Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ - FRETTIR FORMAÐUR Bílgreinasambandsins, Hallgrhnur Gunnarsson (t.v.), ávarpar Guðmund Gíslason og afhendir honum heiðursskjalið. Guðmundur Gíslason kjörinn heiðursfélagi Bílgreinasambandsins LÝST var kjöri heiðursfélaga á afmælishátíð Bílgreinasam- bandsins í Reykjavík sl. laugar- dag. Var það Guðmundur Gíslason, stofnandi Bifreiða og landbúnaðarvéla en hann hef- ur allt frá árinu 1945 starfað að bílainnflutningi. Þá var Björn Omar Jónsson sæmdur gullmerki sambandsins fyrir störf sín í þágu þess. Um 180 fyrirtæki eru í Bíl- greinasambandinu en'það var stofnað árið 1970 með samruna tveggja félaga, Sambands bíla- verkstæða á Islandi og Félags bifreiðainnflytjenda. Innan vé- bánda sambandsins í dag eru bifreiðainnflytjendur, almenn verkstæði, málningar- og rétt- ingaverkstæði, varahlutasalar, smurstöðvar, ryðvarnastöðvar og aðrir þjónustuaðilar í bíl- greininni. Hallgrímur Gunn- arsson formaður Bílgreina- sambandsins sagði að af 45 stofnfélögum þess væru í dag aðeins 17 starfandi enn sem sýndi að störf í bílgreininni væru ekki beinlínis auðveld. Fengu fulltrúar þessara 17 fyr- irtækja afhenta áletraða viður- kenningarskildi á þessum tímamótum. Skipulag ríkisins Kynnig á lagn- ingu vegar y fir Fljótsheiði KYNNING stendur yfir hjá Skipu- lagi ríkisins og á skrifstofu Reyk- dælahrepps og hjá oddvita Ljósa- vatnshrepps á lagningu hringvegar frá Fosshóli við Skjálfandafljót yfir Fljótsheiði að vegamótunum við Aðaldalsveg. Fyrirhugað vegarstæði liggur frá Fosshóli við Skjálfandafljót yfir Fljótsheiði að vegamótum við Aðal- dalsveg við Jaðar. Nýi vegurinn verður 9,77 km og er liður í bættu vegarsambandi á Norðurlandi. í samantekt kemur einnig fram að vegurinn fær forgang, þar sem nú- verandi vegur um Fljótsheiði er ein- ungis sumarvegur, brattur og hættu- legur vegna blindhæða. Vegurinn ber auk þess ekki þá umferð sem um hann fer á sumrin en hann er hluti af leiðinni á milli Akureyrar og Mývatnssveitar og ér fjölfarinn af ferðamönnum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist vorið 1996 og að þeim ljúki sumarið 1997. Vegurinn liggur um lönd Fosshóls og Rauðará í Ljósa- vatnshreppi og lönd Ingjaldsstaða, Heiðarbrautar, Einarsstaða, Jaðars og Kvígindisdals í Reykdælahreppi. Vegarstæðið hefur verið sarríþykkt af hreppsnefndunum. Kynningin stendur frá 22. nóv- ember til 28. desember næstkom- andi. Athugasemdir skulu vera skrif- íegar og berast eigi síðar en 28. desember til Skipulags ríkisins. Mikil eftirspurn eftir íslenskum frímerkjum úr safni Swansons Seldust fyrir 22,5 milljónir HEILDARSALA á íslensku frí- merkjasafni Rogers A. Swanson, sem haldið var á laugardag í Bandaríkjunum, nam um 22,5 milljónum króna að sögn George G. Birdsall, eiganda Northland Auctions uppboðsfyrirtækisins sem bauð safnið upp fyrir ekkju Swansons. Birdsall segir að um tvö til þijú ár hafi tekið að selja allt safn Swansons og nemi söluverðmæti þess um 38-45 milljónum króna, þannig að ljóst sé að íslenski hluti þess hafi verið verðmætastur. Tvö skildingabréf á 3,3 milljónir Tvö íslensk skildingabréf frá 1874 og 1875, sem voru verðmætustu uppboðsgripirnir sökum