Morgunblaðið - 14.03.1995, Side 16

Morgunblaðið - 14.03.1995, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ - Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Grímuball á Bakkafirði HALDIÐ var grímuball á Bakkafirði fyrir krakkana á staðnum 4. mars sl. í til- efni af öskudeginum en þá var ballinu frestað vegna veðurs og ófærðar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson STJÓRN VORS f.v. Stefán Gunnarsson, Guðfinnur Jakobsson formaður og Þórður Halldórsson. Selja vottaðar lífrænar landbúnaðarafurðir Morgunblaðið/Siili LESIÐ fyrir samræmdu prófin í maraþonnámi. Maraþonnám fyrir próf Húsavík - Nemendur 10. beklqar Borgarhólsskóla á Húsavík söfn- uðu nú í kennaraverkfallinu áheitum ef þau sætu stanslaust í 25 tíma við lestur undir væntan- leg samræmd próf á komandi vori. Þau mynduðu þijá 10 nemenda hópa sem hver sat að lestri í rúmar 4 klst. og siðan jafnlöng hvild. Til að fylgjast með því að þetta yrði nám en ekki bara leik- ur sátu foreldrar yfir nemendum allan tímann. Lesturinn hófst í Keldunni, félagsaðstöðu ungmenna, kl. 19 sl. fimmtudag og iuku þau lestr- inum kl. 20 á föstudegi. Sum voru orðin nokkuð þreytt sem ekki höfðu notað vel hvíldar- tímana en flest mjög vel á sig komin ogtöldu sig hafa haft mikið gagn af þessum lestri. Þau lásu í hópum og hjálpuðu hvert öðru ef á þurfti að halda því ekki var hægt að leita til kenn- ara. Áheitaféð rennur í ferðasjóð nemenda sem áforma að fara til Vestmannaeyja að afloknum profum á komandi vori. Fagradal. Mýrdal - í lok febrúar var haldinn aðalfundur VOR (verndun og ræktun), félags bænda í lífrænni ræktun, að Sól- heimum í Grímsnesi. Á fundinum voi*u kynnt ný lög um lífræna land- búnaðarframleiðslu ásamt drögum að reglugerð um sama efni. í september sl. stofnuðu fimm sveitarfélög hlutafélög um rekstur vottunarstofu sem nefnt var Vott- unarstofan Tún. Þetta voru Eyja- fjarðarsveit, Gnúpverja-, Grýtu- bakka-, Hvol- og Mýrdalshreppur en allt eru þetta dæmigerð land- búnaðarhéruð sem þekkt eru fyrir lífræna ræktun eða frumkvæði á sviði umhverfismála. Nú hafa átta aðilar fengið viður- kenningu en þeir eru Ágæti hf., dreifingaraðili fyrir grænmeti, Bergur Elíasson, Pétursey í Mýr- dal, Einar Þorsteinsson, Sólheima- hjáleigu í Mýrdal, Guðfinnur Jak- obsson, Skaftholti í Gnúpveija- hreppi, Kristján Oddsson, Neðra- Hálsi í Kjós, Stefán Gunnarsson, Dyrhólum í Mýrdal, Úlfar Óskars- son og Jóna Sveinsdóttir frá Sól- heimum í Grímsnesi og Þórður Halldórsson, Akri í Biskupstungum. Selja þessir aðilar nú í fyrsta sinn íslenskir staðlar Þessir aðilar selja lífrænt fram- leiddar vörur sem fengið hafa vott- un Soil Association í Bretlandi sem er ein kunnasta og virtasta vottun- arstofa heims á þessu sviði, en jafnframt vel þekkt ráðgjafarfyrir- tæki sem unnið hefur að uppsetn- ingu vottunarkerfa víða um lönd. Þegar reglugerðin verður komin í gildi og uppsetningu vottunarkerf- is verður að fullu lokið, e.t.v. á þessu ári, verður í fyrsta sinn hægt að fá vottun á lífræna fram- leiðslu eftir íslenskum stöðlum. Rússneskt njósnadufl rekur á land NJÓSNADUFLIÐ í Hnausafjöru. Morgunblaðið/Vilhjálmur Eyjólfsson Hnausum i Meðallandi - Hnausa- fjara er nokkru austar en Skarðs- fjöruvitinn. Þar eru engar sagnir um að skip hafi strandað þó Meðal- landsfjörurnar væru einn mesti strandstaður landsins og á öllum öðrum fjörum þar hafi strandað. Hnausafjara hefur samt komist í snertingu við skipskaðana á svæðinu. Það mun hafa verið nokkru eftir 1970 að heila skips- höfn rak þar upp í gúmmíbát. Skip þeirra sökk þar fyrir utan brimgarðinn og var frá Höfn í Hornafirði. Skipveijum farnaðist vel við landtökuna á þeirri heilla- fjöru. Riding, rúmlega 2000 lesta flutningaskip, strandaði 1925 þar rétt vestan við fjörumörkin. Kom- ust skipveijar í land á björgunar- báti en skipið sökk í brimgarðinum. Mikið af varningi rak er skipið brotnaði og mest á Hnausafjöru. Það var hlaðið útgerðarvörum til Hellyersbræðra í Hafnarfirði. Á stórstraumsfjöru sér enn á gufu- katlana tvo í sjónum en íjórir arab- ar voru þar kyndarar. í heimsstyijöldinni síðari, vorið 1943, rak á Skarðsfjöru fleka sem brotnaði í tvennt á leið til Eng- lands. Hann barst austur á Hnausa- fjöru og var þar nokkurn tíma. Náðist seinast út á Ásaijöru. Þijár herflugvélar voru á flekanum, björguðust tvær þeirra en ein fór í sjó og sand. Og svo kom kalda stríðið. Njósnaduflum og raflögnum var plantað út um allan sjó. Nú eru þetta orðnir forngripir því kommúnistinn sprakk á limm- inu þegar átti að „frelsa“ heim- inn. Nú er einn slíkur gripur rekinn á Hnausafjöru. Gæti verið rúss- neskt njósnadufl, segja þeir hjá Landhelgisgæslunni. Sívalt dufl úr þykku járni Þetta er sívalt dufl úr þykku járni langt og u.þ.b. 1 m í þver- mál með fjórum röðum af skynjur- um. Festingar eru á öðrum enda og slitur af rafleiðslum. Þykir grip- urinn áreiðanlega tilvalinn í safnið hjá Þórði í Skógum. Fermingarkjóll PLEXieiAS BORGARKRIHGUJNNI Skór to/mom KRINGLUNNI Fermingarsokkabuxurnar í ár frá Instructor's Choice m/glansáferð, fölbleikar-hvítar-beige-svartar. Glæsilegar fyrir mömmu og ömmu ííka. Helstu útsölustaðir Plexiglas, Borgarkringlunni Mondó, Laugavegi Ræktin, Frostaskjóli Umboð | Kóda, Keflavik Nína, Akranesi Sirrý, Grindavik Flamingo, Vestmannaeyjum Toppmenn og sport, Akureyri Esar, Húsavik Skóbúðin Borg, Borgarnesi Hressó, Vestmannaeyjum Fataleiga Garðabæjar sími 92-14828. I & t | I i i | i i i I I Ij i I I t I I I I I i I I I I I I i í I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.