Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Adldas Iþróttagallar - mikið úrval Fyrsta desember hefst sex vikrta fjölskylduhátíð jólasveinsins í verslunum og fyrirtœkjum í Hveragerði og síðast en ekki síst Tívolíhúsinu sem búið er að breyta í 6 þúsund m2 Jólaland! t0ft ► Fjolbreytt skemmti- DAGSKRÁ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDU NA ► LEIKÞÆTTIR Á FJÓRUM LEIKSVIÐUM TÍVOLÍ FRÁ ENGLANDI ► Markaðstorg ► ÍSLENSKIR JÓLASVEINAR ►- HÚSDÝRAGARÐUR ► TÓNLISTARATRIÐI ► Grýla og leppalúði ►- Stærsta JÓLATRÉ Á ÍSLANDI Kynnir: Mókollur Forsala vegabréfa í Jólaland hefst 24. nóv. Klippið auglýsingarnar út og safnið. Þeir sem koma með allar 9 auglýsingarnar í Jólaland fá viðurkenningu frá jólasveininum Sankti Kláusi. Nöfn þeirra fara í pott og verða glœsilegir vinningar dregnir iit á Þorláksmessu. EIMSKIP FLUGLEIDIR ^ HB SMiúautprtlr **w-' /ÍJÍJ/J nOKÖLWR 5PORTHÚ5 REYKJAVÍKUR Laugavegi 44, sími 562 2477 sem væru að þvælast á hættusvæð- um ofbeldis eða jafnvel í heimsku sinni ættu heima á ryskingasvæð- um myndu þá líklega greiða meira en góð(ir)borgarar? Iðgjöld vegna hugsanlegs heimilisofbeldis myndu þannig dæmast hærri á konur þar sem ofbeldi gegn konum á sér stað í yfir 40% tilfella inni á heimilum og af þeim sem verða fyrir heimilis- ofbeldi eru konur um 90%. Þótt hugmyndin sé fáranleg myndu há iðgjöld „vandræðafólks" í raun spegla viðhorf stjórnvalda og lögreglu á íslandi til ofbeldis. Þar er vandamálið talið vera frekar félagslegs eðlis en refsiréttarvert. Enn er því litið á heimilisofbeldi sem vanda „þannig“ fólks en ekki sam- félagsins. Þetta kemur greinilega fram í svari Þorsteins Pálssonar, þáverandi dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um aðgerðir gegn of- beldi (des. 1993): „Niðurstaðan er sú að vandamálið samfara þessum brotum er ekki refsiréttarlegs eðlis, heldur öllu fremur félagslegs eðlis. Þannig kemur í ljós að mál þessi tengjast langflest misnotkun áfeng- is, afbrýðisemi og félagslegum vandamálum af ýmsu tagi. Flest þessara mála teljast upplýst, þ.e. —Ijóst er hver sakborningurinn er. Hins vegar ganga þessi mál mjög á tíma og fé sem lögregla hefur til ráðstöfunar hveiju sinni og væri betur varið í alvarlegri og brýnni verkefni. Þá er einnig áberandi að kærendur hafa ekki mikinn hug á að fylgja kærum sínum eftir og falla frá refsikröfu þegar af þeim rennur mesti móðurinn." (Alþingist." B, 1993.) Geta bætur breytt viðhorfí? Peningamir tala og peningatjón eru almennt viðurkennd og njóta mikillar samúðar. Þegar maður kemur út að morgni og bölsótast yfír beyglu á bílnum sínum, sýnir nágranninn oftast mikla samkennd. Ekki er endilega víst að tjónið fáist bætt en allar leiðir eru þó án efa kannaðar. Eins er það að mun auð- veldara er að kæra rán en nauðg- un. Móðum og másandi manni sem kemur inn á lögreglustöð og til- kynnir um að veskinu sínu hafí verið stolið er samstundis trúað. Fórnarlömbum ofbeldis og nauðg- unar í sömu erindagerðum er hins vegar vantreyst svo ekki sé minnst á