Morgunblaðið - 23.11.1995, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 53
Stefnir í einvígi
Jóhanns og Hannesar
SKÁK
Metró mótið
SKÁKÞING ÍSLANDS,
LANDSLIÐSFLOKKUR
Fundarsal Þýsk-íslenska, Lyng-
hálsi 10. Áttunda umferð fer fram
í dag. Teflt er frá kl. 17 alla daga
þar til mótinu lýkur á sunnudag-
inn. Aðgangur ókeypis.
HANNES Hlífar Stefánsson er
efstur í landsliðsflokki á Skákþingi
íslands með sex vinninga af sjö
mögulegum. Jóhann Hjartarson
getur náð honum þar sem hann
hefur fimm vinnihga og á frestaða
skák við Ágúst S. Karlsson. Miklar
líkur eru á því að úrslitin ráðist
ekki fyrr en í síðustu umferð en
þá mætast þeir Jóhann og Hannes
innbyrðis.
Það gæti sett strik í reikninginn
að Hannes á eftir að mæta Helga
Áss Grétarssyni, þriðja stórmeist-
aranum á mótinu, sem byrjaði mjög
illa, en er nú loksins kominn í gang.
Helgi Áss virðist bytjaður á einum
af sínum frægu endasprettum. Þótt
titillinn sé vart lengur innan færis,
þá gæti hann haft úrslitaáhrif á
gang mála. Þeir Hannes og Helgi
Ass tefla saman í'áttundu umferð-
inni á morgun.
Staðan eftir 7 umferðir:
1. Hannes Hlífar Stefánsson 6 v.
2. Jóhann Hjartarson 5 v. og frestuð
skák
3. Jón Garðar Viðarsson 4Vi v.
4. Helgi Áss Grétarsson 4 v.
5. Ágúst Sindri Karlsson SVi v. og
frestuð skák
6. -8. Sævar Bjarnason, Rúnar Sigur-
pálsson og Magnús Pálmi Ömólfsson
3 Vi v.
9.-11. Áskell Örn Kárason, Benedikt
Jónasson og Kristján Eðvarðsson 2 v.
12. Júlíus Friðjónsson Vh v.
Jóhann Hjartarson varð að
fresta skák sinni við Ágúst S.
Karlsson vegna þess að hann var
með flensu og 39 stiga hita. Var
jafnvel óttast að Jóhann yrði að
hætta í mótinu, en daginn eftir
sáust engin veikindamerki á honum
og hann vann mikilvægan sigur:
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Jón Garðar Viðarsson
Bogo-indversk vörn
1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 -
Bb4+ 4. Rbd2 - 0-0 5. a3 - Be7
6. e4 - d5 7. e5 - Rfd7 8. cxd5
- exdð 9. Bd3 - c5 10. 0-0 -
Rc6 11. Hel - c4?!
Með þessu leggur svartur fullm-
ikið á stöðuna. Stórmeistarar hafa
leikið hér ýmist 11. - He8 eða 11.
- a5.
12. Bc2 - b5 13. Rfl - Rb6 14.
Rg3 - Bg4
15. Bxh7+!? - Kxh7 16. Rg5+ -
Bxg5 17. Dxg4 - Bxcl 18. Haxcl
- Hh8?
Rétt vörn var 18. - g6! með
þeirri hugmynd að svara 19. He3
eða 19. Hc3 með 19. - f5! sem
myndi bægja mestu hættunni frá.
Hvítur gæti hins vegar reynt 19.
Rf5!?, en þá á hann varla meira
en þráskák eftir 19. - gxf5 20.
Dxf5+ - Kg7 21. Dg4+ - Kh6
22. Dh3+ - Kg7! Eftir þessi mistök
nær Jóhann að byggja upp mjög
þunga atlögu.
19. Rf5 - g6 20. Hc3! - Kg8 21.
e6!
Allt hvíta liðið tekur mjög virkan
þátt í sókninni.
21. - Dc7 22. Hg3 - Hc8 23.
exf7+ - Dxf7 24. Rd6 og svartur
gafst upp.
