Morgunblaðið - 04.04.1995, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.04.1995, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Akvörðun um 10% hækkun á verði nautgr ipakj öts til kúabænda Líklegt að smásölu- verðið hækki um 10-12% SNORRI Jónsson hjá íslenskum kjötvörum hf. segir að sú 10% hækkun sem varð á verði til fram- leiðenda nautgripakjöts um síð- ustu mánaðamót muni að öllum líkindum hafa í för með sér 10-12% hækkun á smásöluverði en ekki 5-7% hækkun eins og nautgripa- bændur hafa haldið fram. Snorri sagði í samtali við Morg- unblaðið að m.a. það, að slátur- leyfishafar hafi boðið nautgripa- bændum staðgreiðslu hefði leitt til þess að sláturleyfishafar hefðu minnkað þann afslátt sem þeir hafa veitt viðskiptavinum sínum. „Þetta veldur því að innkaups- verð í kjötvinnslumar verður hærra en sem nemur þessum 10% sem bændur fá. Samkvæmt mín- um útreikningum, eins og ég þekki þetta hjá minni vinnslu, þá erum við að tala um 10-12%, en þetta fer auðvitað eftir því hver vinnslu- kostnaðurinn er hjá mönnum. Sú fullyrðing nautgripabænda um að hækkunin verði á bilinu 5-7% er því gjörsamlega úr lausu lofti gripin. Þarna eru menn ein- faldlega að setja sig í dómarasæti sem ég veit ekki hver hefur gefið þeim vald til að setjast í,“ sagði hann. Þversagnir í yfir- lýsingum bænda Snorri sagði að yfirlýsingar nautgripabænda, um að með út- Voruað fá’ann í Varmá SJÓBIRTINGSVEIÐI hófst á laugardaginn, en víðast hvar gátu veiðimenn lítið athafnað sig vegna vetrarríkis. Ár víðast á ís, eða fullar af ísreki, auk þess sem veður var allt annað en vinsam- legt um helgina. Aðeins í Varmá og Þorleifslæk við Hveragerði voru veiðanleg svæði og fengu menn þar nokkra sjóbirtinga. „Ég lét nú bara syni mína um þetta, mér leist þannig á veðrið. Það var svoleiðis þreifandi bylur og kuldi, en strákarnir náðu nokkrum fiskum, allt upp í 5 punda,“ sagði Rósar Eggertsson sem opnað hefur Varmá ásamt fleirum um árabil. Alls veiddust milli 12 og 14 fiskar fyrsta daginn og nokkrir til viðbótar á sunnudeginum. Flestir veiddust á spón og rækju, en illa gekk með fluguna. Þó veiddi Paul O’Keefe einn flugu- físk. „Aprílgabb" Veiði átti að hefjast í Ytri- Rangá og var það í tengslum við rannsóknarverkefni á vegum Veiðimálastofnunar. Átti að merkja þá sjóbirtinga sem veidd- ust og sleppa þeim aftur. „Þetta var eins og aprílgabb. Veðrið var bijálað og ástandið á veiðisvæðinu vonlaust. Svæðið er svokölluð Bleikjubreiða og Neðra- Horn. Þama eru sandar og áin mjög breið. Aðkoman nú minnti h'tið á það, ís yfir öllu og áin þröng ofan í 4-5 metra djúpu ísgljúfri. PAUL O’Keefe í Veiðimanninum klakabrynjaður, með sjóbirting sem hann fékk á flugu. GUNNLAUGUR Jón Rósarsson með fallegan sjóbirting í éljaganginum við Varmá á iaugardaginn. Við reyndum að fara neðar, á svo- kallaðan Breiða- bakka, en urðum að hætta eftir hálf- tíma, svo þétt var ísrekið,“ sagði Þröstur Elliðason, leigutaki Ytri- Rangár. Veiði átti jafn- framt að hefjast í Geirlandsá og í Vatnamótum Geir- landssár, Fossála og Skaftár þann 1. apríl. Ekki var því við komandi að þessu sinni. Árnar voru enn á ís og ekki ljóst hvenær úr rætist. flutningi nautakjöts til Bandaríkj- anna væri ekki verið að tappa af innanlandsmarkaði og að rekja mætti minnkandi framboð á innanlandsmarkaði fyrst og fremst til mikillar lækkunar á fram- leiðsluverði nautgripakjöts á und- anförnum tveimum árum, stöng- uðust á við það sem haft var eftir formanni Landssambands kúa- bænda í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag um að þeir hefðu gripið til þess að taka kjöt af markaði til að freista þess að ná verði upp að nýju og það gengið eftir það sem af væri þessu ári. „Þetta er óskaplega athyglis- verð þversögn í þessu máli, en það sem er sýnu verra í þessu dæmi er að nú með hækkun á nauta- kjötsverði eru mun lakari gæði á því ungnautakjöti sem á