efasemdirnar ef áverkarnir eru ekki fyllilega sýnilegir. Eiiia tryggingii gegn ofbeldi, takk! félaginu sýni að jafnrétti á enn tölu- vert langt í land. í skýrslunni er því fagnað að á undanförnum árum hefur verið stofnað til samtaka sem helga sig réttindabaráttu kvenna. Þar hefur mest borið á aðgerðum sem spoma gegn ofbeldi í garð kvenna og barna. Tillagan um ríkis- greiðslur bóta til fórnarlamba of- beldis stendur í beinum tengslum við þessa rannsókn og eins eru greinileg tengsl við ráðstefnuna í Með innheimtu ríkis- sjóðs má styrkja varn- aðarákvæði refsi- réttar, segir Marín Guðrún Hrafnsdóttir, því brotamanni væri gert skylt að greiða fyrir þann skaða sem hann ylli. Peking. Þannig kemur frestunartil- lagan ekki fram fyrr en ráðstefnan er um garð gengin og ekki þarf Iengur að óttast álitshnekki íslenska velferðarkerfisins. Krafa á samfélagið eða krafa samfélagsins? Guðmundur Ólafsson hagfræð- ingur er á móti því að ríkið ábyrg- ist bótagreiðslur vegna líkamstjóns. Hann sagði í DV nýverið: „Fólk á að geta keypt sér tryggingu fyrir slíku en ekki að hlaupa með málið til ríkissjóðs og krefja samfélagið um bætur.“ (12. okt.) Guðmundur er þama að tala til þeirra sem telja sig geta átt von á ofbeldi! Hann telur m.ö.o. að markaðurinn geti séð um það að koma á einhverju jafnvægi í ofbeldismálum. Að mkka iðgjöld vegna hugsanlegs ofbeldis er þá kannski tilvalin lausn? Þeir ÞOLENDUR ofbeldis- brota á íslandi sem kæra verknaðinn þurfa að hafa eftirlit með og sjá um að krefja brotamenn um bætur. Margoft hefur komið í ljós að eftir að dómur hefur fallið í máli tjónþolenda hefur reynst erfitt að heimta bæturn- ar. Ástæðurnar eru margar en tengjast flest- ar því að engin stofnun heldur utan um innheimt- una og engin ákvæði hafa ríkt um hvernig standa á að málum þegar tjónvald- ur neitar eða getur ekki greitt fyrir skaðann. Skilningur á glæpsemi ofbeldis er einnig enn takmarkaður. Vegna umræðunnar sem verið hefur í þjóðfélaginu ákvað ríkissjóð- ur loks að hlaupa undir bagga með tjónþolum ofbeldisbrota. Samþykkt voru lög á Alþingi um „greiðslu rík- issjóðs á bótum til þolenda af- brota“. Lögin voru samþykkt ein- róma enda um augljósa réttarbót að ræða. Nú er hins vegar komið bakslag í réttlætiskenndina með yfirvofandi frestun á gildistöku þessara laga. Opinber viðurkenning á að of- beldi sé vandamál samfélagsins er aðalsmerki lagasetningarinnar. Stjórnvöld álykta að með ofbeldis- brotum sé gengið á rétt þegnanna um frelsi og að slíkt sé refsivert en refsi- vöndur gegn ofbeldi hefur til þessa ekki verið nægjanlega virkur. Kærumál dagar oft uppi og í því liggur vandi heimilisofbeldis öðru fremur. Heimilisof- beldi hefur fengið lítið áreiti frá yfir- völdum. Goðsögnin um friðhelgi einka- lífsins hefur verndað athæfið og einnig afneitunin sem felst í því að heimilisof- beldi eigi sér ekki stað á „venjulegum" heimilum. Þrýstingur Sameinuðu þjóðanna Fjórða ráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem tók fyrir málefni kvenna sérstaklega var