Morgunblaðið - 31.03.1995, Page 51

Morgunblaðið - 31.03.1995, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1995 51 HVERAGERÐISKIRKJA Prestur kallaður til Hveragerðis Bæjarstjórnin skorar á sóknar- nefnd að auglýsa prestakallið Hveragerði. Morgnnblaðið. SÓKNARNEFND Hveragerðis- og Kotstrandarkirkju hefur ákveðið að nýta sér lagaheimild til að kalla til nýjan prest er sr. Tómas Guð- mundsson lætur af störfum í haust eftir nær aldarfjórðungs þjónustu við söfnuðina. Sr. Jón Ragnarsson, æskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar, mun taka við prestakallinu í haust. Sr. Jón Ragnarsson er ekki með öllu ókunn- ur prestakallinu þar sem hann leysti núverandi prest af um þriggja mán- aða skeið fýrir nokkrum árum, þá nýútskrifaður guðfræðingur. Eftir það þjónaði sr. Jón sem sóknar- prestur í Bolungarvík í sjö ár eða allt þar til hann tók við núverandi stöðu. Mikil ólga hefur skapast í bæj- arfélaginu í kjölfar ákvörðunar sóknarnefndar. Bæjarstjórn sam- þykkti einróma að skora á sóknar- nefndina að endurskoða afstöðu sína og auglýsa prestakallið laust til umsóknar. Hópur fólks hefur ennfremur far- ið af stað til að safna undirskriftum hjá bæjarbúum þar sem þess er krafist að prestakallið verði auglýst. Að sögn Gísla Garðarssonar bæj- arfulltrúa Framsóknarflokks, er undirskriftasöfnuninni ekki beint gegn sr. Jón Ragnarssyni persónu- lega. „Það sem vakir fyrir okkur er það að sóknarnefndin auglýsti prestakallið laust til umsóknar og að þannig geti allir þeir prestar sem áhuga hafa sótt um stöðuna. Við treystum sóknamefndinni fullkom- lega til að velja síðan besta umsækj- andann úr þeim umsóknum sem inn koma. Við erum ekki að þessu til að knýja fram prestkosningar, við viljum einungis að sóknarnefnd víkki sjóndeildarhring sinn og leyfi öðram prestum að sækja um stöð- una.“ Guðmundur Ingvarsson for- maður sóknarnefndar, sagði sóknarnefnd alfarið fara að lögum um prestkosningar, er einmitt þessi, eða að „kalla til“ prest. „Þessi leið er valin núna til að reyna að valda sem minnstum óróleika í söfnuðin- um, í kirkju verður að ríkja friður. Prestkosningar á Selfossi eru mörg- um í fersku minni og vill sóknar- nefndin forðast slík læti í lengstu lög. Ég tel að með sr. Jóni Ragnars- syni séum við að fá mjög hæfan starfsmann til kirkjunnar og ég bendi á að þessi leið hefur verið valin áður t.d. þegar sr. Pálmi Matthíasson var kallaður til starfa í Bústaðasókn." Sóknarnefndir hafa heimild til þess í lögum að kalla til prest. Þá er prestur ráðinn til starfa í allt að fjögur ár, án þess að prestakallið sé auglýst. Að þeim tíma liðnum ber að auglýsa prestakallið laust til umsóknar og greiðir sóknarnefnd þá atkvæði um prest samkvæmt hefðbundnum leiðum. FRETTIR__________ Rauða fjöðrin seld um UM HELGINA fer fram landssöfnun Lionshreyfingarinnar á Rauðu fjöðr- inni. Fjármunir sem safnast renna til stofnunar Gigtarrannsóknar- stofnunar íslands. Söfnunin hefst 31. mars og stendur til 2. apríl. fjöðrin kostar 100 krónur. Hlutverk stofnunarinnar verður að nýta sem best sérstöðu íslands til rannsókna á orsökum og eðli gigt- arsjúkdóma. Rannsóknir íslenskra gigtarsérfræðinga hafa vakið at- hygli erlendis, en miklu efni hefur verið til safnað hér á landi til rann- sókna á gigt. Rannsóknastofnuninni er ætlað að taka frumkvæði