Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ DX4/100 Mhz 8 MB minni 525 MB tíiskur ■ einn sá stærsti á markaðnum rfi. hljóðkort - hátaiari ,in „TRACK POINT" mús SMIÐJUVEGI 70, KÚP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725 SIMI 569 7700 NYHERJI SKAFTAHLIÐ 24 Höfundur er fyrrverandi fræðslu■ stjóri. UMBOÐS- OG HBLDVERSLUN — "pm . « # * t , 4 ‘ C* ' v ‘ MEIRIHÁTTAR C- ESTER d-vHomin med calcium ’ Viiawin-og! VÍTAMÍN MEÐ KALKI Fólk kaupir ESTER C-Vitm. aftur og aftur. Fæstí heilsubúðum, mörgum apótekum og mörkuðum. BIO-SELEN UMB.SIMI 557 6610 Lindab am^ AÐSENDAR GREINAR Kvótakerfi í lækningum Á að banna innflutning á íslenskum læknum sem lokið hafa sérfræðinámi erlendis? Lindab hurðirnar eru dönsk hágæða ■ framleiðsla. Þær eru þéttarmeð m sterkar og efnismikilar brautir, sem m gerir opnun og lokun auðvelda og m tryggir langa endingu. Hurðagormar ■ eru sérstaluega prófaðir og spenna at reiknuð út með hjáip tölvu. m Lindab hurðirnar eru einangraðar og ■ fást í fjölmörgum útfærslum allt eftir ■ óskum viðskiptavina. ■ Lindab hurðirnar eru fáanlegar úr áli ■ og stáli með plastisol yfirborði, með a eða án glugga og gönguhurða. a Hurðabrautir geta verið láréttar, eða ■ fylgjandi þakhalla. Opnun getur verið ■ handvirk, hálfsjáiíVirk eða sjálfvirk. ■ Lindab hurðirnar eru fáanlegar í lit- ■ um að ósk viðskiptavina. ■ •S&, Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík ” y Sími 587 5699 • Fax 567 4699 , <11111111111111^ Kristján J. Gunnarsson TÆKKID'EtLD wt- ULLAR og SILKI nærfatnaður fyrir alla fjölskylduna. ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 -S. 551 2136 I MORGUNBLAÐ- INU 24. október sl. birtist frétt undir fyrir- sögnini: Umsóknum tveggja lækna hafnað og var efnislega á þessa leið: Samráðsnefnd skipuð fulltrúum úr samninganéfnd sér- fræðilækna og samn- inganefnd Trygginga- stofnunar ríkisins hefur hafnað umsóknum tveggja ungra sér- fræðilækna um samn- ing við Trygginga- stofnun á þeim forsend- um að ekki hafi verið sýnt fram á að þörf sé á fleiri læknum í við- komandi sérgrein. Samráðsnefndin sem hér um ræðir er til orðin á grund- velli samnings milli Tryggingastofn- unarinnar og samninganefndar sér- fræðilækna (þ.e. sérfræðilækna sem störfuðu hérlendis á þeim tíma sem samningurinn var gerður) og felur í sér að til þess að koma í veg fyrir sjálfvirka aukningu sérfræðikostnað- ar Tryggingastofnunarinnar var samið um að aðeins yrði greitt upp að umsömdu marki hámarksfjölda vinnueininga sérfræðilækna. Af því leiðir að ef nýr sérfræðilæknir fer fram á að komast inn sem sérfræð- ingur verður hann að hafa verið sam- þykktur af „samráðsnefndinni“, ann- ars fær hann engar greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Að undanförnu hefur oft verið deilt um heilbrigðismál, stundum um framkvæmdaatriði sem ekki skipta sköpum. Aftur á móti virðist sem samningurmn er ser- fræðilæknar og Trygg- ingastofnunin gerðu sín í milli hafi farið framhjá almenningi gagnrýni- laust. Einsog fréttin sem hér hefur verið vitnað - til mun sennilega einnig gerá. Svona frétt getur samt vakið ýmsar spumingar. Ekki síst í huga borgara sem komnir eru á þann aldur að mega búast við að þurfa í vaxandi mæli að skipta við sérfræðiþjón- ustu heilbrigðiskerfis- ins. Spurningar vakna eins og þessar sem „samráðsnefndin" sjálfsagt hefur svör við: 1. Þegar „hámarksfjöldi vinnuein- inga“ í hverri sérfræðigrein .var ákveðinn, við gerð samningsins, á hvaða mati eða úttekt var þá byggt? Þurfti að segja einhveijum af þáver- andi læknasérfræðingum upp (hvað varðaði að senda reikninga til Trygg- ingastofnunar) af því að of margir reyndust vera fyrir í greininni eða þurfti kannski að ráða nýja í greinar þar sem of fáir voru fyrir? Eða hitt- ist svo yfirskilvitlega vel á að allt var hundrað prósent mátulegt? 2. Samráðsnefndin hafnar um- sóknum tveggja ungra sérfræði- lækna um samning við Trygginga- stofnun ríkisins á þeim forsendum „að ekki hafi verið sýnt fram á“ að þörf sé á fleiri læknum í viðkomandi starfsgrein. Hvaða aðili er það sem á að sýna fram á þörfma og hver á -fartölvan að meta hvort þörfm er fyrir hendi eða ekki? Varla getur verið að sam- ráðsnefndin sjálf sé að sýna sjálfri sér fram á að ekki sé þörf fyrir fleiri sérfræðilækna en þá sem fyrir eru í starfinu? (Sem hún er að nokkru leyti umbjóðandi fyrir.) Slíkt mat getur aðeins óháður aðili framkvæmt. 