Morgunblaðið - 26.01.1995, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
MARGRÉT
JÓHANNESDÓTTIR
+ Margrét J.S.
Jóhannesdóttir
var fædd að Skjálg
í Kolbeinstaða-
hreppi 30. júní
1905. Hún lést á
Dvalarheimili aldr-
aðra í Borgarnesi
15. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Kristín Benjamíns-
dóttir og Jóhannes
Jónatansdóttir.
Hún átti einn hálf-
bróður, Bcnjamín
Jónsson, en hann
er látinn.
Eiginmaður Margrétar var
Sveinbjörn Jónsson bóndi og
kennari á Snorrastöðum í
Hnappadalssýslu. Börn þeirra
eru, eftir aldursröð: 1) Hauk-
ur, kvæntur Ingibjörgu Jón-
dóttur. Dóttir þeirra er Brand-
dís Margrét. 2) Friðjón, látinn.
Var kvæntur Björk Halldórs-
dóttur. Dætur þeirra eru Sig-
ríður, Margrét og HalldQra
í DAG verður jarðsungin föður-
amma mín, Margrét á Snorrastöð-
um, eða „amma í sveitinni" eins og
ég jafnan kallaði hana. Ég mun
ekki rekja æviferil hennar, en lang-
ar í fáum orðum til að minnast
þessarar yndislegu ömmu og tímans
sem við áttum saman. Ég get ekki
hugsað mér að hægt hafi verið að
eiga betri ömmu. Þótt hún væri dag
hvern önnum kafin myrkranna á
milli og stundum lengur, áttum við
sem betur fer ófáar samverustund-
ir, en óneitanlega væri óskandi að
þær hefðu orðið miklu fleiri.
Þar sem við áttum heima í Borg-
arnesi, fórum við oft að Snorrastöð-
um og ég dvaldist þar um lengri
eða skemmri tíma öll bernskusumr-
in. Alltaf fannst mér jafngott að
fá að fara að Snorrastöðum. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá
að dveljast hjá þeim ömmu og afa
og Kristjáni frænda einn vetur þeg-
ar ég var þriggja ára. Minningarnar
um jólin þann vetur eru yndislegar
og ylja mér enn um hjartarætur.
Ég minnist ömmu sem hógværr-
ar konu, ósérhlífinnar og sérlega
hjartahlýrrar. Hún gerði engar
kröfur og átti sér fáar væntingar,
öfundaði aldrei neinn, en samgladd-
ist af heilum hug þeim sem vel
gekk í lífinu. Hún var greind kona
og skemmtileg og gædd einstakri
frásagnargáfu, þannig að unun var
að hlusta á hana segja frá og bregða
sér í hin ýmsu hlutverk frásagnar-
innar. Gaman var líka að fylgjast
með henr.i þegar hún nostraði við
kýmar og sjá hversu innilega vænt
henni þótti um skepnurnar. Mínar
fýrstu útreiðar voru þegar ég fékk
að fara með ömmu og afa að Eld-
borg. Ég reið með ömmu á Skjóna,
Björk. 3) Jóhannes
Baldur. Var kvænt-
ur Sigrúnu Ólafs-
dóttur. Börn þeirra
eru Margrét J.S. og
Ólafur Daði. 4)
Kristín Sólveig, lát-
in. Var gift Grétari
Haraldssyni. Börn
þeirra eru Mar-
grét, Jóna Björk og
Sveinbjörn Snorri.
5) Helga Steinunn,
gift Indriða Al-
bertssyni. Börn
þeirra eru Helga,
Margrét Kristín,
Sveinbjöm og Magnús. 6) El-
ísabet Jóna. Var gift Baldri
Gíslasyni. Börn þeirra eru
Stefanía og Gísli Marteinn.
Fyrir hjónaband eignaðist
Margrét son, Kristján Benjam-
ínsson, sem kvæntur er Huldu
Guðmundsdóttur. Börn þeirra
eru Kristín Berglind og
Broddi.
Útföf Margrétar fer fram
frá Kolbeinsstaðakirkju í dag.
en Margrét frænka mín á hestinum
með afa.
