Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU Aðstæðnr slæmar á loðnu- míðum vegna hafíss og brælu „AÐSTÆÐUR eru slæmar á loðnumiðunum,“ segir Kristján Kristjánsson, annar stýrimaður á Víkingi, en skipið landaði í gær- morgun 50 tonnum í Krossanesi og liggur við bryggju á Akureyri vegna brælu. „Það var kominn ís yfir veiði- svæðið vestur frá og því lítið hægt að athafna sig. Menn köstuðu eins nálægt ísnum og þeir þorðu að fara og aflinn var eftir því mjög lítill.“ „Hafís lokaði alveg veiðisvæð- inu og við gátum lítið gert úttekt á því,“ segir Viðar Karlsson, skip- stjóri. „Svo skipti yfir í norð- austanátt og þá gerði brælu. Þetta er óneitanlega dálítið vandamál að í norðaustanátt gerir alltaf brælu, en í sunnanátt kemur ís- inn.“ Hann segir að þar til á mánu- dagskvöld hafi verið bræla á miðunum, en þá hafi gefist nokkrir klukkutímar til veiða. Hann segir að nokkrir bátar hafi leitað vel við Kolbeinsey, en ekkert fundið af loðnu. Bátamir séu svo allir í höfn vegna bræiu. „Vonandi verður hún ekki langvinn," segir hann. „Síðast var sex vikna norðaustanbræla." Morgunblaðið/Kristján ÖRN KE og Víkingur AK lágu í Akureyrarhöfn í gær. Sex skip lönduðu í Krossanesi Hafís óvenju mikill miðað við árstíma Landhelgisgæslan hefur fylgst með hafísjaðrinum og flaug yfir 17. og 20. nóvember, að sögn Þórs Jakobssonar; verkefnisstjóra hafísrannsókna á Veðurstofu Is- lands. „Þann 20. nóvember var ísinn kominn 17 sjómílur norð- vestur af Straumnesi og 28 sjóm- ílur norðnorðaustur af Horni,“ segir hann. „Þá þegar voru hag- stæðar norðaustan áttir, þannig að ísinn hefur ísinn færst fjær landi síðan á mánudag og það er útlit fyrir að svo verði allavega út þessa viku, fram á mánudag, þriðjudag.“ Hann segir útbreiðslu íssins óvenjulega mikla miðað við árs- tíma: „Það er mjög sjaldan sem hann er svo útbreiddur nálægt íslandi svona snemma vetrar. í meðalári væri hann norðvestan eða vestan miðlínu milli Islands og Grænlands, sem markar ís- lenska fiskveiðilögsögu. Núna er hafísinn hins vegar örugglega enn fyrir innan fiskveiðilögsöguna og þar af leiðandi á miðunum." Mjög blönduð loðna við Kolbeinsey „Við köstuðum við Kolbeinsey á aðfaranótt þriðjudags og fengum mjög blandaða loðnu,“ segir Hjálmar Ingvason, stýrimaður á Hjálmar. land " Loðnuveiðiskipin y " ■ hrekjast af veiðisvæði vegna hafiss Horn ; Grúnsey. Bjargtangar ' v/í 1 í i ■T1 ■> t ? ! ! . i "V Hafísjaðarinn samkvæmt könnun Landhelgisgæslu 20. nóvember 1995 Jóni Kjartánssym. „Við vorum á leið vestur og keyrðum ofan á þetta fyrir norðan Kolbeinsey. Það skilaði engu og við slepptum því bara niður aftur.“ Skipið lagðist að bryggju á Eskifirði í gær vegna brælu, eftir að hafa legið í vari við Grímsey fram að miðnætti á þriðjudag. A þriðjudag landaði það 1100 tonn- um sem fengust á loðnumiðunum út af Vestfjörðum. „Þá lokaði hafís ekki miðunum, en það var ekki langt í hann vestur og norð- vestur af veiðislóðinni,11 segir Fiskifélagið minnist Dav- íðs Olafssonar STJÓRN Fiskifélags íslands hefur ákveðið að minnast Dav- íðs Ólafssonar, fyrrum fiski- málastjóra, með útgáfu sérprentunar af Ægi sem helguð verður minningu hans, en Dav- íð lést í Reykjavík þann 21. júní sl. Útgáfunnar er að vænta inn- an skamms. Einar K. Guðfinnsson, stjórn- arformaður Fiskifélagsins, sagði að Davíð Ólafsson sé sá maður, sem hafi hvað mest mótað starfsemi féiagsins. Hann kom ungur til starfá, var fyrstur manna til að bera starfs- heitið fiskimálastjóri og gegndi því starfi allt frá árinu 1940 til 1977 eða í 37 ár. „Það kom í hans hlut að móta starfsemi félagsins og skapa því þá virð- ingu, spm það hefurjengst af notið. Á árum hans hjá Fiskifé- laginu og raunar síðar var tæp- lega nokkrum stórmálum ráðið til lyktar af íslenskum stjórn- völdum á sviði sjávarútvegs og hafréttarmála, að Davíð kæmi þar ekki við sögu,“ sagði Einar. Eiginkona Davíðs var frú Ágústa Þuríður Gísladóttir og börn þeirra tvö eru Ólafur ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneyt- inu og Sigrún rithöfundur og blaðamaður, búsett í Kaup- mannahöfn. Ovissa um hlutverk SEX skip lönduðu loðnu í Krossanesi í gær og fyrradag og voru þau öll með slatta, eða samtals um 920 tonn. Faxi RE kom með 375 tonn, Svanur RE 180 tonn, Þórður Jónasson EA 30 tonn, Sigurður VE 110 tonn, Guðmundur