Morgunblaðið - 04.04.1995, Page 2

Morgunblaðið - 04.04.1995, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Samkomulag um breytt skipulag orkumála í Borgarfjarðarhéraði Gjaldskrá lækkar um 15% og skuldir greiddar upp SAMKOMULAG hefur náðst milli ríkisins og sveitarfélaga í Borgar- firði um aðgerðir í orkumálum Borgarfjarðarhéraðs. Þess er vænst að lækka megi gjaldskrá hitaveit- unnar um 10% um næstu áramót og um önnur 5% tveimur árum síð- ar. Auk þess er fallið frá fyrirhug- aðri 5% hækkun á gjaldskránni. Þrátt fyrir gjaldskrárlækkunina á að vera unnt að greiða upp áhvíl- andi skuldir á 17 árum eða skemmri tíma. Forsendur lækkunar gjald- skrárinnar eru hagræðing í rekstri og minni skuldabyrði fyrirtækis, sem stofnað verður um aðveituna, en skuldabyrði HAB sem nú skuld- ar 2,12 milljarða króna. Samkomulagið gerir ráð fyrir að Hitaveitu Akraness og Borgarfjarð- ar (HAB) verði skipt í þrennt frá og með næstu áramótum. Um leið verður undirbúningsfélag Orkubús Borgarfjarðar lagt niður. Þrískipt dreifikerfi Dreifikerfið á Akranesi verður skilið frá HAB og sameinað öðrum veitustofnunum bæjarins. Dreifi- kerfið í Borgarbyggð verður sömu- leiðis skilið frá HAB og rekstur þess færður til sveitarfélagsins. HAB mun halda eftir aðveituæðinni og dreifikerfi í sveitum héraðsins, sérstakt eignarhaldsfélag verður myndað um þær eignir. Rekstur aðveitunnar verður í höndum dreifiveitna Akraness og Borgarbyggðar. Jafnframt þessu mun Borgarbyggð taka upp viðræð- ur við Rafmagnsveitur ríkisins um sölu á Rafveitu Borgarness. Skuldum aflétt Sveitarfélögin þijú láta nýju að- veitunni eftir eignarhluti sína í Andakílsárvirkjun, sem metnir eru á 456 milljónir króna. Akranes- kaupstaður og Borgarbyggð taka á sig 325 milljónir af skuldum veit- unnar og ríkissjóður, eða fyrirtæki hans, eignast hlut í aðveitunni með 180 milljóna króna framlagi. Þannig mun hið nýja aðveitufélag einungis skulda um helming af nú- verandi skuldum HAB, eða 1.059 milljónir króna. Rekstrarforsendur gera ráð fyrir að aðveitan greiði 2% arð af stofnframlagi eignaraðila frá og með aldamótum. Landsæfingu björgunarsveitanna frestað Ekið eftir staðsetn- ingartækjum í glórulausu veðri „ÞAÐ var algjörlega glórulaust þegar við fórum á snjóbílnum að ná í vélsleðamennina og við urðum að aka eftir staðsetningartækjum. Vegna veðursins urðum við að fresta landsæfíngu björgunar- sveitanna um óákveðinn tíma, en hana ætluðu um 300 björgunar- sveitarmenn að sækja,“ sagði Ósk- ar Jónsson, björgunarsveitarmað- ur á Hellu og æfingastjóri á lands- æfíngu Landsbjargar. Biðu átján tíma eftir hjálp félaga sinna Landsbjörg ætlaði að standa fyrir æfingu í Nýjadal og ná- grenni frá föstudegi fram á sunnudag. Um 30 manna hópur fór í Nýjadal á fímmtudag, til að undirbúa æfinguna. Veður versn- aði hins vegar mjög og fór svo að fímm vélsleðamenn urðu að grafa sig í fönn og bíða aðstoðar félaga sinna. Vélsleðamennirnir voru að und- irbúa verkefni við Gjáfjöll og Hágöngur, á leið í Nýjadal, þegar aftakaveður skall á. Að sögn Ósk- ars Jónssonar voru mennimir mjög vel búnir og grófu sig í fönn. „Við vissum alltaf hvar þeir voru, því þeir gátu gefið upp nákvæma staðsetningu. Þeir brugðust hár- rétt við, en var farið að leiðast vistin þegar snjóbíll kom til þeirra eftir 18 tíma í snjóhúsinu.“ Óskar sagði að æfingin hefði verið afboðuð kl. 18 á föstudags- kvöld, þegar hún hefði átt að hefjast. „300 björgunarsveitar- menn frá 30 sveitum ætluðu að taka þátt í æfíngunni og það var unnin mikil undirbúningsvinna. Nú er óvíst hvenær við höfum landsæfingu," sagði Óskar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Góðar uppskeru- horfur í ylrækt Yerð á gúrk- um lækkar ÍSLENSKAR gúrkur eru nú orðnar allsráðandi á markaðnum og af þeim sökum lækkar skráð heildsöluverð á þeim í dag úr 420 krónum kílóið í 270 krónur, eða um 35%. Eitthvað hefur verið um íslenskar gúrkur á markaðnum í vetur sem ræktaðar eru við raflýsingu, en hefð- bundin ræktun er nú sem óðast að koma á markaðinn, að sögn Kolbeins Ágústssonar, sölustjóra hjá Sölufé- lagi garðyrkjumanna. Kolbeinn sagði í samtali við Morg- unblaðið að skilyrði til ylræktar hefðu verið með besta móti í vetur þar sem saman hefði farið bjartviðri og hagsfæð veðrátta. Af þessum sökum er gúrkuuppskeran fyrr á ferðinni nú en oftast nær áður og sömu sögu er að segja um tómata og paprikur, sem væntanlega koma á markaðinn í einhveiju magni eftir 2-3 vikur. Lóan