Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.03.1995, Blaðsíða 1
76. TBL. 83. ÁRG. Fagna sjálf- stjóm í ár EITT ár var í gær liðið frá því að Palestínumenn öðluðust tak- markaða sjálfstjórn á Gaza-svæð- inu og Vesturbakkanum. Víða var haldið upp á daginn og stigu menn i Gaza-borg dans af þessu tilefni. Tsjetsjníja Yfir 1.400 hafa látist Moskvu. Reuter. RÚMLEGA 1.400 rússneskir hermenn hafa látið lífið i Tsjetsjníju frá því að rússnesk yfirvöld sendu hersveitir til svæðisins í desember sl., að sögn yfírmanns hemaðarað- gerðanna. Rússar náðu í gær borginni Gudermes, stærsta virki tsjetsjenskra uppreisnar- manna. í tilkynningu frá rúss- neska hemum segir að Rússar hafi náð Gudermes „án mann- falls eða eyðileggingar". Anatolíj Kulíjkov hershöfð- ingi, sem stýrir rússnesku her- sveitunum og sveitum innanrík- isráðuneytisins í Tsjetsjníu, segir 1.426 hermenn hafa látið lífíð. 4.630 hafa særst. Hemaðaríhlutun Rússa hófst 11. desember sl. er hersveitir vom sendar til uppreisnarhér- aðsins til að hrekja leiðtoga upp- reisnarmanna, Dzhokar Dúdajev, frá völdum en hann hafði lýst yfir sjálfstæði lands- ins. Rússneskir mannréttinda- sinnar fullyrða að 24.000 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í bardögunum um höfuðborgina Grosní. Reuter Tyson í hringinn MIKE Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum, greindi frá því á blaðamannafundi í gær að hann hygðist keppa á ný. Honum var sleppt úr fangelsi fyrir skömmu. Tyson sagði ekki hvenær hann myndi beiýast aftur en að það yrði á MGA Grand Ilotel í Las Vegas. Orðrómur hefur verið um að hann hygðist hætta sam- starfi við umboðsmann sinn Don King en Tyson sagðist ætla að starfa áfram með King. 112 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 FOSTUDAGUR 31. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stórsókn í Austur- Tyrklaudi Tunceli, París, Ankara, Bonn. Reuter. ALLT að 15.000 tyrkneskir her- menn hófu í gær stórsókn gegn kúrdískum skæruliðum í austur- hluta Tyrklands og hernaðarað- gerðimar verða álíka umfangsmikl- ar og í Norður-írak, að sögn tyrk- neskra embættismanna. Hersveitimar, þeirra á meðal fallhlífahersveitir og sérsveitir, hafa verið að safnast samaYi í héraðinu síðustu þijá daga. Þær em meðal annars búnar langdrægum stór- skotavopnum. Talið er að alls kunni meira en 30.000 hermenn að verða sendir til Tunceli. Um 35.000 hermenn hafa tekið þátt í hemaðaraðgerðunum í Norður-írak. Vopnasölubann íhugað Richard Duque, talsmaður franska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að Evrópusambandið kynni að íhuga bann við sölu vopna til Tyrklands vegna hemaðarað- gerðanna. Tyrkir sökuðu hins vegar Þjóð- veija um að hafa rofið samstöðuna innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) með því að hætta við að senda tyrkneska hernum tæki sem honum höfðu verið lofuð. „Tyrkir þarfnast stuðnings bandamanna og vina sinna þegar eining ríkisins er í hættu vegna hermdarverka sem stjómað er í öðru landi,“ sagði hann. -----------» ♦ ♦----- Isbjörn ban- aði konu Ósló. Morgunblaðið. ÍSBJÖRN varð 22 ára gamalli konu, sem var í gönguferð ásamt vinkonu skammt fyrir utan Longyearbyen á Svalbarða, að bana í gær. Vinkonunni tókst að flýja og gerði sýslumanninum á Svalbarða viðvart. Var þyrla og vélsleðasveit þegar send á vettvang en konan var látin er að var komið. Hins vegar tókst að fella björninn stuttu síðar með riffilskoti. Sést hefur til fjölmargra ísbjarna í grennd við byggð á Svalbarða að undanfömu og yfirvöld ítrekað var- að íbúa og ferðamenn við hættunni. Reuter Norges Fiskarlag um veiðar íslendinga í Barentshafi Geta fallist á Simign- kvóta með skilyrðum Ósló. Morminblaðið. Ósló. Morgunblaðið. ODDMUND Bye, formaður Norges Fiskarlag, heildarsamtaka norska sjávarútvegsins, segist geta fallist á að veita íslendingum fiskveiði- kvóta í Smugunni, ef viðunandi nið- urstaða fæst á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. „Við