Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
BÖKMENNTIR
Skáldsaga
ÞRIÐJA ÁSTIN
eftir Nínu Björk Ámadóttur.
Iðunn 1995 - 127 síður. 3.053 kr.
NINA Björk Árnadóttir hefur sent frá sér
aðra skáldsögu sína, sú heitir Þriðja ástin.
Á þessu ári á Nína Björk þrjátíu ára skáld-
skaparafmæli og getur blásið á mörg kerti
því út hafa komið átta ljóðabækur og ein
ævisaga eftir hana og að minnsta kosti ell-
efu leikverk hafa verið sett á svið. Til ham-
ingju Nína Björk.
Fáir textar eru jafn heitir og texti Nínu
Bjarkar. Stíll hennar höfðar til skynjunar sem
verður ekki negld niður á einn stað: Svefnher-
bergi, eldhús, setustofa eða úti í garði. Að
ekki sé minnst á hormónastöðvar eða hugar-
fylgsni.
Fyrsta skáldsaga Nínu Bjarkar, Móðir
kona meyja, kom út fyrir sjö árum. Það var
fallega skrifuð bók sem fjallaði m.a. um
dálítið naiva stelpu. I nýju skáldsögunni,
Þriðja ástin, víkur stelpulega aðalpersónan
fyrir þroskaðri og yfirvegaðri konu. Erna
er ríkur og formfastur píanókennari og eig-
inkona sem lifir einmanalegu lifi þangað til
hún verður ástfangin af Sunnu sem býr
með sjómanninum Guðmundi í „kjallara-
ræksni". Erna hittir Sunnu fyrir tilviljun á
„viðurstyggilegri krá“. Fundur þeirra hefur
ófyrirsjáanlegar afleiðingar og harmrænan
endi.
Sá endir birtist lesandanum í upphafskafla
bókarinnar þegar karlarnir úr hreinsunar-
deild borgarinnar, þeir Siddó og Valdi, fínna
lík í húsasundi í skuggahverfí. Þessir karlar
ramma verkið inn, opna það og loka því, og
uppfrá stundinni sem þeir rekast á líkið hefst
vinskapur þeirra og sambúð sem rakin er
fram á við í bókinni.á meðan saga glæpsins
er brotin upp og rakin að nokkru leyti aftur
á bak með dagbókum hinnar myrtu. í gegn-
um dagblaðalestur Siddó og Valda leiðir
höfundurinn lesandann svo inn í sögu morð-
ingjans.
Eins og þegar hlýtur að vera ljóst er Þriðja
ástin því fléttuð úr mörgum frásögnum:
Innsæi, tilfinn-
ing, ljóðræna
Þriðju persónufrásögn af Siddó
og Valda. Dagbókaskrifum Ernu
sem rifjar upp líf sitt um leið
og hún segir frá nútíðinni. Og
síðast en ekki síst fyrstu per-
sónufrásögn Guðmundar sem
segir sögu sína frá upphafi til
enda. Persónan sem hrindir at-
burðunum af stað er hljóð.
Þessar frásogur kallast á og
vefja sig hvor um aðra þó per-
sónur þeirra séu ólíkar að upp-
lagi og uppruna. 0g sögurnar
verða á einhvem slunginn hátt
algjörlega óaðskiljanlegar. Það
liggur við að saga Guðmundar
elskist með sögu Ernu, óháð
þeirri staðreynd að þar fara
óvinir í ástum.
Í Þriðju ástinni fæst Nína Björk við fólk
úr háum stéttum og lágum og hin eilífu fót-
spor æskunnar: Móðir lætur af hendi bam
sitt vegna miskunarlauss eiginmanns. Þetta
einstæða barn drepur seinna til þess að þurfa
ekki að missa í annað sinn. Hástéttarkonan
á líka misgenga æsku, geðveika móður. En
hún á líka föður sem bregst henni ekki og
veitir henni öryggi sem aðrar persónur bókar-
innar búa ekki við. Jafnframt því fórnar
hann einkalífí sínu fyrir dóttur sína og á
milli línanna má auðveldlega draga þá álykt-
un að góðmennska hans fjötri dótturina við
upprunann á meðan aðrar persónur bókarinn-
ar hafa annaðhvort slitið tengslin við óham-
ingjusamar fjölskyldur sínar eða böndin við
fjölskyldurnar hafa verið slitin fyrir þær.
Siddó og Valdi era einir í heiminum vegna
þessa og í uppreisn hefur Sunna snúið baki
við borgaralegum uppruna sínum.
í þessum vef fortíðar og nútíð-
ar slitnar hvergi þráðurinn.
Spenna sögunnar felst í freu-
dískri innsýn inn í persónumar,
ekki í því. hver framdi glæpinn
heldur hvers vegna. Og spennan
dettur aldrei niður.
Textinn er einfaldur í sál-
greiningu sinni:
Ég elska Sunnu, þess vegna
drap ég Ernu. Ég er aldrei með
neitt elskurugl en nú Sr mér
sama þótt égsegiþetta. Égelska
Sunnu. Ég elska líka mömmu.
