Morgunblaðið - 04.04.1995, Síða 65

Morgunblaðið - 04.04.1995, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 65 Stipe fer til Hollywood ►MICHAEL Stipe söngvari stórhljómsveitarinnar REM ætl- ar að snúa sér að kvikmynda- gerð, ekki þó sem leikari heldur sem framleiðandi. „Ég ætla ekki að fara að búa til hasarmyndir með Bruce Willis heldur vil ég fara að reyna að brúa það bil sem er milli Hollywood og sjálf- stæðra kvikmyndagerðar- manna, þeirra sem eru að reyna að gera eitthvarð nýtt og villt,“ segir Stipe sem nú hefur stofnað framleiðslufyrirtækið Single Cell Pictures og er kominn með tveggja ára samning sem gefur honum rétt til þess að þróa þær hugmyndir og framleiða þær myndir sem hann kýs á kostnað kvikmyndaversins New Line Ci- nema sem m.a. framleiddi „The Mask“, með Jim Carrey. Stipe leggur áherslu á að hann ætli ekki að vera kvik- myndastjarna eða Ieikari og seg- ist ekki hafa minnsta áhuga á að stíga fram fyrir myndavél- arnar. Framleiðslan á ekki að verða nein venjuleg Hollywood- vella heldur óvepjulegt framlag ungra, sjálfstæðra og skapandi kvikmyndagerðarmanna. Áætlunin var að Stipe gæfi sig að þessu verkefni að lokinni hljómleikaferðinni sem REM lagði upp í í vetur — þeirri fyrstu í 5 ár — og gert var ráð fyrir að stæði yfir fram á sumar til að fylgja eftir metsöluplötunni „The Monster". Sú ferð fékk þó, eins og kunn- ugt er, skjótan endi þegar trommuleikari hljómsveitarinn- ar, Bill Berry, fékk heilablóðfall á sviði í miðjum tónleikum í Lausanne í Sviss 1. mars síðast- liðinn. Berry mun ná sér að fullu innan fárra mánaða en þangað til hann nærri fyrri heilsu hefur REM lagt öll áform um hljóm- leikaferðir á hilluna. Það má því búast við því að Stipe noti tím- ann til að nýta þau sambönd sem hann hefur komið sér upp innan kvikmyndaheimsins undanfarin ár þegar liann hefur verið á ferð og flugi í samkvæmislífi kvikmyndaborgarinnar. Þar var hann ekki síst á ferð með vini sinum, River heitnum Phoenix, sem lést fyrir skömmu vegna eiturlyfjaneyslu en Stipe segir að Phoenix hafi umfram aðra valdið því að hann fékk áhuga á kvikmyndaframleiðslu. Bubbi, Egill og Bogomil í Tunglinu ÞAÐ var þungavigtarlið úr ís- lenska rokkheiminum sem tróð upp í Tunglinu um síðustu helgi. Bogomil Font flaug hingað til lands til að syngja á Kosninga- vöku Ríkissjónvarpsins um næstu helgi með þeim Bubba Morthens og Agli Ólafssyni. Þríeykið hitaði upp fyrir kosn- ingavökuna með tónleikum á Tunglinu og ekki bar á öðru en að þeir væru til í kosningaslag- inn. Morgunblaðið/HaUdór ÁGÚSTA Valsdýttir, Hólmfríður Gunnlaugsdóttir, Marius Árnason og Valdís Elísdóttir. GLÓDÍS Gunnarsdóttir og Ragnheiður Melsteð. STEINÞÓR Guðmundsson, Helgi Björgvinsson og Sigurður Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.