Morgunblaðið - 04.04.1995, Page 62

Morgunblaðið - 04.04.1995, Page 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Stóra sviðið: • FÁVITINN eftir Fjodor Dostojevskí Kl. 20.00: Fim. 6/4 - fös. 21/4. Ath. fáar sýningar eftir. Söngleikurinn • WEST SIDE STORY e. Jerome Robbins og Arthur Laurents við tónlist Leonards Bernsteins Kl. 20.00: Fös. 7/4 uppseit - lau. 8/4 uppselt - sun. 9/4 uppselt - fim. 20/4 - lau. 22/4 uppselt - sun. 23/4 örfá sæti laus. Ósóttar pantanir seldar daglega. % SNÆDROI ININGIN eftir Evgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersen. Sun. 9/4 kl. 14 - sun. 23/4 kl. 14 næstsíðasta sýning. Ath. aðeins þrjár sýning- ar eftir. Smíðaverkstæðið: Barnaleikritið • LOFTHRÆDDI ÖRNINN HANN ÖRVAR eftir Stalle Arreman og Peter Engkvist Lau 8/4 kl. kl. 15. Miðaverð kr. 600. 9 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Kl. 20.00: Fim. 6/4 uppselt - fös. 7/4 uppselt - lau. 8/4 uppselt - sun. 9/4 uppselt - fim. 20/4 uppselt - fös. 21/4 uppselt - lau. 22/4 uppselt - sun. 23/4 Uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: • DÓTTIRIN, BÓNDINN OG SLAGHÖRPULEIKARINN eftir Ingibjörgu Hjartardóttur Ath. breyttan sýningatíma mið. 5/4 og þri. 11/4 kl. 20.30. Aðeins tvær sýning- ar eftir. Húsið opnað kl. 20.00, sýningin hefst stundvíslega kl. 20.30. GJAFAKORT í LEIKHÚS - SÍGILD OGSKEMMTILEG GJÖF Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00 til 18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00. Grxna línan 99 61 60 - greiðslukortaþjónusta. BORGARLEIKHUSIÐ símí 680-680 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR STÓRA SVIÐIÐ KL. 20: • VID BORGUM EKKI - VID BORGUM EKKIeftirDario Fo Frumsýning lau. 22/4 kl. 20, sun. 23/4, fim. 27/4. • LEYNIMELUR 13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Aukasýningar vegna mikillar aðsóknar, lau. 8/4. Allra síðustu sýningar. • DÖKKU FIÐRILDIN eftir Leenu Lander. 8. sýn.fös. 7/4, brún kort gilda, fáein sæti laus, 9. sýn.fös. 21/4, bleik kort gilda. • Listdansskóli íslands, nemendasýning I kvöld kl. 20, miðaverð 800,- LITLA SVIÐIÐ kl. 20: • FRAMTÍDARDRAUGAR eftir Þór Tulinius 30. sýn. fös. 7/4 allra síðasta sýning. Munið gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20. Miðapantanir í síma 680680 alla virka daga kl. 10-12. - Greiðslukortaþjónusta. eftir Verdi Sýning fös. 7. apríl, lau. 8. apríl. Siðustu sýningar fyrir páska. Ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningardag. Sýningar hefjast kl. 20. Munið gjafakortin - góð gjöf! Miðasalan er opin frá kl. 15-19 daglega, sýningardaga til kl. 20. Sími 11475, bréfsími 27384. - Greiðslukortaþjónusta. HUGLEIKUR sýnir í Tjarnarbíói FÁFNISMENN Leikstjóri: Jón St. Kristjánsson. 3. sýn. fös. 7/4 kl. 20.30, 4. sýn. lau. 8/4 kl. 16.00 Ath. 5. sýn. sun. 9/4 kl. 20.30, 6. sýn. mið. 12/4 kl. 20. Miðasalan opnar kl. 19 sýningardaga. Miðasölusími 551 -2525, símsvari allan sólarhringinn. Sjábu hlutina í víhara samhengi! - kjarni málsins! FÓLK í FRÉTTUM FOLK í FYRSTA skipti sem þau eru saman á mynd árið 1976 í Bandaríkjunum. COMANECI og Conner hafa bæði unnið gull- verðlaun á 1 Olympíuleik- ÆFINGAR Comaneci í Mon- treal urðu til þess að hún fékk tíu í einkunn. RÚMENSKA fimleikastjaman Nadia Comaneci trúlofaði sig ný- lega bandarískum fímleikakappa að nafni Bart Conner. Næsta vor munu þau svo ganga upp að altar- inu, en þau hafa verið saman í fjögur og hálft ár. „Hún er mjög tilfínningarík,“ segir Conner um verðandi brúður sína. „Maður veit aldrei á hverju maður á von.“ Co- maneci lætur sér nægja að segja: „Mér finnst allt gott við hann.“ Kysstust fyrst árið 1976 Hún ætti að vita það. Þau kysst- ust nefnilega í fyrsta skipti fyrir nítján árum, eða í mars árið 1976. Þá voru þau að keppa á alþjóðlegu meistaramóti Bandaríkjanna, hann átján ára og hún aðeins fjórtán ára. „Við unnum bæði,“ segir Conner. „Eftir á stóðum við hlið við hlið og lyftum verðlaunabikur- unum. Einhver ljósmyndari sagði: „Af hveiju _ gefurðu henni ekki smákoss?" Ég gerði það og það kom í blaðinu daginn eftir.