3. Fróðlegt væri að vita hvernig samningsaðilar hafa gert ráð fyrir að bregðast við ef „hámarksfjöldi vinnueininga" skyldi nú verða upp- Verður ísland útskækill úreltrar læknisfræði, spyr Kristján J. Gunn- arsson,sem hér skrifar um samning Trygg- ingastofnunarinnar við sérfræðilækna. urinn nokkru áður en árið er allt. Hætta þá sérfræðilæknar að fá greiðslur frá Tryggingastofnuninni og verða að takmarka praxisinn við þá sjúklinga sem greitt geta að fullu? Kemur þá til framkvæmda gamla reglan úr villta vestrinu sem sumir virðast vilja hefja til vegs í heilbrigð- iskerfinu: „Peningana eða lífið.“ 4. - Augljóst er að þær reglur sem hér um ræðir reisa skorður við að framfarir í sérfræðilækningum, ný þekking, tækni og færni berist hindr- unarlaust til landsins. Nýir sérfræð- ingar komast ekki inn nema þeir eidri falli út. Því er ástæða til að spurt sé: Gilda einhveijar reglur um hve- nær sérfræðilæknar, sem samkvæmt áðurnefndum samningi hafa nú eins- konar einokun á greiðslukvóta Tryggingastofnunarinnar, skuli hætta að praktiséra? Getur verið að þar sé miðað við 75 ára aldur? Tíðk- ast eitthvað að ríflegar undanþágur séu veittar allt fram um eða yfir áttræðisaldurinn? Flugmönnum er ekki trúað fyrir mannslífum lengur en til 62 ára aldurs, hugsanlega með eins árs framlengingu. Tæknilega séð er þó sennilega auðveldara að kóma. í veg fyrir slys við meðferð Blab allra landsmanna! JHorgimliInbÍb - kjarni málsins! flugvéla en mistök við allar þær- óendanlegu uppákomur sem hijáð geta mannslíkamann. Með þessu er ekki sagt að aldraðir læknar með langa reynslu geti ekki unnið ágætt starf. Kvótahindranir á innstreymi í stéttina leiða einfaldlega til þess að fyrr þarf að skipta út í hópi þeirra sem fyrir eru ef ekki á að koma til stöðnunar. Við erum semsé komin að spurningunni um kvótann Kvótinn er alltaf slæmur við sig. Líka í heilbrigðismálum. Ef þeir sér- fræðingar í læknislistinni, sem með samningum við ríkisvaldið hafa út- hlutað sjálfum sér kvóta (og þar með einskonar einokunaraðstöðu) til læknisaðgerða á sínum sérsviðum sem Tryggingastofnunin greiðir eða niðurgreiðir — ef þeim leggjast á þann kvótá eins og Fáfnir á gull og hindra að utanaðkomandi nýgræð- ingar verði til trafala innan friðhelgi kvótans, verður framþróunin í lækn- islist á íslandi hæggeng á komandi tímum. Það er líka annar flötur á þessu máli. Fjárhagslegur. Ekki veit ég né hefi ég aflað mér upplýsinga um hvað menntun læknis frá Háskóla Islands kostar almenna skattborgara auk framlags hvers einstaklings sjálfs. Þarna er um það margar millj- ónir að ræða að milljónin til eða frá skíptir ekki máli. Margir, ef ekki flestir, okkar ungu lækna fara utan til framhaldsnáms í sérfræðigreinum og eiga þá ósk heitasta að geta horf- ið heim að námi loknu til að nýta kunnáttu sína í þágu iands og þjóðar. Það er svo sem alveg í samræmi við íslenska íjármálapólitík að við kostum hér heima stórfé til að mennta lækna, njótum velvildar ann- arra þjóða í sambandi við framhalds- nám þeirra erlendis og gerum þeim svo að lokum ókleift að koma aftur til landsins. Vissulega er þörf á sparnaði í heilbrigðiskerfínu og sparnaðarleiðir eru alltaf torfærar. En sé það rétt .að hægt hafi verið að spara álíka upphæð með því að taka upp tilvísun- arkerfið margumrædda og sparast með þessu kvótakerfi má mikið vera ef ekki hefur verið valin sú ieiðin sem verri var sé til iengri tíma litið. Ýmsir stjórnmálamenn fundu tilvís- anakerfinu margt til foráttu og höfðu sjálfsagt gildar ástæður til. Maður hefði bara búist við að þeir sömu stjómmálamenn yrðu ennþá óánægð- ari með kvótakerfið. Eru kannski ekki allir ennþá búnir að átta sig á því að einokun með tilheyrandi út- hlutunum leyfa er tímaskekkja í dag, einsog verið hefur á ölium tímum? Vonandi á núverandi heilbrigðis- málaráðherra ekki beinan hlut — elst ekki einu sinni óbeinan — að amningi Tryggingastofnunar rík- iins og sérfræðilækna. En sá samn- ígur er sannarlega þess eðlis að mak’svert væri fyrir ráðherra að skoða“ hann eins og nú þykir fínt ð segja. Nema af vera skyldi að gáfaðasta jóð í heimi láti sig engu skipta þó 5 ísland verði útskækill úreltrar eknisfræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.