði og þvagi almennings í ýmsum löndum er þekkt og er mis- munandi milli þjóða. Það kvikasilfur- magn sem getur losnað úr tannfyll- ingum fer aldrei upp fyrir áðurnefnt hámark og er oftast langt frá því og því lítil ástæða til að óttast. Notk- un amalgams fer sífellt minnkandi vegna batnandi tannheilsu og notk- unar annarra fyllingarefna. Vert er að nefna að kvikasilfurmagn í síga- rettureyk er yfir leyfilegu hámarki kvikasilfurs í andrúmslofti og ættu heilsupostularnir frekar að snúa sér gegn slíkri hættu. Sænska vísindamannanefndin sem sett var í að kanna skaðsemi kvika- silfurs í tannfyllingum komst að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að vinna meiriháttar tannfyllingavinnu í ófrískum konum því undir vissum kringumstæðum gæti verið fræðileg- ur möguleiki á skaðsemi. Svona vark- árar setningar er létt að mistúlka! Þessi sænska viðvörun var tekin upp í Þýskalandi en hefur verið afturköll- uð þar sem forsendur, þóttu ekki nægar. Bann við silfurfyllingum verður að skoðast frá sjónarhóli hlutfallsins áhætta/ábati og sjá fáir rök fyrir síku banni. í löndum þar sem amalg- ambann hefur komið til tals er það vegna umhverfissjónarmiða en ekki af umhyggju fyrir fólki með amalg- amfyllingar. Það getur aðeins orðið tannlækn- um gleðiefni ef lagt verður bann við amalgamfyllingum. Það þýðir að notadijúgt, öruggt og ódýrt fylligar- efni er bannað og ekkert samsvar- andi kemur í staðinn. Því fengju tannlæknar, sem hér eru of margir og hafa sumir of lítið að gera, næg verkefni við að setja dýrari fyllingar í almenning. Slíkt bann væri aftur pólitísk ákvörðun sem gerði almenn- ingi enn einu sinni skylt að borga brúsann. Vandfundin liætta Frétt Ævars um að þýskir hafi bannað alla notkun amalgams á ekki við rök að styðjast. Þýskir tannlækn- ar gera um 40 milljónir silfurfyllinga ' á ári og nota í það 20 tonn af kvika- silfri. Það mundi ekki fara fram hjá neinum, a.m.k. ekki í tannlækna- stétt, ef slíkt bann væri sett. Stað- reynd er hins vegar að bannað er að nota gamlar gerðir af amalgami. Nú er skylt að nota hágæðaamalgam (non gamma 2) sem flestir upplýstir tannlæknar notuðu hvort sem var. Ævar segir ofnæmi gegn kvika- silfri vera mun algengara en sagt er í tilnefndri grein í Mogga. Ofnmæi gegn kvikasilfri er sjaldgæft. Það sýna ofnæmispróf og dreifing kvika- silfurs í náttúrunni. Það má ekki rugla saman ofnæmi, þar sem allt varnarkerfi líkamans bregst ókvæða við, og yiðkvæmni eða næmi gegn efnum þar sem aðeins er um stað- bundna svörun að ræða. Svokölluð vefjavinátta efna (biocompatability) er mismunandi og næmi einstaklinga einnig. Dæmi eru til um staðbundna ertingu í munni frá silfurfyllingum sem hafa ekkert með ofnæmi að gera. Hættuleg efni eru á hveiju strái í lækningum, í tannlækningum og þó helst í iðnaði. Kviksilfur notað til tannlækninga er aðeins 3% af notkun kvikasilfurs í iðnaði! Hræðsluáróður hefur helst verið not- aður gegn flúor og amalgami. Flúor er eina vikra efnið gegn tannátu og er eitrað. Amalgam er að hluta til kvikasilfur sem er eitrað! Hætturnar eru samt ekki miklar ef rétt er með farið. Hvað viðvíkur galvaniskri spennu í munni er hún vel þekkt, en ekki hefur tekist að sýna fram á heilsu- spillandi áhrif hennar þrátt fyrir ijölda tiirauna og rannsókna. Það sem skrifað hefur verið um amalgam á síðustu 10 árum er næst- um óþijótandi. Þeir sem hafa gert sér það ómak að taka saman niður- stöður úr þúsundum rannsóknar- skýrslna sérfræðinga frá mörgum löndum hafa ekki bent á þá stór- hættu sem hræðslupostularnir boða. Hér verða ekki tíundaðar tölur úr vísindatímaritum sem ég hef gluggað í. Hætturnar leynast hvert sem litið er. Hættulegir eru þeir „raunvísinda- menn“ sem gera sjálfir tilraunir og túlka niðurstöðurnar að eigin geð- þótta. Mikilvægast er þó að almenningur sé ekki hræddur. af sjálfskipuðum heilsupostulum sem nota nafn raun- vísindastofnunar til að gera mál- flutning sinn trúverðugri. Vænti ég að stofnunin sé ekki stolt af slíkri notkun. Ævar getur haft sínar skoð- anir á silfurfyllingum og kvikasilf- ursgufum í munni. Hans málflutn- ingur miðar að því að hræða fólk en ekki fræða. Tel ég að það sé hvorki hans hlutverk né þeirrar stofnunar sem hann kennir sig við. HÖRÐUR ÞÓRLEIFSSON, tannlæknir, Akureyri. Sumarparadísin á Kanarí frá aðeins kr. 39.900 í 3 vikur 30. júní Tryggðu þér síðustu sætin í sólina í júní á hreint frábærum kjörum. Góðar rúmgóðar íbúðir með tveimur svefnherbergjum á Barbados, sem hafa verið mjög vinsælar hjá farþegum okkar síðustu 2 árin. Vegna mikilla viðskipta við Barbados-gististaðinn, bjóða þeir okkur sérkjör í þessari ferð á aðeins 8 íbúðum. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust. Verð kr. 39.900 Verð á mann m.v. hjón með 2 börn, 2-14 ára, 30. júní Verð kr. 54.900 Verð á mann m.v. 2 í íbúð, 30. júní í 20 naetur. Flugvallarskattar: | Fullorðinn kr. 3.600, barn kr. 2.405. í 20 nætur. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 afr europa I TURJIVIA ÞjóðhátBar 4 stk. hamborgarar m/brauði Pepsi IV2 Iftri kr. G@ÐI -gfeðanm vegm*. brauðskinka krTkg G0ÐI -gætianm vegmíy spamaðar- bjÚgU kr./kg G0ÐI, -gpeöanm vegnaly vínarpylsur 14 stk ípakkWL4í)í) íslensk grillkol 2 kr. 8 rúllur salernispappír Lambakjöt á lágmarksverði Grillkjöt á tilboði f % Grensásvegi Rofabæ Eddufelli Þverbrekku Álfaskeiði OPID ALLA l)A(i \ TIL IiL. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.