Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Olíuverslun og samkeppni
TIL að mæta samkeppni og styrkja
stöðu Olís vegna byggingar olíustöðv-
arinnar í Laugarnesi hafði Héðinn
tekið inn nýja hluthafa 1946. Nú var
kjami viðskiptanna ekki iengur bund-
inn við viðskipti við kaupfélögin, held-
ur var staða félagsins í opinni sam-
keppni á fijálsum markaði. Framsókn
studdi og beindi viðskiptum til Olíufé-
lagsins hf., og þróunin varð sú, að
Sjálfstæðisflokkurinn studdi Shell.
Þannig skapaðist óeðlileg klíkustarf-
semi í kring um þessi tvö olíufélög,
sem gekk þvert á alla fijálsa sam-
keppni, og kom’greinilegcist fram í
sambandi við alla opinbera fyrir-
greiðslu. Árið 1950 gerðu þessi tvö
félög síðan sérstakt samkomulag um
skiptingu sölu til millilandaflugsins á
Keflavíkurflugvelli í því skyni að úti-
loka Olís frá þeim viðskiptum. Þrátt
fyrir þennan andbyr tókst Olís samt
að haida hlut sínum með tæpum þriðj-
ungi markaðshlutdeildar á innlenda
markaðnum.
5. Árið 1958 náði Olís samningum
við BP um kaup á hlut þeirra í olíu-
birgðastöðvum og innflutningsstöð-
inni í Laugamesi, og varð Olís þann-
ig eigandi að öllum birgðastöðvum
félagsins. Esso og Shell höfðu nú
tekið upp sameiginlegan innflutning,
og þurfti Olís þannig að taka eitt
sér stóra farma til landsins. Þetta
varð til þess, að áform voru uppi
um að auka tankrými í Laugarnesi,
og 1963 sótti Olís um byggingar-
leyfi fyrir 15.000 rúmmetra tank
fyrir gasolíu í olíustöð félagsins í
Laugarnesi. Nú leið og beið, og um
það bil, þegar efni í þennan stóra
olíugeymi var tilbúið í Englandi, kom
synjun um byggingarleyfí frá Bygg-
ingamefnd Reykjavíkur. Nú voru
góð ráð dýr. Olís hafði verið synjað
um að byggja á eigin lóð. Annað-
hvort varð að brigða samningi um
smíðina og greiða allan smíðakostn-
að efnisins og skaðabætur til selj-
enda, eða finna önnur úrræði. Úr-
ræðið fannst með því að byggja
tankinn austur á Seyðisfirði, enda
fékk Olís þar ágæta aðstöðu og fyrir-
greiðslu. Rússar höfðu á þessum
tíma tekið að flytja gasolíu frá
Eystrahafshöfnum, svo að Seyðis-
fjörður var í siglingaleiðinni og
kostnaður aðeins vegna ' tveggja
hafna uppskipunargjalds. Um það
bil þegar efni í geyminn
var komið í skipi til
Seyðisfjarðar, barst
síðan byggingarleyfið
þegjandi frá Bygging-
amefnd Reykjavíkur.
Þetta er þannig aug-
Ijóst dæmi um misnotk-
un opinbers valds til að
hindra eðlilega fijálsa
samkeppni. Tankurinn
var byggður á Seyðis-
firði og kom að miidum
notum í hinum miklu
síldveiðum sjöunda ára-
tugarins á Rauða torg-
inu, þegar hann skilaði
margfölu verði sínu í
spamaði í fiutningum
til Austur- og Norður-
landsins.
Þessi bezta aðstaða í landinu til
innflutnings á gasolíu hefir ekki
verið notuð að undanfömu, eflaust
vegna umframgetu tankskipa olíu-
félaganna í strandflutningum. Nú,
þegar gasoiían er keypt frá Noregi
og Olís og Essó hafa sameinast um
olíudreifíngu, liggur beint við að
taka upp innflutning í gegn um inn-
flutningsstöðina á Seyðisfírði að
nýju. Það er óafsakanlegt bruðl, og
næstum tvöfalt lengri sjóflutninga-
leið, að fara fyrst með olíuna til
Faxaflóa til að flytja hana aftur til
Austurlandsins.
6. Versta dæmið um hindranir á
samkeppnisaðstöðu af hálfu opin-
berra aðila er þó að fínna í benzín-
stöðvum í Reykjavík. Þar ríkir algjör
einokunaraðstaða í höndum Reykja-
víkurborgar á lóðum fyrir slíka þjón-
ustu. Til að koma í veg fyrir offjár-
festingu í benzínstöðvum, var gert
samkomulag við Reykjavíkurborg á
árinu 1970 um að aðeins ein benzín-
stöð væri í hveiju íbúðarhverfi. Olís
hafði þá 7 slíkar stöðvar, en hvort
hinna félaganna 6. Efndir hafa orðið
þær, að Olís hefír nú einni færri eða
6, en hin félögin 10 hvort. Áform
eru uppi um að Shell setji upp þijár
stöðvar á lóðum Hagkaups, fyrir
milligöngu fyrrum lögmanns Olís,
og hefði þannig 13 benzínstöðvar.
