Morgunblaðið - 31.03.1995, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.03.1995, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI 60 milljóna hagnaður og 15% arðgreiðsla hjá SPRON Fjórðungsaukning í útlánum ÁRIÐ 1994 var hagstætt fyrir Sparisjóð Reykja- víkur og nágrennis, stærsta sparisjóð landsins: útlán jukust um 22,6%, innlán um 11,6% og hlutdeild SPRON í heildarinnlánum og verðbréf- aútgáfu jókst úr 3,9% árið 1993 í 4,4% í fyrra. Þetta kom fram á aðalfundi SPRON í gær, en þar var samþykkt að greiða hámarksarð, 15% af stofnfé, annað árið í röð. Fjármunatekjur SPRON minnkuðu úr 896 milljónum 1993 í 702 milljónir í fyrra, en aðrar tekjur jukust lítillega, úr 244 milljónum í 254 milljónir. Á móti minnkuðu fjármagnsgjöld úr 441 milljón í 318 milljónir, en rekstrarkostnaður og önnur gjöld jukust úr 466 milljónum í 503 milljónir. Vaxtamunur og hagnaður minnka Hagnaður af rekstrinum eftir skatta nam 60,4 milljónum króna, en var 86 milljónir í fyrra, sem var metár. Baldvin Tryggvason sparisjóðs- stjóri sagði að helsta ástæðan fyrir minnkuðum hagnaði væri minni vaxtamunur í fyrra en 1993, eða um 1,78 prósentustig, þannig að vaxtatekjur minnkuðu úr 455 milljónum króna í 384 milljón- ir. Útlánsvextir hefðu lækkað tiltölulega meira en innlánsvextir, sem þýddi lægri fjármagns- kostnað fyrir viðskiptavini. Aðrar ástæður fyrir minni hagnaði var aukinn kostnaður vegna nýs útibús í Skeifunni og sér- staks 10 m.kr. framlags í menningar- og styrkt- Morgunblaðið/Ámi Sæberg JÓN G. Tómasson stjórnar- formaður SPRON í pontu. arsjóð sparisjóðsins, en stofnun sjóðsins var sam- þykkt formlega á aðalfundinum í gær. Innlán og sparisjóðsbréf námu samtals 7.908 milljónum króna í árslok í fyrra, en 7.086 milljón- um árið áður. Þessi innlánsaukning um 11,6% var mun meiri en meðaltalsaukning hjá bönkum og sparisjóðum, sem var aðeins 0,35%. Hlutdeild SPRON í heildarinnlánum hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár, úr 2,8% árið 1988 í 4,4% nú. Heildarútlán námu 6.936 milljónum í árslok 1994. Hlutdeild fyrirtækja í útlánum hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum og er nú 46,5%. Eigið fé SPRON jókst um 88 milljónir árið 1994 og var 819 milljónir í árslok. Framlög SPRON á afskriftareikning minnkuðu úr 108 milljónum 1993 í 69 milljónir í fyrra. Jón G. Tómasson stjórnarformaður SPRON sagði að eftir mikil útlánatöp í bankakerfinu árin 1992- 1993 væri ástæða til að ætla að bankarnir væru komnir yfír erfiðasta hjallann. Stjórn SPRON var endurkjörin á aðalfundi, en hana skipa þeir Gunnlaugur Snædal, Hjalti G. Kristjánsson og Jón G. Tómasson, auk þeirra Hildar Petersen og Sigurjóns Péturssonar, sem kosin voru af borgarstjórn Reykjavíkur. Stofnfj- áreigendum SPRON fjölgaði um 143 árið 1994 og eru nú 338 talsins. Átta ára sókn sparisjóðanna Baldvin gerði stöðu sparisjóðanna í heild að umræðuefni og bentu á að árið í fyrra'væri átt- unda árið í röð sem hlutdeild sparisjóðanna í heildarinnlánum hefði aukist, en á þeim tíma jókst hún úr 15% í 20,5%. Sparisjóðirnir þyrftu þó að athuga hvernig þeir gætu sameinað krafta sína betur, því æ fleiri aðilar létu til sín taka á fjármagnsmarkaði í viðbót við hefðbundna banka og sparisjóði, þ.