Þessar tvær manneskjur elska
ég. Og ég hataði Ernu og drap
Nína Björk hana ... (s. 38).
Árnadóttir Það væri auðvelt að veikja
textann með of miklu tilfinn-
inga- eða sálarbermæli og gera hann eins
og ódýran ástarreyfara. Það sem varnar því
er ljóðrænn styrkur og húmor Nínu Bjarkar.
Útkoman ber þannig svip bæði reyfara og
ljóðs á mjög farsæian hátt.
Þá er ekki hægt að ganga framhjá stað-
reyndinni að fáir höfundar skrifa betri samt-
öl en Nína Björk sem stekkur eins og loftfim-
leikaandi á milli persóna, gamla leikritaskáld-
ið:
„ Vaidi minn. Þetta er bara lífíð,“ sagði
Siddó.
„Þá þoli ég ekki lííið, “ grét Valdi.
„ Valdi minn, þú ert listasál, “ sagði Siddó.
„Það sá ég fyrir löngu. “
„Listasál,“ kjökraði Valdi. „Oghvaðskyldi
það svo vera?“
„Það er maður sem sér og skynjar sterkar
en aðrir og býr svo til Hstaverk. En Drottinn
sæll, það er eins gott þú farir ekki útí slíkt
flumbrufár, listamenn eru aldrei ánægðir og
oft gífurlega þjáningarfullir. “
„Ég á góðan vin í þér, Siddó, “ sagði Valdi.
„Og þú ert svo gáfaður(s. 139-40).
Og sýnishorn af húmor ásamt öllu hinu:
... og kelaði við mig í baðinu - eiginlega
mest með fótunum - það var alveg met
hvernig hún var. Og eftir svona korter eða
tuttugu mínútur stóð hún upp og tók stórt
handklæði og tók í höndina á mér og dró
mig uppúr baðinu og þurrkaði okkur báðum
og brosti og söng Sebastian - Sebastian
my darling oh Sebastian. Og svo leiddi hún
mig að rúminu. Og það var sko rétt hjá Sigga
stóra - hún sá um jullið. Hún barasta tók
mig. Mér stóð líka æðislega því hún var svo
flott öll og einhvernveginn svo allavegana.
Ég hamaðist á henni fyrst - en svo sagði
hún Sebastian darling wait a minute og svo
slengdi hún sér oná mig... (s. 121).
Það era nokkur atriði sem mig klæjar pínu-
lítið undan: Þegar Sunna og Erna stíga í
vænginn hvor við aðra eru þær alltaf að
klökkna og gráta. Þetta finnst mér máttleys-
islegt en er í sjálfu sér smáatriði miðað við
stærri spurningu sem kemur upp frammi
fyrir þessu verki og mörgum öðrum: Hvaða
harmur er það sem alltaf tengist samkyn-
hneigðri hrifningu? Er það alltaf harmur sem
er undirstaða slíkrar hrifningar eða hlýtur
alltaf harmur að vera afleiðing hennar?
Nína Björk undirstrikar svo hefð bók-
menntanna þegar hún lætur fínu frúna hitta
ástina sína á „viðurstyggilegri krá“. Og hún
undirstrikar hefðina enn betur þegar sú ást,
stelpan Su’nna, kemur eftir allt saman einnig
úr fínu umhverfí sem hún tímabundið hafði
yfirgefið og hverfur aftur til í lokin. Af hveiju
þurfa persónur alltaf að ganga i björg fyrir
samkynhneigðar ástir?
Gagnrýni á afstöðu til samkynhneigðra
ásta á ekkert sérstaklega við þessa bók held-
ur flestar bækur, sjálf hef ég gert mig seka
um þessi atriði. Hún breytir þó ekki því að
Þriðja ástin er bók skrifuð af innsæi, tilfinn-
ingu og ljóðrænni snilld.
Að lokum vil ég skora á útgefanda Þriðju
ástarinnar að íhuga alvarlega útgáfu á upp-
lestri Nínu Bjarkar á eigin verkum. Það yrði
bæði blindum og sjáandi alveg óborganlegt.
Kristín Ómarsdóttir
LÚÐRASVEITIN Svanur.
Lúðrasveitin Svanur
á 65 ára afmæli
Stein-
skálar í
Listhúsi 39
MYNDHÖGGVARARNIR Einar
Már Guðvarðarson og Susanne
Christensen halda sýningu á skálum
sem flestar eru höggnar í íslenskar
steintegundir. Sýningin er í sýning-
arrýminu bakatil í Listhúsi 39, sem
er gegnt Hafnarborg.
Einar Már sýnir geómetrísk líf-
ræn skálaform sem öll eru unnin í
íslenskan grástein með innbrendu
bývaxi. Suasenne sýnir skálar unn-
ar í rauðan Hólastein, móberg og
alabastur.
Sýningunni lýkur mánudaginn
27. nóvember og er opin virka daga
kl. 10-18, laugardaga 12-18 og
sunnudaga kl. 14-18.