mikils fá- gætis og góðs ásigkomulags, seld- ust á 26 þúsund dollara hvort, eða alls rúmar 3,3 milljónir króna. Birdsall segir að önnur skild- ingabréf sem voru á boðstólum hafi selst fyrir gott verð, flest mun hærra en matsverð, og telji hann bréfin á uppboðinu hafa verið áberandi eftirsóttust. Þar á meðal seldist bréf frá 1896 með bláu 20 aura frímerki, sem sent var til Suður-Afríku, á þreföldu mats- verði. Fjórblokkir hafi hins vegar selst á lægra verði en menn áttu von á, t.d. seldist einstaklega sjald- gæf fjórblokk með grænum fjög- urra skildinga frímerkjum á helm- ingi matsverðs, eða um 5.000 doll- ara. „í heildina tekið er ég hæst- ánægður, enda seldust um 99% þeirra muna sem á uppboðinu voru og það er samdóma álit okkar að niðurstaðan sýni mikinn áhuga á íslenskum frímerkjum með söfn- unargildi," segir hann. 500 manns buðu í safnið „Safn Swansons af íslenskum frímerkjum er að mínu mati eitt þriggja eða fjögurra bestu í heim- inum. Það er ekki það stærsta en ákaflega gott, þannig að segja má að söfn af þessu tagi koma ekki fram á sjónarsviðið nema einu sinni á 20 ára fresti eða svo. Þetta var því einstakur viðburður eins og sést á áhuganum.“ Alls buðu um 500 manns frá öllum heiminum í frímerkjasafn Swansons, þar á meðal nokkrir íslendingar, að sögn Birdsall, en þeir hrepptu þó ekki verðmætustu munina. Hann kveðst telja að þorri safnsins hafi þó aðeins deilst á hendur 10-20 kaupenda. Hann geti þó ekki ljóstrað neinu upp um kaupanda eða kaupendur skild- ingabréfanna, þar sem hann sé bundinn trúnaði gagnvárt við- skiptavinum fyrirtækisins. Swanson átti einnig safn fá- gætra íslandskorta, en Birdsall kveðst ekki eiga von á að ekkja hans muni selja þau, að minnsta kosti ekki í bráð. Langvarandi óánægja með Reykjavíkurflugvöll ÍSLENSKIR atvinnuflugmenn virð- ast hafa verið óánægðir með ástand Reykjavíkurflugvallar um árabil og sagði flugmaður einn, sem Morgun- blaðið ræddi við, að völlurinn færi stöðugt versnandi. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sagði á þriðjudag að flugmenn væru farnir að forðast Reykja- víkurflugvöll og sagði ráðagerðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að skera framkvæmdafé flug- málaáætlunar niður um 48%. Flug- ráð hefur ályktað að I óefni stefni nái tillagan um niðurskurð fram að ganga. „Varla hægt að kalla þetta flugvöll“ Jón Waage, eftirlitsflugstjóri hjá Flugleiðum, þekkir vel til Reykja- víkurflugvallar og hélt því fram í gær að hann væri „einn versti flug- völlur landsins". Jón sagði að ástandið hafí versn- að jafnt og þétt. „Það er ekki hægt að halda honum við,“ sagði hann. „Það þyrfti að byggja hann upp . . . Það er varla hægt að kalla þetta flugvöll." Viðmælendur Morgurjblaðsins fundu flugvellinum það helst til foráttu að hann væri ósléttur, hol- óttur og pollóttur. Gunnar Þorvaldsson, flugmaður og framkvæmdastjóri íslandsflugs, kvaðst taka undir gagnrýni á ástand vallarins og sagði nauðsyn- legt að leggja fé í viðhald hans. „Völlurinn er ósléttur og safnast þá oft á hann vatn og ís,“ sagði Gunnar. „Þegar flugvellir eru hannaðir er oft settur vatnshalli, en því er ekki til að dreifa á vellin- um. Aðflugstæki og annað slíkt er í ásættanlegu lagi á Reykjavíkur- flugvelli. Því er fyrst og fremst ábótavant sem snýr að flug- brautunum sjálfum.