er komin LÓAN er komin. Hún sást meðal annars í Grafarvogi og víðar á Reykjavíkursvæðinu í iok síðustu viku. „Þetta er með fyrra fallinu, yfirleitt eru fyrstu lóurnar að sjást upp úr mánaðamótum mars og apríl,“ sagði Ólafur Einarsson fuglafræðingur. Það er vetrarríki sem mætir fyrstu lóunum að þessu sinni. Þó er ekki alveg haglaust hjá þeim, því þær sækja í fjörur ef snjór og frost ríkja enn við heimkomuna. Spáð góðu kosninga- veðri BÖRNIN kipruðu augun í sól- inni þar sem þau sátu í vagni sínum í miðbænum í gær. Þau venjast góða veðrinu næstu daga því spáð er ágætis veðri fram á helgi. Því ætti veður ekki að hamla færð á laugar- dag þegar kosið verður til Al- þingis. Suðlæg átt verður ríkj- andi á landinu öllu. Á kjördag gerir Veðurstofan ráð fyrir strekkingsvindi, 3-5 stiga hita og rigningu á suðvestanverðu landinu. Norðaustanlands verður skýjað en þurrt og hægur vindur með hita rétt yfir frostmarki. Drukknaði í Ólafsvík MAÐURINN sem drukknaði í höfn- inni í Ólafsvík aðfaranótt sunnudags hét Halldór Páll Stefánsson. Halldór var til heimilis á Hásteins- vegi 13, Vestmannaeyjum. Hann var fæddur 11. nóvember 1948 og var ókvæntur og barnlaus. Stefnir í verkfall á ísaf irði Slitnaði upp úr viðræðum UPP ÚR samningaviðræðum milli verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísaíírði og vinnuveitenda slitnaði í fyrrinótt eftir um 17 tíma fund. Að sögn Péturs Sigurðssonar, formanns Baldurs,' náðist ekki samkomulag um kauptryggingasamninga. Baldur hefur boðað verkfall á miðnætti á morgun og nær það til 350-400 manna. Pétur sagði að samningar hefðu tekist um alla þætti samninganna nema kauptryggingu. Gert væri ráð fyrir sömu hækkunum og önnur stéttarfélög hefðu samið um. Pétur sagði að krafa Baldurs væri að launa- fólk fengi rétt til kauptryggingar eftir að hafa starfað hjá sama vinnu- veitanda í tvo mánuði, en vinnuveit- endur hefðu boðið 9 mánuði, sem er það sama og Verkamannasambandið samdi um í febrúar. STUTT Auk Baldurs felldu verkalýðsfé- lögin á Patreksfírði, Hólmavík og Súðavík samningana sem Alþýðu- samband Vestfjarða gerði við vinnu- veitendur á Vestfjörðum. Verkalýðs- félagið á Patreksfirði hefur einnig boðað verkfall og kemur það til framkvæmda nk. mánudag hafi samningar ekki tekist. Verkfall hef- ur ekki verið boðað á Hólmavík og Súðavík. Skemmdu bílaí „skemmti- ferð“ ÞRÍR piltar voru handteknir í fyrrinótt eftir að hafa skemmt bíla víða um borgina. Þeir höfðu t.d. gert sér að leik að velta bílum. Enga skýringu gátu þeir gefíð á hegðan sinni, aðra en þá að þeir hefðu verið í skemmtiferð. Lögreglunni var tilkynnt um kl. 2 um nóttina að þrír piltar væru að hoppa á þaki bifreiðar á bílasölu í Skeifunni. Þegar lögreglan kom á staðinn voru piltamir farnir, en vitni lýsti þeim og bíl þeirra, svo lögregl- an hafði uppi á þeim á Skúla- götu skömmu síðar. Þegar verið var að yfirheyra þá á lögreglustöðinni bárust fregnir af því að bíl hefði verið velt á Fomhaga fyrr um nótt- ina. Piltarnir játuðu þann verknað og eru grunaðir um að vera valdir að skemmdum á fleiri bílum, en um kl. 8 í gær- morgun var tilkynnt að bíll hefði skemmst mikið, þegar honum var velt við Ármúla. Ferðir Akraborgar lágu niðri FERÐIR Akraborgar milli Akraness og Reykjavíkur lágu niðri frá kl. 16 á föstudag til kl. 10 á sunnudagsmorgun vegna mikils brims. Ólduhæð við Sandgerði mældist allt að 12 metrar í stífri suðvestanátt og lentu skip meðal annars í vandræðum á siglingu fyrir Garðsskaga. Var Akraborgin bundin við bryggju í Reykjavík á meðan veðrið gekk yfir eða þar til á sunnudag. Þá var fyrsta ferð farin kl. 10 um morguninn og vom famar níu ferðir þann dag. Tvö ÚA-skip fengu á sig brot TVÖ skipa Útgerðarfélags Ak- ureyringa, Árbakur EA og Hrímbakur EA, fengu á sig brot í aftakaveðri suður af Vestmannaeyjum um helgina. Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri Utgerðarfélags Akureyringa, sagði að sjór hefði komist í siglingatæki Ar- baks, en óverulegar skemmdir orðið um borð í Hrímbak. Ár- bakur kom til Akureyrar í gær- morgun og verður gert við skemmdir næstu daga. Flugfreyjudeilan Málin rædd hjá sátta- semjara RÍKISSÁTTASEMJARI kall- aði deiluaðila í kjaradeilu flug- freyja á sinn fund kl. 14 í gærdag. Fundurinn stóð enn á tólfta tímanum í gærkvöldi og þær litlu fréttir sem af honum var að hafa voru þær að almennar umræður væm í gangi, ekkert tilboð væri á borðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.