“ Conner þurfti að bíða alveg til ársins 1984 eftir gulli á ólympíu- leikum, en Comaneci sló í gegn fjórum mánuðum síðar á Ólympíu- leikunum í Montreal. Hún varð fyrst til að fá tíu fyrir æfingar í fimleikum. og bar af öðrum fím- leikamönnum á leikunum. Hún sigraði líka á ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980 og hætti ári síðar, nítján ára. Skömmu síðar komst orðrómur á kreik um að hún ætti í sambandi við Nicu Ceau- sescu, son rúmenska harðstjórans, en hún neitar því staðfastlega. Ur öskunni í eldinn Comaneci var sett í þjálfara- stöðú eftir að hún hætti og þar sem rúmensk yfirvöld vildu ómögulega sjá af henni, var henni bannað að ferðast út fyr- ir landsteinana. Varla heyrðist til hennar eða spurðist fram til ársins 1989, þegar hún flýði land. „Ég sagði alltaf að það væri betra að deyja í fijálsu ríki en í komm- únistaríki," segir Co- maneci. Hún gekk í sex klukkutíma sveipuð myrkri yfír landamærin til Ungverjalands, þar sem rúmenski flóttamað- urinn Constantin Panait beið eftir henni. Hann kom henni um Vínarborg til Bandaríkjanna. í fyrstu var Comaneci frelsinu fegin, en svo kom í ljós hún hafði í raun farið úr öskunni í eldinn. Panait var aðeins að notfæra sér frægð hennar til að græða pen- inga. Hún var í hálfgerðri gíslingu hjá honum. Hann stakk öllum tekj- um af sýningum hennar í eigin vasa og ef hún var með eitthvert múður hótaði hann að bola henni aftur úr landi. Erfið fæðing Erfiðleikar Comaneci fóru ekki framhjá samlanda hennar, Alex- andru Stefu, sem fékk Comaneci til að segja sér allt af létta. Þegar Panait sá að komist hafði upp um hann varð hann hræddur og flúði. Comaneci fékk loks að kynnast frelsinu. Stefu og eiginkona hans leyfðu henni að flytja inn á heimili sitt og þar bjó hún næstu átján mán- uði og kom sér í form. Þegar svo Stefu lést af slysförum hafði Co- maneci samband við þjálfara Conn- ers og fékk hann til að skipu- leggja fimleikasýningar. Conner hafði áður tekið þátt í sýningum með Comaneci, en það var ekki fyrr en þarna er komið sögu að ástarsamband þeirra hófst. Conner og Comaneci hafa nú komið sér þægilega fyrir og settu Bart Conner-fimleikaskóla á lagg- irnar í júlí 1993. Rúmlega þúsund krakkar stunda nám við skólann. Það 'má því segja að allt leiki í lyndi hjá parinu, en það var erfið fæðing. ,ÉG VILDI kynnast frelsinu," sagði Comaneci eftir flótt- ann. Við hlið hennar stendur Constantin Panait. Comaneci trúlofuð LEIKFELAG AKUREYRAR • DJÖFLAEYJAN eftir Einar Kára- son og Kjartan Ragnarsson. Sýn. fös. 7/4 kl. 20.30, lau. 8/4 kl. 17, mið. 12/4 kl. 20.30, fim. 13/4 kl. 20.30, fös. 14/4 kl. 00.01 miðnætursýn., lau. 15/4 kl. 20.30. Miðasalan opin virka daga kl. 14-18, nema mánud. Fram að sýningu sýning- ardaga. Sími 24073. Stúdentaleikhúsið Hátíðarsal Háskóla íslands Beygluð ást 2.sýning þriöjudag 4. apríl kl. 20.00 3. sýning fimmtudag6. apríl kl. 20.00 Miðapantanir í síma 14374 (allan sólarhringinn) Close óánægð með Webber ►GLENN Close er ekki hrifin af þeim aðferðum sem forsvars- menn söngleiks Andrews Lloyds Webbers „Sunset Boulevard" beita. Hún sagði í bréfi til Webbers: „Ég myndi hætta í söngleiknum á morgun, ef ég gæti. Ef ég gæti hætt í maí, eins og mér býðst samkvæmt samningi mín- um, myndi ég svo sannarlega gera það. Það eina sem heldur mér í söngleiknum á þessari stundu er allt það fólk sem hefur keypt miða fram til 2. júlí.“ Þetta voru viðbrögð Close við hneykslismáli sem kom upp á yfirborðið á miðvikudag. Þá kom í ljós að fyrirtæki Webbers hafði logið til um tekjur af aðgangs- LEIKKONAN Glenn Close. eyri þann tíma sem Close fór í tveggja vikna frí og hækkað þær um tæpar 100 milljónir króna hvora viku. Það átti að sýna að velgengni söngleiksins byggðist ekki á Close.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.