Morgunblaðið - 14.03.1995, Side 46

Morgunblaðið - 14.03.1995, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ESAB Allt til rafsuðu ESAB RAFSUÐUTÆKI ESAB FYLGIHLUTIR ESAB RAFSUÐUVÍR ESAB Forysta ESflB er trygging fyrir gæðum t og góðri þjónustu. = HÉÐINN = V E R S L U N SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Blab allra landsmanna! JH0r0tmí>Iat>ií> -kjarni málsins! Anandjafnaði SKAK Las Palmas, Kanarícyjum 12 SKÁKA EINVÍGI UM ÁSKORUNARRÉTTINN Á KASPAROV 9. — 23. mars INDVERJANUM Anand hefur tekist að jafna metin í einvíginu við Gata Kamsky með því að vinna þriðju skákina sem tefld var á laugardaginn. Anand fór illa að ráði sínu í fyrstu skák einvígisins þegar hann féll á tíma með væn- lega stöðu. Hann hafði síðan svart í næstu skák og hélt þá örugglega jafntefli. Þriðja skákin var gífurlega spennandi. Hún fór rólega af stað en í 17. leik tók Kamsky af skar- ið og blés til sóknar á kóngs- væng. Hann fórnaði síðan peði og lagði allt undir þegar hann lét annað af hendi í viðbót til að auka sóknarþungann. Það má deila um það hvort Anand hafi varist rétt, en hvað sem því líður þá komst hann út úr flækjunum með góða stöðu í 35. leik. Hann náði síðan hættu- legu frípeði á b línunni án þess að Kamsky næði nægjanlegu mótspili. Þetta var stórskemmtileg bar- áttuskák sem lofar góðu um fram- haldið. Anand hefur teflt mun betur en Kamsky í einvíginu, en eigin taugar eru hans hættuleg- asti andstæðingur. Hvöss tafl- mennska Kamskys með svörtu kemur talsvert á óvart, en það er einmitt slíkur skákstíll sem fært hefur honum hvem sigurinn á fætur öðrum í einvígjum gegn þeim Kramnik, Anand, Short og Salov upp á síðkastið. Það er styrkleiki Kamskys að hann er ávallt sallarólegur við borðið sama hve staðan er flókin. 3. einvígisskákin: Hvitt: Anand Svart: Kamsky Spænski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - b5 í fyrstu skákinni lék Kamsky 5. — Be7, sem er algengara en Arkhangelsk afbrigðið sem hann velur nú. 6. Bb3 - Bb7 7. Hel - Bc5 8. c3 - d6 9. d4 - Bb6 10. Be3 - 0-0 11. Rbd2 - h6 12. h3 - Db8!? Nýjung. í einvígi sínu við Nigel Short sl. haust lék Kamsky 12. — Rd7 og hafði sigur um síðir. 13. d5 - Re7 14. Bxb6 - cxb6 15. Bc2 - Rd7 16. Rh4 - Dd8 17. Rfl - g5!? Eftir rólega byrjun blæs Kam- sky til atlögu á kóngsvæng. 18. Rf3 - f5 19. exf5 - Rxf5 20. R3h2 - Df6 21. Rg4 - Dg7 22. Rfe3 — Rxe3 23. Rxe3 — Hf4 24. a4! - Haf8?! Fómar peði til að forðast upp- skipti eftir 24. — bxa4 25. Hxa4. 25. axb5 — a5 26. Hfl - Bc8 27. g3 - H4f7 28. b4 - e4!? Kamsky hefur ekki tekist að skapa sér nein gagnfæri fyrir peðið og fórnar öðm til að koma riddaranum í sóknina. ■ b c d • I g h 29. Bxe4 — Re5 30. Bg2 Varlega teflt. Til greina kom að freista þess að halda í bæði peðin og leika 30. Dh5. Nú hefði Kamsky átt að halda línunni lok- aðri í bili og leika strax 30. — Rf3+! Það hefði hindrað 33. leik Anands. 