Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 1
I 96 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 268. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Qryggisráð SÞ afléttir viðskiptabanni af Serbíu og Svartfjallalandi Talsmenn Bosníu-Serba reiðir Serbíuforseta Sar^jevo, Banja Luka, Washington, Stokkhólmi. Reuter. Reuter ÍBÚAR Sarajevo fagna friðarsamkomulaginu sem náðist í Dayton. Hópur fólks safnaðist saman við forsetahöllina í borginni til að taka á móti Aljia Izetbegovic, forseta Bosníu, sem sneri heim i gær. LEIÐTOGAR Serbíu, Króatíu og Bosníu sneru í gær heim frá Dayton í Ohio til að kynna þjóðum sínum nýgerðan friðarsamning. Almenn- ingur hefur víðast hvar fagnað hon- um, þrátt fyrir að efasemda gæti um hvort það muni leiða til raun- verulegs friðar. Viðtökurnar eru hins vegar blendnar hjá ýmsum frammá- mönnum þjóðanna, sérstaklega Bosníu-Serbum, sem margir hverjir eru ævareiðir Slobodan Milosevic fyrir að ganga að samningnum. Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna aflétti í gærkvöldi viðskiptabanni af Serbíu og Svartfjallalandi, auk þess sem samþykkt var að aflétta að hluta til vopnasölubanni af ríkjum gömlu Júgóslavíu. „Það sem hefur verið gert, eru sérstaklega mikil mistök, sagði Momcilo Krajisnik, harðlínumaður í hópi leiðtoga Bosníu-Serba og fleiri forystumenn þeirra tóku í sama streng. Meðal þess sem Bosníu-Serb- ar eiga erfitt með að kyngja, er að láta Sarajevo af hendi, en þar búa um 150.000 Serbar. Ekki voru þó allir leiðtogar Bosn- íu-Serba andsnúnir Milosevic, því varnarmálaráðherrann, Miían Ninkovic, sagði Serbíuforseta eiga þakkir skildar fyrir framlag hans. Ekkert hefur heyrst frá Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba, og Ratko Mladic, yfirmanni herafla þeirra, en báðir hafa þeir verið ákærðir fyrir stríðsglæpi. Fjölmiðlar í Serbíu hafa fagnað samkomulaginu en serbneski þjóð- ernissinninn Vojislav Seselj tók hins Afsagnar flolXs- formanns krafist Ósló. Morgunblaðió. ÖLL spjót standa nú á hinum nýja formanni norska Hægriflokksins, Per Ditlev-Simonsen, eftir að hann var dæmdur til að greiða um 5 millj- ónir ísl. kr. í sekt vegna skattsvika. Hafa andstæðingar hægrimanna krafist þess að formaðurinn segi af sér vegna málsins. Það tengist máli Torsteins Mo- lands, sem neyddist fyrir skömmu að láta af stöðu seðlabankastjóra eftir að upp komst um þátt hans í svokölluðu Airbus-máli. Báðir fjárfestu þeir í hlutabréfum í Airbus til að nýta sér skattafrá- drátt. Skattayfirvöld hafa nú úr- skurðað að um lögbrot hafi verið að ræða og voru Ditlev-Simonsen og Moland dæmdir til að greiða 45% refsiskatt. Málið er óþægilegt fyrir hægrí- menn, sem gagnrýndu Moland harð- lega er upp komst um hans mál. Nú þegar ljóst er að formaður flokksins er sekur um skattsvik, hafa gagnrýnisraddirnar hljóðnað. vegar undir með reiðum Bosníu- Serbum. Sagði hann samkomulagið „mestu landráð í sögu serbnesku þjóðarinnar... [Milosevic] hefur svik- ið og selt vesturhéruð Serbíu." 325 milljarða kostnaður Móttökurnar í Króatíu voru blendnar þegar Franjo Tudjman, forseti landsins, sneri heim. Sökuðu fjölmiðlar hann um að hafa gefið Serbum of mikið eftir. Hann benti hins vegar á að friður þýddi það að ferðamannaþjónustan á Adríahafs- ströndinni myndi blómstra að nýju. Hariz Silajdzic, forsætisráðherra Bosníu, lagði á það áherslu að byija yrði sem fyrst á því að framfylgja samningnum. Kvaðst hann búast við því að Bosníu-Serbar myndu gera árásir til að letja þjóðir Atlantshafs- bandalagsins til að senda herlið til Bosníu-Herzegóvínu. Carl Bildt, sáttasemjari Evrópu- sambandsins, sagði í gær að geysi- legt