Morgunblaðið - 12.11.1994, Síða 8

Morgunblaðið - 12.11.1994, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ PrófKjör sjálfstæðismanna á Suðurlandi: Eggert Haukdal féll fyrir Drífu Við brúsarpallinn beið hans mær . . . 434 þátttakendur í stærðfræði- keppni framhaldsskólanema EFSTU menn í efri stigi. EFSTU menn í neðra stigi. 434 NEMENDUR úr 19 skólum tóku þátt í fyrri hluta stærðfræði- keppni framhaldsskólanema, þar af 232 í neðri stiga og 191 í efri stiga. Viðurkenningarskjöl hafa verið afhent 20 efstu keppendum á neðra stigi og 21 efsta á efra stigi. Þeim hefur jafnframt verið boðið að taka þátt í seinni hluta keppninnar, úrslitakepnni, sem fer fram við Háskóla íslands í mars 1995. Efstu í fyrri hluta: Neðra stig: 1. Kári Ragnarsson, Menntaskólanum við Hamrahlíð, 2. Gísli Harðarson, Menntaskólan- um á Akureyri, 3. Þrándur Grét- arsson, Menntaskólanum við Hamrahlíð, 4. Óskar Sigurgeirs- son, Menntaskólanum í Reykjavík, 5. Baldvin Ottó Guðjónsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 6. -7. Ingólfur Þorsteinsson, Verzlunarskóla íslands, Steinþór Steingrímsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 8.-11. Helgi Þorgeirs- son, Menntaskólanum í Reykjavík, Snævar Sigurðsson, Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, Sveinn B. Sigurðsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 12.-13. Finnbogi Ósk- areson, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, Guðmundur Harðar- son, Menntaskólanum á Laugar- vatni, 14.-16. Jón Thoroddsen, Menntaskólanum í Reykjavík, Pét- ur Runólfsson, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Þórdís Linda Þórar- insdóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð, 17. Hannes Helgason, Flensborgarskólanum í Hafnar- firði, 18.-21. Gísli Bragason, Menntaskólanum í Reykja- vík,Indriði Stefánsson, Mennta- skólanum í Reykjavík, Vala Hjör: leifsdóttir, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, Þórólfur Rúnar Þórólfs- son, Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Neðra stig: Gunnlaugur Þór Briem, Menntaskólanum í Reykja- vík, 2. Guðmundur Hafsteinsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 3.-4. Logi Ragnarsson, Mennta- skólanum við Hamrahlíð, Magnús Þór Torfason, Menntaskólanum í Reykjavík, 5. Haukur Eggertsson, Verzlunarskóla íslands, 6. Baldvin Gíslason, Menntaskólanum í Reykjavík, 7. Jóhann T. Sigurðs- son, Menntaskólanum á Akureyri, 8. Einar Guðfínnsson, Mennta- skólanum í Reykjavík, 9. Hjördís Sigurðardóttir, Menntaskólanum í Reykjavík, 1G.-12. Georg Lúð- víksson, Menntaskólanum í Reykjavík, Jón Guðni Ómarsson, Verzlunarskóla íslands, Skúli Guðmundsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 13. Eggert Jón Magn- ússon, Fjölbrautaskóla Suður- lands, 14.-15. Guðmundur Páll Magnússon, Menntaskólanum við Sund, Hjálmar Gíslason, Mennta- skólanum á Laugarvatni, 16.-17. Haukur Þór Hannesson, Verzlun- arskóla íslands, Hjörtur Smára- son, Kvennaskólanum í Reykjavík, 18.-20. Hjalti Þórarinsson, Menntaskólanum í Reykjavík, Jó- hannes B. Hreinsson, Menntaskól- anum í Reykjavík, Oskar D. Pét- ursson, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Fimmta Eystrasaltskeppnin í stærðfræði verðurhaldin í Tartu í Eistlandi 9.-13. nóvember nk. Þangað fara fjórir efstu í efra stigi og efsti maður á neðra stigi. Fararstjórar eru Rögnvaldur Möll- er og Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur. Einnig stendur til að taka þátt í Norðurlandakeppni í stærðfræði um miðjan mars, og Alþjóðlegu ólympíukeppninni í stærðfræði, sem fer fram í Kanada í júlí 1995. Kristniboðsdagurinn er á morgun Aldrei hafa fleiri verið við kristniboð KRISTNIBOÐSDAG- URINN 1994 er á morgun og verður kristniboðs á vegum Sam- bands íslenskra kristni- boðsfélaga þá minnst í kirkjum landsins og veitt viðtaka gjöfum til starfs- ins. A vegum SIK eru nú starfandi 14 íslenskir kristniboðar við ýmis störf í Eþíópíu og Kenýu og er kostnaður við starfið áætl- aður 17 milljónir króna á árinu. Að sögn Skúla Sva- varssonar, formanns Sam- bands íslenskra kristni- boðsfélaga, eru tekjur SÍK háðar velvilja kristinna manna hér á landi, en um miðjan október vantaði enn 6,5 milljónir upp á að end- ar næðu saman þetta árið. Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefur að sögn Skúla átt samstarf við sambæri- leg félög hjá hinum Norðurlanda- þjóðunum, og á þeirra vegum væru á bilinu 350-400 manns við kristniboðsstörf. Sá fjöldi íslend- inga sem nú eru kristniboðar er óvenjumikill, og segir Skúli þá aldrei hafa verið fleiri í einu. Fólkið fær ekki greidd laun fyrir starf sitt, en hins vegar segir Skúli kostnaðinn vera mikinn þar sem ekki aðeins þurfi að sjá þessu fólki fyrir nauðsynjum heldur sé ýmis annar kostnaður t.d. vegna styrkja til fjölda innlendra aðila á þeim stöðum sem kristniboð- arnir starfa. „Við erum ekkert að byggja upp neitt sem íslenskt er á þess- um stöðum, heldur miðum við frá upphafi að því að það verði inn- lend kirkja sem taki við starfinu og styðjum við innfædda á meðan þeir þurfa á að halda. Sem dæmi má nefna að í Konsó þar sem við hófum kristniboðsstarf fyrir rúm- um 40 árum er kirkjan orðin sjálf- stæð að mestu leyti, en við styðj- um að vísu barnaskóla sem þar er enn. Annars sjá þeir um allt sjálfir, og þar er til dæmis stór sjúkrastöð, en þarna er nú rúm- lega 70 söfnuðir. Þar eru unnin mörg þróunarverkefni sem við styrkjum ekkert héðan að heiman nema hvað þarna er fólk frá okk- ur sem er ráðgjafar. Við byggjum því á að þeir taki við öllu sjálfir og þá förum við á nýja staði, en við miðum allt við að verkefnin séu ekki ofviða því fólki sem við erum að vinna á meðal og það geti haldið þeim áfram, þess vegna er þetta kannski svolítið hægfara, en við höfum komist að þeirri niðurstöðu að svona hægfara starf skilar --------- miklu meiri árangri þegar til lengri tíma er litið.“ - Hvernig er fjár- öflun' til starfsins hátt- að? „Það eru einstakl- ingar sem styðja okkur og styrkja, og á þessu ári ráðgerum við að við þurfum um 17 milljón- ir til að standa undir kostnaði. Það er svolítið basl að fá þetta, en það heyrist kannski ekki svo hátt í okkur. Við erum ekki að fara fram fram með stóra auglýs- ingaherferð eða annað slíkt, því við viljum að sem mest af því sem safnast fari beint til starfsins en ekki í einhvern kostnað. Þetta kostar það að það ber kannski minna á okkur en ýmsum öðrum, en þetta hefur gengið hingað til, og það eru margir sem gefa mik- ið.“ - Hvert er umfang kristni- Skúli Svavarsson ► Skúlí Svavarsson, formaður Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga, er fæddur á Akur- eyri 1939. Að loknu gagnfræða- prófí lærði hann skipasmíðar, en árið 1962 fór hann í kristni- boðsskóla í Noregi eftir að hafa stundað nám utanskóla við Menntaskólann á Akureyri í til- skildum greinum til að komast í skólann í Noregi. Eftir að hafa lokið námi í kristniboðs- skólanum árið 1966 fór Skúli til kristniboðsstarfa í Eþíópíu þar sem hann dvaldist samtals í níu ár og í Kenýa þar sem hann var í fjögur ár. Frá 1985 hefur Skúli verið formaður Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga og haft með höndum stjórn kristniboðsins í Afríku. boðsstarfsins á vegum íslendinga samanborið við aðrar þjóðir? „Ég hugsa að við séum mjög framarlega hvað þetta varðar. Við erum í samstarfi við Norður- landaþjóðirnar, en þær eru mjög duglegar og svolítið erfitt að bera sig saman við þær. Norðmenn til dæmis gefa rúmlega 1% þjóðar- tekna sinna til þróunarverkefna, og samanborið við þá er þetta kannski ekki svo miirið hjá okk- ur. En ef við berum okkur saman við Dani þá stöndum við mjög vel að vígi og eins erum við mjög framarlega gagnvart öðrum Evr- ópuþjóðum. Það fólk sem við höf- um úti er mjög virkt, og til dæm- is í Eþíópíu þar sem Norðurlanda- þjóðirnar hafa starfað saman, eru okkar menn ráðgjafar biskups í tveimur af átta biskupsdæmum sem þar eru. Sömu sögu er að segja í Kenýu þar sem okkar fólk er leiðtogar yfir stóru svæði og _________ mjög virt innan kirkj- unnar. Við höfum haft fólk sem hefur bæði mjög góða menntun og mikla reynslu, en við reynum að halda okkar fólki lengi og þess vegna höfum við verið töluvert áberandi þama úti. Margt af þessu fólki hefur í kristniboðsskólanum í Noregi hlotið þá guðfræðimenntun og aðra undirbúningsmenntun sem þarf til starfa í þróunarlöndum, og einnig em nokkrir hjúkrunar- fræðingar sem hlotið hafa eins árs undirbúning fyrir störf í fram- andi umhverfi. Einnig eru á okk- ar vegum guðfræðingar frá Há- skóla íslands, sem hlotið hafa sömu undirbúningsmenntun, og einnig eru kennarar og húsasmið- ur sem stendur fýrir bygginga- framkvæmdum. Fólkið hefur því mjög alhliða bakgrunn eftir því í hvaða störf það fer.“ Höfum fólk meö góða menntun og mikla reynslu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.