Morgunblaðið - 14.06.1994, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 14.06.1994, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÖLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK MYNDIN sýnir Guðrúnu Ágústsdóttur nýkjörinn forseti borgar- sljórnar árna Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, nýjura borgar- stjóra, heilla. Lögbanni á sölu hlutabréfa Stöðvar 2 í Sýn frestað þrisvar í gær Vék vegna vanhæfis við fjórðu fyrirtöku ANNA M. Karlsdóttir, fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík, hefur vikið sæti vegna vanhæfis í lögbannsmáli nýs meirihluta í íslenska útvarpsfélag- inu vegna þeirrar ákvörðunar meirihluta stjórnar að selja 20% hlut fyrir- tækisins í sjónvarpsstöðinni Sýn. Mestur hluti hlutabréfanna hefur nú verið seldur áfram. Kaupandi er Jóhannes Torfason bóndi á Torfalæk II í A-Húnavatnssýslu. Nýjum fulltrúa verður falin með- ferð málsins klukkan 9 í dag og verð- ur málið þá tekið fyrir hjá sýslu- mannsembættinu í fjórða skipti á tæpum sólarhring. Gerðarbeiðendur hyggjast láta kanna hvort sýslu- mannsembættið geti verið bótaskylt vegna tafa á málinu, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Upphaflega óskaði Ragnar H. Hall hrl. eftir lögbanni á sölu hluta- bréfanna á laugardag og veitti þá fulltrúi sýslumanns lögmanni gerð- arþola, Jóhannesi Sigurðssyni hdl., frest til dagsins í gær að leggja fram greinargerð. Málið var tekið fyrir hjá fulltrúa sýslumannsins um hádegi í gær en frestað þá til að leita sátta, sem gerðarbeiðandi hafnaði við fyrirtöku klukkan 17. Þá var málinu enn frest- að til klukkan 21 og gerði Ragnar H. Hall við þá fyrirtöku kröfu um að fulltrúi sýslumanns viki sæti í málinu vegna vanhæfis, sakir skyld- leika við lögmann gerðarþola, en þau eru systkinabörn. Fulltrúinn vék sæti en að sögn Ragnars H. Hall hafa lögmenn verið boðaðir til fyrirtöku hjá nýju yfir- valdi klukkan 9 fyrir hádegi í dag. ■ Spónn úr aski Stöðvar 2/18 t/ Grunnskólanemum sem sækja í framhaldsnám fjölgar Ný borgar- stjóm tek- k urvið NÝ borgarstjórn tók við völdum í Reykjavík í gær og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir settist í stól borgar- stjóra. Ingibjörg sagði í samtali við Morgunblaðið að fljótlega sæist hvaða stefnu nýr meirihluti myndi taka í borgarmálum, en byijað yrði á þeim málum sem hæst bar í kosn- ingabaráttunni. í ávarpi sínu þakkaði hún það traust sem borgarbúar og borgar- stjórn hefði sýnt henni og sagði að hún gerði sér vel grein fyrir að þessu trausti fylgdi mikil ábyrgð. Hún sagði að Reykjavíkurlistinn hefði orðið til fyrir þrýsting frá ^borgarbúum og það væri henni mikill styrkur að hafa verið pólitískt kjörin tií þessa embættis. Hún ósk- aði eftir góðu samstarfi við borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sagðist myndu gera sitt til að það tækist. Þá þakkaði hún Árna Sigfússyni fráfarandi borgarstjóra fyrir störf sín í þágu borgarbúa. ■ Fljótlega sést/2 Margir skólar vísa nýnemum annað INNRITUN í framhaldsskóla er um það bil að ljúka. Mikil aðsókn er í flesta skóla, einkum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Flestir skólanna hafa þurft að vísa fjölmörgum nemendum frá og virðist aðsókn langmest í FB, MH og MR. Elín Skarphéðinsdóttir í fram- haldsskóladeild menntamálaráðu- neytisins sagði í samtali við Morg- unblaðið að aðsókn í framhalds- skóla á landinu væri mjög mikil. Hún telur að hugsast geti að hlut- fall þeirra sem fara í framhaldsnám eftir grunnskólapróf hækki í 85-86%. Hún tekurþó fram að sums ■staðar standi innritun enn yfir og hins vegar