Leikföng voru af mjög skomum
skammti á Snorrastöðum, en samt
hafði maður alltaf eitthvað við að
vera, og fyrir mér var þetta sann-
kallaður ævintýraheimur. Þótt frí-
tími ömmu væri naumur, gengum
við stundum saman niður í §örur,
og voru þá oft sagðar sögur af álf-
um og tröllum sem tengdust hinum
ýmsu kennileitum sem á vegi okkar
urðu. Skemmtilegast þótti mér þeg-
i ar sagðar voru sögur af því sem
gerðist „í gamla daga“. Þá kynntist
ég erfíðri lífsbaráttu og hörðum
kjörum þessa nægjusama fólks og
Iærði að meta nýtnina og útsjónar-
semina sem voru nauðsyn á mann-
i mörgu og gestkvæmu heimili.
; Mér fannst ég alltaf eiga þessa
l sveit — hún var fallegust og best!
l Var ég minnt á það ekki alls fýrir
löngu, að þegar ég var lítil stóð ég
eitt sinn við fjóshauginn, sem var
svosem ekkert augnayndi, og stundi
upp: „Mikið ofboðslega er sveitin
mín falleg!" Allar þessar minning-
t ar, sem upp í hugann koma, þakka
ég henni ömmu minni og fólkinu
, sem ég fékk að alast upp með á
Snorrastöðum. Stend ég í ævilangri
1 þakkarskuld fyrir þá gjöf.
i Amma hafði mikið dálæti á Dav-
i íð Stefánssyni og fór oft með Ijóð
r fyrir mig eftir hann — enda kunni
i hún öll hans ljóð utanbókar. Mig
langar til að ljúka þessum fátæk-
t legu orðum með því að vitna í eitt
3 þeirra, „Á föstudaginn langa“. Dav-
t íð hefur sagt frá því, að þegar hann
r var staddur á litlu hóteli fyrir utan
{ Osló um páskaleytið, hafi hann
kynnst lítilli bæklaðri telpu sem var
., þar ásamt móður sinni. Telpan þráði
GUÐMUNDUR
ÓLAFSSON
+ Guðmundur Ólafsson
fæddist á Flateyri við Ön-
undarfjörð 7. nóvember 1921.
Hann varð bráðkvaddur 2. jan-
úar síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði 17. janúar.
AFI okkar hefur nú kvatt þennan
heim við mikinn söknuð okkar. Það
mun ekki eiga efttir að vera auð-
velt að horfast í augu við það að
hann sé farinn því alltaf var hann
mjög hress og ekki hægt að sjá
að hann væri veikur. Alltaf hafði
hann nóg að gera og nýtti tímann
vel.
Afí og amma eyddu miklum tíma
uppi í sumarbústað og verður tóm-
legt að fara þangað án hans. Oft
buðu þau krökkunum með ef for-
eldrarnir fóru ekki. Afí var mjög
barngóður og góðhjartaður maður
og kom hann alltaf vel fram, já-
kvæður og hress. Öllum þótti mjög
vænt um afa og verða erfítt að
átta sig á því að hann sé farinn
að eilífu.
Þegar við hugsum til afa okkar
í dag rifjast upp góðar og skemmti-
legar minningar um hann. Þær
munu lifa að eilífu í huga okkar
allra.
Elsku amma okkar, við viljum
votta þér samúð okkar, guð veiti
okkur öllum styrk og trú í þessari
miklu sorg.
Kolbrún, Thelma, Hall-
dór, Elma, Aníka Rut og
Hrefna Dís.
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 3K
MINNINGAR
ákaft að komast til kirkju, og bauðst
Davíð til að fara með hana. Bar
hann telpuna í fanginu til kirkjunn-
ar. Þegar heim á hótelið kom að
lokinni látlausri og hátíðlegri
messu, dró skáldið sig í hlé og orti
hið undurfagra ljóð um þjáningu
og lausnarverk Krists, sem lýkur á
þessu erindi:
Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og vemdar hveija rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.
