Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjávarfangi fyrir hundruð milljóna króna landað • • Ortröð við bryggjur bæjarins SAUTJÁN stór fiskiskip, bæði nóta- skip og togarar, hafa verið eða eru að landa sjávarfangi á Akureyri og í gær var hreinlega örtröð við bryggjur bæjarins. Skipin hafa kom- ið að landi með gífurleg verðmæti og er aflaverðmæti þeirra fleiri hundruð milljónir króna. „Það er gaman að sjá allan þenn- an flota og það er óhætt að segja að hér gangi mikið á þessa dagana. Hins vegar vantar mig meira ARINVIÐUR er í vaxandi mæli framleiddur hjá Skógrækt ríkisins í Vaglaskógi. Viðurinn er seldur á bensínstöðvum og stórmörkuð- um, einkum á höfuðborgarsvæð- inu. Framleiðslan er um 801. á ári. Sigurður Skúlason skógarvörð- ur sagði að þessi framleiðsla væri ein af tekjulindum Skógræktar- innar og það væri gott að hafa verkefni af þessu tagi meðfram öðrum en vetrartíminn er notaður til þessarar framleiðslu. I arinvið- BYGGINGANEFND Akureyrar hef- ur sent skipulagsdeild bæjarins hug- leiðingar um drög að markmiðssetn- ingu aðalskipulags Akureyrar 1995-2015 og um fleiri skipulags- og byggingamál. Þar er lagt til að lögð verði áhersla á að auka vægi Glerárhverfis í bænum m.a. með því að staðsetja framhaldsskóla þar og má hugsa sér staðsetningu hans í tengslum við svokallað miðsvæði við HIíðarbraut/Austursíðu, eins og segjr í erindi bygginganefndar. Á miðsvæðinu er gert ráð fyrir þjónustustofnunum svo sem póst- húsi auk íbúðabyggðar t.d. á efri hæðum þjónustubygginga. Almenn- ingsgarður hefði mikið aðdráttarafl bryggjupláss," sagði Gunnar Arason yfirhafnarvörður í samtali við Morg- unblaðið. Hann sagði að á einni viku hafi skipin komið með að landi um 1.200 tonn af frosnum flökum, 400 tonn af frosinni rækju og um 250 tonn af ísfiski. Fjórði togari Mecklen- burger á leiðinni Þrír togarar Mecklenburger Hochseefischerei eru við bryggju en inn eru einkum notuð tré, sem hafa fallið að vetrinum, og sagði skógarvörður því ljóst að nógur efniviður yrði til framleiðslunnar næsta sumar. Skógurinn fór afar illa í norðanáhlaupinu í lok októ- og yki útivistarmöguleika. Þá ítrek- ar bygginganefnd í erindi sínu mikil- vægi þess að hraða gerð Borgar- brautar sem gjörbreyti og styrki íbúðabyggð og þjónustu í Glerár- hverfi. Skipulagí miðbæjarins Ijúki sem fyrst Æskilegt er að mati bygginga- nefndar að þær lóðir, sem skipulag Oddeyrar gerir ráð fyrir að verði til byggingar, verði gerðar byggingar- hæfar. Skipuiagi miðbæjarins þarf að ljúka sem allra fyrst en óvissa er um stöðu einstakra eldri húsa. Einnig verði hugað að möguleikum til íbúðabyggðar þar. Með lúkningu þeir hafa allir iandað afla á Akur- eyri að undanförnu og von er á þeim fjórða eftir helgi, einnig með afla. Áð auki fara togararnir í meiriháttar viðgerðir hjá Slippstöðinni-Odda hf. næstu vikur og mánuði. Pétur Jóns- son RE landaði um 230 tonnum af frosinni rækju í vikunni og í gær kom Hákon ÞH með fullfermi af frosinni rækju. Akureyrin kom með 430 tonn af frosnum flökum í vik- unni en vegna skorts á frystigámum ber, en bara eftir það veður brotn- uðu álíka mörg tré I skóginum og að jafnaði á heilum vetri. Sigurður sagði að óveðrið á dögunum hefði haft mikið tjón í för með sér, ekki bara í skóginum miðbæjarskipulags getur Akur- eyrarbær unnið markvisst að frá- gangi opinna svæða, gönguleiða, umferðargatna og bílastæða en hauðsynlegt þykir að bæta ásýnd miðbæjarins. Bygginganefnd leggur til að íbúðabyggð verði þétt sem kostur er og er þá einnig horft til jaðar- svæða íbúðabyggðar. Gefinn verði kostur á íbúðarhúsalóðum bæði sunnan og norðan Glerár. Sérstak- lega verði lögð áhersla á skipulagn- ingu svæðis sunnan og austan Verk- menntaskólans og það gert bygg- ingarhæft. Hlutfall sérbýlishúsa verði þar hærra en almennt er gert ráð fyrir á nýjum byggingasvæðum. hefur ekki enn verið landað úr togar- anum. Þá landaði Margrét EA yfir 200 tonnum af frosnum flökum en togarinn er nú að skipta yfir á rækju. Sléttbakur EA hélt til veiða í vik- unni eftir að hafa landað um 200 tonnum af frosnum flökum. Sólbakur EA kom með um 240 tonn af frosn- um flökum og Harðbakur EA og Árbakur EA