VE 180 tonn og Víkingur AK 50 tonn. Jóhann Pétur Andersen, framkvæmadastjóri Krossaness hf. segir að þar sem bræla er á miðunum, muni margar áhafnir loðnuskipa nota tækifærið og fara í frí. Frá því að vertrarvertíð lauk hefur verið landað um 15.000 tonnum af loðnu og síld í Krossa- nesi og eftir að loðnuveiði hófst á ný í haust hefur verið landað um 4.200 tonnum þar. Jóhann Pétur segir að bræðslan gangi vel en hann átti ekki von á fleiri skipum til löndunar í bili. STARFSEMI Fiskifélags hefur að mestu verið með hefð- bundnu sniði á síðasta ári og vel hefurtekist að aðlaga félagið að gjör- breyttu umhverfi eftir stofnun Fiski- stofu. Dregið hefur verið úr tilkostn- aði, húsrýmið hefur verið minnkað og reynt hefur verið að sýna aðhald í rekstri. Vandi félagsins er sá að reksturinn er að langmestu leyti byggður á samningi við sjávarút- vegsráðuneytið, sem aðeins hefur verið til eins árs í senn. Óvissa, sem þessu fylgir, hefur gert möguleika félagsins takmarkaðri en þeir ella væru. Þetta kom fram í máli Einars K. Guðfinnssonar, stjórnarformanns Fiskifélagsins á fiskiþingi, en í fjár- lagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir miklum breytingum og lækkandi útgjöldum til þeirrar starf- semi, sem Fiskifélagið hefur annast fyrir stjórnvöld. Nú standa yfir við- ræður á milli fulltrúa Fiskifélagsins, sjávarútvegsráðuneytis og Fiskistofu sem einkennst hafa af skilningi og velvilja, að sögn Einars. „Ekki er hægt að segja á þessari stundu hver niðurstaðan verður, en ljóst er að hún verður að fást innan skamms tíma. Verði ekki af samstarfi Fiskifé- lagsins og stjórnvalda, eins og nú- gildandi lög þó kveða á um, þurfum við að grípa til skjótra ráðstafana.“ Fiskistofa kaupir verkefni af Fiskifélaginu Sjávarútvegsráðherra segir að af hálfu ráðuneytisins sé fullur vilji til þess að eiga gott samstarf og sam- ráð við Fiskifélagið hér eftir sem hingað til. Hitt sé þó alveg ljóst að allar aðstæður eru að breytast í okkar þjóðfélagi. Af eðlilegum ástæðum hafi verið gerðar breyting- ar á stjórnsýslu sjávarútvegsins sem haft hafa áhrif á stöðu Fiskifélags- ins. Rétt sé að í aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnarinnar við fjárlagagerð næsta árs er gert ráð fyrir sparnaði í þeim kostnaðarliðum þar sem Fiskistofa er að kaupa verkefni af Fiskifélaginu. „Við höfum hinsvegar sest niður í þeim tilgangi að ræða möguleika á því að gera langtíma- samning um verkefnaþjónustu Fiskifélagsins í staðinn fyrir þann samning, sem gilt hefur frá einu ári til annars að undanförnu. Á þessu stigi er ekkert hægt að segja um niðurstöðu þeirra samtala, en við munum af okkar hálfu í ráðuneytinu leggja okkur fram við að góð niður- staða fáist sem báðir aðilar geti unað við,“ segir Þorsteinn Pálsson. Rosenthal - pegar pá ve,w' si°f • Brúðkaupsgjafir • Tímamótagjafir • Verð við allra hæfi Hönnun oggæði í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244. Fiskifélagsins íslands Hagstæöasta verö í Evrópu ertilb skíðafatnaður Úttekt sjávarútvegsritsins World Fishing Engin ein stjórnunarleið hentar öllum fiskveiðum EKKERT er fjær sanni en að endanleg niðurstaða sé fengin í umræðuna um fiskveiðistjórnun- ina þó sumir áköfustu formælend- ur aflamarksleiðarinnar kunni að álíta svo, sagði Einar K. Guðfinns- son, stjórnarformaður Fiskifélags- ins á fiskiþingi.Hann vitnaði í ný- lega úttekt sjávarútvegstímarits- ins World Fishing, þar sem fram kemur í niðurstöðu að engin ein stjórnunarleið henti öllum fisk- veiðum. Menn yrðu sennilega að beita mismunandi kostum og stjórnunaraðferðum. Engu að síður er því haldið fram í úttektinni að heppilegast sé að leggja til grundvallar flota- og sóknarstýringu. Slíkt kerfi hafi mikla kosti fram yfir uppboð- skerfi veiðileyfa, sem gæti skilið sjávarútvegspláss og sjómenn eft- ir úti á köldum klakanum og væri félagslega, pólitískt og að öllu leyti óviðunandi í fiskveiði- samfélagi. Svipaða sögu sé að segja af hefðbundnum aðferðum okkar við fiskverndun. Veikleik- arnir í reiknimódelunum, marg- breytileiki lífríkisins og breysk- leiki sjómanna við þær aðstæður sem okkur eru öllum kunnar, geri það að verkum að við höfum fún- ar stoðir að styðja okkur við nema því aðeins að við söðlum um yfir í nýtt stjórnkerfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.