Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsvarsmenn nýju sjónvarpsstöðvanna segja almenning bregðast vel við samkeppni þeirra Mikill kippur í sölu sjónvarpstækja MIKILL kippur hefur orðið í sölu á sjónvarpstælquni. Verslunar- stjórar hjá sjónvarpstækjaversl- unum tengja góða sölu við til- komu nýju sjónvarpsstöðvanna. Sérstaklega mikið hefur selst af litlum sjónvarpstækjum I fríhöfn- inni í Keflavík. Páll Magnússon sjónvarpsstjóri Sýnar segir að viðbrögð við tilboði Stöðvar 2 og Sýnar hafi verið sterk og nú þegar hafi um 1.000 manns pant- að áskrift. Úlfar Steindórsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 3 segir að áskrifendur séu orðnir hátt í tvö þúsund og ekki hafi dregið úr fyrirspumum eftir að Stöð 2 og Sýn kynntu sitt tilboð í fyrra- dag. Veigar Oskarsson verslunar- stjóri hjá Heimilistækjum segir að aukin sjónvarpstækjasala eigi sér einnig þær skýringar að margir sem ætli sér að nýta út- sendingar Stöðvar 3 og Sýnar þurfi að endurnýja tækjakostinn því gömul sjónvarpstæki, 6-7 ára gömul, séu fæst með S-tíðnisvið til móttöku á örbylgjusending- um. „Það er alltaf söluaukning í nóvember og desember en okkur finnst meira spurt um sjónvörp nú en venja er á þessum árs- tíma,“ sagði Veigar. Hallgrímur Halldórsson versl- unarstjóri Japis tók í sama streng. „Eg geri ráð fyrir meiri söluaukningu um jólin en vant er um þetta leyti árs. Það hefur líka selst meira af myndbands- tækjum, því það segir sig sjálft að menn komast ekki yfir að horfa á allt það efni sem á boð- stólum er og þar kemur mynd- bandstækið í góðar þarfir," segir Hallgrímur. Meira hefur selst af sjónvarps- tækjum með 14 tommu skjá í fríhöfninni í Keflavík að undan- förnu en dæmi eru um. Heimilt er að flylja tollfijálst inn í landið tæki sem kostar allt að 18 þúsund kr. 14 tommu tæki kosta út úr verslun í Reyly'avík um 25-30 þúsund kr. Eitt loftnet nægir í fjölbýlishúsum Úlfar Steindórsson sjónvarps- stjóri Stöðvar 3 segir að mynd- lykill sá sem Sýn bjóði afrugli aðeins eina rás af níu í einu. Myndlykill Stöðvar 3 afrugli all- ar rásirnar fimm sem þar eru í boði og því sé hægt að horfa á fleiri en eina rás í einu séu sjón- varpstækin á heimilinu fleiri en eitt. Af þeim sökum m.a. dragi tilboð Sýnar ekki úr eftirspum eftir Stöð 3. Góð viðbrögð hjá Sýn Sé um það að ræða að íbúar í fjölbýlishúsi ætli að gerast áskrífendur að hvorri stöðinni sem er, Stöð 3 eða Sýn, nægir að setja upp eitt örbylgjuloftnet en hver áskrifandi verður að hafa sinn myndlykil. I mörgum fjölbýlishúsum voru settir upp magnarar þegar Stöð 2 hóf út- sendingar á sínum tíma. í sumum tilfellum má þó búast við að setja þurfi upp magnara eða bæta þann sem fyrir er. Tengist tólf eða fleiri áskrifendur Stöðvar 3 inn á eitt loftnet sér sjónvarps- stöðin um uppsetningu á loftnet- inu og tengingu inn á magnara. Páll Magnússon sjónvarps- stjóri Sýnar segir að viðbrögðin hafi verið góð við auglýsingu Sýnar. Klukkan 17 í gær vora áskrifendur Sýnar orðnir yfir eitt þúsund, þ.e. áskrífendur sém tóku annan hvorn pakkann sem boðið var upp á. Boðið er upp á útsendingar Stöðvar 2, Sýnar og níu erlendra sjónvarpsstöðva fyrir 3.031 kr. eða útsendingar Sýnar og níu erlendra sjónvarps- stöðva fyrir 1.899 kr., hvort tveggja miðað við boðgreiðslur. Askrift að fimm rásum Stöðvar 3 kostar 1.995 kr. miðað við boð- greiðslur. Páll segir að þjófheldir mynd- lyklar afrugli aðeins eina rás í