Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 19 Reuter UTANRÍKISRÁÐHERRAR ESB-ríkjanna ganga af fundi með utan- ríkisráðherra Tyrklands í Bonn í gær. Á myndinni eru (f.v.) Herve de Charette, Frakklandi, Susanne Agnelli, Ítalíu, Daniz Baykal, Tyrklandi, Javier Solana, Spáni, og Klaus Kinkcl, Þýskalandi. Vara við frestun tolla- bandalags við Tyrki HERVE de Charette utanríkisráð- herra Frakka varaði Evrópuþingið við því í gær að fresta atkvæða- greiðslu um tollabandalag Evr- ópusambandsins (ESB) og Tyrkja. Sagði hann það fjarstæðu að tengja málið kröfunni um að Tyrk- ir geri bragarbót í mannréttinda- májum. Á blaðamannafundi eftir fund utanríkisráðherra ESB, sem tyrk- neski ráðherrann, Deniz Baykal, var viðstaddur, sagði de Charette, að frestun atkvæðagreiðslunnar gæti haft ófyrirsjáanlegar og alvar- legar afleiðingar í för með sér. Gert er ráð fyrir að tollabandalagið komi til framkvæmda um áramót að óbreyttu. Baykal sagði að Tyrkir hefðu gripið til erfiðra ráðstafana til þess að uppfylla kröfur ESB til þess að tollabandalagið gæti orðið að veru- leika. Kæmi til þess að afgreiðslu málsins yrði frestað á Evrópuþing- inu yrði það sem blautur hanski í andlit Tyrkja. Klaus Kinkel utanríkisráðherra Þýskalands sagðist taka undir að- varanir de Charettes til þingsins. Javier Solana utanríkisráðherra Spánar sagðist í gær búast við að þingið samþykkti samninginn um tollabandalagið. Dregnr ur efna- hagsbata í ESB Brussel. Reuter. DREGIÐ hefur efnahagsbata í ríkj- um Evrópusambandsins (ESB) í kjölfar kreppunnar á árunum 1992-93, að því er fram kom í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um ástand og horfur í efnahagsmál- um sambandsins, sem birt var í gær. Dregið hefur úr aukningu fram- leiðslunnar úr 3,5-4,0% mest allt árið 1994 svo hún nemur innan við tveimur prósentum á miðju þessu ári. Sýnt þykir, að meðaltals hag- vöxtur allra ESB-ríkjanna lækki úr 2,7% á þessu ári í 2,6% á næsta ári. Því er hins vegar spáð að hann vaxi aftur í 2,9% árið 1997. Það byggist á „heilbrigðum undirstöð- um efnahagslífsins.“ í skýrslu framkvæmdastjórnar- innar kemur fram að miklar líkur eru taldar á að Frakkar komi fjár- lagahalla sem hlutfalli af vergri þjóðarframleiðslu niður fyrir þau viðmiðunarmörk Maastricht-sátt- málans sem gilda um aðild að sam- eiginlegum gjaldmiðli. Litið er á aðild Frakka að gjaldm- iðlinum sem eina af helstu forsend- um þess að hann verði að veru- leika. Samkvæmt efnahagsráðstöf- unum stjórnar Alain Juppe er gert ráð fyrir því að ijárlagahalli 1997 verði kominn niður í 2,9% en viðmið- unarmark Maastricht-sáttmálans er 3%. Að sögn framkvæmdastjórnar ESB ættu neytendur að njóta þess, að verðbólga fer lækkandi í aðildar- ríkjunum, eða úr 3,0% í fyrra í 2,7% áriðl997. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi í bandalagsríkjunum lækki úr 10,7% í ár í 9,8% árið 1997. Ástand- ið verður þó víða ískyggilegt, sér- staklega á Spáni þar sem 21,3% atvinnuleysi verður ríkjandi 1997 miðað við 22,9% í ár. Utanríkisráðherrafundur EES Nauðsynlegt að styðja umbóta- og lýðræðis- þróun í Rússlandi HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráð- herra flutti framsögu um Rússland og andsvar íslands, Noregs og Li- echtenstein um öryggismál í Evrópu á fundi utanríkisráðherra ríkja sem aðild eiga að Evrópska efnahags- svæðinu (EES) í Brussel í fyrradag. í ræðu sinni um Rússland lagði Halldór áherslu á nauðsyn þess að styðja eftir mætti umbóta- og