30. — axb4 31. cxb4 — Rf3+ 32. Bxf3 Anand stefnir leynt og ljóst að einföldunum og er sáttur við að láta annað peðið af hendi. 32. - Hxf3 33. Ha8! - Bxh3 34. Dxf3 - Hxa8 35. Hcl Línurnar hafa skýrst. Anand hefur dregið tennumar úr svörtu sókninni og stendur mun betur að vígi, ekki síst vegna þess að hann hefur betri kóngsstöðu. 35. - Hf8 36. De2 - Bd7 37. Hc7 - Hf7 38. Hb7 - Dal+ 39. Rfl - Kg7 Svarar hótuninni 40. Hxd7. Eftir 39. - Da8 40. Hxb6 - Dxd5 41. Dd2! er svartur í miklum vanda. 40. Hxb6 - Dd4 41. Hb8 - Dxb4 42. Re3 - h5!? Það er ekki að sjá að svartur eigi neitt viðunandi mótspil fyrir peðið. Kamsky leggur nú gildm fyrir hvít sem má ekki leika 43. Dxh5? - Del+ 44. Kh2 - Hxf2+ 45. Rg2 — Hxg2+ 46.Kxg2 — Dd2+ og svartur þráskákar. 43. b6! - h4 44. g4 - Bb5 45. Ddl - Db2 46. Rf5+ - Hxf5 Nú er svarta staðan gertöpuð, en eftir 46. — Kh7 47. Dd4 lend- ir hann í vonlausu endatafli. 47. gxf5 - Be2 48. Da4 - Bf3 49. Dd7+ 49. f6+! var einfaldasta vinn- ingsleiðin. 49.- Kh6 50. De6+ - Kh5 51. De8+ - Kg4 52. Del - Bxd5 53. He8 - Bf3 53. — Dd4! hefði valdið hvíti meiri erfíðleikum í úrvinnslunni. 54. f6 - Kh5 55. f7 - Dd4 Síðasta máthótunin. 56. He4! - Df6 57. b7 - Bxe4 58. Dxe4 og svartur gafst upp. Stórmótið í Linares Efstu menn á Linaresmótinu unnu allir sínar skákir í áttundu umferð. Karpov vann Lautier, ívantsjúk vann Ljubojevic og Topalov vann Beljavskí. Önnur úrslit: Short—Tivjakov 0—1, Sokolov—Drejev Vi, Khalifman—Shirov V2, Illescas—Akopjan Vi og I. Sokolov—Dreev Vi. Staðan: 1—3. Karpov, ívantsjúk og Topalov 6 v. 4. Shirov 5 v. 5—7. Beljavskí, Tivjakov og Khalifman 4V2 v. 8. Drejev 4 v. 9. Illescas 3*/2 v. 10. Short 3 v. 11—12. Ljubojevic og I. Sokolov 2Vi v. 13—14. Akopjan og Lautier 2 v. Skákkeppni framhaldsskóla Tíu sveitir tóku þátt og tefldi hver sveit við allar hinar, níu umferðir. Umhugsunartíminn var 40 mínútur á skákina. Menntaskólinn við Hamrahlíð sigraði með töluverðum yfirburðum. Úrslit urðu þessi: 1. Menntaskólinn við Hamrahlíð, A sv. 33 v. 2. Verzlunarskóli íslands 28Vi v. 3. Menntaskólinn á Akureyri 26 v. 4. Menntaskólinn í Reykjavík, A sv. 25VÍ v. 5. Menntaskólinn við Hamrahlíð, B sv. 17 v. 6. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti I6V2 v. 7. Menntaskólinn i Reykjavík, B sv. IOV2 v. 8. Framhaldsskólinn í Reykholti 9 v. 9. Iðnskólinn í Reykjavík 8 v. 10. Menntaskólinn í , Reykjavík, C sveit 6 v. íslandsmeistarar Mennta- skólans í Reykjavík voru Arnar E. Gunnarsson (8 v. af 9), Páll Agnar Þórarinsson (7‘/2 af 8), Torfí Leósson (7V2 af 9), Kjartan Ásgeir Maack (8 v. af 8) og Atli Antonsson (2 v. af 2). Hamrahlíðarsveitin vann sér þátttökurétt á Norðurlandamóti framhaldsskóla sem fram fer í Noregi næsta haust. Margeir