Morgunblaðið - 04.04.1995, Page 49

Morgunblaðið - 04.04.1995, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 49 arvogi, datt okkur í hug að bjóða Stellu frænku í hádegismat og síðan í bíltúr út fyrir borgina. Stella nennti því ómögulega, en Ragnhildur þekkti afasystur sína og vissi að ferðir sem byijuðu á afsvari, enduðu á því að svarið við spumingunni: „Hvemig var?“, var ævinlega: „Al- veg draumur“.Stella var ekki fyrr sest inn í bíl en hún spurði upp á hvað yrði boðið, og þegar svarið var hádegissnarl, varð hún hugsi um stund og sagði svo: „Það era allir að tala um pizzur. Það er víst svo móðins núna“, síðan kom smá þögn, og svo bætti hún við: „Mig langar í pizzu. Ég býð ykkur upp á pizzu.“ Ekki var við það komandi að nýta sér hraðakstursþjónustu pizzugerð- armannanna, heldur skyldi farið á staðinn og fylgst með sköpun henn- ar frá upphafi. Auðvitað varð þessi dagur sem og aðrir í návist hennar, alveg draumur. Stella var gælunafnið sem hún, eins og svo margar af hennar kyn- slóð notaði nær eingöngu. Hún hét tveim nöfnum og var illa við það fyrra. Seinna nafnið var Vigdís og þegar okkur Ragnhildi fæddist dótt- ir velktumst við ekki í vafa um að Vigdís skyldi hún heita. Það er kannski lýsandi fyrir hve hún van- mat hlutverk sitt í lífí frænka sinna, að þegar ég mælti fram nafnið í skírninni, heyrði ég Stellu frænku hrópa „Bara Vigdís, það hlýtur að vera í höfuðið á forsetanum!" Og stolt var hún og hrifm af litlu frænku sinni og nöfnu. Blessuð sé minning Stellu frænku. Hafliði Helgason. Þær eru margar góðar minning- arnar sem við hjónin eigum um Stellu Reykdal. Fyrstu kynni mín af henni urðu þegar Jón Reykdal tengdist fjölskyldu minni. Hún var eins og frænkan í ævintýranum, allfaf svo glæsileg og fallega klædd. Frænkan sem gaf henni Jóhönnu systur minni svo fallegar gjafir og ég þá unglingur að áram beið með eftirvæntingu eftir því að hún kæmi heim og sýndi okkur. Síðan liðu árin. Kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar við hjónin komum heim frá námi og voram að leita að hentugu húsnæði fyrir vinnustofu, Jóhanna og Jón vora í sömu sporam. Þegar íbúð losnaði í húsinu hennar Stellu við Bergþóragötuna var hún strax reiðubúin að leigja okkur þótt hún vissi að starfsemi okkar fylgdi ein- hver sóðaskapur. Stellu var umhug- að um að vinnuaðstaðan nýttist okkur sem best en einu skilyrðin sem hún setti var að gluggatjöldin væra í góðu ásigkomulagi, enda var hún mikill fagurkeri eins og heimili hennar bar vitni um, það prýddu mörg listaverk okkar eldri lista- manna. Þetta var yndislegur tími í húsinu hennar Stellu. Oft kom hún upp til að sjá hvemig vinnan gengi hjá okkur og ræddi þá um nýjustu fréttir úr listalífínu og ófá vora þau skiptin sem hún kallaði á okkur nið- ur í kaffí og meðlæti. Stella var vinsæl og félagslynd og átti stóran hóp vinkvenna sem hún kallaði stelpurnar. Með þeim stundaði hún leikhús borgarinnar og ferðaðist mikið innanlands sem utan og hafði hún þá frá ýmsu að segja þegar úr þeim ferðum kom. Stella hafði yndi af tónlist og spilaði fallega á píanó, þó mest fyrir sjálfa sig og var nota- legt að heyra óminn af leik hennar upp. Synir okkar eiga einnig dýrmætar minningar um Stellu enda sýndi hún þeim ávallt hlýju og gladdi þá á stóram stundum eins og henni var lagið. Nú á kveðjustund viljum við þakka vináttu og hlýhug liðinna ára og þann mikla stuðning sem hún sýndi starfí okkar. Minningarnar geymum við og kveðjum góða konu með söknuði. Þorbjörg Þórðardóttir og Þórður Hall. Vigdís Bentína hét hún fullu nafni, en meðal fjölskyldu