Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tvíburar fæddust á Grænlandi tveimur mánuðum fyrir tímann Komu frá Græn- landi í sjúkraflugi TVÍBURAR, sem fæddust tveim- ur mánuðum fyrir tímann voru sóttir til Grænlands sl. þriðju- dagskvöld. Grunur lék á að ann- ar þeirra væri kominn með sýk- ingu, auk þess sem hann átti í erfiðleikum með öndun. Drengirnir litlu eru nú á vöku- deild Landspítalans. Annar þeirra var settur í öndunarvél á leiðinni til íslands og var áfram í öndunarvél á vökudeild þar til í gær. Að sögn Atla Dagbjarts- sonar, læknis, heilsast báðum drengjunum nú vel. Tvíburarnir fæddust 10. nóvember síðastlið- inn og við fæðingu vó annar þeirra um 2,5 kg en hinn rúm- lega 2 kg. Spurning um hver ætti að borga sjúkraflug Tveir læknar og einn hjúkr- unarfræðingur frá Landspítal- anum flugu með vél íslandsflugs til Nuuk til að sækja drengina og foreldra þeirra, en fjölskyld- an, sem er íslensk, hefur verið búsett á Grænlandi um skeið. Atli segir að á mánudagskvöld hafi verið hringt til Landspítal- ans frá Grænlandi og spurt hvort hægt yrði að taka á móti drengj- unum, þar sem grunur léki á að annar væri kominn með sýkingu. Því hafi verið svarað játandi, en síðan hafi tekið nokkurn tíma fyrir íslensk stjórnvöld og græn- lensku heimastjórnina að komast að samkomulagi um hver ætti að bera kostnað vegna sjúkra- flutningsins. Þar sem hjónin hefðu búið á Grænlandi lengur en sex mánuði nytu þau ekki lengur sömu rétt- inda og íslendingar búsettir hér, auk þess sem vinnuregla væri að sá sem bæði um sjúkraflutn- ing bæri kostnað af honum. „Tæpum sólarhring seinna, síð- degis á þriðjudag, höfðu Græn- lendingar ákveðið að bera kostn- að af flutningnum, en þar sem þeir höfðu ekki nauðsynlegan Morgunblaðið/Ámi Sæberg VÖKUDEILD Landspítalans, þar sem litlu tvíburarnir eru nú. búnað til að flytja bæði börnin, óskuðu þeir eftir aðstoð okkar.“ Um tveimur tímum síðar var flugvél frá íslandsflugi farin í loftið, með nauðsynlegan tækja- búnað, tvo lækna og hjúkrunar- fræðing innanborðs. Flugtími hvora leið er um þrír og hálfur klukkutími og var komið með drengina á vökudeild upp úr kl. 5 í gærmorgun. „Ferðin gekk mjög vel og drengirnir voru i ágætu ástandi við komuna hing- að. Þeir líta vel út, en á næstu dögum kemur í ljós hvernig þeim vegnar. Þeir eru álíka þungir og þeir voru við fæðingu og verða á vökudeild í að minnsta kosti nokkra daga til viðbótar." Hugmynd utanríkisráðherra um fiskveiðar í norðurhöfum Gagnkvæmt trygginga- kerfi jafni sveifiur Jörð skelfur í Grímsey • • Orvar hjartslátt Grímsey. Morgunblaðið. „ÞAÐ nötraði allt og skalf,“ sagði ída Jónsdóttir sem var að vinna á pósthúsinu í Gríms- ey en þar fundust nokkrir jarðskjálftakippir eftir hádeg- ið í gær. ída sagði einn kipp- inn áberandi stærstan og mestan. Óttar Jóhannsson, sem býr í nýlegu timburhúsi í Gríms- ey, sagði skjálftana ekki leyna sér. „Þetta voru svo stuttir kippir að það haggaðist ekk- ert hér.“ Um kl. 13.30 kom stærsti skjálftinn. „Hann ýtti við manni, þetta örvar hjartslátt- inn augnablik," sagði Óttar. Skjálftamir eiga upptök suðaustur af Grímsey og voru þeir sterkustu um 3 á Richter. HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, reifaði hugmynd um gagnkvæmt tryggingakerfí físk- veiðiríkja í norðurhöfum á Fiski- þingi í gær. Samkvæmt því myndu Islendingar t.d. fá heimild til að veiða í norskri eða rússneskri lög- sögu þegar þorskstofninn í íslenskri lögsögu væri í lægð eins og núna og Norðmenn og Rússar fá heimild til veiða í íslenskri lögsögu þegar dæmið snerist við. Halldór sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki telja tímabært að nefna ákveðin mörk í þessu sambandi. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að Islendingar veiddu nú í Barentshafí af því að kvótinn væri lítill á íslandsmiðum. „Ef þorskveiðarnar væru yfír 300.000 tonn, sem þær hafa nú lengst af verið, hefðum við ekki sótt í sama mæli í Barentshafíð," sagði hann. „Ég er því þeirrar skoðunar að skynsamlegt sé að fara út í að gera tilraun til að jafna út þessar sveifl- ur í norðurhöfum. Það væri gert með þeim hætti að þegar veiðamir færu undir ákveðin mörk, t.d. hjá okkur, gætum við leitað tií annarra ef þeirra veiði væri yfir einhveijum ákveðnum mörkum gegn því að þeir geti síðan leitað til okkar þeg- ar veiðarnar hjá okkur væru komn- ar yfír einhver ákveðin mörk.“ Stuðlað að verndun norðurhafa Hann sagði að með því skapað- ist gagnkvæmur áhugi þjóðanna á vemdun lífríkis og eðlilegri nýtingu sjávarspendýra í öllum norðurhöf- um. „Vandamálið er hins vegar skortur á trausti milli aðila og sú hætta að við séum ekki taldir trú- verðugir í norskri og rússneskri lögsögu og þeir ekki í okkar. Hér er um eðlileg sjómarmið að ræða að mínu mati en með því að fara hægt af stað tel ég að það megi byggja upp slíkt traust og láta á það reyna hvort það tekst,“ sagði Halldór og leyndi því ekki að hug- myndin hefði mætt verulegri and- stöðu. „Engu að síður finnst mér a.m.k. nauðsynlegt að hún sé í umræðunni því það er okkur afar mikilvægt á íslandi að geta jafnað sveiflur í sjávarútvegi." Bæjarstjóri á ísafirði um niðurstöðu rannsóknar Frásagnir af snjóflóð um styðjast við lítið „NIÐURSTAÐAN sýnir að heimild- argildi frásagna af snjóflóðum er ákaflega takmarkað, ef ekki er til af þeim ljósmynd eða þau hafi ver- ið mæld með einhveijum hætti,“ segir Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Isafírði, um niðurstöður rannsóknar lögreglu á sannleiks- gildi frétta af snjóflóði á Engjaveg á ísafirði um 1950. Eftir að frétt þessa efnis hafði birst í Vestfírska fréttablaðinu í byijun mánaðarins óskaði bæjar- stjóri eftir því við sýslumann að fram færi opinber rannsókn á sann- leiksgildi staðhæfíngar um flóðið. Kristján Þór kynnti niðurstöður rannsóknar lögreglu á fundi al- mannavarnanefndar í fyrrakvöld. Rættvið 21 mann { greinargerð sýslumanns, Ólafs Helga Kjartanssonar, kemur fram að lögreglan ræddi við tuttugu og einn mann og tók fímm formlegar framburðarskýrslur. Úr þessum hópi segjast þrír hafa orðið vitni að snjóflóðinu og einn til viðbótar hafði skoðað það síðar. Einn segir flóðið hafa fallið 1949 eða 1950 um hávetur. Guðmundína Vil- hjálmsdóttir, sem fréttin er höfð eftir í Vestfirska fréttablaðinu, taldi flóðið hafa fallið á árabilinu 1948- 1950. Hjá lögreglu sagði hún að flóðið hefði verið lítið, svonefnd spýja. Fjórtán manns sem bjuggu í næsta nágrenni við þann stað sem snjóflóðið á að hafa fallið kannast ekki við snjóflóð á þessum stað. Þá kemur fram í skýrslu sýslumanns að Veðurstofan hefur ekki skráð flóð á þessum stað í gögnum sínum. Kristján Þór bæjarstjóri segir að fólk verði sjálft að draga sínar ályktanir af niðurstöðum skýrsl- unnar. Hann vekur þó athygli á því að meirihluti þeirra sem spurðir voru kannist ekki við meint snjóflóð auk þess sem mikið misræmi sé í frásögnum þeirra sem segist hafa einhveija vitneskju um flóðið. Morgunblaðið/Ásdís í GÆR lögðu menn síðustu hönd á undirbúning opnunarinnar. Nóatún kaupir fyrrum húsnæði Jóns Loftssonar hf. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að selja eigendum Nóatúns ehf., hluta húseignar borgarsjóðs við Lágholtsveg 20 eða Hringbraut 121. Söluverð er 17,5 milljónir króna. í erindi borgarlögmanns til borgarráðs kemur fram að borgarsjóður hafi eignast hús- eigninaárið 1991 ogað seljand- inn hafi verið Jón Loftsson hf. Lagt er til að seld verði neðri hæð húseignarinnar ásamt til- heyrandi lóðarréttindum og að söluverð verði 17,5 milljónir. Fyrsta verzlun Nóatúns, í Nóatúninu sjálfu, hefur flutzt til í nýtt og stærra húsnæði í sama húsi. Nýja verzlunin verður opn- uð í dag. Atlantic Princess Georgíu- mennirnir farnir GEORGÍUMENNIRNIR tveir, sem ákærðir voru fyrir að hafa nauðgað tveimur konum um borð í Atlantic Princess í Hafnarfjarðarhöfn í júní, fóru í gærkvöldi af landi brott. Mennirnir fá að fara samkvæmt samkomulagi milli lögfræðings þeirra, Sigmundar Hannessonar, og dómsmálaráðuneytis, fangelsisyfír- valda og útlendingaeftirlits. Annar þeirra var í síðustu viku dæmdur í 6 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness, en hinn sýknaður. Sá dæmdi fær reynslulausn og vísaði útlendingaeftirlitið honum úr landi. Aftur í frystitogarann „Þeir eru komnir um borð í Brúar- foss,“ sagði Sigmundur í gærkvöldi. Mennirnir sigla með Éimskip til Imm- ingham á Englandi. Þeir fengu sér- staka vegabréfsáritun í breska sendi- ráðinu til að komast um borð í togar- ann Atlantic Princess, sem Sigmund- ur sagði að lægi undan ströndum Englands og væri notað eins og frystihús. Sigmundur sagði að sá, sem var sýknaður,' hefði falið honum „að kanna réttarstöðu sína varðandi bætur og ég mun skoða það í fram- haldi og kanna möguleika". Að sögn Sigmundar er heimild til að fara í einkamál við ríkið í svona málum og ætti maðurinn rétt á gjaf- sókn fyrir báðum dómstigum. Hann kvað mennina hafa setið í gæsluvarð- haldi í 106 daga, álíka lengi og þeir, sem sátu í Geirfinnsmálinu. ♦ ♦ »----- Frávísunarkrafa í Félagsdómi Óvíst hvenær úrskurður li gg- ur fyrir MÁLFLUTNINGUR fór fram fyrir Félagsdómi í gær um frávísunar- kröfu verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði vegna stefnu VSÍ gegn Baldri til ógildingar á uppsögn kjara- samninga. Að loknum málflutningi var málið dómtekið en óvíst er hve- nær úrskurður verður kveðinn upp. Bjöm Bergsson, lögmaður Bald- urs, byggði frávísunarkröfu sína m.a. á þeirri forsendu að VSÍ hefði brotið samningsskyldu sína með því að stefna verkalýðsfélaginu fyrir Fé- lagsdóm því kjarasamningur samn- ingsaðila kvæði á um að ágreiningur um samninginn skuli borinn undir sérstaka sáttanefnd. Björn sagði einnig að verkalýðsfélagið Baldur hefði ekki afsalað sér rétti sínum til að segja upp gildandi samningum. Ragnar Ámason, lögmaður VSÍ, vísaði rökstuðningi gagnaðilans á bug og sagði m.a. að ákvæði kjara- samninga um sáttanefnd takmarki ekki heimild til að skjóta ágreiningi undir úrskurð Félagsdóms. Ákvæði um sáttanefnd væri orðið úrelt, það hefði verið í samningum allt frá ár- inu 1949 en aldrei verið leitað eftir tilnefningum í nefndina á þeim tíma. Ragnar sagði að uppsögn Baldurs væri ólögmæt því félagið hefði fram- selt uppsagnarheimild sína til launa- nefndar landssambanda ASÍ og sam- taka vinnuveitenda þegar félagið gerði kjarasamninginn. -----»-» ♦----- Skákþing íslands Hannes Hlífar er efstur HANNES Hlífar Stefánsson er efst- ur, með 6 vinninga eftir sjö umferð- ir, í landsliðsflokki á Skákþingi ís- lands, sem stendur yfir um þessar mundir. Jóhann Hjartarson er með vinninga og eina frestaða skák. Efst í kvennaflokki er ína Björg Árnadóttir með fjóra vinninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.