í fjöl- þjóðlegum rannsóknum til lausnar gigtargátunni. Um 50 þúsund ís- lendingar þjást af gigt og talið er að tap þjóðfélagsins á ári hvetju Laxveiðin í SÉRFRÆÐINGAR Veiðimálastofn- unar telja að laxveiði sunnanlands- og vestan ætti að verða í meðallagi, en lakari í ám á Norðurlandi. Það kemur fram í samantekt í nýjasta fréttabréfi stofnunarinnar sem kom út fyrir skömmu í tengslum við árs- fund hennar. í fréttabréfinu er komist þannig að orði: „Stærð þeirra seiðaárganga sem fara áttu út vorið 1994 var yfir meðallagi. Vorið 1994 gekk hins vegar minna af gönguseiðum út Norðanlands en búast mátti við. Þetta kom fram í seiðamælingum norðanlands, bæði gönguseiðataln- ingum og talningum seiða í ánum um sumarið og haustið. Hugsanleg skýring á þessu er að kuldi í ánum sumarið 1993 og vorið 1994 hafi tafið þroska hluta seiðanna og þau helgina nemi allt að 10 milljörðum króna. Landsmenn þekkja orðið vel til Rauðu fjaðrarinnar. Hún var fyrst seld árið 1972 og þá var söfnunarfé varið til kaupa á tækjum til augn- læknkingadeildar Landakots. Arið 1976 fór önnur söfnun Lions fram. Hún var helguð þroskaheftum. Þriðja söfnunin var árið 1980 þegar safnað var til kaupa á lækningatækjum á háls-, nef- og eymadeild Borgarspít- alans. Arið 1985 var söfnunarfé var- ið til kaupa á línuhraðli í K-byggingu Landspítalans. Það tæki markaði þáttaskil í sögu krabbameinslækn- inga á íslandi. Fimmta Landssöfnun Lions var árið 1989 til byggingar sérhannaðs húss fyrir gjörfatlaða ein- staklinga. Húsinu var valinn staður að Reykjalundi og hlaut nafnið Hlein. meðallagi? setið eftir í ánum. Smálaxagengd nú í sumar gæti orðið minni af þess- um sökum, einkum norðanlands. Sjávarskilyrði ráða hvað mestu um afkomu laxins. Sjávarhiti fyrir Norðurlandi var hár vorið 1994, en jákvæð fylgni er milli sjávarhita og laxgengdar þar ári síðar. Seiði sem fóru til sjávar 1994 ættu því að hafa komist vel af. Samband er milli smálaxagengdar og stórlaxagengdar ári síðar. Stórlax hefur meiri þýðingu norðanlands, þar sem hann er hærra hlutfall í veiði en á Vesturlandi. Smálaxa- gengd var í meðallagi góð vestan- lands, einkum í Borgarfirði, en bæði í Breiðafirði og norðanlands var hún með minna móti. Stórlaxagengd ætti því að vera í meðallagi vestant- il á landinu en rýrari annars staðar. Af framansögðu má ráða að veiði sunnan- og vestanlands ætti því að verða nærri meðallagi, en slakari norðanlands." Þessar spár fiskifræðinga Veiði- málastofnunar benda til að eins og í fyrra verði gæðunum misskipt milli landshluta. Innbrotíð í Selás- skóla upplýst RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkis- ins hefur upplýst innbrot í Selás- skóla þar sem peningum, verðmæt- um tölvubúnaði og hljómtækjum var stolið. Sami maðurinn reyndist hafa brotist inn í skólann tvo daga í röð og haft á brott með sér þaðan fé- mætustu tæki. A mánudag braust maðurinn inn í skólann og fór á brott með banka- bók, faxtæki og peningakassa. Dag- inn eftir tók hann 110 þúsund krón- ur út úr bankabókinni, leigði sér sendibíl og hélt aftur á staðinn og lét greipar sópa. Hann hafði á brott með sér þijár tölvur, þijá prentara, þijú sjónvarps- tæki, myndbandstæki, myndavél, örbylgjuofn og fleira. Lögreglan komst fljótt á spor mannsins og handtók hann á heim- ili sínu í Reykjavík í gær. Þýfið úr