Morgunblaðið - 26.01.1995, Page 32

Morgunblaðið - 26.01.1995, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 ..— ........... ■ ' ' ——iii .. FANNEY REYKDAL + Fanney Reykdal var fædd í ‘■Reykjavík 20. des- ember 1933. Hún lést á Landspítalan- um 21. janúar sl. Foreldrar hennar voru Astríður J. Gísladóttir frá Siglufirði og Krist- ján J. Reykdai, síð- ast innkaupastjóri Borgarspitalans. Fanney var elst þriggja systkina, en bræður hennar eru Gylfi Reykdal, sem starfar á auglýsingastofu, og Jón Reykdal, listmálari. Fanney giftist Vigfúsi Magnússyni lækni 11. október 1955. Þau hjón eignuðust þijár dætur, Kristínu, Ragnhildi og Ástríði Vigdísi. Kristin er fædd 30. des- ember 1955. Hún er bama- hjúkrunarfræðingxir, gift Finni Ingólfssyni, viðskiptafræðingi og alþingismanni. Þeirra böra eru Fanney, Ingi Þór og Hulda. Ragnhildur er fædd 12. ágúst 1959. Hún er ritstýra, sambýlis- maður Hafliði Helgason, heim- spekinemi. Þeirra barn er Vigdis. Ástríður Vigdís er fædd 2. janúar 1963. Hún er hjúkrunar- fræðingur, sambýl- ismaður dr. Araar Bjarnason, við- skiptafræðingur. Dóttir Arnars er Inga Rán. Fanney gekk í Landakots- skólann og síðar Kvennaskólann, þaðan sem hún út- skrifaðist 1951. Sótti nám við húsmæðraskólann í Holte á Sjá- landi 1954. Hún var ritari á skrifstofu Sjóvár frá 1951-58, vann á rannsóknastofu Háskól- ans í meinafræði um skeið árið 1973 og á skrifstofu kvenna- framboðsins 1985-87. Fanney bjó í Vík í Mýrdal frá okt. 1962 til marz 1982, að undanteknu einu ári (1972-73), en annars stóð heimili hennar í Reykjavík. Utför Fanneyjar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. Vegir skiptast, allt fer ýmsar leiðir, inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdagskveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt, sem keðja, krossfór ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið. - (E.B.) ÞESSAR ljóðlínur koma mér í hug, er dauðinn rétti hönd sína að þessu sinni. Þessi hönd er ýmist snögg harkaleg eða mild og friðandi. Fyrir Fanneyju Reykdal tengda- móður mína hefur hún efalítið reynst mild og friðandi þar sem endi var bundinn á langvarandi sjúkdómsstríð. Fyrir okkur sem horfum á eftir látnum ástvini reyn- ist hún snögg og harkaleg. Við það verðum við að sætta okkur, því það er huggun harmi gegn að með okk- ur geymum við minninguna um hlýja og ástkæra eiginkonu, um- burðarlynda móður og tengdamóð- ur og bestu ömmu í heimi. Margt fer öðruvísi er ætlað er. Að afloknu námi Vigfúsar í læknis- fræði var áformað að halda til fram- haldsnáms í útlöndum. Vík átti því aðeins að vera áfangastaður á lengri leið. Árin þar urðu hins veg- ar 20. Fyrstu árin í Vík tók uppeldi dætranna hug Fanneyjar allan. Vig- fús var upptekinn í nýju starfí og var því að heiman löngum stundum við að sinna sjúkum og slösuðum. Það voru því margar stundimar þar sem Fanney beið milli vonar og ótta um hvort og þá hvenær Vigfús skilaði sér aftur heim úr löngum og ströngum vitjunum oft í aftaka- veðri og ófærð. En aldrei heyrðist Fanney kvarta. Það var ekki hennar stíll. Árin í Vík, óvissan sem þeim var samfara, söknuður vinkvenna í Reykjavík og þær miklu breytingar sem urðu á lífí Fanneyjar við að flytja