lönduðu um 260 tonnum af ísfiski hjá ÚA. Þá komu sex loðnu- skip með slatta í Krossanes. heldur væru girðingar, bæði hjá Skógrækt og bændum, víða illa farnar eða ónýtar. „Þetta verður milljónatjón og það næst ekki að gera við allt á einu ári, þetta er svo mikið. Það er Ijóst að þetta verður okkur dýrkeypt á næsta ári, við þurfum að greiða þessar viðgerðir af okkar fjárveitingum og þær fara stöðugt lækkandi, þannig að við sjáum það nú þegar að við eigum ekki fyrir þessu verk- efni,“ sagði Sigurður. Svæðið sunnan Reynilundar verði einniggert byggingarhæft fyrir ein- býlishús. Þá er lagt til að gatnagerð verði hraðað í Giljahverfi þannig að þeir sem sækja um lóðir sjái stað- setningu, legu lóða og gatna áður en ákvörðun er tekin, í stað þess að vera vísað á lóðir á lítt skilgreind- um stað í landslaginu. Einnig að Giljahverfi V verði deiliskipulagt eða boðið til leigu líkt og gert var við fyrri raðhúsahverfi í Giljahverfi. Loks bendir bygginganefnd á að seinkun á byggingu Giljaskóla mun seinka byggingaframkvæmdum í hverfinu og að mikilvægt sé að framboð þjónustu sé í takt við upp- byggingu hverfa. Þórarinn B. Jóns- son bæjarfulltrúi Óeðlilegt að bærinn reki mynd- bandaleigu ÞÓRARINN B. Jónsson, bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði á fundi bæjarstjórnar Akureyrar að það væri í hæsta máta óeðlilegt að bærinn tæki þátt í að reka myndbandaleigu og vísaði til myndbandaútlána Amtsbókasafnsins. „Ég taldi að þarna væri eingöngu fræðsluefni, en komst að því að þarna er hægt að leigja venjulegar hasarmyndir," sagði Þórarinn. Einkum fræðsluefni Sigríður Stefánsdóttir, Al- þýðubandalagi, sagði að útlán myndbanda tíðkuðust almennt á bókasöfnum og víða væri einnig hægt að fá tónlistar- efni, þetta væri í takt við tím- ann. Megináhersla væri lögð á fræðsluefni en einnig væru keyptar almennar bíómyndir, en þó ekki fyrr en mesta ásóknin í þær væri liðin hjá. Verðið er lægra Guðmundur Stefánsson, Framsóknarflokki, sagði safn- ið rekið fyrir opinbert fé og því þyrfti að skoða hvort það væri í samkeppni við atvinnu- rekstur í bænum. Myndböndin væru leigð á lægra verði en almennt gilti á myndbanda- leigum og einnig væru þau lánuð til lengri tíma. Ekki væri athugavert að leiga út myndbönd, en safnið þyrfti að marka sér stefnu og jafnvel takmarka sig við efni sem ekki væri á almennum mark- aði. Ekiðá eldri mann EKIÐ var á gangandi vegfar- anda, eldri mann á Hjalteyrar- götu við Bílasölu Norðurlands síðdegis í gær. Maðurinn hafði ætlað að fjarlægja plötu sem fokið hafði út á götuna þegar ekið var á hann, en bílstjóri varð hans ekki var fyrr en um seinan samkvæmt upplýsing- um varðstjóra lögreglunnar á Akureyri. . Maðurinn var fluttur á slysadeild en hann var hugsan- lega brotinn á hægri handlegg og eitthvað marinn á brjósti. Mikil hálka var á götum bæjarins í gær. Nokkur óhöpp urðu í umferðinni sem rekja má til hálkunnar. Engin slys urðu á fólki, en nokkurt eigna- tjón. Djass í Deiglunni YNGSTA kynslóð djassleikara á Akureyri kemur fram á tón- leikum í Deiglunni í kvöld, fímmtudagskvöldið, 23. nóv- ember en þeir hefjast kl. 20.30. Þarna eru á ferðinni nem- endur Alþýðutónlistardeildar Tónlistarskólans, en djasstón- list hefur skipað stóran sess í deildinni frá upphafi og þar eru margir efnilegir hljóðfæra- leikarar. Fjórar hljómsveitir nemenda leika af fingrum fram á tónleikunum, en að- gangur að þeim er ókeypis og öllum heimill. Gæði og hreinleiki Gustavsberg blöndunar- og hreinlætistækin eru stílhrein og endingargóð. Kynnið ykkur fjölbreytta og fallega hönnun fyrir eldhús og baðherbergi. - þar sem gæði og hreinleiki skipta máli Fæst í öllum helstu byggingavöruverslunum Innflutningsaðill Gustavsberg á Islandl: Krókháls hf. Slml 587 6550 Morgunblaðið/Kristján INGIMUNDUR Gunnarsson, starfsmaður Skógræktarinnar í Vaglaskógi, sagar niður arinviðarkubba sem Benedikt Karlsson kemur fyrir í poka. Alls eru seldir um 4.000 pokar, eða 80 tonn, á ári. Nægur efniviður fæst í arinviðarkubba Bygginganefnd um markmiðssetningu aðalskipulags Akureyrar 1995-2015 Áhersla á aukið vægi Glerárhverfís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.