Morgunblaðið - 26.01.1995, Síða 21

Morgunblaðið - 26.01.1995, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 21 Ungir einleikarar FJÓRIR ungir einleikarar leika með Sinfóníuhljómsveit íslands á tón- leikum í Hskólabíói í kvöld. Leikur þeirra er liður í einleikaraprófi þeirra frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Um er að ræða tvo selló- leikara, flautu- og fiðluleikara. Verkin sem þau leika eru eftir Mozart, Schumann, Sjostakovitsj og Dvorák. Stjórnandi tónleikanna er Bernharður Wilkinson. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við hina ungu einleikara eftir æfingu þeirra með Sinfóníuhljómsveitinni fyrir skömmu. Flautuleikarinn Stefán Ragnar Höskuldsson hefur verið nemandi Bernharðs Wilkingsonar. Stefán hefur æft verkið sem hann leikur tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í kvöld síðan í sumar, það er Konsert fyrir flautu og hljómsveit í G-dúr KV 313 eftir W. A. Mozart. Stefán er fæddur á Neskaupstað og þar hóf hann nám í flautuleik. „Þegar ég var tíu ára gamall og bjó á Reyðarfirði kynntist ég Bern- harði Wilkinsyni. Eftir það fór ég í tíma til hans suður í Reykjavík einu sinni í mánuði og var u.þ.b. fjóra daga í hverri ferð,“ segir Stef- án. Stefán lærði fyrst á blokkflautu. „Mér gekk svo vel með blokkflaut- una að ég ákvað að læra á þver- flautu. Tæknin við að leika á þessar tvær flautur er mjög svipuð." Árið 1991 hóf Stefán nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík og stundaði jafnframt nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. „Það hefur verið dálít- ið mikið að gera hjá mér þessi ár, en í vor lýk ég stúdentsprófi auk einleikaraprófsins frá Tónlistar- skólanum, sem þessir tónleikar með SÍ. eru liður í. Menntaskólanám er nauðsynlegt fyrir félagslegan þroska og almenna menntun og víðsýni,“ segir Stefán. Hann hyggst leggja fyrir sig flautuleik. „Ég fer til London næsta vetur í framhalds- nám í flautuleik. Fyrst fer ég í jafn- vel í einkatíma, ekkert er þó afráð- ið í því efni, þetta skýrist í sumar,“ sagði hann einnig. Una Sveinbjarnardóttir leikur einleik á fiðlu með Sinfónuhljóm- sveit íslands í Konsert fyrir fiðiu og hljómsveit nr. 1 op. 77 eftir D. Sjostakovitsj. Una hóf nám í fiðlu- leik sjö ára gömul. „EFtgir forskóla valdi ég fiðluna sem mitt hljóðfæri, m.a. fyrir áeggjan móður minnar. Mér finnst fiðlan æðislegt hljóð- færi,“ segir Una. Fiðlan hennar er frönsk, smíðuð í Vogesafjöllum. „Ég keypti hana af Þórhalli Birgis- sym fiðluleikara og er mög ánægð með hana. Fólkið í Sinfóníuhljóm- sveitinni, sem ég var að æfa með, Mozart tón- leikar í Bú- staðakirkju í TILEFNI af fæðingardegi Moz- arts heldur kór Bústaðakirkju ásamt hljómsveit tónleika í Bú- staðakirkju á morgun föstudag kl. 20.30. Þann verða 239 ár liðin frá fæðingu Mozarts, en hann fæddist í Salzburg í Austurríki árið 1756 og léstárið 1791. Þrjátíu manna kór Bústaðakirkju ásamt 16 manna hljómsveit flytur tvö verk eftir Mozart, það fyrra mun hann hafa samið 13 ára gam- all, Dominicus messu i C-dúr. Síð- asta verkið, sem Mozart samdi 17 ára, er Exultate jubilate. Einsöngv- ari í þvi er Guðrún Jónsdóttir, en hún á einmitt afmæli sama dag og tónskáldið. Aðrir einsöngvarar verða Elín Huld Árnadóttir, Ingunn Ósk Sturludóttir, Guðlaugur Viktorsson og Þórður Ólafur Búason. Konsert- meistari er Laufey Sigurðardóttir og stjómandi Guðni Guðmundsson. Miðasala fer fram í kirkjunni. var líka mjög ánægt með „sándið" í henni. Við erum orðnar mjög nán- ar, ég og fiðlan mín.