Þetta er hin pólitíska framkvæmd,
og á lítið skylt við hugmyndir um
fijálsa samkeppni, þótt slíku sé hald-
ið fram í orði. Ekki hafa þó viðhorf-
Önundur
Ásgeirsson.
in breytzt til batnaðar
nú, því að Irving Oil
hefir verið heitið þrem
slíkum lóðum, en gera
kröfu til að fá 6, áður
en þeir ljá máls á að
hefjast handa. Hér má
því við bæta, að þessar
tillögur um þijár stöðv-
ar Irving eru staðsettar
í grennd við stöðvar
Olís, og því í beinni
samkeppni við þær.
Kannske skiptir þetta
ekki máli, þar sem líkur
á að Irving komi hér
eru hverfandi, því að
markaðurinn er lítill og
markaðshlutdeildin
engin í upphafí. Það er
aðeins vegna slæmrar ráðgjafar, að
þessi umræða hefír farið fram. Ef
hugur hefði fýlgt máli, hefði Irving
boðið 4-5 milljarða króna í allt hluta-
fé Olís, og hefði verið ódýrt, en það
tækifæri hafa þeir látið sér úr greip-
um ganga. Slíkum kaupum hefði
fylgt um 30% markaðshlutdeild Olís.
7. Þótt samkeppni sé góð, svo sem
ÁSK trúir á, kennir reynzlan þó, að
taka verður jafnframt tillit til prakt-
ískra hluta. Það er aðeins í þéttbýl-
inu hér, sem hægt er að vonast til
að unnt sé að ná þeim árangri, að
benzínstöðvar geti staðið undir
rekstri. Margar tilraunir hafa verið
Ný fjárfesting myndi
íþyngja markaðinum,
•• * *
segir Onundur As-
geirsson, í síðari grein
sinni og ekki standa til
lægra olíuverðs.
gerðar í tímans rás, til að reyna að
ná samstöðu um sameiginlegar
benzínstöðvar á litlum stöðum, en
með sorglega litlum árangri. Bezta
dæmið um jákvæðan árangur er
væntanlega sameiginleg benzínstöð
olíufélaganna á ísafirði. Þegar Vest-
fjarðagöngin komast í samband í
haust, verður ísafjörður sjálfgert
miðstöð allrar olíudreifingar á norð-
anverðum Vestfjörðum. Það er
nefnilega hægt að tapa miklum pen-
ingum í árangurslausri samkeppni,
og það mættu menn gjarnan hafa
til hliðsjónar í umræðunni. Það getur
ekki verið samkeppni um taprekst-
ur. Nýlegt dæmi er, að Shell dró sig
um daginn í hlé frá benzínsölu í
Norðfírði og seldi Olís aðstöðuna,
svo sem blöð skýrðu frá.
Ályktun
Fijáls samkeppni hefir átt erfitt
uppdráttar á íslandi. Ástæðan er
sú, að ráðamenn virða ekki leikregl-
urnar, og seilast stöðugt til sérhags-
munafyrirgreiðslu. Þetta á ekki að-
eins við í olíudreifingunni, svo sem
hér hefir verið rakið, heldur gildir
þetta á flestum sviðum viðskipta-
lífsins. Menn nefna þetta gjarnan
flokkapólitík eða fyrirgreiðslupóli-
tík, en réttnefnið er opinber spill-
ing. Fyigjendur fijálsrar samkeppni
eru nú ofurseldir umsjón Sam-
keppnisstofnunar, sem er framhald
Verðlagsskrifstofunnar, og að venju
undir forsjón Framsóknarflokksins.
Þegar fylgjendur fijálsrar sam-
keppni eru að krefjast íhlutunar
Samkeppnisstofnunar, eru þeir í
raun að styðja sérhagsmunastefnu
ráðamanna og afneita markaðslög-
málunum. Miklu nær væri að krefj-
ast þess, að stjórnmálamenn hættu
íhlutun á samkeppnismarkaðnum
og styddu eðlilega samkeppni í við-
skiptalífinu. Við slíkri spillingu ættu
að liggja þung viðurlög.