uppbyggingarstarf biði í Bosníu. Sagði hann Alþjóðabankann hafa áætlað að kostnaður við það myndi nema um 325 milljörðum ísl. kr. á næstu þremur árum. ■ Afskipti Bandaríkjanna/20 ■ Vill hörku gegn/20 Tsjetsjníja Khasbúl- atov leið- togaefni Moskvu. Reuter. RÚSLAN Khasbúlatov, gamall erkióvinur Borís Jeltsíns Rússlands- forseta, hefur verið tilnefndur sem leiðtogaefni í héraðskosningum í Tsjetsjníju, sem haldnar verða sam- hliða kosningum til neðri deildar rússneska þingsins 17. desember. Flokkur Khasbúlatovs tilkynnti framboð hans í gær, að sögn frétta- stofunnar Itar-Tass. Flokkurinn hafði beitt sér fyrir því að héraðs- kosningarnar færu fram í mars á næsta ári en ákveðið var um síð- ustu helgi að þær yrðu 17. desem- ber. Khasbúlatov, sem var forseti rússneska þingsins í uppreisninni gegn Jeltsín í október 1993, nýtur verulegs stuðnings í Tsjetsjníju. Rússneska stjórnin vonast til þess að hann geti komið á varanlegum friði í Kákasushéraðinu eftir mannskæða uppreisn undir stjórn Dzhokhars Dúdajevs, sem lýsti yfir sjálfstæði héraðsins árið 1991. Afskrifa ekki Khasbúlatov Þúsundir manna hafa fallið í átökunum og tala látinna hækkar daglega þrátt fyrir að samið hafi verið um vopnahlé í'júní. Khasbúl- atov hefur reynt undanfarnar vikur að blása lífi í friðarviðræðurnar við Rússa. Jeltsín sagði á blaðamannafundi í september að Khasbúlatov gæti gegnt mikilvægu hlutverki í friðar- viðræðunum. „Ég tel að við ættum ekki að afskrifa Khasbúlatov,“ sagði hann. „Hvers vegna ættum við alltaf að muna fortíðina?" Snarpur landskjálfti á svæðinu frá Líbanon til landamæra Súdans Stukku fram af svölum í skelfingu Kaíró. Morgunblaðið. Reuter. SNARPUR landskjálfti reið í gær yfir Mið- austurlönd, frá Líbanon til landamæra Súd- ans, og varð að minnsta kosti sex manns að bana. Að minnsta kosti 24 slösuðust og skemmdir urðu á byggingum í ísrael, Jórdan- íu og Egyptalandi. Jarðskjálftafræðingar voru ekki sammála um styrk skjáltans, en hann var áætlaður frá 5,7 stigum á Richterskvarða til 7,2 stíga. Tveir menn biðu bana og 10 manns slösuð- ust þegar fjögurra hæða hótel hrundi í egypsku hafnarborginni Nuweiba, nálægt skjálftamiðjunni í Aqaba-flóa. Þá létust tveir aldraðir menn, ísraeli og Jórdani, af völdum hjartaáfalla þegar skjálftinn reið yfir. Kynlegur hvinur Jóhanna Kristjónsdóttir, sem er við nám í Kaíró, kveðst hafa vaknað við skjálftann en hún hafi ekki áttað sig strax á því hvað var á ferðinni. „Mér fannst eins og ég væri um borð í báti í ólgusjó. Þessu fylgdi kynlegur hvinur og þegar ég teygði mig eftir úrinu var kl. 6.15. Þá var ég búin að átta mig á að þetta væri jarðskjálfti og fannst hristingurinn aldrei ætla að taka enda. í fréttum hér segir að skjálftinn hafi staðið í fulla mínútu. Ég heyrði hróp og köll í húsinu og þegar ég gáði að voru flestir íbúarnir komnir út og sömuleiðis í næstu húsum. Margir héldu sig útivið um stund og óttuðust greinilega að fleirí fylgdu í kjölfarið. Ég heyrði í fréttum að minnsta kosti tveir hér i Heliopolis hefðu far- ist þegar þeir stukku út af svölum í skelfingu. Lífið fór töluvert úr skorðum fram eftir degi, margir foreldrar sendu böm sín ekki í skóla og truflanir urðu á samgöngum. Það er mjög djúpstæður ótti meðal Egypta við jarðskjálfta og ákváðu margir að hafast við utandyra í nótt. Sú vist gæti þó orðið nöturleg, hiti snarlækkaði í gærkvöldi, hitinn var aðeins 7 stig og mjög hvasst.“ Reuter EGYPSKIR piltar skoða bænaturn sem féll af mosku í landskjálftanum sem reið yfir Kaíró í gær. Múslimar eru kallaðir til bæna fimm siiinuin á dag úr slíkuin turnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.