lýð- ræðisþróun í Rússlandi. Framundan væru mikilvægar kosningar, þing- kosningar I desember og forseta- kosningar í júní, sem gætu haft þýðingarmiklar afleiðingar fyrir þró- un mála í landinu. Nauðsynlegt væri að efla tengsl vestrænna ríkja og stofnana þeirra við Rússland til að tryggja eðlilega aðlögun þess að alþjóðasamstarfi. Minnti utanríkis- ráðherra á mikilvægi svæðisbund- innar samvinnu, svo sem í Barents- ráðinu, Eystrasaltasráðinu og Norð- urskautsráðinu, þegar það yrði stofnað, til að styrkja þessi tengsl við Rússland. ERLEMT Samningaumleitanir um framtíð N-Irlands John Major vill leið- togafund sem fyrst Belfast. Reuter. STJÓRNVÖLD í Bretlandi leggja nú fast að stjórn írlands að fallast á að forsætisráðherrar ríkjanna komi saman sem fyrst, hugsanlega á föstudag, til að freista þess að blása lífi í samningaumleitanir um framtíð Norður-írlands. Embættismenn í Dublin og Lond- on sögðu að lítið miðaði í tilraunum til að greiða fyrir viðræðum um framtíð Norður-írlands. Embættis- mennirnir sögðu að John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefði lagt til að leiðtogafundurinn yrði á föstudag. Fyrirhuguðum fundi forsætisráð- herranna var aflýst á síðustu stundu í september að ósk íra. Bretar sök- uðu þá írsku stjórnina um að hafa hætt við fundinn vegna þrýstings frá Sinn Fein, stjómmálavæng írska lýðveldishersins (IRA). Málamiðlunartillaga frá Major John Major lagði fram málamiðl- unartillögu á laugardag og írskir heimildarmenn sögðu hana „skref í rétta átt“ en bættu við að frekari viðræðna væri þörf áður en leið- togafundurinn gæti farið fram. Aðstoðarmenn Majors sögðust vera að athuga svar Johns Brutons, for- sætisráðherra írlands, við tillög- unni. Heimildarmenn í Dublin og Lond- on sögðu að helsta deilumálið, sem hefur hindrað viðræðurnar um fram- tíð Norður-írlands, væri enn óleyst. Deilan snýst um þá kröfu Breta að írski lýðveldisherinn hefji afvopnun áður en Sinn Fein verði boðið til viðræðnanna. Bretar neita að falla frá kröfunni en Irar vonast til þess að hægt verði að sneiða hjá henni með því að efna til undirbúningsvið- ræðna við Sinn Fein meðan óháðir sérfræðingar rannsökuðu hvernig standa mætti að afvopnuninni. NATO Búist við framboði Solana Brusscl, Madríd, Ríga. Reuter. FASTLEGA er búist við því að spænska stjórnin muni gera opin- bert framboð Javier Solana, utan- ríkisráðherra Spánar, í stöðu fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, á næstu dögum. William Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að of snemmt væri að eigna Solana embættið. Sagði hann að verið væri að íhuga„þijá til fjóra fram- bjóðendur" til viðbótar. Hann gaf ekki upp hveijir það væru. Sendifulltrúar hjá NATO segja að viðbrögðin frá því að Solana var fýrst nefndur í síðustu viku, hafí verið jákvæð. Þegar Perry var spurður hvort að hann teldi að Solana yrði góður framkvæmda- stjóri, sagði hann allt of snemmt að svara slíku. Samþykki öll aðildarríki banda- lagsins Solana tekur hann formlega við embætti þann 5. desember nk. á fundi utanríkisráðherra banda- lagsins í Brussel. West sek um 10 morð Winchester. Reuter ROSEMARY West var fundin sek í gær um 10 morð og dæmd til ævi- langrar fangelsisvistar. Er hún þar með einhver mesti fjöldamorðingi í breskri sögu ásamt manni sínum, Frederick West, en hann stytti sér aldur í fangelsi. West, sem er 41 árs að aldri, drúpti höfði þegar talsmaður kvið- dómsins lýsti yfir, að hún hefði ver- ið fundin sek um öll