Ekkert bendir til þess, að Irving
myndi selja hér á lægri verðum en
önnur félög. Þvert á móti myndi ný
fjárfesting íþyngja markaðnum í
heild sinni. Benzínverð nú, 74 kr/1,
skiptist þannig að skattar eru um
52 kr/1 (72% af útsöluverði), inn-
kaupsverð 11 kr/1 og dreifíngarkost-
aður hér 11 kr/1. Það er þannig um
þessar 11 kr/1 sem samkeppnin ætti
að standa. Engin opinber Samkeppn-
isstofnun stjórnar þessu svo að vit
sé í.
Höfundar er fyrrverandi forstjóri
Olís.
Sjálfstæðiskonur, gerum okk-
ur gildandi innan flokks-
ins, flokknum til framdráttar
MÚRARAFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Ordr-<&
MÚRARAMEISTARAFÉLAG
REYKJAVlKUR
Múrarasamband Islands
Að gefnu tilefni vilja Múrarafélag Reykjavíkur,
Múrarameistarafélag Reykjavíkur og Múrarasamband
íslands vekja athygli almennings á því, að flísalagnir,
þ.e. lagning gólf- og veggflísa, er hluti af iðn múrara
og nýtur lögverndar sem slík. Þeir, sem láta aðra
iðnaðarmenn eða ófaglærða menn vinna slík verk,
eru því að taka þátt í broti á iðnaðarlögum, auk þess
sem ætla verður að verkkunnátta þeirra sé önnur
og lakari en þeirra sem lært hafa þetta fag.
Opið bréf til sjálf-
stæðiskvenna
TIL AÐ auka hlut kvenna í starfí
Sjálfstæðisflokksins verða sjálf-
stæðiskonur að ganga til leiks af
fullri alvöru á öllum sviðum. Mál-
efnanefndir á vegum flokksins, sem
starfa milli landsfunda og skila áliti
sínu fyrir landsfund, eru 24 talsins
þær eru:
* Byggðanefnd
* Húsnæðismálanefnd
* Orkunefnd
* Skattamálanefnd
* Sveitarstjómarnefnd
* Utanríkismálanefnd
* Vinnumarkaðsnefnd
* íþrótta-, æskulýðs- og tóm-
stundanefnd
Virkari þátttaka kvenna
er, að mati greinarhöf-
unda, frumskilyrði þess
að styrkja stöðu Sjálf-
stæðisflokksins.
Ásgerður
Halldórsdóttir
Helga
Ólafsdóttir
eXtra eXtra Large.
FYRIR ALLAr ALLTAFr ALLSTAÐAR
Katrín
Gunnarsdóttir
* Nefnd um samgöngu- og fjar-
skiptamál
* Efnahagsmálanefnd
* Iðnaðamefnd
* Sjávarútvegsnefnd
* Skóla- og fræðslunefnd
* Umhverfís- og skipulagsnefnd
* Viðskipta- og neytendanefnd
* Tryggingamálanefnd
Þessar ofangreindu nefndir, alls
16, hafa formenn sem allir eru karl-
kyns, síðan koma 7 nefndir sem
hafa formenn sem eru kvenkyns:
* Heilbrigðisnefnd
* Nefnd um málefni aldraðra
* Stjórnskipunar nefnd
* Nefnd um upplýs-
ingamál
* Jafnréttis- og fjöl-
skyldumálanefnd
* Landbúnaðarnefnd
* Ferðamálanefnd
Mikilvægt er fyrir
framtíð flokksins, að
sem flestar konur
taki þátt í starfi
málefnanefnda, geri
sig gildandi og gefi
kost á sér til að stýra
formennsku þeirra.
Hlutfallið 16 karlar
og 7 konur verður
að bæta. Formenn
málefnanefnda geta
haft áhrif á að konur
séu tilnefndar og
taki virkan þátt í því
stefnumarkandi
starfi sem málefna-
nefndir starfa að, við
treystum á ykkar
stuðning.
Framundan er
landsfundur sjálf-
stæðismanna síðar í
vetur. Mikilvægt er
fyrir framtíð flokks-
ins að sem flestar
konur sitji næsta
landsfund og kynnist
um leið þeirri miklu
vinnu sem málefna-
nefndirnar hafa unn-
ið.
Virk þátttaka
kvenna í stjórnmálastarfi er frum-
skilyrði þess að unnt sé að styrkja
stöðu Sjálfstæðisflokksins, þá get-
um við öll gegnið bjartsýn inn í 21.
öldina.
Kjörorð okkar er:
„Sjálfstæðiskonur, látið aðykkur
kveða og málefni flokksins ykkur
varða. “
Ásgerður Haildórsdóttir er við-
skiptafræðingur, Helga Ólafsdótt-
ir er framkvæmdastjóri, Katrín
Gunnarsdóttir erfulltrúi, Margrét
Sigurðardóttir er viðskiptafræð-
ingur.
Margrét
Sigurðardóttir