“ Una hefur undanfarin ár stundað nám við Menntaskólann í Reykja- vík, auk þess að vera við nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík. „í vetur hef ég við untanskóla í sjötta bekk í M.R. og tek stúdentspróf í vor. Ég er skorpumanneskja í námi, einkum bóknámi. Ég hef enga tröllatrú á að fólk eigi að æfa sig allataf 6-8 tíma á dag. Ég vinni ekki þannig sjálf og myndi senni- lega ekki vera í þessu ef ég þyrfti þess.“ Hvað segir Una um verið sem hún leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands í kvöld? „Þetta verk er bara ég,“ segir hún og brosir. „Ég kynntist þessum konsert þegar ég var tólf ára göm- ul. Pabbi fór til útlanda og kom aftur með disk með þessum kon- sert. Æ síðan hefur mig langað til að spila hann og nú er sá draumur að rætast.“ Að loknum prófum í vor stefnir Una á nám í Þýska- landi. „Ég er þó ekki búin að negla alveg niður hvar ég verð,“ segir hún. „Hugsanlega þó í Köln. Eg ætla að reyna að komast í góðan tónlistarháskóla. Ég er einmitt núna á námskeiði í þýsku og veitir ekki af. Ástæðan til að ég valdi Þýskaland er að þar er „standard- inn“ hár og þar er kennd rússnesk tækni í fiðluleik sem ég er hrifin af og vil læra. Þetta verður mjög spennandi," segir Una Sveinbjarn- ardóttir. Ungur Garðbæingur, Sigurgeir Agnarsson er einleikari með Sinf- óníuhljómsveit íslands í kvöld í verki R.Schumann, Konsert fyrir selló og hljómsveit í a-moll op.129. Sigurgeir hóf sellónám ellefu ára gamall. „Mig hafði þá um tíma langað til að læra á selló, en svo kom bakslag í þá fyrirætlan þegar ég var á tónleikum og það „duttu niður“ strengir á selló- inu. Mér leist ekkert á að slíkt gæti gerst, en við nánari íhugun ákvað ég eigi að síður að læra á selló,“ segir Sigurgeir. Gunnar Kvaran hef- ur kennt Sigurgeiri frá upphafi. „Fyrst var ég í Tónlistarskólanum í Garðabæ, en flutti mig svo niður í Tónlistarskólann í Reykjavík." Sig- urgeir kvaðst ekki vera neitt sér- staklega taugaóstyrkur fyrir þessa frumraun sína með Sinfóníuhljóm- sveitinni. „Ég er þó ekki alveg róleg- ur,“ sagði hann. „Maður fær óneit- anlega dálítið „kikk“ út úr því að spila með svo stórri hljómsveit." Sig- urgeir er nemandi í Menntaskólan- um í Hamrahlíð og lýkur væntanlega stúdentspófi í vor, jafnframt einleik- araprófínu frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. „En það eru hreinar línur að ég ætla að leggja fyrir mig selló- leik í framtíðinni," segir hann. „Ég er að hugsa um að fara til Bandaríkj- anna til frekara náms, en ekkert er þó alveg ákveðið í þeim efnum. Það er mjög lærdómsríkt að leika með Sinfóníuhljómsveit íslands núna, þetta er stórt próf, það eru ekki all- ir sem fá tækifæri til að spila með svo stórri hljómsveit," sagði Sigur- geir að lokum. Síðasta verkið á tónleikum