Morgunblaðið - 14.03.1995, Page 51

Morgunblaðið - 14.03.1995, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 51 BRÉF TIL BLAÐSINS FRÁ sýningunni umræddu. Þetta gengur ekki lengur Rúllu- stiga- röfiið Frá Gísla Árnasyni: MIÐVIKUDAGINN 8. mars birtist í Morgunblaðinu „gagnrýni" á árshátíðarsýningu Flensborgar. Rýnirinn, Guðbrandur Gíslason, virðist eiga slæmar minningar frá Hafnarfirði því að hann fann öllum bænum eitthvað til foráttu auk þess að traðka sýninguna í svaðið. Guðbrandur er líklegast óvitlaus fyrst honum er leyft að skrifa í Morgunblaðið en ekki þó nógu vel að sér til að skilja á nokkum hátt hver tilgangur sýningarinnar var. Mænustunga (sýningin og stutt- myndin) er gerð eftir Spinal Tap, kvikmynd sem gerð var 1982. Myndin er ádeila á rokkið í heild sinni og drepfyndin sem slík, Spinal Tap ferðast um Bandaríkin við litlar undirtektir og heillar helst hvíta millistéttarstráka með greindarvísitölu í lægri kantinum. Þeir slá um sig með reyk, spreng- ingum, fáklæddum stúlkum og tvíræðum húmor, alveg eins og bandarískir þungarokkarar hafa komist upp með í mörg ár. Mynd- in er gerð í þeim eina tilgangi að gera grín að heimsku og fáfræði bandarísku þungarokkaranna. Mér finnst ótrúlegt að Guð- brandur skuli hafa haldið að drengjunum væri alvara með að syngja „Bitch school“ og „Sadó drusla“ haldandi um punginn á sér og flengjandi stúlkurnar um léið. Ef Guðbrandur hefði ætlað að skrifa um sýninguna á hlutlausan hátt hefði hann átt að, kynna sér verkið að einhveiju leyti (nóg hefði verið að lesa leikskrána), sitja út sýninguna og _fá sér kímnigáfu ejnhverstaðar. í ljósi þess að ég er afar ósáttur við gagnrýni Guð- brands utan þess sem hann sagði um kjölprikin á kaffihúsinu Súfist- anum þá ráðlegg ég honum vin- samlegast að fara út á næstu leigu og leigja myndina Spinal Tap, the movie. Það ætti að veita honum smá innsýn í það sem við vorum að gera. Að lokum vil ég leiðrétta það sem misritaðist í inngangi rýninn- ar vegna áhugaleysis Guðbrands. Aðalleikarar eru ekki þeir sem taldir voru upp, þeir voru hljóð- færaleikarar sem sátu baksviðs og spiluðu tónlistina sem Guð- brandur heyrði. Þeir sem Guð- brandur sá hins vegar voru Ólafur Már Svavarsson, Guðni Markús- son, Björn Viktorsson og Kjartan Orri Ingvason. Stúlkurnar sem dilluðu sér, Guðbrandi til mikillar hneykslunar, voru svo Tinna Bessadóttir, Kolbrún Hrund Sigur- geirsdóttir og Sara Hlín Guð- mundsdóttir. Þorsteinn Bachmann leikstýrði sýningunni og Arnar Jónasson og Reynir Lyngdal sáu svo um gerð stuttmyndarinnar. Vona ég svo innilega að Guð- brandur sjái sér fært að taka sér tíma í sína næstu gagnrýni. GÍSLI ÁRNASON, Álfaskeiði 26, Hafnarfirði. Frá Gerði Pálsdóttur: ÁSTÆÐAN fyrir því að ég skrifa þetta bréf er kennaraverkfallið sem staðið hefur hátt í mánuð. Það er ótrúlegt hvað hægt er að ganga langt í því að láta verkfall bitna á þeim sem síst skyldi. Hvers eigum við nemendur að gjalda? Á að láta okkur bíða í margar vikur ennþá eftir því að menn setjist niður ákveðnir í að semja og með því binda enda á óvissuna? Ríkisstjórninni vil ég benda á að í framhaldsskólum landsins eru þúsundir nemenda sem eru 18 ára og eldri og þar af leiðandi með kosningarétt. Þar eru dýrmæt at- kvæði sem ég er viss um að sumir flokkar hafa ekki efni á að missa í kosningunum í vor. Ég vona alla vega að nemendur hafí vit á því að styðja ekki ríkisstjórn sem hefur engan samningsvilja. Lyfjaeftirlit ríkisins vill taka fram eftirfarandi: í MARKAÐSSETNINGU á megr- unarplástri sem seldur er í gegnum Sjónvarpsmarkaðinn hefur því verið haldið fram að plásturinn sé sam- þykktur af Lyfjaeftirliti ríkisins. Þetta er rangt og hefur lyfjaeftirlit- ið krafíst þess að seljendur vörunnar hætti dreifingu á bæklingi og öðru efni þar sem þessu er haldið fram. Heilbrigðisyfirvöld hafa ekki lagt mat á gæði eða gagnsemi plásturs- ins og er því villandi að halda því fram að Lyfjaeftirljt ríkisins hafi samþykkt vöruna. í huga margra samsvarar þessi fullyrðing því að Þessa dagana er mikið talað um menntun og gæði hennar. Lögð er áhersla á að fólk fari í framhalds- skólanám. Með því að lama skóla- starf í margar vikur skapast hætta á að nemendur gefist upp á biðinni og óvissunni og reyni að útvega sér vinnu. Oft vill það síðan verða svo að þeir sem hætta fara ekkert í skóla aftur og þá er jafnvel nokk- urra anna vinna fyrir bí. Þeim seink- ar sem halda áfram og það þýðir að skólarnir verða yfirfullir. Það tekur langan tíma að laga röskun- ina sem langt verkfall veldur í skólastarfinu. Ég er viss um að ég tala fyrir hönd margra nemenda, einkum þeirra sem ætluðu sér að ljúka námi í vor. Þetta gengur ekki lengur. Vinsamlegast semjið sem fyrst! GERÐUR PÁLSDÓTTIR, nemandi í HM árangur af notkun vörunnar sé tryggður, sem komið hefur fram í fjölda fyrirspurna sem lyfjaeftirlitið hefur fengið undanfarnar vikur. Hið rétta er að innflytjendur plástursins óskuðu heimildar frá Lyfjaeftirliti ríkisins til innflutnings og sölu vörunnar. Að lokinni um- fjöllun um málið varð niðurstaðan eftirfarandi: Plásturinn inniheldur ekki lyf né heldur efni sem geta talist skaðleg við venjulega notkun og telst því vera almenn verslunarvara. Lyfja- eftirlitið gerir því ekki athugasemd- ir við innflutning og vöru vörunnar. GUÐRÚN S. EYJÓLFSDÓTTIR. Yfirlýsing frá Lyfja- eftirliti ríkisins The World Championship in Handball for Men, 1995 dí*n' iceland 1995 Jknattleik, 1995 FRÍMERKI GEFIN ÚT 14. MARS 1995 STAMPS ISSUED 14 MARCH 1995 FRÍMERKJASALAN - POSTPHIL P.O. BOX 8445 128 REYKJAVlK SÍMI 5506051/52/53 FAX 5506059 PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.