Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 51 BRÉF TIL BLAÐSINS FRÁ sýningunni umræddu. Þetta gengur ekki lengur Rúllu- stiga- röfiið Frá Gísla Árnasyni: MIÐVIKUDAGINN 8. mars birtist í Morgunblaðinu „gagnrýni" á árshátíðarsýningu Flensborgar. Rýnirinn, Guðbrandur Gíslason, virðist eiga slæmar minningar frá Hafnarfirði því að hann fann öllum bænum eitthvað til foráttu auk þess að traðka sýninguna í svaðið. Guðbrandur er líklegast óvitlaus fyrst honum er leyft að skrifa í Morgunblaðið en ekki þó nógu vel að sér til að skilja á nokkum hátt hver tilgangur sýningarinnar var. Mænustunga (sýningin og stutt- myndin) er gerð eftir Spinal Tap, kvikmynd sem gerð var 1982. Myndin er ádeila á rokkið í heild sinni og drepfyndin sem slík, Spinal Tap ferðast um Bandaríkin við litlar undirtektir og heillar helst hvíta millistéttarstráka með greindarvísitölu í lægri kantinum. Þeir slá um sig með reyk, spreng- ingum, fáklæddum stúlkum og tvíræðum húmor, alveg eins og bandarískir þungarokkarar hafa komist upp með í mörg ár. Mynd- in er gerð í þeim eina tilgangi að gera grín að heimsku og fáfræði bandarísku þungarokkaranna. Mér finnst ótrúlegt að Guð- brandur skuli hafa haldið að drengjunum væri alvara með að syngja „Bitch school“ og „Sadó drusla“ haldandi um punginn á sér og flengjandi stúlkurnar um léið. Ef Guðbrandur hefði ætlað að skrifa um sýninguna á hlutlausan hátt hefði hann átt að, kynna sér verkið að einhveiju leyti (nóg hefði verið að lesa leikskrána), sitja út sýninguna og _fá sér kímnigáfu ejnhverstaðar. í ljósi þess að ég er afar ósáttur við gagnrýni Guð- brands utan þess sem hann sagði um kjölprikin á kaffihúsinu Súfist- anum þá ráðlegg ég honum vin- samlegast að fara út á næstu leigu og leigja myndina Spinal Tap, the movie. Það ætti að veita honum smá innsýn í það sem við vorum að gera. Að lokum vil ég leiðrétta það sem misritaðist í inngangi rýninn- ar vegna áhugaleysis Guðbrands. Aðalleikarar eru ekki þeir sem taldir voru upp, þeir voru hljóð- færaleikarar sem sátu baksviðs og spiluðu tónlistina sem Guð- brandur heyrði. Þeir sem Guð- brandur sá hins vegar voru Ólafur Már Svavarsson, Guðni Markús- son, Björn Viktorsson og Kjartan Orri Ingvason. Stúlkurnar sem dilluðu sér, Guðbrandi til mikillar hneykslunar, voru svo Tinna Bessadóttir, Kolbrún Hrund Sigur- geirsdóttir og Sara Hlín Guð- mundsdóttir. Þorsteinn Bachmann leikstýrði sýningunni og Arnar Jónasson og Reynir Lyngdal sáu svo um gerð stuttmyndarinnar. Vona ég svo innilega að Guð- brandur sjái sér fært að taka sér tíma í sína næstu gagnrýni. GÍSLI ÁRNASON, Álfaskeiði 26, Hafnarfirði. Frá Gerði Pálsdóttur: ÁSTÆÐAN fyrir því að ég skrifa þetta bréf er kennaraverkfallið sem staðið hefur hátt í mánuð. Það er ótrúlegt hvað hægt er að ganga langt í því að láta verkfall bitna á þeim sem síst skyldi. Hvers eigum við nemendur að gjalda? Á að láta okkur bíða í margar vikur ennþá eftir því að menn setjist niður ákveðnir í að semja og með því binda enda á óvissuna? Ríkisstjórninni vil ég benda á að í framhaldsskólum landsins eru þúsundir nemenda sem eru 18 ára og eldri og þar af leiðandi með kosningarétt. Þar eru dýrmæt at- kvæði sem ég er viss um að sumir flokkar hafa ekki efni á að missa í kosningunum í vor. Ég vona alla vega að nemendur hafí vit á því að styðja ekki ríkisstjórn sem hefur engan samningsvilja. Lyfjaeftirlit ríkisins vill taka fram eftirfarandi: í MARKAÐSSETNINGU á megr- unarplástri sem seldur er í gegnum Sjónvarpsmarkaðinn hefur því verið haldið fram að plásturinn sé sam- þykktur af Lyfjaeftirliti ríkisins. Þetta er rangt og hefur lyfjaeftirlit- ið krafíst þess að seljendur vörunnar hætti dreifingu á bæklingi og öðru efni þar sem þessu er haldið fram. Heilbrigðisyfirvöld hafa ekki lagt mat á gæði eða gagnsemi plásturs- ins og er því villandi að halda því fram að Lyfjaeftirljt ríkisins hafi samþykkt vöruna. í huga margra samsvarar þessi fullyrðing því að Þessa dagana er mikið talað um menntun og gæði hennar. Lögð er áhersla á að fólk fari í framhalds- skólanám. Með því að lama skóla- starf í margar vikur skapast hætta á að nemendur gefist upp á biðinni og óvissunni og reyni að útvega sér vinnu. Oft vill það síðan verða svo að þeir sem hætta fara ekkert í skóla aftur og þá er jafnvel nokk- urra anna vinna fyrir bí. Þeim seink- ar sem halda áfram og það þýðir að skólarnir verða yfirfullir. Það tekur langan tíma að laga röskun- ina sem langt verkfall veldur í skólastarfinu. Ég er viss um að ég tala fyrir hönd margra nemenda, einkum þeirra sem ætluðu sér að ljúka námi í vor. Þetta gengur ekki lengur. Vinsamlegast semjið sem fyrst! GERÐUR PÁLSDÓTTIR, nemandi í HM árangur af notkun vörunnar sé tryggður, sem komið hefur fram í fjölda fyrirspurna sem lyfjaeftirlitið hefur fengið undanfarnar vikur. Hið rétta er að innflytjendur plástursins óskuðu heimildar frá Lyfjaeftirliti ríkisins til innflutnings og sölu vörunnar. Að lokinni um- fjöllun um málið varð niðurstaðan eftirfarandi: Plásturinn inniheldur ekki lyf né heldur efni sem geta talist skaðleg við venjulega notkun og telst því vera almenn verslunarvara. Lyfja- eftirlitið gerir því ekki athugasemd- ir við innflutning og vöru vörunnar. GUÐRÚN S. EYJÓLFSDÓTTIR. Yfirlýsing frá Lyfja- eftirliti ríkisins The World Championship in Handball for Men, 1995 dí*n' iceland 1995 Jknattleik, 1995 FRÍMERKI GEFIN ÚT 14. MARS 1995 STAMPS ISSUED 14 MARCH 1995 FRÍMERKJASALAN - POSTPHIL P.O. BOX 8445 128 REYKJAVlK SÍMI 5506051/52/53 FAX 5506059 PÓSTUR OG SÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.