Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 51 is. Haraldur afsannaði þá kenningu. Mannkostir hans gerðu öll sam- skipti við hann auðveld og ánægju- leg. Ég er sannfærð um að Haraldur hefur nú fundið hlýjan faðm og bjart bros Steinunnar sinnar í fyrir- heitna landinu. Kannski leiðast þau nú í langri gönguferð eins og forð- um daga eða fá sér sundsprett á öðru tilverustigi. Það er óvenju bjart yfir minningu Haraldar tengdaföður míns. Á kveðjustund vil ég þakka honum fyrir alla þá ástúð sem ég naut í samvistum við hann og þau hjón. Slíkt verður seint fullþakkað. Blessuð sé minning göfugs manns. Erla Þorsteinsdóttir. Haraldur Ágústsson, stórkaup- maður í Reykjavík, var kvæntur Steinunni Helgadóttur afasystur minni og alnöfnu. Margar minning- ar hrönnuðust upp í huga mínum þegar móðir mín hringdi og sagði mér að hann Haraldur minn væri dáinn. Aldrei gleymi ég heimsóknum til Steinu og Haraldar á þeirra fallega heimili á Blómvallagötu 2 og þeim hlýju móttökum sem ég fékk þar. Ég minnist þess þegar Haraldur og Steina komu í heimsókn til Stykkis- hólms og buðu mér með sér í bíltúr til þess að sýna sér það markverð- asta í bænum. Þá kom á daginn að þau vissu mun meira um Stykkis- hólm en ég, því að þar höfðu þau bæði átt heima þegar þau voru ung. Haraldur benti mér á húsið sem hann hafði átt heima í og fað- ir hans byggði. í dag bý ég í þessu sama húsi ásamt fjölskyldu minni. Nú er dagur að kvöldi og einung- is eftir að þakka fyrir að hafa feng- ið að kynnast þessum góðu hjónum sem nú hafa sameinast á ný hjá Guði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ástvinum Haraldar sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Haraldar Ágútssonar. Steinunn Helgadóttir, Borg, Stykkishólmi. Crfisdrykkjur VeitÍAgohú/ið Slmi 555-4477 ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 SIGRIÐUR JOHANNA STEFÁNSDÓTTIR KELLEY + Sigríður Jó- hanna Stefáns- dóttir Kelley (köll- uð Sísí) var fædd í Reykjavík 20. júlí 1932. Hún Iést á heimili sínu á Long Island 16. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Árnason, bóndi á Ásunnarstöðum í Breiðdal, og kona hans, Kristborg Kristjánsdóttir. Hún var alin upp hjá hálfsystur sinni Oddnýju Stefánsdóttur og manni henn- ar, Björgólfi Stefánssyni skó- kaupmanni. Eftirlifandi bróðir hennar er Pétur Stefánsson. Sigríður giftist Bandaríkja- manni, William Kelley, árið 1956 og fluttist með honum til Bandaríkjanna. Þau eignuðust þrjár dætur, Eileen Oddnýju, Denise og Dolores (kölluð Didí). Utför Sigríðar fór fram á Long Island 20. nóvember. ÉG MAN vel þann dag fyrir 63 árum þegar ég eignaðist átta mán- aða gamla „systur“. Hún var yndis- leg og falleg, brosmild og strax mikill gleðigjafi á heimilinu. Örlögin höfðu hagað því þannig, að þetta átta mánaða gamla barn missti báða foreldra sína í sama mánuðinum. Stefán Árnason, bóndi á Ásunnarstöðum í Breiðdal, hafði misst tvær fyrri konur sínar, þegar hann giftist í þriðja sinn Kristborgu Kristjánsdóttur. Hún og Stefán áttu tvö börn, Sigríði og Pétur sem þá var sjö ára. En frá fyrsta hjóna- bandi sinu með Helgu Lúðvíksdótt- ur Kemp átti Stefán tvö börn, þau Lúðvík Kemp og Oddnýju. Systkin- in ákváðu nú að taka munaðarleys- ingjana, hálfsystkini sín, til sín og Pétur fór norður til Illugastaða í Skagafirði til þeirra Elísabetar og Lúðvíks Kemp, en Sigríður til Oddnýjar og Björgólfs Stefánssonar skókaup- manns í Reykjavík. Þar með hafði ég eignast litla systur. Ég fékk að kalla hana Sísí. Mér fannst Sigríður alltof hátíðlegt fyrir svona lítið bam. Ég man, að þótt hún ætti „mömmu“ þá var henni snemma kennt að raula við nýju mömmuna sína: „Við erum systur, við erum systur.