Sinfó- níuhljómsveitar íslands og Tónlist- arskólans í Reykjavík í kvöld er Konsert fyrir selló og hljómsveit í h-moll op. 104 eftir A. Dvorák. Einleikari í verkinu er Sigurður Bjarki Gunnarsson, ungur Reyk- víkingur. Hann kveðst í samtali við blaðamann hafa æft þetta verk í rúmt ár, kennari hans er Gunnar Kvaran. „Þetta er erfitt verk. Dvor- ák er almennt viðurkenndur sem „stór biti“, segir Sigurður. Hann hefur verið við sellónám í tólf ár og var í Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar um tíma. „Ég hef aldrei leikið sem sólisti með svo stórri hljóm- sveit sem Sinfóníuhljómsveit ís- lands,“ segir hann. Sigurður kveðst þó búa að þeirri reynslu sem hann hefur öðlast með því að koma fram innan skólans sem einleikari. Hann lauk stúdentsprófi í vor sem leið og ætlar að leggja fyrir sig selló- leik. „Ég er að hugsa um að fara til Bandaríkjanna til framhalds- náms, ég sótti um á nokkrum stöð- um og sé til hvar ég kemst inn,“ segir hann. GUÐNI Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Ingunn Ósk Sturludóttir og Þórður Ólafur Búason. Söngtón- leikar á Hvolsvelli SÖN GNEMENDUR Tón- listarskóla Rangæinga halda tónleika í sal skólans á Hvols- velli í dag, fímmtudag, og hefjast þeir kl. 21. Flutt verður dagskrá með lögum eftir ýmsa höfunda, innlenda og erlenda, en einnig munu nemendurnir syngja saman nokkur lög. Söngdeild- in hefur nú starfað á þriðja ár og eru nemendur átta tals- ins, þar af eru þrír á 5. stigi, tveir á 4. stigi, einn á 3. stigi og tveir á 2. stigi. Kennari deildarinnar er óperusöngvarinn og hesta- maðurinn Jón Sigurbjörnsson, en auk söngnámsins stunda nemendur nám í tónfræði, tónheyrn, tónlistarsögu, pianóleik og samsöng. Þetta er í fyrsta sinn sem nemendur þessarar deildar halda tónleika einir og sér og er aðgangur ókeypis og öllum heimiil. Söngsmiðjan Weill, Webb- er, Bernstein, Gershwin o g Kern TÓNLEIKAR verða haldnir í sal Söngsmiðjunnar í Skip- holti 25 í dag, fimmtudag, og hefjast þeir kl. 21. Á tón- leikunum verður flutt söng- leikjatónlist frá ýmsum tím- um. Gestir Söngsmiðjunnar að þessu sinni eru Hólmfríður Benediktsdóttir söngkona, Karl Olgeirsson píanóleikari, Jón Rafnsson bassaleikari og Karl Petersen trommuleikari, en þau eru öll kennarar við tónlistarskólann á Akureyri. Aðgangseyrir er 500 krón- ur. Sýningum Daða að ljúka MYNDLISTARSÝNINGUM Daða Guðbjörnssonar í Nor- ræna húsinu og í Gallerí Fold lýkur á sunnudag. í Norræna húsinu sýnir hann olíumálverk, teikningar, skúlptúra og tréristur, en í Gallerí Fold sýnir hann aqua- rellur og olíumálverk. Opið er í Norræna húsinu daglega frá kl. 14-19, en í Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, nema sunnu- daga frá kl. 14-18. Sýningu Soff- íu að ljúka SÝNINGU Soffíu Sæmunds- dóttur í Sparisjóði Hafnar- fjarðar-Garðabæ, Garðatorgi 1, lýkur nú um helgina. Af tví tilefni verður sýningin opin á milli 14 og 17 laugar- daginn 28. janúar. Á sýningunni sem nefnist „Leysingar og loftkastalar" eru þrykk unnin á árunum 1994 og 1993. Þetta er þriðja einkasýning Soffíu, en hún lauk námi frá MHÍ 1991.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.