Pétursson Anand teflir betur, en óvíst að það dugi. skólar/námskeið myndmennt ■ Keramiknámskeið Ný námskeió í keramik fyrir byrjendur eru að hefjast á Hulduhólum, Mosfellsbæ. Upplýsingar 1 síma 666194. Steinunn Marteinsdóttir. ■ Málun - myndlist Málunamámskeið byrjenda. Undirstaða olía og vatnslitir. Laus örfá sæti framhalds- nemenda. Uppl. eftir kl. 13 alla daga. Rúna Gísladóttir, sími 561 1525. tölvur STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS ■ Tölvuskóli 1 fararbroddi öll hagnýt töivunámskeið. Fáðu senda námsskrána. ■ Tölvunámskeið - Windows 3.1. - Word fyrir Windows og Macintosh. - WordPerfect fyrir Windows. - Excel fyrir Windows og Macintosh. - PageMaker fyrir Windows/ Macintosh. - Paradox fyrir Windows. - Tölvubókhald. - Novell námskeið fyrir netstjóra. - Word og Excel framhaldsnámskeið. - Bamanám. - Unglinganám. - Windows forritun. Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upptýsingar og skráning 1' sfma 616699. rSfe Toluuskóli Reykíavíkur Borgartúni 28, sími 616699 ýmislegt ■ Lærið véfritun Vélritun er undirstaða tölvuvinnslu. Kennum blindskrift og almennar uppsetn- ingar. Ný námskeið byrja 13. mars. Innritun í súnum 28040 og 36112. Vélritunarskólinn, Ánanaustum 15. ■ Námsaðstoð fyrir nemendur í grunnskólum í fslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Reyndur kennari sem býr í Garðabænum. Hafið samband í síma 5658135. ■ PHOENIX námskeið - leiðin til árangurs verður haldið dagana 21., 22. og 23. mars á Hótel Loftleiðum. Nánari upplýsingar veitir yfirumsjónar- maður og leiðbeinandi Brian Tracy nám- skeiða á íslandi, Fanný Jónmundsdóttir, í síma 5671703. Klúbbfundur verður haldinn á Hótel Loft- leióum mánudaginn 27. mars kl. 20. Barnfóstrunámskeið 1995 1. 8., 9., 13. og 14. mars. 2. 15., 16., 20. og 21. mars. 3. 22., 23., 27. og 28. mars. 4. 29., 30. mars og 3. og 4. apríl. 5. 24., 25., 26. og 27. aprfl. 6. 3., 4., 8. og 9. maí. 7. 29., 30., 31. maí og 1. júní. 8. 7., 8., 12. og 13. júm. Kennsluefni: Umönnun ungbarna og skyndihjálp. Upplýsingar/skráning: Simi 688188 kl. 8-16. Reykjavíkurdeild RKÍ. tungumál ENSKUSKÓLINN Túngötu 5. * Hin vinsælu 7 og 10 vikna ensku- námskeið eru að hefjast. ★ Áhersla á talmál. ★ 10 neniendur hámark í bekk. ★ 10 kunnáttustig. Einnig er í boði: Viðskiptaenska, rituð enska, ^tmræðu- hópar, TOEFL-undirbúningur, stuðn- ingskennsla fyrir unglinga og enska fyr- ir börn 4-12 ára. ★ Enskir, sérmenntaðir kennarar. ★ Markviss kennsla í vinalegu umhverfi. Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar í síma 25900. ■ Enskunám í Englandi Góð reynsla, gott verð. Undirbúnings- námskeið í boöi. Upplýsingar gefur Erla Ara- dóttir, sími 565 0056. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar í síma 17356.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.