“ Og Sísí ólst upp í Reykjavík við mikið ástríki á heim- ilinu og lauk góðu prófi frá Verslun- arskóla íslands. Á þessum árum vakti það furðu margra, að svona ung stúlka skyldi getað rakið ættir manna og haft gaman af að feta sig áfram í þeim frumskógi sem ættfræðin getur oft virst vera. Þarna þarf stálminni og frásagnargleði sem Sísí hafði í svo ríkum mæli og hefði hún orðið lið- tæk í þessum fræðum, ef hún hefði ílengst í heimalandi sínu. Sigríður giftist Bandaríkjamanni af írskum ættum og eignuðust þau þijár fallegar og vel gefnar dætur. Þau skildu. Dæturnar eru allar gift- ar og barnabörnin eru fjögur. Sig- ríður gerðist kennari og kenndi lengi sérkennslu þeim börnum sem áttu erfitt með að læra að lesa. Hefur það án efa átt vel við hana og börnin notið góðs af, því hún var jákvæð og glaðlynd og lét ekki deigan síga í erfiðri lífsbaráttu. Sig- ríður var góð móðir og dæturnar voru henni allt í lifinu. Hún dó í svefni á heimili sínu á Long Island, kenndi sér einskis meins kvöldið áður, en lifði í tilhlökkun að eign- ast fimmta barnabarnið sitt eftir nokkrar vikur. Blessuð sé minning hennar. Oddný Thorsteinsson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Selvogsbraut 17, Þorlákshöfn, verður jarðsUngin frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. nóvember kl. 10.30. Rútuferð verður frá Þorlákskirkju, Þor- lákshöfn kl. 9.15. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, vinsamlegast láti Orgelsjóð Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, njóta þess. Bók nr. 60774 í Landsbanka íslands, Þorlákshöfn. Böðvar Kristjánsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hladborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÓTEL LOFTLElIUK t Ástkær móðir okkar, fósturmóðir og amma, ÁGÚSTA GUNNLAUGSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Sverrir Árnason, Ragnar Árnason, Emma Árnadóttir, Haukur Árnason, Unnur Berg Árnadóttir, Hörður Sverrisson, Ágústa G. Garðarsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, ÍSBJÖRG HALLGRÍMSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. nóvember kl. 15. Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Hallgrimur Þorsteinsson, Sigurleif Þorsteinsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Breiðumörk 17, Hveragerði, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju næstkomandi laugardag 25. nóvember kl. 14.00. Árni G. Stefánsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Unnar Stefánsson, María Ólafsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Erla K. Valdimarsdóttir, Guðjón Ingvi Stefánsson, Guðrún Broddadóttir, Atli Þ. Stefánsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, ARNAR GUÐBJÖRNSSON, Hákoti, Álftanesi, verður jarðsunginn frá Bessastaðakirkju föstudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Ragnhildur Nikulásdóttir, Guðbjörg Arnarsdóttir, Ástgeir Finnsson, Auður Arnarsdóttir, Marfs G. M. Giisfjörð, Nikulás Arnarsson, Anna Kristín Sigvaldadóttir, Ómar Tómasson, Linda Björk Halldórsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og kærleiksríkar kveðjur við útför HELGA BJÖRGVINS MAGNÚSSONAR frá Eyvindarholti, Vestmannaeyjum. Friðgeir Björgvinsson, Sigrfður Árnadóttir, Jóhann Björgvinsson, Birna Björgvinsdóttir, Pálmi Pétursson, Helga Björgvinsdóttir, Gunnsteinn Ársælsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, HAUKS VIÐARS JÓNSSONAR rafvirkjameistara, Langholtsvegi 31, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11 É á Landspítalanum. Sigrún Lára Hauksdóttir, Sverrir Viðar Hauksson, Brynja Arnardóttir og barnabörn. t Hjartans þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við frá- fall og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, ELÍNAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, vistheimilinu Seljahlíð, áður Látraseli 7. Anna Lina Karlsdóttir, Jónas Hermannsson, Hermann Jónasson, Guðrún Sigtryggsdóttir, Karl Friðrik Jónasson, Ragnar Jónasson, Jónas Valur Jónasson og aðrir ástvinir hinnar látnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.