sé nemendum gert að staðfesta innritun sína 20. júní nk. Elín segist búast við því að óhjá- kvæmilegt verði að vísa frá nemum í mörgum framhaldsskólum á höf- uðborgarsvæðinu. Mikil ásókn í FB, MH og MR í Pjölbrautaskólanum í Breiðholti sóttu 720 manns um að komast að en aðeins 380 hafa fengið jákvætt svar nú þegar. í MH er búið að fylla allar stofur en skólayfirvöld taka 220 nýnema inn að þessu sinni. Steingrímur Þórðarson áfangastjóri sagði að 220-240 manns hafi verið vísað frá. Elías Ólafsson konrektor MR sagði að stefnt hafi verið að því að fækka bekkjum um einn frá árinu áður og taka inn 250 nýnema. Nú liti aftur á móti út fyrir að skólinn samþykki 250-270 umsóknir. Elías viðurkennir að fari svo, stefni í meiri þrengsli en nokkru sinni fyrr. Pétur Rasmussen skólameistari í MS segir að 221 nemandi hafi verið tekinn inn en 94 hafi verið vísað frá. I Vlyar 49 einstaklingum stefnt annað. í Fjölbrautaskólanum í Ármúla verður um 260 nýnemum veitt innganga í skólann en þar var um 90 umsækjendum vísað frá. Fékk tvo tæp- lega 20 punda „ÞETTA VAR alveg meiriháttar uppákoma. Við lentum í göngu niður Kistuhyl í Laxá í Aðaldal um helgina. Þetta voru spón- og devonfiskar og fóru í loftköstum um allt. Þegar við náðum loks einum reyndistþað vera 19,5 punda hængur, tekinn á hefð- bundinn svartan Tóbí/‘ sagði Ari Þórðarson. Hann og Árni Steins- son sjást á myndinni með morg- unveiðina, en laxarnir reyndust 19,5,14, 19 og 11 pund. 5 þúsund þjóðhátíðarkleinur UNDIRBÚNINGUR 50 ára afmælis Lýðveldisins íslands er í fullum gangi. Kvenfélag Kjósarhrepps tók að sér að baka fimm þúsund klein- ur sem verða á boðstólum á Þingvöllum og hófst baksturinn í gærmorg- un. í gærkvöldi var búið að baka 2.500 kleinur. Á myndinni eru taldar frá vinstri Anna Höskuldsdóttir, Hildur Axelsdóttir, Hulda Þorsteins- dóttir, Dóra Ruf, Unnur Jónsdóttir og Sigurbjörg Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Unnið fyrir 500 millj. á ísafirði MIKLAR framkvæmdir standa yfir á þessu ári og því næsta á Isafirði og í nágrenni og nemur áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir rúmum hálfum milljarði króna. Dýrustu ein- stöku framkvæmdaliðir eru bygging sorpbrennslustöðvar á vegum bæjarins sem kosta á um 200 milljónir króna og er langt komin og klæðning á Fjórðungssjúkrahús ísafjarðar sem ríkisvaldið fjármagnar og kostar tæpar 100 milljónir á þriggja ára tímabili. Meðal annarra fjárfrekra framkvæmda má nefna bygg- ingu kirkju og safnaðarheimilis sem kosta á um 60 milljónir króna, endurbyggingu 16 íbúða fjölbýlishúss við Hlíðarveg sem áætlað er að kosti um 50 millj- ónir króna, vegskála við Óshlíð fyrir um 50 milljónir, verk- menntahús við Framhaldsskóla Vestfjarða sem nýlega var boð- ið út og áætlað er að kosti um 40 milljónir, átta félagslegar íbúðir og brú yfir Skutulsfjörð sem áætlað er að kosti um 20 millj. Einnig er uppbygging skíðasvæðisins og sumarbú- staðabyggðar í Tungudal í at- hugun. Betri staða á f safirði Stefán Brynjólfsson, bygg- ingafulltrúi Isafjarðar, kveðst ekki kunna neinar sérstakar skýringar á þessum miklu framkvæmdum nú, en þó sé ljóst að atvinnuástandið hafí verið betra í bæjarfélaginu en víðast hvar annars staðar á Vestfjörðum, auk þess sem taka verði tillit til þess að rúm- lega helmingur kostnaðar við framkvæmdir hvíli á ríkisvald- inu. Bæjarfélagið axli annan kostnað að mestu, þar á meðal við sorpbrennslustöðina, en þó greiði einstaklingar og fyrir- tæki einnig hluta áætlaðs heild- arkostnaðar við framkvæmd- irnar allar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.