•LÚÐRASVEITIN Svanur var
stofnuð 16. nóvember 1930 og
er því 65 ára þessu ári. í Svanin-
um eru um 35 hljóðfæraleikarar
sem flestir eru á aldrinum 14-35
ára. Einn dyggasti félaginn er
Gísli Ferdinandsson skósmiður
sem hefur verið flautuleikari í
Svaninum í 48 ár. Stjórnandi er
Haraldur Á. Haraldsson.
„Lúðrasveitin Svanur hefur
ávallt lagt mikið upp úr metnað-
arfullu starfi og því eru haldnir
tvennir stórir tónleikar á ári
ásamt hefðbundinni útispila-
mennskum," segir í kynningu.
Fyrri tónleikar starfsársins
hafa verið haldnir fyrsta sunnu-
dag í aðventu í Langholtskirkju
og svo er einnig nú. Þeir verða
haldnir 3. desember kl. 17. Efn-
isskrá þessara tónleika litast af
komandi hátíð en þó eru létt
verk í bland. í tenglsum við 65
ára afmælið var ákveðið að end-
urvinna íslenskan mars „Svans-
mars“ eftir Karl O. Runólfsson
sem hann samdi sérstaklega fyr-
ir Svahinn. Karl stjórnaði Svan-
inum í 21 ár og hefur enginn
annar stjórnandi stjórnað svo
lengi. Einnig verður flutt „Hátíð-
argöngulag" eftir Árna Björns-
son sem hann samdi sérstaklega
fyrfr Alþingishátíðina 1944. Árni
Björnsson lést síðastliðið sumar
en hann hefði orðið níræður 23.
desember næstkomandi.
Nýjar bækur
Dularfull taska
ÚT ER komin ný bók
eftir Guðrúnu Helga-
dóttur og nefnist hún
Ekkert að þakka!
Sagan segir frá Evu og
Ara Sveini sem komast
óvænt' yfír tösku sem
skuggalegir náungar á
flótta undan lögreglu
henda út um bílglugga.
Innihaldið kemur á
óvart. Hvað gera hug-
myndaríkir krakkar við
svona tösku?
í kynningu frá út-
gefanda segir: „Guð-
rún Helgadóttir fer á
kostum í þessari
fyndnu og spennandi
sögu fyrir börn og unglinga. Ekk-
ert að þakka! er tvímælalaust ein
allra besta bók hennar."
Guðrún Helgadóttir hefur sent
frá sér sextán bækur og hlotið mik-
ið lof fyrir þær heima
og erlendis. Erlendir
gagrýnendur hafa
skipað henni á bekk
með barnabókahöfund-
um á borð við Astrid
Lindgren, Thorbjorn
Egner og Anne Cath.
Vestley. Hún hlaut
Norrænu bamabóka-
verðlaunin árið 1992.
Útgefandi er Vaka-
Helgafell. Ekkert að
þakkaler 125 blaðsíður
að lengd. Vaka-Helga-
fell annaðist hönnun
og umbrot bókarinnar.
Kristín Hagna Gunn-
arsdóttir gerði kápu-
mynd og myndskreytti bókina.
Prentmyndastofan annaðist filmu-
vinnslu en bókin er prentuð í
Prentbæ. Ekkert að þakka! kostar
1.490 krónur.
Guðrún
Helgadóttir
Hjúkrunarkona
í stríðinu
HIN hljóðu tár, ævisaga Ástu Sig-
urbrandsdóttur er komin út. Ásta
ólst upp við kröpp kjör í Flatey og
Reykjavík, lærði hjúkrun i Dan-
mörku á árum síðari heimsstyijald-
ar, varð þar ástfangin af þýskum
hermanni og gerðist síðan hjúkrun-
arkona skammt fyrir utan Berlín í
lok stríðsins.
Hún flúði hildarleikinn fótgang-
andi frá Berlín langleiðina til Dan-
merkur, sjúk af berklum.
Ásta fluttist til Finnlands eftir
stríð, þar sem hún mætti enn mót-
læti en gafst ekki upp heldur bar
harm sinn i hljóði.
I kynningu úgefanda segir: „Þótt
Ásta hafi orðið fyrir erfiðri lífs-
reynslu horfir hún um öxl án beiskju
og sér einnig spaugilegar hliðar til-
verunnar, — ekki síst á sjálfri sér.“
Sigurbjörg Árnadóttir, fréttaritari
Ríkisútvarpsins í Finnlandi, skrifar
sögu Ástu Sigurbrandsdóttur.
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Hin hljóðu tár er 197 blaðsíður að
lengd. Umbrot og filmuvinnsla fór
fram hjá Prenthönnun hf., kápan
var hönnuð hjá Vöku-Helgafelli af
Valgerði G. HaUdórsdóttur en Off-
setþjónustan filmuvann hana. Bók-
in er prentuð og bundin hjá G.
Ben.-Eddu prentstofu hf. Bókin Hin
hljóðu tár kostar 3.290 krónur.