íslandsmót kvenna
Skákþing íslands í kvennaflokki
er nú tæplega hálfnað. Staða þeirra
efstu er sem hér segir:
1. ína Björg Árnadóttir 4 v. 2.-4.
Aldís Rún Lárusdóttir, Harpa Ing-
ólfsdóttir og Ingibjörg Edda Birgis-
dóttir 2 v.
Einbeittir skákmenn fyrir
vestan
Sævar Bjarnason, alþjóðlegur
meistari, rétt náði að komast í
tæka tíð á íslandsmótið úr vel
heppnaðri Vestfjarðaferð. Sævar
hélt námskeið og stóð fyrir móti á
vegum Ungmennaíélagsins Önund-
ar, auk þess sem hann tefldi fjöl-
tefli. Skákmót fyrir börn og ungl-
inga fór fram í Holti í Onund-
arfírði þann 18. nóvember. Þáttak-
an var góð og urðu úrslit þessi:
Eldri flokkur, 5.-10. bekkur
1. Jónatan Magnússon 6 v. af 7
2. -3. Hólmar Hinriksson og Hlynur
Kristjánsson 5!ó v.
Yngri flokkur, 1.-4. bekkur:
1. Magni Björnsson 6 v. af 7
2. Krisfján Ósvaldsson 5V2 v.
3. Guðbrandur Jónsson 5 v.
Sævar tefldi fjöltefli við 20
manns á Flateyri og tókst Sigurði
Hafberg að leggja meistarann að
velli, Róbert Rúnarsson gerði jafn-
tefli, en Sævar vann hina. Einnig
tefldi Sævar við 14 á Þingeyri og
vann 13, en laut í lægra haldi fyr-
ir Sigurði Daníelssyni.
Eins og sést á þessum myndum
sem Kjell Hymer tók voru keppend-
ur á mótinu afar einbeittir þrátt
fyrir ungan aldur og sama gilti um
þá sem tóku þátt í fjölteflinu á
Flateyri.
Margeir Pétursson
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Félag eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni
Fimmtudaginn 16. nóvember 1995
var spilað í 14 og 8 para riðlum.
A-riðilI
Ingunn Bergburg - Vigdís Guðjónsdóttir 183
Þorleifur Þórarinsson - Gunnþórunn Erlingsd. 181
ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 180
Sigurleifur Guðjónss. - Eysteinn Einarss. 179
B-riðill
Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 112
Hjörtur Eljason—Björn Kristjánsson 97
Sunnudaginn 19. nóvember var spilað
í tveim 10 og 14 para riðlum.
A-riðill
Þórarinn Ámason - Bergur Þorvaldsson 189
Rafn Kristjánss. - Bemharður Guðmundss. 174
Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 169
Elín Jónsdóttir - Soffía Theodórsdóttir 168
B-riðill
Böðvar Guðmundsson - Sæmundur Bjömsson 120
Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 118
Margrét Bjömsdóttir - Guðrún Guðjónsdóttir 112
Bridsdeild
Bar ðstrendingafélagsins
Staðan eftir 3 umferðir í Hraðsveita-
keppni deildarinnar er eftirfarandi:
Sveit Jónínu Pálsdóttur 1921
Sveit Þórarins Árnasonar 1830
Sveit Rósmundar Guðmundss. 1814
Sveit Leifs Kr. Jóhannessonar 1799
Hæsta skor síðasta spilakvöld fengu
eftirtaldar sveitir:
Sveit Þórarins Árnasonar 662
S veit Jónínu Pálsdóttur 641
Sveit Stefaníu Sigurbjömsdóttur 619
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Aðalsveitakeppni Bridsfélags Hafn-
arfjarðar hófst síðastliðinn mánudag og
er staðan, að loknum 2 umfei-ðum, þessi:
Sveit Guðlaugs Ellertssonar 40
Sveit Halldórs Einarssonar 39
Sveit Siguijóns Harðarsonar 35
Sveit Drafnar Guðmundsdóttur 34
Einungis 8 sveitir mættu til leiks og
verður reynt að fjölga þeim fyrir næsta
spilakvöld. Áhugasamir eru beðnir að
hafa samband við: Ársæl s. 554-2209,
Atla s. 555-1921 eða Trausta s. 565-1064
fyrir sunnudagskvöld.
