Morgunblaðið - 31.03.1995, Page 27

Morgunblaðið - 31.03.1995, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 27 LISTIR Listvinafélag Hallgrímskirkju Orð Krists á krossinum Hans-Dieter Möller Morgunbiaðið/Kristinn Listasafn Háskóla Islands fær 101 listaverk að gjöf LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju gengst fyrir tónleikum næsta sunnu- dag, 2. apríl kl. 17 þar sem flutt verður ný tónlist við Passíusálmalög við vers Passíusálmanna sem flytja hinstu orð Krists á krossinum. Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld á Akur- eyri hefur fært lögin í nýjan búning fyrir Mótettukór Hallgrímskirkju. Prófessor Hans-Dieter Möller frá Þýskalandi leikur af fingrum fram hugleiðingar um sömu lög, en þau eru tekin upp úr þjóðlagasafni séra Bjama Þorsteinssonar „Islensk þjóð- lög“. Auk kórútsetninganna flytur Mótettukórinn nýlega mótettu eftir Jón Hlöðver um íslenskt lag við fyrsta vers Passíusálmanna „Upp, upp mín sál“. Þorleifur Hauksson les upp vers sem tengjast hinum sungnu „7 orðum Krists á krossinum". Listvinafélag Hallgrímskirkju og Mótettukórinn hafa jafnan lagt sér- staka rækt við Passíusálmana, félag- ið hefur staðið fyrir myndlistarsýn- ingum, upplestri og ýmsum tónleik- um tengdum sálmum séra Hall- gríms. Mótettukórinn hefur allt frá stofnun haft Passíusálmana á efnis- skrá sinni, m.a. útsetningar eftir Jón Hlöðver sem hafa skipað sérstakan sess hjá kórfélögum. Fyrir nokkrum árum flutti kórinn Hallgrímspassíu eftir Atla Heimi Sveinsson, tónverk sem byggir á ís- lenskum Passíusálmalögum, en hún var tekin upp fyrir íslenska sjónvarp- ið. Dagskráin „Sjö orð Krists á krossinum" er byggð upp líkt og myndir á sýningu. Hver mynd birtist í sungnu versi, stuttum upplestri og hugleiðingu sem Möller leikur af fingrum fram á orgel Hallgríms- kirkju. Mótettan „Upp, upp mín sál“, sem tónleikamir hefjast á, var samin til minningar um Pál Bergsson, vin tónskáldsins, en hún var frumflutt í fyrra af Kór Akureyrarkirkju. Tónleikamir á sunnudaginn hefj- ast kl. 17 í Hallgrímskirkju. Að- gangseyrir er kr. 1.000 en 500 fyrir nema og lífeyrisþega. Félagar List- vinafélags Hallgrímskirkju fá ókeyp- is aðgang. Hans-Dieter Möller er fæddur í Duisburg í Þýskalandi árið 1939. Hann stundaði nám í orgelleik og kirkjutónlist við Folkwang-Hoch- schule í Essen. Árið 1966 var hann í einkatímum hjá Jean Langlais í París, með sérstaka áherslu á spuna (improvisation). Hans-Dieter Möller er prófessor í orgelleik og spuna við Tónlistarháskólann í Dusseldorf. Þetta er í fimmta sinn sem hann kemur fram á tónleikum í Hallgríms- kirkju. Jón Hlöðver Áskelsson fæddist á Akureyri árið 1945 og ólst þar upp. Tónlistamám stundaði hann við Tón- listarskólann á Akureyri 1955-65, jafnhliða almennri menntun. Síðan lá leið hans í Tónlistarskólann í Reykjavík. Þaðan lauk hann söng- kennaraprófi (tónmenntakennara- prófi) vorið 1967. Framhaldsnám í tónlist stundaði hann síðan við „Orff Institut“ við Mozarteum akademíuna í Salzburg í Austurríki 1967-69, og við tónlistarháskólann í Hannover í Þýskalandi 1969-70. Tónsmíðar hafa verið aðalstarf hans frá 1990, en það ár var hann valinn Bæjarlista- maður Akureyrar. Hann hlaut ný- lega þriggja ára starfslaun frá Tón- skáldasjóði. ÞANN 14. þessa mánaðar afhenti Sverrir Sigurðsson Sveinbimi Bjömssyni, háskólarektor, alls 101 listaverk til Listasafns Háskóla ís- lands. Gjöfin er til minningar um eiginkonu Sverris, Ingibjörgu Guð- mundsdóttur, sem lést á síðasta ári. Sverrir og Ingibjörg stofnuðu til listasafns við Háskólann með veglegri frumgjöf árið 1980, alls 140 verkum, en þar vom að vem- legum hluta verk eftir vin þeirra, Þorvald Skúlason. Síðan hafa þau hjón bætt við gjöfum, auk þess sem safnið hefur keypt árlega verk til safnsins. Stórgjöf Sverris Sigurðssonar nú samanstendur af 25 olíumálverkum eftir Þorvald Skúlason sem spanna tímann frá 1928 til dánarárs Þor- valds, 1984, auk fjölda vatnslita- mynda, teikninga, klippimynda og