“ Gunnar sagði að deilt hefði verið um dreifingu verkefna í flugvalla- málum. Flugmálastjórn hefði lagt mikinn þunga á Egilsstaðaflugvöll, en á móti kæmi að aðrar fram- kvæmdir hefðu setið á hakanum og menn sæju ekki fram á breyt- ingu á því vegna niðurskurðar. Islandsflug er með 19 sæta vélar af gerðunum Dornier og Metro og sagði Gunnar að ástand vallarins kæmi minna niður á flugfélaginu ) í I I I I I vegna þess að vélar þess þyrftu styttri flugbrautir, en til dæmis vélar Flugleiða. Hann bætti því við að brautirnar á Reykjavíkurflug- velli væru reyndar oft hátíð miðað við ástand lítilla flugvalla, sem Is- I landsflug flygi til á landsbyggðinni. Jón Waage þakkaði þeim, sem L sjá um að þrífa völlinn, gott starf. p Þeir héldu honum góðum fyrir inn- anlandsflugið. En erlendir flug- menn, sem væru óvanir vellinum, væru hræddir við hann. „Ég get ekki ímyndað mér hver gæti gert það,“ sagði Jón þegar hann var spurður hvort hann vissi til þess að einhver hefði mælt ástandi vallarins bót. „Völlurinn er | kannski ekki kominn á það stig að | hann sé hættulegur. Þá yrði honutn ^ lokað. En hann er kominn út í ystu ™ myrkur hvað þetta varðar.“ , Skipulagsstjóri ríkisins Nýr vegur lagður frá Jökulsá á FjöIIum SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða lagningu hringvegar, Jökulsá á Fjöllum — Biskupsháls. Um er að ræða 13,3 km veg frá Jökulsá á Fjöllum suður yfir Biskupsháls. Markmiðið er að auka umferðaröryggi og tryggja greiðari samgöngur á milli Norður- og Austurlands. í niðurstöðu frumathugun- ar á mati á umhverfisáhrifum segir, að tillagan feli í sér færslu frá núverandi vegar- stæði um 3 km suðvestur fyr- ir 4,3 km. Nýi vegurinn mun leysa af hólmi núverandi veg sem ber ekki þunga umferð og er snjóþungur og hættuleg- ur vegna blindhæða og ein- breiðra brúa. Grímsstaðir úr alfaraleið í niðurstöðum kemur fram að núverandi hringvegur ligg- ur um hlaðið á Grímsstöðum og mætir þar Hólsfjallavegi til Öxarfjarðar og er það sumarvegur. Á Grímsstöðum er bensínsala, verslun, bænda- gisting og tjaldstæði. Með fyr- irhuguðum hringvegi verða Grímsstaðir ekki lengur í al- faraleið. Vegurinn færist frá hlaðinu á Grímsstöðum að Jökulsá og verður heimkeyrsl- an að bænum 4,4 km. Hóls- fjallavegur mun áfram liggja frmahjá Grímsstöðum. Samkvæmt frummat- skýrslu er talið að fram- kvæmdin muni hafa þau áhrif að draga úr bensínsölu, versl- un og aðsókn að tjaldstæðum á Grímsstöðum, en að færsla vegarins muni ekki hafa áhrif á aðsókn að bændagistingu, þar sem flestir panti hana fýr- irfram. Fram kemur að sveit- arstjórn Öxarfjarðarhrepps óskar eftir því að Vegagerðin kosti og aðstoði við uppbygg- ingu nýrrar þjónustuaðstöðu ábúanda á Grímsstöðum. Þá segir að ákvarðanir um að- gerðir verði teknar í samráði við ábúanda jarðarinnar. Neyðarskýli Tekið er fram að heim- keyrslan að Grímsstöðum verði rudd á opnunardögum Vegagerðarinnar og að neyð- arskýli verði komið fyrir við veginn milli Mývatnssveitar og Víðidals til að auka öryggi vegfarenda á vetrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.