og vina nefnd Stella, er flutt yfír til hærri heima. Þegar menn deyja losna þeir við jarðlíkamann og þá tekur eterlík- aminn til starfa í eterheiminum, óhindraður af þeim jarðneska, enda verður allt eins raunveralegt fyrir honum í eterheiminum eins og það áður var á jörðinni. Menn flytja allt með sér inn í eterheiminn, nema jarðlíkamann. Alla hæfileika sína, skapgerðina, persónuleikann, minnið, vináttu- böndin, því þetta era allt eiginleikar eterlíkamans. Mönnum fínnst um- hverfíð á næsta stigi lífsins mjög líkt og það, sem þeir þekkja hér. Lífið að loknu þessu er ekki neinn draumaheimur, heldur hlutrænn veraleiki. Allir íbúar eterheimsins koma í samband við jörðina við og við. Einlægar bænir og hlýjar hugs- anir jarðneskra manna til framlið- MINNINGAR inna era þess vegna miklu mikil- vægari en mögulegt er að skýra í orðum. Frænka mín var sannfærð um lífið eftir dauðann. Okkur öllum er mikil eftirsjá að Stellu Reykdal. Minning okkar verður hvorki grafin né gleymd, þótt Stella sé flutt til hærri heima. Nú hefír hún hitt eig- inmann sinn, Einar Sveinsson, arki- tekt og húsameistara Reykjavíkur- borgar, og foreldrana, frú Fanneyju Valdimarsdóttur frá Litla-Hóli í Eyjafírði og Jón Jónsson Reykdal, málarameistara í Reykjavík, frá Deildartungu í Borgarfírði. Reyk- dalshjón bjuggu hér í Reykjavík í Miðstræti, gott heimili í fallegu umhverfi. Þar ólst Stella upp ásamt einkabróður sínum, Kristjáni Reyk- dal fulltrúa, er síðar kvæntist Ástríði Gísladóttir frá Siglufirði, sem er látin. Sérstaklega mikið ástríki ríkti milli þeirra systkina og böm Ástríð- ar og Kristjáns vora miklir gleði- gjafar í lífí Stellu. Hún unni þeim sem væra þau hennar böm, en sjálf voru þau hjón bamlaus, bamaböm bróðurbama sinna dáði hún mjög. Reykdalshjónin í Miðstræti vora sérstaklega gestrisin og heimilið sönn fyrirmynd. Jón Reykdal and- aðist 1921. Frú Fanney Reykdal barðist hjálparlaust áfram með bömin sín og hafði það markmið fyrir augum að koma bömum sínum vel til manns. Fanney Reykdal and- aðist 1969. Stella Reykdal ávann sér traust og virðingu allra sem henni kynnt- ust. Frændfólki hennar er ljúft að minnast hennar. Hún var hin glæsi- legasta og virðulegasta kona, hrein- lynd og heilsteypt og einlægur vinur vina sinna. Hún fómaði margri stundinni til að hjálpa þeim í íjöl- skyldunni, sem þurftu á vináttu og hjálp að halda, með því að vera ætíð glöð og vongóð, þótt stundum blési á móti og byrinn væri óhag- stæður. Hún fylgdist vel með mál- efnum og stefnum, sem uppi era á okkar dögum, allt afturhald og kyrr- staða var henni fjarri skapi og sam- rýmdist á engan hátt skapferli henn- ar og framsóknarþrá, sem finnur sér hugsvölun í leitinni eftir meira frelsi og meira réttlæti, og í trúnni á það að þetta muni finnast. Friður Guðs sé með minningu Stellu Reykdal. Helgi Falur Vigfússon. O o Fyrir um 50 árum ruddi Jeep jeppinn brautina á íslandi sem aðrir jeppar fylgdu síðan. Jeep heldur enn í dag forskoti sínu í hópi mest seldra jeppa á Islandi með samhæfingu lipurðar, krafts og aksturseiginleika. Jeep Cherokee hefur sannað sig margfalt við islenskar aðstæður, hvort sem er við erfiðustu vetrarskilyrði eða í þröngri bæjarumferðinni. Þegar þú skoðar jeppa er Jeep Cherokee fyrsti kosturinn. Tryggðu þér ekta amerískan jeppa á fólksbílaverði - frá kr. 2.650.000,- Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600 Heimilisfang heimasíðu Jöfurs á Internetinu: http://w.w.w./centrum.is/jofur ?S£vEcR<5W LoftPúði r er staöalbunaftur i Jeej (Cheroke?i-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.