á.m. kaupleigur, greiðslukorta- fyrirtæki og tryggingafélög. „Sparisjóðirnir þurfa að sameinast svo um munar á næstu árum, sérstaklega úti á landi,“ sagði Baldvin. Gengið frá 90 milljóna samstarfssamningi um borun eftir neysluvatni Jarðboranir fá stórverkefni á Azoreyjum JARÐBORANIR hf. hafa gert samning við fyrirtækið Intertec Acores Lda. á Azoreyjum um boranir eftir neysluvatni á eyjunum. Þegar hefur verið gengið frá samningum um borun á 9 holum og hljóðar hann upp á 90 milljónir króna. Viðræður standa var skýrt á aðalfundi félagsins sem Samkvæmt upplýsingum Bents S. Einarssonar, framkvæmdastjóra Jarðborana, mun fyrirtækið leggja fram allan tæknibúnað, efni til verksins og íslenska áhöfn sem í verða 3-4 menn að staðaldri. Einnig verða nokkrir starfsmenn frá eyjun- um ráðnir eftir þörfum. Undirbún- ingur verksins er þegar hafinn og mun lestun tækja og búnaðar fara fram um miðjan næsta mánuð og verkið hefjast um miðjan maí. Erfiðar aðstæður á eldfjallaeyju Samstarfssamningur hefur verið gerður við fyrirtækið Intertec Azor á Azoreyjum en það er í eigu danska fyrirtækisins Intertec Contracting Á/S í Aarhus í Danmörku og er meðal stærri verktaka í Danmörku yfir um enn fleiri verkefni. Frá þessu haldinn var í gær. á sínu sviði. Þykir ljóst að án sam- starfs við heimamenn hefðu Jarð- boranir vart átt möguleika á þessu verkefni. Um það bil tveir þriðju af verkefninu fengust í samkeppni við aðra verktaka en þriðjungur fékkst án útboðs vegna starfsemi Jarðborana á eyjunum á árunum 1992-1993. Áætlað er að verktími muni vera um eitt ár. Azoreyjar eru hluti af Portúgal en hafa heimastjórn. íbúafjöldi er svipaður og á íslandi en heildarfl- atarmál þeirra aðeins 2.330 ferkíló- metrar eða um 2% af flatarmáli íslands. Hér er um að ræða eld- fjallaeyjar á Atlantshafshryggnum og allar aðstæður til borunar mjög erfiðar og sambærilegar við það versta sem þekkist hér á landi. Framkvæmdir munu hefjast á eyjunni Terceira fyrir tvö bæjarfé- lög Praia og Angra þar sem íbúar eru um 40 þúsund talsins. Að auki verða framkvæmdir á eyjunni Fa- ial. Bora þarf djúpt eftir ferskvatn- inu og verður beitt sömu tækjum og aðferðum við boranir og í fyrri verkum Jarðborana á eyjunum. Hagnaður um 11,1 milljón Hagnaður Jarðborana á síðasta ári nam alls um 11,1 milljón króna. Rekstrartekjur félagsins á síðasta ári námu alls 182,5 milljónum og hækkuðu um 1,1%. Eigið fé í árslok nam alls 455,2 milljónum og lækk- aði úr um 572,9 milljónum þar sem ákveðið var að færa niður bókfært verð bora og tækja með hliðsjón af markaðsvirði sambærilegra eigna erlendis. Helstu verkefni ársins voru unnin fyrir Hitaveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Seltjamarness en smærri verkefni fyrir sveitarfélög, einstakl- inga og fyrirtæki. Þá var eitt verk- efni unnið fyrir vatnsveitu á Bret- landseyjum. Jarðboranir hafa gert ramma- samning við Hitaveitu Reykjavíkur um verðlagningu á væntanlegum borverkefnum á næstu árum og boraði jarðborinn Jötunn fyrstu rannsóknarholuna á væntanlegu virkjunarsvæði Hitaveitunnar á 01- kelduhálsi í vetur. Horfur vom góðar í lok ársins 1993 á verkefnum vegna nýtingar á metangasi en vegna andstöðu umhverfisverndarsinna frestuðust allar framkvæmdir á þessu sviði. Einhver hreyfing mun þó vera að komast á þetta mál að nýju, að því er fram kom hjá Bent á aðalfundin- um í gær. Bragi Hannesson segir breytinga þörf á fjárfestingarlánasjóðunum Þurfum að fækka sjóðum og stækka ÞAÐ ER deginum Ijósara að lána- stofnanir em of margar á íslenskum lánamarkaði. Þeim þarf að fækka og þær þurfa að stækka til þess að ná fram hagkvæmari rekstri. Að því verður hins vegar að hyggja að breytingar þessar verði ekki til þess að allt fjármálavald í landinu safnist í örfáar stofnanir sem veiti hvers konar fjármálaþjónustu undir kjörorðinu: Ekki er þörf fyrir aðra. Þetta er skoðun Braga Hannesson- ar, forstjóra Iönlánasjóðs, sem hann setur fram í grein í nýútkomnum Iðnlánasjóðstíðindum. „Breytingar þarf að gera á fjár- festingarlánasjóðunum til þess að þeir geti þjónað