austur settu strax mark sitt á hana. Ég hef það á tilfinningunni að lengst af hafí Fanneyju leiðst í Vík en hún kvartaði ekki. Fanney var dul kona og flíkaði ekki tilfínn- ingum sínum. Hún hélt þeim fyrir sig. Ef það var einhver sem fékk að vita hvað bærðist innra með henni þá var það Vigfús, enda var það hann sem hún lagði allt sitt traust á. Nú þegar Fanney kveður hinsta sinn leitar hugurinn til baka á vit þeirrar veraldar sem var, þeirra t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA HJÁLMARSDÓTTIR frá Hofi, Kjalarnesi, andaðist á heimili sínu 13. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Böðvar Valdimarsson, Elva Björk Valdimarsdóttir, Sigurður Valdimarsson, Anna Valdimarsdóttir, Valdimar Þ. Valdimarsson, tengdabörn og barnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR fyrrum húsfreyja, Vorsabæ, verður jarðsungin frá Voðmúlastaða- kapellu, Austur-Landeyjum, laugardag- inn 28. janúar kl. 14.00. Jón Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Bóel Guðmundsdóttir, Sjöfn Guðmundsdóttir, Erlendur Guðmundsson, Jarþrúður Guðmundsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Erna Árfells, Ólafur Guðmundsson, Ólafur T rygg vason, Ásta Guðmundsdóttir, Helgi B. Gunnarsson, Kristjana Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR mörgu minninga sem því mætari verða sem árunum fjölgar. Sú ljúfa mynd af Fanneyju er mætir hugan- um nú á kveðjustund þar sem um- burðarlyndi er þó skapfesta með vinhlýju viðmóti koma fyrst fram í hugann. Við Kristín og börnin höf- um margt að þakka. Það eru for- réttindi að hafa átt tengdamóður sem alltaf var tilbúin til aðstoðar eftir því sem heilsa og kraftar leyfðu. Börnin voru alltaf velkomin hvort sem var til lengri eða skemmri dvalar. Þar voru þau í traustum og öruggum höndum. Barnanna gætti hún af einskærri umhyggju og ást- úð enda sóttust þau eftir að fá að vera hjá ömmu. Fyrstu 3 árin var Ingi Þór í daglegri pössun hjá ömmu sinni. Síðustu árin sem hann var í ísaksskóla, þá labbaði hann sjálfur úr skólanum yfir í Stigahlíðina til hennar þar sem alltaf beið hans hlaðið borð af kökum. Á þessum árum myndaðist á milli þeirra ein- stakt samband þar sem þau sögðu hvort öðru sögur, spiluðu óg léku sér saman og trúðu hvort öðru fyr- ir sínum stærstu leyndarmálum. Ingi Þór kveður ömmu sína á öðrum stað í blaðinu en Fanney og Hulda vilja kveðja ömmu sína með þessum ljóðlínum eftir Guðmund Guð- mundsson: Nú finnst mér svo tómlegt og eyðilagt allt; hver elskar mig framar sem þú? Og nú fínnst mér allt svo veikt og valt og vorið mitt dapurt og kalt. En við hittumst - og það er mín hjartfólgin trú, - fyrir handan - ég og þú! Komið er að kveðjustund, sam- leið góð vörðuð minningum mörgum og góðum er þökkuð heils hugar í dag. Missir okkar allra er mikill, mestur þó Vigfúsar og systranna Kristínar, Ragnhildar og Ástríðar og barnabamanna. Á stundum sem þessum er rétt að hafa það hugfast að þið grátið vegna þess sem áður var gleði ykkar. Eftirlifandi föður. Kristjáni Reykdal, og bræðmm Fanneyjar sem og öllum aðstand- endum sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur á þessari sorgarstund. Blessuð sé minning Fanneyjar Reykdal. Finnur