Morgunblaðið - 04.04.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.04.1995, Qupperneq 1
88 SÍÐUR B/C 79. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússar taka ekki áskorun um að hætta sölu kjarnaofna til írans Hóta að hætta fækkun hefð- bundinna vopna Moskvu. Reuter. Daily Telegraph. Reuter VEL fór á með William Perry varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna (t.v.) og Víktor Tsjernomýrdín forsætisráðherra Rússlands í upphafi viðræðna þeirra í Moskvu. RÚSSAR hótuðu í gær að standa ekki við ákvæði sáttmálans um fækkun hefðbundinna vopna í Evr- ópu vegna fyrirhugaðrar stækkunar Atlantshafsbandalagsins í austurátt. Þá höfnuðu þeir eindregnum tilmæl- um Bandaríkjastjórnar að hætta við sölu á kjarnakljúfum til írans. Pavel Gratsjev varnarmálaráð- herra Rússlands sagði í gær, að Rússar kynnu að hætta við að upp- fylla ákvæði sáttmálans um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu (CFE) verði ríkjum austanverðrar Evrópu boðin skjót aðild að NATO. Grachev sagði að Rússar gætu í raun einangrast frá Evrópu ef fyrr- verandi Varsjárbandalagsríki fengju aðild að NATO. „Það væri hægt að grípa til gagnráðstafana," sagði varnarmálaráðherrann eftir klukku- stundar fund með William Perry, bandarískum starfsbróður sínum. „Við kynnum að hætta að fara eftir CFE-sáttmálanum. Og við kynnum að setja á stofn nauðsynleg- ar herdeildir í ögrunarskyni og koma á nánari samvinnu við önnur ríki Samveldis sjálfstæðra ríkja (CIS),“ sagði Gratsjev. Með því að frábiðja sér CFE fengju Rússar fijálsar hendur á Kákasussvæðinu þar sem þeir freista þess að bæla uppreisnartilraunir aðskilnaðarsinna, svo sem í Tsjetsjníju. Herför þeirra gegn tsjetsjenum hefur orðið til þess að Mið-Evrópuríki hafa ítrekað og lagt aukinn þunga í óskir um aðild að NATO. CFE-samkomulagið var undirrit- að 1990 af ríkjum NATO og Varsjár- bandalagsins og kveður á um mesta niðurskurð hefðbundinna vopna í Evrópu og takmörkun vígbúnaðar í álfunni frá Atlantshafi til Úralfjalla. Perry lét í ljós vonbrigði eftir fund með Víktor Tsjernómýrdín forsætis- ráðherra Rússlands sem hafnaði kröfunni um að hætta við sölu á kjarnaofnum til írans. Perry sagði að Rússar teldu sig geta fyrirbyggt þáð að íranir noti afgangseldsneyti og tækni, sem þeir komast yfir, til þess að byggja kjarnorkuvopn. „Ég sagði honum að við værum ekki jafn- óttalausir," sagðist Perry hafa tjáð Tsjernomýrdín. Svar Rússa svo og hótanir þeirra um að skrifa sig frá CFE-samkomu- laginu eru beiskar fréttir fyrir Bandaríkjamenn. Því til viðbótar hafði /tar- Tass-fréttastofan það eftir Vladímír Shúmeikó, forseta efri deildar rússneska þingsins, að hann hefði tjáð Perry að ólíklegt væri að þingið staðfesti Start-2 samkomu- lagið um takmörkun langdrægra kjarnavopna vegna erfiðleika í sam- skiptum Rússa við NATO. Verkfallið í Færeyjum Setiðum sljórnar- skrifstofur Þórshöfn. Morgunblaðið. FÁTT bendir til þess að lausn finnist á vinnudeilunum í Færeyjum i bráð. Snemma í gærmorgun settust nær 200 manns um skrifstofur lands- stjórnarinnar til að krefjast launa- hækkunar og einnig mótmæla því að kennarar skyldu fá útborgað, með því hefði verið framið verkfallsbrot á skrifstofunum. Jakup Danielsen, formaður sam- bands opinberra starfsmanna, sagði að fólkið myndi ekki yfirgefa skrif- stofurnar fyrr en samþykkt hefði verið að staðið yrði við loforð um 8,5% launahækkun. Fjögur stéttar- félög voru í samúðarverkfalli í gær og búist við fleiri aðgerðum af sama tagi. Sáttasemjarar