Morgunblaðið - 04.04.1995, Síða 26

Morgunblaðið - 04.04.1995, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þjóðverjar ósáttir við Rússa sem líta á verkin sem sárabót fyrir stríðsþjáningar Umdeild listaverk á sýningu í Pétursborg SÝNING á 74 listaverkum sem Rauði herinn fjarlægði úr fór- um þýskra safnara í seinni heimsstyrjöldinni var opnuð almenningi í Pétursborg á dög- unum. Erfingjar safnaranna, þýskir erindrekar og vestræn- ir listfræðingar voru viðstadd- ir opnunina í Hermitage-safn- inu ásamt um fjögur hundruð Rússum. Ekki á dagskrá hjá Rússum að skila verkunum Höfðu þeir síðastnefndu á orði að umræðan um að skila verkunum, sem eru eftir menn á borð við Picasso og Van Gogh, væri ekki á dagskrá en Þjóðverjum svíður mjög hversu tregir Rússar hafa ver- ið til að skila dýrgripum sem sigurreifir sovéskir hermenn tóku með sér á heimleiðinni frá Þýskalandi. Margir Rússar líta á verkin sem sanngjarna sárabót fyrir þjáningarnar sem Sovétríkin urðu að þola vegna yfirgangs Hitlers. Auk þess hafi nasistar unnið óbætanlegt Ijón á ýms- um rússneskum dýrgripum meðan styijöldin geisaði. Þá hafa aldraðir íbúar Péturs- borgar ekki gleymt því að nas- istum tókst að beygja þá í duft- ið eftir mikla rimmu. Gera sér raunhæfar vonir Þjóðveiji sem kvaðst vera barnabarn iðnjöfursins Ottos Gerstenbergs, eins safnaranna sex sem áttu þorra verkanna sem eru á sýningunni, sagði að umtalið væri málstað þeirra ekki til framdráttar. Lét hann þessi orð falla um leið og hann dáðist að merkasta olíuverkinu á sýningunni — „Concord- torg“ eftir Edgar Degas — sem Milton Esterow ritsljóri tíma- ritsins ArtNews fullyrðir að myndi seljast á 100 milljónir Bandaríkjadala á alþjóðlegu uppboði. Brýnt að halda viðræðum áfram Þjóðveijar gera sér raun- hæfar vonir um að endur- heimta listaverkin að sögn Cord Maier-Klodt, ræðismanns í Pétursborg, en samningavið- ræður við Rússa eiga að hefj- ast í júní næstkomandi. Hann gat þess hins vegar að sýning- in væri ekki til þess fallin að auka líkurnar á því að verkun- um yrði skilað. Brýnt væri þó að halda viðræðum áfram. Byggt á Reuter ÞESSIR menn böðuðu sig í sviðsljósinu við opnun sýning- arinnar í Hermitage-safninu í Pétursborg. Höfundur verksins er Paul Cezanne. ÞÝSK systkin virða fyrir sér verkið „Blóm“ eftir Eugene Delacroix sem var í eigu föður þeirra áður en Rauði herinn nam það á brott á tímum seinna striðs. hátalarar — y; 4/ * 14" SVGA lággeisla litaskjár & \ ■ , 16 bita víðóma SB samhæft í— £ Geisladrif 2ja hraða !— 0 Magnari og HiFi 20 W NÉ|’ Tengi fyrir myndsbandtæki, og stýripinna ' Tengi fyrir hljóðnema og heyrnartól Cl-Lyklaborð og mús 'V""~— 111 n WViNNNS Ví cn A 280MH tækkaiúe6 verh Qc. Þessi fráb£ ’We 3PCI VESAog 8mb ° ounni stækkarvieg'- ;^íernettengiDg *OÐ El 01} d 12 Sími 561 Háskólakórinn í Kristskirkju Nýtt verk eftir Leif HÁSKÓLAKÓRINN ætlar að halda árlega vortónleika í Kristskirkju á morgun, miðvikudag, kl. 20.30. Á efnisskrá kórsins er meðal annars nýtt verk eftir Leif Þórarinsson sem heitir Dans. Leifur samdi tónverkið við kórtexta eftir Evripídes. Verkið er samið að tilstuðlan Háskólakórs- ins en í lögum kórsins er svo um lagahnúta bundið að kórnum er skylt að frumflytja eitt íslenskt verk á hveijum vortónleikum. Það hefur kórinn gert um áratuga skeið. Á tónleikunum er einnig verk eftir kórstjóra kórsins, Hákon Leifs- son. Það heitir Unglingurinn í skóg- inum og er samið við ljóð Halldórs Laxness. Fluttir verða tveir helgi- söngvar eftir Hjálmar H. Ragnars- son, Ave María og Gamalt vers. Kórinn syngur sonnettu eftir Jón Ásgeirsson sem er samin í minningu söngkonunnar Nönnu Egilson. Reyndar er efnisskráin að mestu íslensk og kórinn syngur einnig kórslagara frá því fyrr á öldinni, meðal annars eftir Pál ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Ein- arsson. Erlendir höfundar koma ekki mikið við sögu á tónleikunum nema að Johann Sebastian Bach og Henry Purcell eiga sitt hvort lagið. Nýjar bækur • ÚT ER komið ritið Stjómskipun íslands, fyrri hluti, eftir Gunn- ar G. Schram og Ólaf Jóhannesson. Rit þetta var fyrst gefiðútárið 1960 af Olafí Jóhannessyni þáverandi prófessor. Hér er um endurskoð- aða útgáfu að ræða þar sem tillit er tekið til veigamikilla breyt- inga sem orðið hafa á stjómarskránni á síð- ari árum og lögum sem hana snerta. Má þar nefna breytingar á skilyrðum kosninga- réttar 1984 og á starfsháttum Al- þingis 1991 erþingið varðeinmáls- stofa. Gunnar G. Schram endur- skoðaði ritið 1978 og aftur nú. í þessari endurskoðuðu útgáfu Ólafur Jóhannesson er m.a. í fyrsta sinn fjallað um lög- in sem nú gilda um efnahagslög- sögu, landhelgi og landgrunn, nýj- ustu ákvæði laganna um ríkisborg- ararétt og áhrif EES-aðilar á at- vinnuréttindi útlendinga hér á landi, Þá eru í bókinni raktar og skýrðar nýlegar reglur um kosningar til Alþingis. Háskólaútgáfan gefur bókina út, hún er 253 bls. aðstærð ogkostar 3.850 kr. Gunnar G. Schram

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.