í mínum huga var allur lífsferill
ömmu í sveitinni endurskin frá ást-
areldinum sem Kristur kveikti með
lífí sínu og dauða.
Sigríður Friðjónsdóttir.
í minninganna mánaskini
mæti eg þér;
þá vaknar allt til ljóða og lífs
sem liðið er - '
Úr sænum rísa aftur
mín óskalönd.
Og eins og forðum leiðir þú mig
þér við hönd.
(D. St.)
Bjartir dagar, græn tún, ámiður,
hljómfagrir hlátrar systranna inni
í bænum og amma eitthvað að sýsla
- alltaf eitthvað að sýsla. í þessum
anda eru bemskuminningar mínar
frá Snorrastöðum. Yfir öllu friðsæld
og öryggi og fullvissa um að heim-
urinn stæði í stað, enginn okkar
myndi breytast og enginn fara; lífíð
í sveitinni væri óumbreytanlegt um
alla eilífð. En lífíð hlaut að fara
sínu fram, því „lífíð yrkir þrotlaust
og botnar aldrei braginn" eins og
hún amma mín hafði svo oft eftir
Davíð Stefánssyni. Eftir standa í
minningunni draumfagrar myndir
af stundum sem eitt sinn voru part-
ur af hversdagsleikanum en eru nú
allmörgum árum síðar orðnar að
fágætum, verðmætum perlum sem
dýrindis ljóma stafar af og fyllir
bijóstið í senn þökk og eftirsjá.
Amma í sveitinni, eins og við
barnabörnin kölluðum hana jafnan,
var drottning í sinni sveit. Ekki
þess konar drottning sem situr á
veldisstóli og stýrir þegnum sínum,
heldur drottning í þeim skilningi
að bærinn, Snorrastaðir, og um-
hverfi hans voru hennar konungs-
ríki sem hún bar virðingu fyrir og
unni af alhug. Hún umgekkst ríki
sitt af nærgætni, fór á milli bæjar
og fjóss, embættaði kýrnar, strauk
af borðum og bekkjum, talaði blíð-
lega til málleysingjanna, tíndi ullar-
lagða af götu sinni og gætti þess
að allt færi vel bæði utan húss sem
innan. Hún vildi ekki ferðast og sjá
sig um. Snorrastaðir voru hennar
útlönd, hennar yndi, fortíð og fram-
tíð; sá hinn eini blettur á jarðríki
sem hún vildi vera á.
Hún hafði aldrei hátt þessi kona
og hún vissi held ég ekki vel hvað
það er að gera kröfur sér til handa
því það held ég að hún hafi aldrei
gert. Hún þakkaði fýrir hvað lítið
sem var, tók við öllum verkum dags-
ins hvort sem þau voru auðveld eða
erfíð og vann þau með þeirri sam-
viskusemi sem vandfundin er í dag.
Hún kunni ekki að kasta til höndum
eða komast létt frá verkum sínum.
En mikið var gaman að taka þátt
í störfunum með henni. Þá naut hin
skemmtilega frásagnargáfa hennar
sín vel því þótt hún væri ekki kona
sem sagði skemmtisögur á manna-
mótum veit ég engan sem gæddi
frásögur sínar eins mikilli kímni og
hún oft gerði. Það var í rauninni
makalaust hversu mjög hún gat
gert hversdagslegustu atburði
spaugilega án þess að nota ýkjur
eða stóryrði. En það var í rauninni
afar einkennandi fyrir persónuleika
hennar. Þar voru engar hástemmd-
ar nótur en henni tókst að leika
þannig á þær lágstemmdari að per-
sóna hennar varð í senn bæði ris-
mikil og áhrifarík.
Jafnan þegar dvöl minni á
Snorrastöðum lauk og ég fór suð-
ur, laut amma niður að mér, lagði
kinn sína við mína og sagði: „Blóm-
ið mitt, draumurinn minn yndislegi.
Góða ferð.“ Nú þegar ég loka aug-
unum finn ég aftur hennar vanga
við minn og milda rödd við eyra
mér segja orðin að nýju. En nú var
það hún sem fór í ferð. Guð geymi
þig, elsku amma, og hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Margrét Grétarsdóttir.