haldin í Peking fyrir skömmu. Þar voru ágreiningsefni mörg því nú átti að gera áætlun ráðstefnunnar þannig úr garði að hún skilaði sér í aðgerð- um til handa konum um allan heim. Af þessu tilefni var skýrsla um rétt- indi og stöðu kvenna á íslandi tek- in saman og gefín út af Utanríkis- ráðuneytinu. Skýrslan staðfesti þá almennu vissu að lagalega virðast íslenskar konur jafnsettar körlum en raunveruleg staða þeirra í sam- Marín Guðrún Hrafnsdóttir Með ríkisafskiptum af ofbeldi verða kærumálin afmarkaðri og við- urkenndari en þau hafa verið til þessa. Þegar kæra fer að verða eðlilegur eftirmáli ofbeldis en ekki undantekning, eins og raunin er í dag, gerist það af sjálfu sér að við- urkenning samfélagsins fæst. Eins geta „refsiútgjöld“ sem ríkið inn- heimtir af brotamönnum og breytt sönnunarbyrði stuðlað að viðhorfs- breytingu. Með innheimtu ríkissjóðs mætti styrkja varnaðarákvæði refsiréttar því brotamanni væri gert skylt að greiða fyrir þann skaða sem hann ylli. Með því mætti e.t.v. koma í veg fyrir að stöðumælasekt leiddi af sér barsmíðar á maka þegar heim kæmi. Það væri bannað, og einstaklingurinn myndi vita að við því lægju „refsiútgjöld“ (og/eða frekari refsing) á sama hátt og ef viðkomandi borgar ekki stöðumæla- sektina. Auðvitað er þetta einföldun á alvarlegum verknaði en afskipti ríkissjóðs eru forsendan fyrir breyttu hugarfari fólks gagnvart ofbeldi og þá sérstaklega því sem fer fram „innan friðhelgi heimilis- ins“. Ekki til peningar til að framfylgja lögum Lögin sem kváðu á um að ríkið tækist á hendur að greiða og inn- heimta bótagreiðslur vegna ofbeld- isbrota áttu að taka gildi 1. janúar 1996 en jafnframt áttu þau að vera afturvirk og ná til tjóna af völdum ofbeldis allt frá upphafi árs 1993. Dómsmálaráðuneytið óskaði eftir því að gildistökunni yrði frestað vegna sparnaðaraðgerða í ráðu- neytinu. Alþingi hefur ekki tekið málið til umræðu en ljóst er að öll- um framkvæmdum hefur verið frestað og er nú öruggt að ekki tekst að gera nauðsynlegar ráðstaf- •anir fyrir 1. janúar næstkomandi. Lagasetningin um bótagreiðslur er af sömu ætt og meðlagsgreiðsl- ur. Það eru alltaf einhveijir sem eru ekki borgunarmenn og þá kemur til kasta ríkissjóðs að greiða mis- muninn. Þegar ríkissjóður sér um að innheimta bótakröfu af brota- manni er minni hætta á að kærur dagi uppi í kerfinu eða séu dregnar til baka og eins geta slík „refsiút- gjöld“ verið mönnum víti til varnað- ar. Það liggur í hlutarins eðli að eft- ir nauðgun eða annars konar alvar- lega kynferðis- og ofbeldisbeitingu er erfitt eða ómögulegt fyrir fórnar- lambið að leita réttar síns með hefð- bundnum hætti, þ.e. eins og um venjulega skuldheimtu væri að ræða. Hefðbundnar bótakröfur hljóta að hafa í för með sér frekari auðmýkingu og því fylgir minnstur sársauki fyrir brotaþola að fá greiddar bætur frá ríkinu. Höfundur er bókmenntafræðing- ur og nemi í HÍ. ISLENSK VARA - INNLEND ATVINNA' íslensktTsí já takk <§) SAMTOK IÐNAÐARINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.