höggmyndar af Þorvaldi eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli. Einnig em í gjöfinni málverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Valtý Pétursson, Karl Kvaran, Jó- hannes Jóhannesson og fjölda ann- arra listamanna af yngri kjmslóð- inni. Listaverk í eigu Listasafns Há- skólans era til sýnis víðsvegar í byggingum skólans og er skipt um þau reglulega. SVERRIR Sigurðsson og Sveinbjörn Björnsson háskólarektor við móttöku gjafabréfsins. Lífeyrissjóður sjómanna MEGINNIÐURSTÖÐUR ARSREIKNINGS LÍFEYRISSJÓÐSINS 1994 Sbr. 7. mgr. 3. gr. laga nr. 27/1991, ásamt upplýsingum um starfsemi sjóðsins Veltufjármunir Skammtímaskuldir Hreint veltufé Fastafjármunir Langtímakröfur Áhættufjármunir Eignarhlutir í sameignarfélögum Varanlegir rekstrarfjármunir í þús kr. 2.313.606 -49.284 2.264.322 17.476.303 73.777 0 41.990 Langtímaskuldir 0 Hrein eign til greiðslu lífeyris .. 19.856.392 Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris fyrir árið 1994 í þús kr. Fjármunatekjur, nettó 1.253.181 Iðgjöld 1.550.268 Lífeyrir -571.006 Kostnaður (rekstrargjöld - rekstrartekjur) -38.814 Matsbreytingar 339.422 Hækkun á hreinni eign á árinu Hrein eign frá fyrra ári 2.533.051 17.323.341 Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 19.856.392 Ýmsar kennitölur: Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum Kostnaður í hlutfalli af iðgjöldum Kostnaður í hlutfalli af eignum (meðaltali hreinnar eignar í árslok og ársbyrjun) . Raunávöxtun m.v. lánskjaravísitölu 36,8% 2,5% 0,21 % 7,59% Úr skýrslu stjórnar Miklar breytingar urðu í rekstri Lífeyrissjóðs sjómanna á árinu 1994. Sjóðurinn flutti í upphafi ársins starfsemi sína frá Tryggingastofnun ríkisins, en þar hafði sjóðurinn verið í rekstri frá stofnun árið 1958. Á árinu voru einnig sett ný lög um sjóðinn, lög nr. 94/1994, og á grundvelli þeirra var sett reglugerð og tóku lögin og reglugerðin gildi 1. september 1994. Um er að ræða grundvallarbreytingu á lögunum, en í eldri lögum voru ítarleg ákvæði um starfsemi sjóðsins sem nú eru sett í reglugerð. Með nýjum lögum og reglugerð var einnig breytt ýmsum ákvæðum varðandi lífeyrisrétt- indi í þeim tilgangi að bæta fjárhagsstöðu sjóðsins. Þá voru einnig rýmkaðar heim- ildir sjóðsins til fjárfestinga. Á árinu 1994 greiddi 1.201 launagreiðandi iðgjöld til sjóðsins, samtals að fjárhæð kr. 1.550 milljónir fyrir 7.362 sjóðfélaga. ( árslok 1994 voru á skrá hjá sjóðnum sam- tals 33.242 einstaklingar. Lífeyrisgreiöslur sjóðsins á árinu námu alls kr. 572,8 milljónum og hækkuðu frá árinu 1993 um 8,9%. Ellilífeyrir nam kr. 229,1 milljón (40% af heildarlífeyrisgreiðslum), örorkulífeyrir kr. 237,6 milljónum (41,5%), makalífeyrir kr. 69,0 milljónum (12%) og barnalífeyrir kr. 37,1 milljón (6,5%). í desember 1994 var fjöldi ellilífeyrisþega 839, örorkulífeyrisþega 499, makalífeyrisþega 349 og greiddur var barnalífeyrir til 377 barna sjóðfélaga. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam kr. 19.856 milljónum í árslok 1994 og hækkaði á árinu um 2.533 milljónir króna eða 14,6%. Raunávöxtun á eignum sjóðsins miðað við lánskjaravísitölu var 7,59%. Á grundvelli nýrrar reglugerðar um sjóðinn var fjárfest í 3 nýjum flokkum verðbréfa á árinu, hlutabréfum, skuldabréfum fyrirtækja og erlendum verðbréfum. Skuldabréfakaup ársins námu samtals 3.761 milljón króna. Keypt voru skuldabréf af sjóðfélögum fyrir kr. 203 milljónir, húsbréf fyrir 2.309 milljónir, skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga fyrir kr. 413 milljónir, skuldabréfa banka og sparisjóða fyrir kr. 239 milljónir, ísl. ríkisskuldabréf í erlendum gjaldmiðlum fyrir kr. 203 milljónir, skuldabréf fjárfestingalánasjóða fyrir kr. 134 milljónir, ríkisbréf og spariskírteini fyrir kr. 111 milljónir, skuldabréf fyrirtækja fyrir kr. 99 milljónir og erlend verðbréf fyrir kr. 50 milljónir. Hlutabréf voru keypt fyrir samtals 73 milljónir króna. Stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.