Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBBR 1995 MORGUNBLAÐIÐ STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Vandað handbragð frá þýsku skóverksmiðjunni SALAMANDER © Mjúkt fóður úr kálfskinni og mjúkt svampinnlegg undir framhluta innsólans er leyndardómur þess að vera í þægilegum skóm Einstakt handbragð og sérvalið efni staðfesta fullkomna hönnum APOLLO-skóna Abendingar á mjólkurumbúðum, nr. .1/ af 60. Kysstu Atla Reyni! Margir heita tveimur nöfnum og því algengt að spumingar vakni um notkun nafnanna. Reglan er sú að bæði nöfnin hafa áherslu og beygjast. Við förum til fóns Gunnars (ekki Jón Gunnars) og hittum Hrund Ýri (ekki Hrund Ýr). MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Erfitt að finna eigendur reiðhjóla í DÁLKUM Velvakanda er oft leitað eftir upplýsingum um týnd reiðhjól og leiðann yfir horfnum kjörgrip má lesa út úr ákalli ungra eig- endanna. Oft fmnast þessi hjól því sá sem valdur er að hvarfinu hefur aðeins tekið það til handargagns til að komast bæjarleið þar sem hann skilur það eftir í reiðileysi. Skilvís fmnandi reiðhjólsins á hins vegar í erfíðleikum með að koma hjólinu til skila því það er að sjálfsögðu ómerkt. Finn- endur hafa stundum lagt ótrúlega mikið á sig til að koma fundi sínum til skila og má nefna tilkynningar í kjörbúðum, auglýsingar í blöðunum eða fyrirspumir í hverfínu. Oft verður þó lokaráðið að afhenda óskilamunadeild lögregl- unnar reiðhjólið þar sem möguleiki er að eigandinn spyijist fyrir um það en annars fellur það í hendur hæstbjóðanda á voruppboð- inu. Oryggisþjónustan Vari hefur um þriggja ára skeið boðið öllum eigendum reið- hjóla að skrá reiðhjól sín í gagnagrunn Vara og eru skráð reiðhjól auðkennd með límmiða sem staðfest- ir það. Finnandi sem vill koma slíku merktu hjóli til skila þarf aðeins að hringja í Vara í síma 552-9399, tilgreina verksmiðjunúmer hjólsins og fá nafn og heimili eiganda uppgefíð. Fagnaðarlátum unga eig- andans verður stundum ekki með orðum lýst þegar reiðhjólið týnda skilar sér í gegn um tölvuskráningu Vara. Tortrygginn kaup- andi að notuðu reiðhjóli sem ber límmiða frá Vara getur fengið upplýsingar um skráðan eiganda í sama símanúmeri. Aðalerindi mitt við þig, kæri Velvakandi, er þó ekki að vekja athygli á skráningu Vara á reiðhjól- um heldur að lýsa eftir eig- anda að bronslituðu Mongoose reiðhjóli sem fannst austast við Hverfis- götuna í Hafnarfírði í októ- ber. Vara var falið að fínna eigandann í gegnum skráningarnúmer reið- hjólsins en því miður finnst það hvorki á tölvuskrá Vara né í bókum innflytj- anda. Eigandi hjólsins er nú beðinn að gefa sig fram við móttöku Vara í ofan- greindum síma og sækja reiðhjól sitt. VIÐAR ÁGÚSTSSON, framkvæmdastjóri Vara. Þekkir einhver fólkið VELVAKANDI var beðinn að aðstoða við leit að þeim sem kannast við fóikið á myndinni. Myndir af fílm- unni hafa líklega verið af- hentar röngum aðila fyrir nokkrum árum, en fleiri myndir eru til staðar. Kannist einhver við fólkið er hann beðinn að hringja í síma 557-4049. Frábær Stund MÓÐIR þriggja ára og eins árs barna hringdi og vildi taka upp hanskann fyrir Stundina okkar þar sem hún hafði séð einhvern lýsa óánægju sinni með þáttinn í Velvakanda. Hún er þessu ■ alls ekki sammála og segir að börnunum hennar finnist Stundin okkar alveg frábær. Kettlingur á flækingi HÁLFSTÁLPAÐUR kettlingur smeygði sér inn hjá okkur, nötrandi af kulda, í frostinu fyrir helgi. Þetta er yndislegur fresskettlingur, svartur og hvítur með svartan blett á neðri kjálka. Greinilega góðu vanur, mjög þrifinn og alveg sérstaklega kelinn og skemmtilegur. Eigandi getur vitjað hans á Holts- götu 21 í 'Hafnarfírði eða í, síma 555-4659. HOGNIIIREKKVISI «5ENPU MÆSTA SJUKLIMG INN." SKAK Umsjón Margcir Pctursson HVÍTUR mátar í fjórða leik Staðan kom upp á Metro mótinu, Skákþingi íslands, sem nú stendur yfir. Magn- ús Pálmi Ornólfsson (2.180) hafði hvítt og átti leik, en Júlíus Friðjónsson (2.210) var með svart. 