RAÐAUGÍ YSINGAR
Málþing Verndar um mál-
efni ungra afbrotamanna
verður haldið í ráðstefnusal (auditorium)
Hótels Loftleiða föstudaginn 24. nóvember
kl. 13-16 (áður auglýst 27. október sl., en
frestað) samkvæmt áður boðaðri dagskrá.
Stjórn Verndar.
Aðalfundur
Áður boðuðum aðalfundi Fiskiðjusamlags
Húsavíkur hf., sem halda átti 7. desember
nk., hefur verið frestað.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn
20. desember nk. á Hótel Húsavík og hefst
kl. 20.30.
• Aðalfundur Höfðá hf. verður haldinn þriðju-
daginn 19. desember á sama stað og tíma.
Tillögur, sem hluthafar vilja bera fram á fund-
unum, skulu hafa borist skrifstofum félag-.
anna eigi síðar en 8. desember nk.
Stjórnin.
Læknar - læknar
Almennur fundur í Læknafélagi Reykjavíkur
verður haldinn í Hlíðasmára 8, Kópavogi, í
dag, fimmtudaginn 23. nóvember, kl. 20.30.
Efni: Er þörf á forgangsröðun
f heilbrigðiskerfinu?
Frummælendur: María Sigurjónsdóttir,
Pálmi V. Jónsson, Símon Steingrímsson
og Sveinn Magnússon.
Stjórnin.
Jólauppboð
Höfum hafið móttöku á málverkum fyrir
næsta listmunauppboð.
Vinsamlegast hafið samband sem allra fyrst.
BORG
v/Austurvöll,
sími 552-4211.
T5J
HEIMSKÚRINN
Söng- og kóráhugafólk
Vilt þú syngja með Heimskórnum á Lista-
hátíð í júní 1996 ásamt listafólki á heims-
mælikvarða? Heimskórinn (World Festival
Choir) er alþjóðlegur kór fyrir jafnt byrjendur
sem og vant kórfólk. Innritun stendur yfir.
Vantar bæði karla- og kvennaraddir.
Fyrsta æfing 25. nóvember nk.
Nánari upplýsingar í síma 567 7667.
Eitt blab fyrir alla!
- kjarni málsins!
#•
Sma ouglýsingar
I.O.O.F. 5= 17711238 = E.T.2.
Sp.
Landsst. 5995112319 VII
□ HLlN 5995112319 IV/V 2
I.O.O.F. 11 = 17711238Vz =
E.T.2.
□ EDDA 5995112319II 7 FRL.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Lofgjörðarvaka kl. 20.30
Hjálparstarf ABC kynnt. Robert
Solomon frá Indlandi syngur og
talar.
Allir velkomnir.
lp7
Aðaldeild KFUM,
Holtavegi
Fundur í kvöld kl. 20.30.
Fallnir stofnar. Árni Sigurjóns-
son sér um efnið. Hugleiðing:
Þórarinn Björnsson. Upphafsorð
hefur Leifur Hjörleifsson.
Allir karlmenn velkomnir.
Sálarrannsóknafélag
Suðurnesja
Fjöldafundur
Transmiðlarnir Bjarni Kristjáns-
son og Skúli Lorenzson verða
með fjöldafund í húsi félagsins
í dag, fimmtudaginn 23. okt.,
kl. 21. Húsið opnað kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Mlðltm
Pýramídinn -
andleg
miðstöð
Grasalækningar
Kolbrún Björns-
dóttir, grasalækn-
ir, flytur erindi um
jurtir og næringu
til að viðhalda al-
mennu heilbrigði
í Pýramídanum í
fimmtudaginn 23. nóv.,
kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30.
Aðgöngumiðar viö innganginn.
Pýramídinn,
Dugguvogi 2, Reykjavík,
(sama hús og Ökuskóli islands),
símar 588-1415 og 588-2526.
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Aimenn samkoma í kvöld
kl. 20.30. Láttu sjá þig, þú ert
innilega velkominn.