ætla að boða til fundar með deiluaðilum síðar í vik- unni. Meðal fyrirtækja sem eru lokuð vegna verkfalla er áfengiseinkasalan og hefur hún verið lokuð í tvær vik- ur, engar undanþágur eru veittar. Þó er hægt er að kaupa bjór milliliða- laust í brugghúsunum. Reuter Aska Hitlers fauk út í veður og vind Moskvu. Daily Telegraph. RÚSSNESKA leyniþjón- ustan KGB lét grafa upp jarðneskar leifar Adolfs Hitlers, konu hans Evu Braun og Jósefs Göbbels áróðursmeistara nasista í Magdeburg og brenna þær aðfaranótt 5. apríl 1970, að sögn þýska vikuritsins Spiegel. Spiegel segir, að 13. mars 1970 hafi Júrí Andropov, þáverandi yfirmaður KGB, skrifað Leoníd Brezhnevs forseta og ósk- að eftir samþykki hans við upp- gröftinn. Rússar höfðu flutt lík Hitlers, Evu Braun, Göbbels, konu hans og sex barna þeirra og grafið í skotfærakössum í rússneskri her- stöð í febrúar 1946. Þeir óttuðust hins vegar að gröfin fyndist er herstöðin yrði lögð undir íbúðahverfi og grófu þau því upp öðru sinni. Voru líkamsleifarnar brenndar á bálkesti á æfingasvæði skriðdreka fyrir utan borgina. Vindurinn bar svo öskuna burt. Minnisblað Andropovs er í skjalasafni Rúss- landsforseta, sem áður var skjalasafn stjórnmálaráðs rússneska kommúnistaflokksins. Afrit af því er í safni KGB. Það var handskrifað til þess að ritari Andropovs fengi ekki vitneskju um málið. Nokkrum dögum síðar árituðu samþykki sitt á skjalið Brezhnev, Alexej Kosýgín forsætisráðherra og Níkolaj Podgorníj forseti æðsta ráðsins. Hvatt til minni mengunar FULLTRÚAR iðnríkjanna á um- hverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i Berlín reyndu í gær án árangurs að setja sainan and- svar við tillögu fulltrúa sextíu þróunarríkja um hvernig stemma beri stigu við gróðurhúsaáhrif- um. Tillaga þróunarríkjanna ger- ir ráð fyrir að dregið verði úr koltvísýringsmengun í iðnríkjun- um en ekki að sama skapi í þróun- arríkjum. Þrátt fyrir tveggja daga fundahöld iðnríkja vegna tillögunnar hafa fulltrúar þeirra ekki komist að neinni niðurstöðu. Greinir fulltrúa Evrópusam- bandsríkja á við fulltrúa þeirra sem mest koltvísýringsmengun berst frá, t.d. Bandaríkin, en þeir þvertaka fyrir það að skuldbinda sig til að draga úr menguninni. Á myndinni sést hluti þeirra þús- unda Berlínarbúa sem hjóluðu eftir einni aðalumferðaræð borg- arinnar til að þrýsta á fulltrúa á ráðstefnunni um að leggja áherslu á umhverfisvænt elds- neyti. Heitt í kolunum í kosningabaráttunni í Frakklandi Forsetaefnin stóryrt París. Reuter. DREGIÐ hefur saman með forseta- frambjóðendunum í Frakklandi og að sama skapi hafa deilur þeirra flokksfélaganna, Jacques Chiracs og Edouards Balladurs, orðið heift- arlegri. Um helgina fór Chirac hörð- um orðum um „Balladur-ríkið“, sem hann kallaði svo og sagði einkenn- ast af „lýðskrumi". Samkvæmt skoðanakönnunum í dagblaðinu InfoMatin er fylgi Chiracs 24,5%, Lionels Jospins, frambjóðanda sósíalista, 22% og Balladurs forsætisráðherra 20,5%. Það vekur athygli, að dijúgur hluti kjósenda hefur ekki enn gert upp hug sinn. Þeir Chirac og Balladur hafa orð- ið æ eitraðri í árásum sínum hvor á annan eftir því sem liðið hefur á kosningabaráttuna. Chirac hefur sakað Balladur um ofurtök á fjöl- miðlum en hann segir aftur um Chirac, að hann reyni að afla sér stuðnings með loforðum um emb- ætti síðar. Snemmbær stjórnarmyndun Chirac hefur gefið ýmislegt í skyn um væntanlega stjórn beri hann sigur úr býtum og telja marg- ir, að það séu mistök.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.