seinna innbrotinu var þá enn í sendi- bílnum utan við heimili hans. Athafna- dagur í Miðbæ ATHAFNADAGUR verður í Miðbæ Hafnarfjarðar á morg- un, laugardag. Meðal þess sem boðið er upp á er að Barnakór Hafnarfjarðar syngur kl. 12 á laugardag og kökur verða einnig til sölu í nafni kórsins á föstudag og laugardag. Á laugardagsmorg- un verður létt morgunleikfimi undir handleiðslu stelpnanna í Hress og hægt er að gæða sér á nautakjöti frá Goða á eftir. Tískusýning verður í Miðbæ en þar verða sýnd föt og annar vamingur frá verslunum í hús- inu. Fyrir þá sem era farnir að undirbúa veiðisumarið sýnir Lalli í Veiðibúð Lalla hand- brögð við fluguhnýtingar og nokkrar helstu flugnategundir. Síðasta opn- unarhelgi Berlínar VEITINGASTAÐURINN Berl- ín verður opinn í hinsta sinn nú um helgina en verið er að hefjast handa við miklar breyt- ingar sem fela í sér sameiningu Berlínar og Pisa. í byijun maímánaðar verður opnað að nýju veitingastaður í sameinuðum húsakynnum þessara staða. Lokahelgin verður viðburða- rík í Berlín og kemur m.a. fram sýningarhópurinn Bláu fiðrildin og sýna það nýjasta í undirfatn- aði. Auk þess koma fram Taffa trommuleikararnir frá Tri- nidad. Eldur á trésmíða- verkstæði TALSVERT tjón varð í elds- voða sem kom upp í trésmiðju við Súðavog á tíunda tímanum á miðvikudagsmorgun. Talið er að eldsupptök megi rekja til sjálfsíkveikju í spæni. Starfsmenn voru í kaffi þeg- ar eldurinn kom upp og gaus upp mikill reykur. Mennirnir komust út ómeiddir, að sögn slökkviliðs. Slökkviliði gekk vel að ráða við eldinn sem var slökktur á skammri stundu af reykköfur- um. Þrek og heilsa sýning- argesta ókeypis mæld SÝNINGIN Heilsa og heilbrigði var opn- uð í Perlunni í gær. Um 30 aðilar kynna þar starfsemi sína og má þar nefna fé- lagasamtök er beijast gegn hinum ýmsu sjúkdómum, fyrirtæki er versla með eða framleiða lyf, vitamín og hollmeti. Þá verður kynning á heilsugæslu lands- manna á vegum Heilbrigðisráðuneytisins. Á sýningunni verða sérfróðir menn til skrafs og ráðgerða í sýningarbásunum og flutt verða fræðsluerindi í fundarsal Perlunnar. Kl. 16 á laugardaginn flytur Anna Elísabet næringarfræðingur erindi er nefnist: Góður matur tryggir betri heilsu. Og á sunnudaginn 2. apríl talar Guðmundur Björnsson, yfirlæknir, um mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna og mun sá fyrirlestur hefjast kl. 16. Ýmis samtök og fyrirtæki standa fyrir ókeypis rannsóknum á sýningargestum og sem dæmi má nefna Samtökin um asma og ofnæmmi mun mæla öndun, Landssamband hjartasjúklinga mun mæla blóðþrýsting, Samband sykursjúk- linga og fyrirtækið Lýra mælir blóðsyk- ur, kolesteról, mjólkursýru og hæmóg- elobin og íþróttamenn verða mældir á hlaupamillum í samvinnu við Mátt og Knattspyrnuþjálfarafélag íslands. NLFÍ verður með þrekmælingar og Gigtarfé- lag íslands mun mæla þéttleika í beinum. Þá gesta gestir fengið andlitssmurningu með leir frá Leirbaðaþjónustunni í Laug- ardal. Tóbaksvarnarnefnd verður með mælingu á koltvísýring í útöndum. Á laugardag og sunnudag gefst kostur á að læra kraftgöngu undir leiðsögn Árnýjar Helgadóttur, hjúkrunarfræð- ings. Gengið verður frá anddyri Perlunn- ar um Öskjuhlíðina báða dagana kl. 15. SIÐASTA hönd lögð á undirbúning fyrir sýninguna í Perlunni í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.