25. Dxf8+! og svartur gafst upp. Sjöunda umferðin á mót- inu fer fram í dag DISNEY mótið fyrir 14 ára og yngri fer fram um helgina og hefst laugardaginn 25. nóvember kl. 13. Keppt er í fjórum flokkum, tveimur drengja- og tveimur stúlknaflokkum. Sig- urvegararnir fjórir fara með Flugleiðum til Disneylands í París og keppa þar í heims- meistaramóti í atskák í sínum aldursflokki. Mótið fer fram í Skákmiðstöðinni, Faxafeni 12. Þátttökugjald er kr. 500. Skráning er í síma SÍ 5689141, frá kl. 10-13 og á mótsstað áður en keppnin hefst. Það eru einnig aukaverð- laun og happdrætti. Víkverji skrifar... ÍKVERJI gekk í gagnfræða- skóla á þeim tíma sem ekki þótti ástæða til að kenna piltum matreiðslu. Síðan æxluðust mál svo að matartilbúningur lenti á annarra herðum á heimili Víkverja. Hans kunnátta takmarkaðist við að rista brauð og hella kornfleksi á disk. Mataruppskriftir voru eins og óleysanleg algebrudæmi og hinir skemmtilegu matreiðsluþættir Sig- urðar Hall fóru fyrir ofan garð og neðan. Einn daginn varð Víkveija ljóst að þetta gæti ekki gengið svona lengur. Nútíma karlmaður verður að geta búið til mat. Því var farið að kíkja eftir auglýsingum um mat- reiðslunámskeið og augun stað- næmdust við sex vikna námskeið hjá Hússtjórnarskóla Reykjavíkur við Sólvallagötu, hinum sama skóla og áður var húsmæðraskóli sem reykvískar blómarósir sóttu. Það tók Víkverja tvo daga að herða upp hugann og skrá sig. Hryllilegar hugsanir þutu um hugann. Víkverji sá aðra þátttakendur standa á önd- inni er þeir smökkuðu á réttum hans og í verstu tilfellunum sá hann fyrir sér fólkið fiutt burt í sjúkrabíl- um með alvarlega matareitrun. xxx EN SKEMMST er frá að segja að þessi ótti var með öllu ástæðulaus. Undir öruggri hand- leiðslu Helgu Konráðsdóttur hús- stjórnarkennara lærðu þátttakendur að búa til alls kyns rétti og í lok hvers dags settust þátttakendur að snæðingi. Fyrsti rétturinn sem Vík- verji eldaði voru rauðsprettuflök soðin í eigin safa og Víkverja til ómældrar gleði var réttinum hælt á hvert reipi. Ulfar Eysteinsson eða Rúnar Marvinsson hefðu ekki getað gert þetta betur! Rígmontinn og saddur hélt Víkverji út í kvöldið. Þetta er sett hér á blað til þess að hvetja aðra karla (og konur), sem standa í sömu sporum og Víkveiji, að stíga skrefið óhikað og skrá sig á matreiðslunámskeið. Að kynnast heimi matargerðarinnar er skemmtilegt og heillandi svo ekki sé minnzt á hve hagnýtt það er. xxx A AMORGUN tekur fjórða sjón- varpsstöð íslendinga til starfa, Stöð 3. Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil umbrot hafa verið á sjónvarpsmarkaðnum. Stöð 2 og Sýn hafa svarað sam- keppni Stöðvar 3 af krafti og allar þrjár stöðvarnar keppast við að gera samninga um myndir og þætti. En athyglisvert er einnig að fylgj- ast með hinu lögverndaða sjónvarpi Ríkisútvarpsins. Frá þeim bæ heyr- ist hvorki hósti né stuna þótt hinar stöðvarnar séu að hirða frá RÚV vinsælustu þættina _ og helztu íþróttaviðburðina. RÚV heldur áfram að taka 2.000 krónur af hverjum þeim sem kaupir sér sjón- varpstæki, heldur áfram að sýna kvikmyndir frá 1942 á föstudags- kvöldum og býður áfram góða nótt klukkan 23:24. xxx KUNNINGI Víkveija fór í Hag- kaup í Kringlunni til að verzla enda hafði verið auglýstur 25% af- sláttur af barnafötum. Hugðist hann gera góð kaup m.a. í sokkum, nær- fötum og náttfatnaði. En þegar hann kom að kassanum var upplýst að afslátturinn næði ekki til þessara tegunda. Þetta hefði Hagkaup átt að auglýsa fyrirfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.