Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 49 MIIMNIIMGAR EINAR JÓHANNESSON + Einar Jóhannesson fæddist á Gauksstöðum í Garði 28. maí 1937. Hann lést á Héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi 8. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Blönduós- kirkju 18. nóvember. HORFINN ér af sjónarsviðinu góð- ur félagi og merkur framfarasinni í íslenskum sjávarútvegi. Einar Jóhannesson hefur um árabil gert marga góða hluti er varða veiðar á ýmsum sjávardýrum og þá sér í lagi veiðar á botnlægum dýrum. | Hann vann mikið brautryðjanda- starf í hönnun og framieiðslu á skeldýraplógi sem hefur nánast I valdið straumhvörfum í hörpu- disksveiðum hér á landi. Svo þegar ígulkeraveiðar og vinnsla hófust fýrir ca. 3 árum þá var hann strax kominn með ígulkeraplóg sem einnig kom vel út í þeim veiðum og voru báðir þessir plógar kennd- ir við heimabyggð Einars og kall- aðir Blönduósplógar. Verður Ein- 1 ari seint þakkað þetta framtak i hans og framsýni í þessum efnum. j Einar var alltaf með hugann við sjávarútveginn og var stundum með byltingarkenndar hugmyndir um hvernig hægt væri að bæta veiðarfæri ýmiskonar og vinnslu. Mörg símtölin áttum við saman og önnur viðtöl og alltaf var sama bjartsýnin hjá honum og hug- myndirnar fæddust jafnt og þétt. Hann var ófeiminn við að fara ótroðnar slóðir og ekki stóðu flóknar tæknibrellur í veginum fyrir honum og var hann með margar patentlausnir á þeim hlut- um. Þegar maður hugsar til baka þá finnst manni að þarna hafi far- ið maður sem hefði verið hægt að nýta mun betur í þjónustu við aðalatvinnuveg okkar Islendinga. Hann var í raun fjársjóður eða auðlind sem við bárum ekki gæfu til að nýta til fulinustu. Ofáar voru ferðirnar sem Einar fór suður heið- ar til að kynna hugmyndir sínar fyrir ráðamönnum og stjórnum ýmissa opinberra sjóða og oft fór hann bónleiður heirn, en stundum hafði hann heppnina með sér. Það skýtur oft skökku við hjá okkur Islendingum, að við erum ófeimnir við að hampa og launa okkar lista- mönnum og veita þeim allskonar heiðurslaun og viðurkenningar, en þegar menn á borð til Einar koma fram á sjónarsviðið með fijóa hugsun til úrbóta í okkar aðalat- vinnuvegi þá eru fáir möguleikar til að styrkja slíka menn til dáða. Eg veit það fyrir víst að mikil hugarorka fór forgörðum hjá Ein- ari vegna þess hve honum fannst menn taka sér illa og meta ekki hans framlag rétt. Oft var hann vonsvikinn og reiður vegna þessa enda var hann gæddur miklu stolti og réttlætiskennd, en alltaf var stutt í hláturinn. Ég kveð hér góð- an félaga og sveitunga og kem til að sakna samtalanna okkar sem veittu mér mikla ánægju og innsæi í tæknilega hluti sem Einar var meistari í að miðla. Ég bið eiginkonu hans, Guðrúnu Sigurðardóttur, börnum og ætt- ingjum blessunar og huggunar. Sólmundur Tr. Einarsson. Handrit afmælis- og minningargreina Skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk Á-4 miðað við ineðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sfn cn ekki stuttnefni undir greinunum. í lífsins garði vaxa blóm gul og rauð og blá eitt er lítið annað stórt einum leyfíst annar ekki má. Þau eiga öll sín leyndarmál sem enginn vita má ein er rós af herrans náð önnur bara vesöl baldursbrá. Þau dreymir sumarlangt um meira sólskin lengri dag safaríka jörð betra líf á betri stað. Okkur langar í örfáum línum að minnast félaga okkar, Einars Jóhannessonar. Þessar ljóðlínur lýsa kannski betur en mörg orð lífshlaupi hans eins og það kom okkur fyrir sjónir. Og eins því að okkur er ætlað misjafnt hlutskipti í lífínu. Einar fór ógjarnan troðnar slóðir, hann var sífellt leitandi að nýjum ieiðum og vildi í fáu kann- ast við að getu hans væru einhver takmörk sett. Við kynntumst Einari mjög náið vegna þess félagsskapar sem við stunduðum saman. Við komum saman vikulega til að miðla hver öðrum af reynslu, styrk og vonum. Einnig til að sætta okkur við breyskleika okkar og að okkur