Ingólfsson. Fanney Reykdal var amma mín og mér þótti mjög vænt um hana. Þegar ég var lítill þá passaði hún mig en ég man ekki hvernig það var, en ég vildi að ég myndi það. Ömmu þótti mjög vænt um mig og mér um hana. Þegar ég var í ísaks- skóla labbaði ég oftast til hennar að skóla loknum, því ekki var langt að fara. Þegar ég kom til hennar beið hún oftast með kökur, vöfflur, pönnukökur eða eitthvað annað handa mér. Stundum fékk ég að taka vídeóspólur og fékk nammi með. Hún gerði allt og gaf mér allt sem ég bað um. Þegar ég gisti hjá henni fékk ég nammi, snakk og allt mögulegt. Hún spilaði við mig, las fyrir mig sögur og eldaði alltaf góðan mat fyrir mig. Hún var mér alltaf mjög góð. Hún var alltaf að gefa mér eitthvað, peninga eða gjafír. Þegar ég var um það bil tíu ára byijaði hún að veikjast og þurfti að fá næringu í gegnum slöngu. Hún þurfti að fara upp á spítala því hún veiktist mjög mikið. Laug- ardaginn 21. janúar sögðu mamma og pabbi mér að hún væri dáin. Ég er alveg viss um að þetta var reykingunum að kenna, því hún hafði reykt mjög lengi og gat bara alls ekki hætt að reykja þennan óþverra. Ég kenni því dálítið reyk- ingunum um dánarorsök ömmu. Hin amma mín dó líka vegna þess að hún reykti. Afar mínir eru báðir lifandi og þeir reykja ekki, en ann- ars er þetta ekki neinum að kenna. Ég ráðlegg að reykja aldrei og bera þannig virðingu fyrir líkama sínum. Ég bið guð að gæta ömmu vel og vandlega því að mér fannst hún besta amma í heiminum og mér þótti svo vænt um hana. Ingi Þór Finnsson. Ég mun aðeins þekkja móð- urömmu mína af afspurn. Hún mun aldrei segja mér sögur af mömmu og systrum hennar. Af undarlegum uppátækjum þeirra og ótrúlegri seinheppni móður minnar. Hún mun aldrei baka handa mér eins og hún gerði fyrir Fanneyju og Inga, hvað þá prjóna á mig flík, þær mun ég aðeins sjá á ljósmyndum og á dúkk- unum hennar Huldu. En ég mun alltaf fá að heyra hvað henni þótti óumræðilega vænt um mig. Hvern- ig hún beið fæðingar minnar með óþreyju og neitaði að deyja fyrr en hún hafði hitt mig. Mamma mun aldrei fara ofan af því að það hafí verið ástæðan fyrir því að amma dó ekki úr lungnabólgunni í haust þegar þau sátu yfír henni dag og nótt og höfðu gefíð upp alla von. Þá grét mamma og sagði við ömmu að sig langaði svo mikið til að hún sæi barnið sitt og nyti þess með henni eins og hún vildi og hefði þrek til. Svo fékk mamma sam- viskubit og fannst hún í eigingirni sinni vera að pína ömmu til að lifa lengur þegar hún var orðin svo veik og í raun þrotin að öllum kröft- um, svo hún bætti því við að hún skildi það samt svo vel ef hún ákveddi að deyja, hún tæki því ekki persónulega (hún mamma getur verið svo skrýtin, ég á eftir að kynn- ast því betur seinna). Og amma sagðist ekkert vera að deyja, hún hefði oft verið mun veikari. Daginn sem ég fæddist sótti pabbi hana og ég á mynd af okkur þar sem hún heldur á mér aðeins nokkurra tíma gamalli. Mamma mun lýsa sængurlegu sinni svo oft fyrir mér, hvað hún var heppin að vera á einkastofu svo amma og Ástríður Vigdís móðursystir gátu komið í hjólastólunum sínum til hennar - en annað lungað féll sam- an í þeirri síðarnefndu daginn áður en ég fæddist. Afa þótti ansi heppi- legt