Á köldum vetrardegi í janúar
slökknaði á lífsljósinu hennar
ömmu minnar. Hún fékk að lifa í
89 ár. Þó að 89 ár séu hár aldur
er alltaf sárt að missa ömmu sína.
Amma er alltaf stór hluti af lífí
manns. Það er svo gott að eiga
ömmu, sérstaklega ömmu eins og
hún var. Mér finnst ég hafa verið
heppin að hafa fengið að eiga og
kynnast konu eins og henni. Henn-
ar hjartahlýju og einlægni, hvort
sem það átti við menn eða dýr.
Hún var mikill dýravinur og lét sér
annt um þau og þau voru vinir
hennar.
Amma var fríð kona og fínleg
og góðmennskan skein úr augum
hennar. Hlýtt og notalegt viðmót
hennar fundu allir sem henni
kynntust. Aldrei féll henni verk úr
hendi; hún var af þeirri kynslóð sem
þurfti að vinna mikið, börnin mörg
og ekki voru þau sjálfsögðu lífs-
þægindi þá sem við búum við nú.
Hún æðraðist ekki og vann verk
sin í hógværð og hljóði. Amma var
hnyttin í tilsvörum og gat tekið
skemmtilega til orða þegar þannig
lá á henni. Þeir sem stóðu nálægt
hjarta hennar nutu vináttu hennar
og gestrisni.
Þegar ég hugsa til baka frá því
ég var lítil stelpa koma allar minn-
ingarnar upp í hugann frá „sveit-
inni“. í mínum huga var bara til
ein sveit og það voru Snorrastaðir.
Minningarnar eru góðar úr sveit-
inni hennar ömmu. Þar fékk ég
tækifæri til að kynnast dýrunum
og hvernig þau urðu bestu vinir
manns — húsinu hennar þar sem
ævintýrin voru á hverju strái, hvort
sem var í kjallaranum eða skem-
munni, smíðahúsinu eða svarthol-
inu — frá hrauninu, en þar voru
reist bú úr sjóreknum netahringj-
um, kúlum og „hossum" — frá
ánni, þar sem hægt var að finna
glitrandi steina, hvíta og marglita
og þá urðu til hallir og kastalar í
sandinum.
Ég er þakklát fyrir það að dreng-
irnir mínir tveir fengu að kynnast
henni og njóta hennar og sveitar-
innar hennar. Hún lifír í minningu
okkar. Nú er slokknað á ljósinu
hennar en hún yerður alltaf til í
hugum okkar. Ég veit það verður
tekið vel á móti henni þangað sem
hún fer.
Hvíl þú í friði, elsku amma.
Kristín Berglind Kristjánsdóttir.
Svo leggur þú á höfin blá og breið
á burt frá mér og óskalöndum þinum,
og stjama hver, sem lýsir þína leið,
er litill peistí, er hrökk af strengjum minum.
Þú skilur eftir minningar hjá mér
um marga gleðistund frá liðnum áram,
og alltaf mun ég fagna og þjást með þér
og þú skalt vera mín - í söng og táram.
(Davíð St.)
Hún amma mín á Snorrastöðum
er dáin. Minningar um yndislega
ömmu koma upp í hugann. Mig
langar í örfáum orðum að minnast
hennar.
Ég man hvað það var alitaf gott
að koma að Snorrastöðum þar sem
allt var svo hreint og fallegt. Amma
snerist í kringum okkur og gaf
okkur að borða þó sjaldnast hafi
henni fundist við borða nóg. Hún
gaf sér ekki oft tíma til að setjast
niður og borða með okkur, því hún
vildi ljúka því sem þurfti að gera.
Hún var mjög dugleg og kappsfull
og vildi engum tíma eyða í sjálfa
sig. Lífsviðhorf hennar var að sinna
heimilinu og fjölskyldunni sem
best.