voru sett takmörk sem við ekki megum yfirstíga. Ef við gerum það getur farið illa. í okkar félagsskap gerist það að félagarnir fara kannski um tíma en alltaf er þó von hjá þeim sem eftir sitja að þeir komi aftur. Við höfum ekki notið samvista Einars um nokkurt skeið en vonuð- um ætíð að hann ætti afturkvæmt því það er ætíð söknuður þegar félagi ákveður að leiðir liggi ekki lengur saman. Einar' kom ekki aftur og það sem eftir situr er sú reynsla sem hann miðlaði okkur og í framtíðinni minningar um góðan dreng. í lífsins garði uxu blóm gul og rauð og blá en vetur kóngur lagði þau á leiði lífsins gul og rauð og blá. (Spilverk þjóðanna.) Við viljum að lokum senda eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðjón, Sturla, Guðmundur, Helgi, Einar og Jón. t Faðir okkar og tengdafaðir, VALTÝR GUÐMUNDSSON, Álftamýri 58, lést í St.Jósefsspítala 21. nóvember. Ingunn Valtýsdóttir, Þórir Ólafsson, GuAmundur R. Valtýsson, Ásdfs Einarsdóttir, Böðvar Valtýsson, Hólmfríður Guðjónsdóttir, Gunnar Valtýsson, Sólveig Þorsteinsdóttir. t GUÐRÚN ÞÓRA ÞORKELSDÓTTIR frá Fjalli, lést í Sjúkrahúsi Sauðárkróks 21. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Grétar Benediktsson, Ólafur Þ. Ólafsson. t Bróðir okkar, HALLSTEINN SVEINSSON smiður, síðast til heimilis á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 21. nóvember. Sigurður Sveinsson, Þorgerður Sveinsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn og bróðir, FRIÐRIK ÓBERMAN (Freddie), andaðist 17. nóvember. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Alla Óberman, Kristin Óberman og vandamenn. Ástkær eiginmaður minn og sonur, SIGURJÓN HERBERTSSON, Efstalandi 20, Reykjavík, lést 21. nóvember. Útför hans verður gerð frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 28. nóvember kl. 10.30. Kristín Helga Hákonardóttir, Herbert Sigurjónsson. t ÓLAFURGUÐNASON, Ásbúðartröð 17, Hafnarfirði, lést 15. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, Jón P. Ólafsson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA SVANBORG JÓNSDÓTTIR, (Svana) Glæsivöllum 19a Grindavik, lést þann 21. nóvember 1995. Helgi Aðalgeirsson, Guðgeir Sveinbjörn Helgason, Þórey Gunnþórsdóttir, Hilmar Eyberg Helgason, Ragna Valdemarsdóttir, Kristín Rut Helgadóttir, Þorsteinn Jónasson, Hafdís Helgadóttir, Lilja Björk Helgadóttir, Almar Þór Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR SIGURJÓN BJÖRNSSON, Freyjugötu lOb, Sauðárkróki, sem lést í Sjúkrahúsi Sauðárkróks að morgni laugardagsins 18. nóvember, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 25. nóvember kl. 11.00 árdegis. Marfa Rósmundsdótir, Rósamunda Óskarsdóttir, Haraldur Friðriksson, Málfríður Haraldsdóttir, Ásmundur Baldvinsson, María Haraldsdóttir, Friðrik Haraldsson, Fannar Haraldsson, Bragi Hrólfsson, Hrólfur Bragason, Ómar Bragason, Þórður Ragnarsson, og barnabarnabörn. Baldur Baldursson, Rannveig Helgadóttir, Heiðbjört Kristmundsdóttir, Signý Einarsdóttir, Guðný Lára Petersen Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJARNI NIKULÁSSON, Lyngheiði 9, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 25. nóvember kl. 15.30. Sesselja Guðjónsdóttir, Kristjana Bjarnadóttir, Loftur S. Loftsson, Bragi Bjarnason, Sigrún Ásgeirsdóttir, Halldóra M. Bjarnadóttir, Ágúst Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR frá Hofdölum, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 25. nóvember kl. 14.00. Hjalti Guðmundsson, Kristín Svavarsdóttir, Anna Jóna Guðmundsdóttir, Sigurður Ólafsson, Margrét Guðmundsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sólborg Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DANHEIÐUR ÞÓRA DANÍELSDÓTTIR, Bjarmalandi, Grindavík, síðastá Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 25. nóvember kl. 14.00. Sólveig Guðbjartsdóttir, Agnar Guðmundsson, Ólafur Guðbjartsson, Anna Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.