að hafa eiginkonu, tvær dætr- anna og dótturdótturina á Landspít- alalóðinni og geta hitt þær allar í einu. Þvílík íjölskylda! Mamma á eftir að sýna mér margar myndir af ömmu og þannig mun ég kynnast henni. í elsta alb- úminu eru myndir af henni og vin- konunum í skátaútilegum, á skíð- um, í Kvennaskólanum, hún með fjölskyldunni í lautartúrum, þær Heba í húsmæðraskólanum í Dan- mörku, í siglingu og loks húsmæður á e’igin heimili og nýbakaðar mæð- ur. Alltaf vel til hafðar með nýlagt hárið. Amma með Kristínu litla, svo mömmu, loks Ástríði. Dæturnar í heimasaumuðum kjólum, hand- pijónuðum peysum, alltaf svo hrein- ar og fínar. Á útimyndunum er amma með veski, á innimyndunum oft með sígarettu. Amma svo glöð við fólksvagninn sem hún vann í happdrættinu og ók um allt í Reykjavík, en hætti því svo í Vík- inni því henni fundust göturnar þar svo þröngar. Þegar hún fór síðar að æfa sig að keyra lögðust dæturn- ar í gólfíð afturí þegar þau mættu bíl af því að þær skömmuðust sín svo fyrir hana. Kona við stýrið, abba babb. Amma með Lilla sem hún fóstraði í nokkrar vikur meðan móðir hans lá á sjúkrahúsi. Lækna- stofan var í íbúðarhúsinu og því mæddi kannski meira á fjölskyld- unni en ella. Mamma Lilla hafði komið í vitjun til afa og varð að fara skyndilega suður. Það þótti sjálfsagt að læknisfrúin annaðist bamið á meðan þrátt fyrir að hún væri með sín þijú, það yngsta á öðru ári. Hún tók ástfóstri við drenginn og vildi helst halda hon- um, en auðvitað fór hann til síns heima. Síðar bættist Lubbi við fjöl- skylduna, hestarnir og sólargeislinn Fanney. Það má ýmislegt lesa út úr fjölskyldualbúmunum og dæt- urnar láta föður sinn iðulega heyra að ekki séu til myndir af þeim á löngu tímabili nema þegar þær álp- uðust inn á mynd með hestunum. Ungu læknishjónin sem ætluðu að vera í eitt ár í Vík vom í tutt- ugu. Aðspurð sagði amma síðar að henni hefði ekkert leiðst þar að ráði nema síðustu tíu árin. Þá voru eldri dætumar farnar suður og minna við að vera. Hún naut aldrei dvalarinnar til jafns við afa. Kannski af því að hún var svo mik- + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET SVEINBJÖRNSDÓTTIR fyrrverandi Ijósmóðir, dvalarheimilinu Höfða, áðurtil heimilis á Heiðarbraut 55, Akranesi, lést þriðjudaginn 24. janúar. Sesselja Einarsdóttir, Steingrímur Bragason, Gísli S. Einarsson, Edda Guðmundsdóttir, Rögnvaldur Einarsson, Ragnheiður Hjálmarsdóttir, Elísabet H. Einarsdóttir, Reynir Elíeserson, Droplaug Einarsdóttir, Gústav A. Karlsson, Rósa Einarsdóttir, barnabörn, makar þeirra og barnabarnabörn. + Elskulegur eigimaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI JÓNSSON, Laufvangi 1, Hafnarfirði, andaðist í Borgarspítalanum sunnudag- inn 22. janúar. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 27. janúar kl. 13.30. Kristfn Björg Sigurbjörnsdóttir, Helga Bjarnadóttir, Bjarni Vfðir Pálmason, Jón Bjarnason, Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir, Sigurbjörn Bjarnason, Unnur Björk Steinarsdóttir, Hulda Bjarnadóttir, Jóhann Geirdal, barnabörn og aðrir aðstandendur. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR llíim KIITMUIIIII

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.