atvinnulífinu með markvissari hætti. Því er stefnu- mótun ríkisstjórnarinnar í þeim málum mikilvæg og ástæða til að búast við farsælli framkvæmd hennar i nánu samraði við fulltrúa atvinnulífsins sem hafa með ábyrg- um hætti byggt upp sjóðina og stjórnað þeim,“ segir Bragi í grein sinni. Hann bendir á að það sé í fyllsta máta eðlilegt að þörf sé endurskoð- unar á starfsemi Iðnlánasjóðs sem og annarra fjárfestingarlánasjóða. „Lög um lánastofnanir aðrar en banka og sparisjóði sem gildi tóku fyrir rúmu ári, hafa þó þegar haft áhrif, þannig að nú er sjóðunum heimilt að veita alhliða fjármála- þjónustu í stað þess að vera bundnir við að þjóna ákveðnum at- vinnugreinum. Þá hafa ráðamenn Iðnlána- sjóðs síðustu tíu árin verið að breyta rekstri sjóðsins og laga starf- semi hans að þörfum nútímans." Bragi segir einnig að í samkeppni á fijálsum markaði sé grundvallaratriði að Bragi Hannesson allir sitji við sama borð og lúti sömu reglum. „Þess vegna gefur það augaleið að þessar stofnanir verða að hafa sama rekstrarform. Andóf við þessar breyt- ingar er dæmt til að mistakast og veldur togstreitu og tjóni. Þýðingarmest fyrir alla aðila er að breytingarn- ar séu gerðar með skipulögðum hætti og timi gefinn til kynning- ar og aðlögunar að breyttum aðstæðum. Þjóðverjar lækka vexti Frankfurt. Reuter. ÞÝZKI seðlabankinn lækkaði forvexti óvænt í gær til þess að koma í veg fyrir að hækk- un marksins dragi úr sam- keppnishæfni þýzks útflutn- ings erlendis að því er hag- fræðingar segja. Forvextimir voru lækkaðir í 4% úr 4,5 og um leið vom vextir á skuldabréfum í endur- sölu lækkaðir í 4,5% úr 4,85. Þetta er fyrsta forvaxtalækk- unin síðan í maí í fyrra. Svisslendingar fóm að dæmi Þjóðveija og lækkuðu forvexti sína í 3% úr 3,5 og búizt er við að Frakkar og fleiri geri það einnig. Gengi doilars, punds og fleiri gjaldmiðla styrktist eftir vaxtalækkun Þjóðveija. Doll- arinn hækkaði um 3 pfenn- inga og eitt jen. Hans Tietmeyer seðla- bankastjóri kvaðst efast um að vaxtalækkunin mundi hafa teljandi áhrif í gengis- málum, en stjórn bankans hefur óttazt að sterk staða marksins geti spillt sam- keppnisstöðu útflutningsat- vinnugreina og dregið úr efnahagsbata. Norsk Hydro skerðir afköst Ósló. Reuter. NORSK Hydro, aðalálfram- leiðandi Noregs, tilkynnti í gær að haldið yrði áfram að vinna með skertum afköstum út árið að minnsta kosti. Samkvæmt samkomulagi álframleiðenda í fyrra dró Norsk Hydro úr álframleiðslu sinni í maí sl. um rúmlega 10% af heildarframleiðslu- getu, eða 70,000. Evrópusambandið, Banda- ríkin, Kanada, Rússland, Noregur og Ástralía sam- þykktu að minnka framleiðslu í rúmlega tvö ár til þess að draga úr offramboði og hækka verð. Síðan hafa Rúss- ar unnið með meiri afköstum en í fyrra og Inespal á Spáni hefur sagt að framleiðsla verði aftur aukin. Fram- leiðslugeta Norsk Hydro er 650.000 tonn á ári. Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um að nokkrír álframleiðend- ur hyggist auka afköst um mitt þetta ár. Deutsche spáir bata Frankfurt. Reuter. REKSTRARTEKJUR De- utsche Bank AG, stærsta við- skiptabanka Þýzkalands, minnkuðu um fjórðung í fyrra vegna lækkana á verði skuldabréfa á heimsmarkaði, en spáð er hagnaði í ár. „Ég er viss um að okkur mun takast að bæta afkomuna verulega," sagði Hilmar Kop- per yfirbankastjóri og benti á að staðan eftir tvo fyrstu mánuði ársins styddi þá skoð- un. Rekstrartekjur Deutsche Bank eftir afskriftir minnk- uðu í 4,1 milljarð marka í fyrra úr 5,3 milljörðum 1993, en það var met. Viðskipta- tekjur lækkuðu í 537 milljón- ir marka úr tæplega tveimur milljörðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.