ákæruatriði, meðal annars um að hafa myrt dótt- ur sína og stjúpdóttur. West var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir hvert morð og mun vera það sem eftir er ævinnar á bak við lás og slá. Frederick West, eiginmaður Rose- mary, fannst hengdur í klefa sínum í janúar sl. en hann hafði áður játað á sig morð á 12 konum. Stærði hann sig raunar af því við lögregluna, að hann hefði myrt átta aðrar en lík þeirra hafa ekki fundist. Leitað upplýsinga um níu konur Breska lögreglan hefur lýst eftir upplýsingum um níu konur, sem vit- að er, að voru í einhveijum tengslum við West-hjónin en til þeirra hefur síðan ekkert spurst. Þau West-hjónin þykja mjög ólík öðrum fjöldamorðingjum og hefur mál þeirra vakið mikinn óhug í Bret- landi og jafnvel svo mikinn, að marg- ir hafa reynt að leiða það hjá sér. Perry segir „þrjá til flóra fram- bjóðendur“ koma til greina Varaformaður spænska Þjóðar- flokksins, Mariano Rajoy, sem er í stjórnarandstöðu á Spáni, lýsti í gær efasemdum sínum vegna hugs- anlegs framboðs Solana. Kvaðst hann télja að nafn Solana væri nefnt til að styrkja stöðu hans heima fyrir og að ætlun Sósíalista- flokksins væri sú að Solana tæki við forystu flokksins af Felipe Gonzalez forsætisráðherra fyrir þingkosningarnar sem haldnar verða í mars á næsta ári. Nafn Danans Uffe Ellemann- Jensens er þó enn nefnt í tengslum við stöðu framkvæmdastjóra, þar sem hann nýtur eindregins stuðn- ings Bandaríkjamanna, að sögn sendifulltrúanna hjá NATO. Til að fá Frakka ofan af andstöðu sinni við Ellemann-Jensen, þarf hins vegar stuðning Breta og Þjóðveija en hvorug þjóðin hefur látið neitt slíkt í ljósi, þrátt fyrir að stjórnir landanna séu honum heldur ekki andvígar. Ríkið kaupir æskuheimili McCartneys Liverpool. The Daily Telegraph. BRESKA þjóðmiiyjaráðið hefur fest kaup á bæjaríbúðinni sem bítillinn Paul McCartney er al- inn upp í. Þjóðminjaráðið hefur eftirlit með mörgum af elstu og sögufrægustu húsum Bret- lands. íbúðin, sem er þriggja her- bergja, er í rauðu múrsteins- húsi við Forthlin Road í Aller- ton í Liverpool. Félagar McCartneys dvöldu heima hjá honum löngum stundum og voru mörg af þekktustu lögum Bítlanna samin þar, þeirra á meðal fyrsta lag h(jómsveitar- innar sem sló í gegn, „Love Me Do“ og „I Saw Her Standing There“. Talið er að þjóðminjaráðið hafi greitt öllu meira fyrir íbúð- ina en markaðsverð hennar segir til um en það er 5,5 millj- ónir ísl. kr. Fyrri eigandi, Sheila Jones, hefur átt íbúðina sl. 30 ár. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort húsið verður opið almenningi. Paul McCartney fagnaði fréttum um kaupin á æsku- heimUi hans og sagði að hún hefði án efa glatt móður hans, Mary McCartney, hefði hún verið á lífi. Ákvörðun ráðsins sé mikill heiður fyrir hann og íjölskyldu hans. „Stundum var rifist heiftarlega innandyra. Eg vona að lætin verði minni nú þegar þjóðminjaráðið ræður þar ríkjum,“ sagði bítillinn. Húsið stendur skammt frá götunni Penny Lane, sem Bítla- unnendum er að góðu kunn. Hefur endurvakning bítlaæðis- ins orðið til þess að Qölmargir aðdáendur Bítlanna hafa lagt leið sína á þessar slóðir. Hefur húseigandinn, Jones, jafnan tek- ið vel á móti fólki og boðið því að skoða húsið. „Aðdáendurnir snerta veggina og setjast jafnvel á salernið, þó að það sé ekki frá þeim tíma sem McCartney-fiöl- skyldan bjó hér. Þeir ei*u óðir og uppvægir og láta eins og húsið sé heilagur staður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.