Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 9 FRÉTTIR Fjallað um stóráfallaviðbúnað á landsþingi Landsbjargar Lagt verði mat á björgun í Súðavík Morgunblaðið/Kristinn JOSEF Hopf, sérfræðingur í snjóflóðavörnum, flutti erindi á landsþingi Landsbjargar. ÓLAFUR Proppé, formaður Lands- bjargar, sagði við setningu lands- þings Landsbjargar að eðlilegt væri að fenginn yrði óháður aðili til að leggja mat á björgunaraðgerðir í Súðavík. Hann sagði að það væri erfitt fyrir björgunarmenn sjálfa að leggja mat á björgunarstörfin. Slík úttekt yrði góð viðbót við skýrslur þeirra aðila sem að aðgerðunum komu og gæti orðið ómetanleg til að læra sem mest af þessum náttúru- hamförum. Aðalþema á landsþinginu var umfjöllun um stóráfallaviðbúnað. Aðalræðu hélt Josef Hopf, forstöðu- maður rannsókna á snjóflóðum og skriðuföllum í Týrol í Austurríki. I erindi sínu rakti hann hvernig þess- um málum er háttað í hans heima- landi og greindi frá því hvernig hann sæi hættuna fyrir sér á þeim hættu- svæðum á íslandi sem hann hefur heimsótt, en hann hefur skoðað að- stæður í Súðavík, Bolungarvík og Hnífsdal. Þjálfun og tæki í góðu lagi í pallborðsumræðum á þinginu var leitast við að svara spurningum um hvort stjórnvöld væru undirbúin undir mögulegar náttúruhamfarir á íslandi og hvort þau gerðu sér grein fyrir mikilvægi sjálfboðaliðasamtaka við björgunarstörf. Undirbúningur björgunarsveita til að sinna slíkum verkefnum var einnig til umræðu. Á þinginu var nokkuð ýtarlega farið í viðbúnað og framkvæmd björgunar eftir snjóflóðið í Súðavík. Þingfulltrúar voru almennt sammála um mikilvægi sjálfboðaliðasamtaka við björgunarstörf. Björgunarsveit- irnar sjálfar sögðu að sú þjálfun sem björgunarmenn fengju og sá búnað- ur sem þeir réðu yfir ætti að tryggja að allt væri gert sem í mannlegu valdi stæði þegar vá bæri að dyrum. Það eina sem vantaði væri að taka stjórnkerfi björgunarsveitanna og svæðaskipulag inn í stjórnkerfi al- mannavarna til að tryggja að mann- skapurinn nýtist sem best í aðgerð- um. Á þinginu voru einnig umræður um ýmis innri mál samtakanna og samskipti við opinbera aðila og önn- ur samtök í landinu sem að björgun- armálum koma. Samþykkt var til- laga frá milliþinganefnd um flokkun sveita en þar er leitast við að koma á flokkunarkerfi sem nýtist í aðgerð- um um getu og búnað björgunar- sveita. Dr. Ólafur Proppé var endurkjör- inn formaður Landsbjargar, en með honum í stjórn eru Ingvar Valdi- marsson, Gunnar Bragason, Jón Gunnarsson, Bjarni Axelsson, Sól- veig Smith og Örn Guðmundsson. Nýtt útbob ríkissjóbs mibvikudaginn 10. maí % % r<4. & ECU-tengd spariskírteini ríkissjóös l.fl. D Útgáfudagur Lánstími; Gjalddagi Grunngengi ECU Nafnvextir Einingar bréfa Skráning Viöskiptavaki 1995, 5 ár. 1. febrúar 1995 : 5 ár 10. febrúar 2000 : Kr. 83,56 : 8,00% fastir 5.000, 10.000, 50.000, 100.000, 1.000.000, 10.000.000 kr. : Skráð á Verðbréfa- þingi íslands Seðlabanki íslands Verötryggö spariskírteini ríkissjóös 1. fl. D 1995, 5 og 10 ár. Útgáfudagur: 1. febrúar 1995 Lánstími: 5 ár og 10 ár Gjalddagi: 5 ár: 10. febrúar 2000 10 ár: 10. apríl 2005 Grunnvísitala: 3396 Nafnvextir: 4,50% fastir Einingar bréfa: 5.000, 10.000, 50.000, 100.000, 1.000.000, 10.000.000 kr. Skráning: Skráð á Verðbréfa- þingi Islands Viðskiptavaki: Seölabanki íslands Sölufyrirkomulag: Spariskírteinin veröa seld meö tilboðsfyrirkomulagi. Aðilum að Verðbréfaþingf íslands, sem eru verðbréfafyrirtæki, bankar, sparisjóðir og Þjónustumiðstöö ríkisverðbréfa, gefst einum kostur á að gera tilboð í skírteinin samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Aðrir sem óska eftir ab gera tilboö í ofangreind spariskírteini eru hvattir til aö hafa samband viö framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari uppiýsingar. Öll tilboð í spariskírteini þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 10. maí. Tilbobsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070. Franskar útskriftardragtir - Verið velkomin - TKSS c.. 1 ,„.::=z= neðst við Opið virka^daga Dunhaga, laugardaga sími 622230 ki. 10-14. FILA ÍTALÍA Dömugallagallabuxur, Bermudabuxur, polobolir, sundfatnaður. Úrval af skóm. Cortína sport Skólavörðustíg 20, sími 552 1555. Stúdentadragtir og jakkaföt I miklu úrvali. verð ffrá kr. 24.900 JOSS HCri nglunni sími689150 OpiQ kl.lS—18.30 Laugard. kI.10-16 Sími5811290. Sendum ípóstkröfu. BORGARKRINGLUNNI fr&bæm verði. ■UBHS iwr ■ ■ —KB8 ÞOlU'll) Auk þess 30 aðrar tegundir af sportskóm á alla fjölskylduna á LOGSUÐUTÆKI MARGAR GERÐIR or:—o argon- og propangas- mælar súr- og gasmælar, tvöfaldar slöngur, kveikjur, logsuðugleraugu, einstreymislokar, logsuðutæki í settum, súr- og gaskútar. Varahlutaþjónusta. ÁRVÍK hf ÁRMÚL11, - PÓSTHÓLF 8000 - SÍMI568 72 22 • TELEX 3012 - TELEFAX 568 72 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.