einu. Þess vegna hafi stærstu framleiðendur myndlykla, eins og Nokia og Philips, ekki fram- leitt fjölrása myndlykil. „Þeir fjölrása myndlyklar sem eru á markaðnum núna og hafa fengist til þessa, þar með talinn myndlykill Stöðvar 3, uppfylla einfaldlega ekki tæknilegar kröfur sem við höfum gert til myndlykla," sagði Páll. Örbylgjulohnet nýju stöðv- anna tveggja eru mjög svipuð þannig að loftnet sem Stöð 3 dreifir nýtast til mótttöku á Fjöl- varpinu og loftnet sem Sýn dreif- ir nýtast til mótttöku á Stöð 3. Ríkisstjómin Flótta- mannaráð skipað RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi í gær að skipa nýtt flótta- mannaráð til næstu fjögurra ára. Að sögn Páls Péturssonar féiags- málaráðherra verður hlutverk þess að leggja til við ríkisstjórn heildar- stefnu er varðar móttöku á flótta- mönnum, hafa yfirumsjón með framkvæmd á móttöku þeirra og veita stjórnvöldum umsögn um ein- stök tilvik eftir því sem óskað verð- ur. Páll sagði í samtali við Morgun- blaðið að flóttamannaráð hefði til þessa verið nokkuð í lausu lofti og í ljósi reynslunnar hefði þótt nauð- synlegt að koma því í fastara form. Því hafí fyrst og fremst verið ætl- að að skila tillögum um móttöku á flóttamönnum, en engin lagastoð hefði verið fyrir starfsemi þess. Nýtt flóttamannaráð verður skipað fulltrúum dómsmála-, heilbrigðis-, menntamála- og utanríkisráðu- neyta en formaður ráðsins verður skipaður af félagsmálaráðherra og ritari þess kemur úr félagsmála- ráðuneyti. Þá mun Rauði krossinn eiga áheyrnarfulltrúa í ráðinu. „Það sem rekur sérstaklega á eftir þessu eru flóttamennirnir sem eru væntanlegir frá Bosníu. Við þurfum að hafa stjóm á því og geta haft ábyrgan aðila til að ann- ast það verkefni frá ríkisstjórnar- innar hálfu,“ sagði Páll. Kallar ekki á lagabreytingar Hann sagði lagabreytingu ekki þurfa að koma til vegna nýja flótta- mannaráðsins, en hins vegar mætti hugsa sér að það tengdist útlend- ingaeftirlitinu í breytingum á lög- um er það varðar. Hann sagði að óskað yrði eftir tilnefningum í flóttamannaráð en mjög fljótlega þyrfti að skipa fulltrúa í það þar sem undirbúningur vegna Bosníu- mannanna væri kominn í gang, en þeir eru væntanlegir til landsins fyrri hluta janúar næstkomandi. Morgunblaðið/Kristinn Á MYNDINNI til vinstrí er loftnet af þeirri gerð sem áskrifendur Sýnar fá í hendur en til hægri er loftnet frá Stöð 3. Horfur á að sjúkraflug á Vestfjörðum leggist niður Samgönguráðherra hyggst reyna að halda sjúkravél á ísafirði Umræður á Alþingi veg-na frétta af flutningi Flugfélagsins Ernis Fóstureyðmganefnd Ekki valda- barátta NEFND, sem skipuð er af heilbrigðisráðherra um fóstur- eyðingar og ófijósemisaðgerð- ir, aftekur að valdabarátta eigi þátt í því að nefndin hefur lagt fram kæru til ríkissak- sóknara á hendur landlækni vegna meintra brota á fóstur- eyðingalöggjöf og almennum hegningarlögum. Slíkt megi skilja af yfirlýsingum land- læknis í fjölmiðlm. Nefndin segir kæruna lagða fram að höfðu fullu samráði við heilbrigðisráðuneyti. í fréttatilkynningu nefndarinn- ar segir að hún starfi á grund- velli laga sem fjalli um þetta viðkvæma og vandmeðfama réttarsvið og sé það eitt af hlutverkum nefndarinnar að sjá til þess að lögunum sé framfylgt í hvívetna. „Berist nefndinni vitneskja um brot á lögunum hlýtur hún að bregð- ast við því samkvæmt starfs- skyldum sínum. Fóstureyð- ingalöggjöfin fjallar ekki ein- vörðungu um rétt kvenna til fóstureyðingar, heldur er það jafnframt tilgangur laganna að vemda líf.“ HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra lýsti yfír þvi í gær að hann hygðistræða við Ingibjörgu Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra um að sjúkraflug héldist á Vestfjörðum í ljósi frétta um að starfsemi Flugfé- lagsins Emis á ísafirði flyttist til Reykjavíkur. Þetta kom fram í ut- andagskrárumræðum, sem efnt var til að frumkvæði Ólafs Hannibals- sonar, varaþingmanns Sjálfstæðis- flokks á Vestfjörðum, um samgöng- ur á Vestfjörðum. Ólafur sagði að tilefni umræðn- anna væri það „að í þremur nýleg- um tilvikum hafa stjórnvöld sent kolröng skilaboð“ til Vestfírðinga. Þar væri um að ræða lokun þver- brautar á flugvellinum á Patreks- firði, horfur á að ekkert sjúkraflug yrði frá ísafirði og töf brúar yfír Gilsfjörð. Flugbraut á Patreksfirði opin til neyðarflugs Ólafur sagði að ákvörðun um þverbrautina hefði verið tekin án vitundar samgönguráðherra og Flugmálastjórnar, en skilaboðin væru röng, sama hvaða embættis- maður hefði sent þau og finna bæri „þann þorpara". Halldór kvað flugbrautina hafa verið lokaða í sex ár, en klossar hefðu verið settir á hana í vikunni. Leyft yrði að nota brautina til sjúkraflugs og þannig komið til móts við kröfur heimamanna. Nauðsyn að hafa eina sjúkravél Sjúkraflug á Vestfjörðum hefur verið í höndum Flugfélagsins Ernis, en ákveðið hefur verið að hætta rekstri þess, meðal annars vegna þess að Póstur og sími hefur sagt upp öllum póstflutningum félagsins og fyrirhugaðra breytinga á sjúkra- flutningum, að sögn eins eigend- anna, Harðar Guðmundssonar, í samtali annars staðar í blaðinu í dag. Ólafur sagði nauðsynlegt að minnst ein sjúkraflugvél yrði á ísafírði í öryggisskyni fyrir íbúana. Það kostaði eina milljón á mánuði að reka slíka vél, en rekstur sjúkra- bíls kostaði að minnsta kosti þriðj- ungi meira og gæti orðið allt að því helmingi hærri. Ólafur sagði að Hörður og starfsmenn hans hefðu ekki fengið greitt fyrir bakvaktir í 26 ár. Halldór Blöndal kvaðst hafa „rætt við Hörð þegar fréttist að hann ætlaði að flytja suður“. Sam- gönguráðherra sagði að hann myndi taka málið upp í ríkisstjórn- inni og ræða við heilbrigðisráðherra um hvað til bragðs væri vegna þess ástands, sem skapast hefði í sjúkra- flugi fyrir vestan. Halldór sagði ekki rétt að reyna að bjarga þessu máli með „ástæðu- lausu póstflugi", heldur bæri að leysa það „með heilbrigðum hætti“. Dráttur Gilsfjarðarbrúar Brú yfir Gilsfjörð hefur lengi verið á dagskrá. Ölafur Hannibals- son sagði að fyrir síðustu kosningar hefði stjórnmálamönnum þótt óhætt að lofa því að brúarsmíðinni yrði lokið fyrir 1977 og útboð hæf- ust síðasta sumar. Hann bað ríkis- stjórnina að koma þeim skilaboðum til Reykhólahrepps nú að gangskör yrði gerð í brúarmálinu. Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Alþýðuflokks í Reykjavík, var einna harðorðastur í utandagskrár- umræðunum. Hann spurði hve langt menn kæmust yfir Gilsfjörð á góðum vilja samgönguráðherra og kvaðst þora að fullyrða að hann „hefði ekki dregið á eftir sér lapp- irnar ef Gilsfjörður væri í hans kjör- dæmi“. „Þegar hefur verið gefin út heim- ild fyrir því að Gilsfjarðarbrú verði boðin út og það er hægt að fá upp- lýsingar um það með einu símtali," sagði Halldór. „Ég skil ekki tilefni þessara utandagskrárumræðna.“ r ) \ x i i I i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.