getum sætt okkur við það til að fá ró og næði,“ segir Bye í samtali við norsku fréttastofuna NTB en hann situr ráðstefnuna í New York. Að mati Bye getur norskur sjáv- arútvegur fallist á að íslendingum verði úthlutaður kvóti í Smugunni en ekki annars staðar í Barents- hafi. Hann segir að ef niðurstaða ráðstefnunnar verði sú að hægt verði að stjóma úthafsveiðum, verði einn- ig settir kvótar á veiðar. Fiskarlaget telji ásættanlegt að íslendingar fái hlut í þeim kvóta en þó takmarkað- an. „Það verður að minnsta kosti að vera alveg ljóst að íslendingar geti ekki veitt jafnmikið og sjómenn í Lofoten veiða á einni vertíð. Þeir veiða 60 þúsund tonn en í fyrra veiddu íslendingar 58 þúsund tonn í Smugunni," segir Bye. Norðmenn og Rússar myndu einnig fá kvóta en það mikilvæg- asta segir formaður Norges Fiskar- lag vera að regla komist á veiðarn- ar. Hann telur að sama skapi mikil- vægt að það verði Norðmenn og Rússar sem fari með fiskveiðistjórn á öllu Barentshafí og haldi uppi eftirliti í Smugunni. Ef ekki náist samkomulag á út- hafsveiðiráðstefnunni telur hann að Norðmenn og Rússar eigi að stöðva hinar óheftu veiðar í Smugunni í nafni neyðarréttar. „í því tilviki teljum við að þessi ríki verði að stækka landhelgi sína í 250 mílur,“ segir Bye en þá myndi Smugan alfarið lenda innan rússneskrar og norskrar landhelgi. Styðja Kanada Meirihluti þingmanna á norska þinginu hefur krafíst þess að ríkis- stjómin styðji Kanada í fískveiði- deilunni við Spán. Sósíalíski vinstri- flokkurinn lagði í gær fram ályktun þessa efnis og lýstu þingmenn Hægriflokksins, Miðflokksins og Kristilega þjóðarflokksins yfír stuðningi við hana. Norges Fiskar- lag samþykkti einnig í gær ályktun þar sem lýst er yfír stuðningi við Kanada. Jan Henry T. Olsen sjávarútvegs- ráðherra segir Norðmenn þegar hafa stutt Kanada en sagði aðalat- riðið vera að deiluaðilar settust að samningaborði. Sænska krónan fellur ört Kaupmannahöfn. Morgunbladid. SÆNSKA krónan hefur fallið gagnvart öðrum gjaldmiðlum undanfama daga, en óvænt vaxta- lækkun þýska seðlabankans í gær dró úr fall- inu. Verðfall sænsku krónunnar nú þykir vís- bending um vantrú á efnahagsráðstöfunum sænsku stjórnarinnar. Carl Bildt, formaður Hægriflokksins og fyrrum forsætisráðherra, segir að ef kosningar í haust til Evrópuþingsins sýni vantrú kjósenda á stjórn jafnaðarmanna hljóti það að ýta undir að aftur verði þingkosn- ingar og þar með möguleiki á stjórnarskiptum. Síðan um áramótin hefur sænska krónan fallið í verði um 10-12 prósent gagnvart helstu gjaldmiðlum og um níu prósent gagnvart dönsku krónunni. Um áramótin þótti ósenni- legt að þýskt mark gæti kostað 5,20 sænskar krónur, en verðið fór í 5,34 nú í vikunni, en lækkaði síðan um nokkra aura, eftir óvænta vaxtalækkun þýska seðlabankans. Það sem er sérstakt við verðfallið nú er að það hefur ekki haft nein áhrif á aðra veika evrópska gjaldmiðla, sænska krónan féll ein. Þetta þyk- ir benda til vantrúar á sparnaðarráðstöfunum sænsku stjórnarinnar, sem einkennast af skattahækkunum fyrst og sparnaði seinna. Aðgerðir í apríl? í vikunni tilkynnti stjórnin að barnabætur yrðu lækkaðar um 110 sænskar krónur á mán- uði frá og með næstu áramótum, úr 750 krón- um í 640 krónur, eða í um 6.400 íslenskar krónur. Ekki verður lengur greitt álag fyrir fleiri en eitt barn. Þar með reiknar stjómin með að spara um 24 milljarða króna. Göran Persson fjármálaráðherra hefur um skeið látið í veðri vaka að frekari aðgerðir vérði í lok apríl, en hins vegar em uppi háværar kröfur meðal stjórnarandstöðuflokkanna og víð- ar um snarpar og skjótar aðgerðir, því ekki sé eftir neinu að bíða. I september verða haldnar kosningar í Svíþjóð til Evrópuþingsins. Carl Bildt leiðtogi Hægri- flokksins hefur látið svo um mælt að ef Jafnaðar- mannaflokkurinn fari illa út úr þeim sé full ástæða til að huga að nýjum þingkosningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.