Á Snorrastöðum var allatíð mjög
gestkvæmt sökum starfa afa sem
var kennari og gengdi auk þess
ýmsum opinberum embættum. Þar
var heimavistarskóli um tíma og
sá amma þá um allt heimilishald í
kringum hann, auk þess að sjá um
og ala upp sín sjö böm. En ömmu
fórst þetta vel eins og annað sesö*—
hún tók sér fyrir hendur.
Það var einstakt hvað amma
hafði gott lag á skepnum og henni
fannst skipta miklu máli að þeim
liði vel. Börn hændust líka mjög
að henni og þótti ákaflega vænt
um hana.
Fyrir rúmum tveimur árum flutt-
ist amma á Dvalarheimili aldraðra
í Borgarnesi. Þrátt fyrir breyttar
aðstæður sem hún átti nokkuð erf-
itt með að laga sig að, var alltaf
jafn gott að hitta ömmu. Hún var
svo hlý og góð og það var gamar. „
að sitja og spjalla við hana á með-
an hún pijónaði sokka á alla fjöl-
skylduna sína.
Ég á aldrei eftir að gleyma þeim
stundum sem ég átti með ömmu
og það er margt sem ég hef lært
af henni sem mun nýtast mér vel
á lífsleiðinni.
Ég veit að afí, frændi, Friðjón,
Stína Veiga og aðrir látnir ástvinir
taka vel á móti ömmu og ég bið
góðan guð að blessa hana og þakka
fyrir að hafa fengið að eiga svona
góða ömmu.
„Þó ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum. Hugsið ekki um
dauðann með harmi og ótta; ég er_
svo nærri að hvert eitt ykkar tár
snertir mig og kvelur, þótt látinn
mig haldið. En þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug, sál mín
lyftist upp í móti til ljóssins: Verið
glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð
gefur, og ég, þótt látinn sé, tek
þátt j gleði ykkar yfír lífnu ...“
(Óþekktur höf.)
Stefanía.
Við áttum samleið um margra
ára skeið, hún var amma tveggj**
bama minna, Margrétar J.S. Jó-
hannesdóttur og Olafs Daða Jó-
hannessonar, en elsta dóttir mín,
Þurý, minnist hennar einnig sem
ömmu á Snorrastöðum. í minning-
unni standa upp úr þær stundir
þegar við sátum saman með handa-
vinnu eða unnum saman að ein-
hveiju verki og ræddum saman.
Það var mjög ánægjulegt að heyra
hana segja frá, hún komst svo
skemmtilega að orði og inn á milli
komu henni í hug vísur sem móðir
hennar orti um börnin eða eitthvað
sem kom upp á í hinu daglega
amstri eða ljóð eftir Davíð Stefáns-
son, sem var í miklu uppáhaldi.
Hún sagði mér frá uppvaxtarárum ~
sínum með móður sinni, hvernig
lífið og tilveran var í gamla daga,
þegar bömin voru að alast upp á
Snorrastöðum og börnin í sveitinni
komu þangað í skóla þar sem
Sveinbjörn eiginmaður hennar var
kennari sveitarinnar, þá var margt
um manninn og mikið að gera.
Verkin tóku aldrei enda, en hún
var hraust og dugleg og féll aldrei
verk úr hendi. Hún elskaði sveitina
sína og naut þess að fylgjast með
öllu því sem óx og dafnaði í náttúr-
unni og fuglunum sem komu og
verptu í garðinum hennar á vorin.
Hún fylgdist alltaf með tunglinu
og kenndi mér að fylgjast með því _
hvernig orkan breyjtist þegar það
vex eða minnkar. Ég lærði mikið
af samskiptum mínum við þessa
góðu konu, sem reyndist mér alltaf
vel, betri tengdamóður er varla
hægt að óska sér.
Eg efast ekki um að nú líður
henni vel í faðmi þeirra sem hún
unni svo mjög en eru frá okkur
horfnir í þessu lífí.
Að lokum vil ég segja eins og
hún sagði svo oft við mig, þakka
þér fyrir allt og allt.
Guð veri með öllum þeim er.
minnast hennar í dag.
Sigrún Olafsdóttir.
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N sími 620200