markaðn- um er frá því sem verið hefur. Það er í sjálfu sér miklu meira áhyggjuefni en einhver smáhækk- un þó hún sé ekki góð á þessum tímum,“ sagði Snorri. Játaði íkveikju KONA hefur játað íkveikju á Þórsgötu 15 aðfaranótt laugar- dags. Hún var handtekin á há- degi á laugardag og í framhaldi af því var henni komið undir iæknishendur. Hún hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Þegar slökkvilið kom að hús- inu á Þórsgötu 15 um nóttina stóðu logar út um glugga kjall- araíbúðar, en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Tölvuverðar skemmdir urðu á íbúðinni. Rannsóknarlögregla ríkisins var köliuð á vettvang og fann hún merki um innbrot, auk þess sem svo virtist að eldur hefði verið lagður í dýnu á gólfínu. Böndin bárust að konunni, sem hafði átt í eijum við húsráð- anda. Fé og skart í bílnum TILKYNNT var um innbrot í bifreið við Sogaveg í gærmorg- un. Eigandinn saknaði 60 þús- und króna í peningum og skart- gripa að verðmæti um 150 þús- und krónur. Að sögn lögreglu er afar bagalegt þegar fólk lætur svo mikil verðmæti liggja á lausu, þar sem slíkt freistar óvandaðra manna. Landlæknir vegna Hæstaréttardóms Lækni gafst færi á rökstuðningi ÓLAFUR Ólafsson, landlæknir og formaður Læknaráðs, segir það ekki rétt sem fram kom í dómi Hæstaréttar þar sem áliti Lækna- ráðs á örorkutjóni ungs manns sem hlotið hafði hálshnykk í árekstri var hafnað, að Læknaráð hafi ekki uppfyllt þá lagaskyldu að gefa þeim lækni, sem metið hafði örorku piltsins 10%, færi á að rökstyðja mat sitt áður en ráðið gaf gagn- stætt álit. „Á þriðja fundi ráðsins upplýst- ist, samkvæmt fundargerð, að við- komandi lækni hafi verið boðið að koma á fund réttarmáladeildar en hann kvaðst ekki mundu mæta,“ sagði landlæknir. „í öðru lagi kemur fram í dómi Hæstaréttar að ekki sé fram kom- ið að Læknaráð hafi haft við önn- ur gögn að styðjast en dómskjöl í þessu máli. Á öðrum fundi réttar- máladeildar kemur fram að gagna hafi verið aflað um áverkann," sagði landlæknir og sagði Lækna- ráð því ekki sátt við þessi atriði sem fram kæmu í forsendum Hæstaréttardómsins þótt ráðið vildi ekki gera ágreining um dóm- inn sjálfan. Landlæknir sagði að það hefði orðið ofan á í þessu tilviki að beita almennu mati um áverka vegna hálshnykks en það væri ávallt til umræðu. Þróun þessara mála hefði verið sérkennileg og á árunum 1987-1990 hefði tíðni háls- hnykksáverka fjórfaldast hjá körl- um og fimmfaldast hjá konum. Aðeins þyrfti innlagnar á sjúkra- hús vegna 0,5% þessara áverka. Merktu álftirnar komnar heim Seinni fuglinn á vesturleið SÍÐARI merkta álftin kom til landsins frá vetrarstöðvum sínum í Skotlandi á sunnudaginn. Hún lenti í stífri norðanátt og þurfti að sitja á sjónum suðaustur af landinu á fimmta sólarhring. Fyrri fuglinn lagði hins vegar upp 16. mars og var kominn til landsins daginn eftir. „Fyrri álftin hefur haldið til í Meðallandi alveg frá því að hún kom, en sú sem kom um helgina er á leið vestur. Hún tók land í Öræfasveit, en var svo komin í Þykkvabæinn í dag,“ sagði Ólafur Einarsson fuglafræðingur í gær. Alftimar tvær eru með fjar- skiptabúnað reyrðan við bakið og er fylgst með ferðum þeirra um gervitungl. Móðurtölva í Toulouse í Frakklandi nemur stefnuna, hrað- ann og áningarnar. Búnaðurinn er ekki á sömu fuglum og flugu frá Islandi til Skotlands síðastliðið haust, en þeir fuglar voru báðir úr Skagafirði. Ólafur sagði að rafhlöður sendi- tækjanna ættu að endast út apríl og vonuðust menn til þess að það myndi duga til að staðsetja fuglana endanlega. „Ef óðul þeirra eru á hálendinu gæti það þó ekki nægt okkur,“ sagði Ólafur. Síðustu daga hafa álftahópar verið að lenda á Hornafirði. „Þær eru að koma mjög þreyttar heim núna. Þær hafa lagt af stað í góðu veðri, en þær hafa enga langtíma- veðurspá og hrepptu mótvind," sagði Olafur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.