Morgunblaðið - 23.11.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 23.11.1995, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsvarsmenn nýju sjónvarpsstöðvanna segja almenning bregðast vel við samkeppni þeirra Mikill kippur í sölu sjónvarpstækja MIKILL kippur hefur orðið í sölu á sjónvarpstælquni. Verslunar- stjórar hjá sjónvarpstækjaversl- unum tengja góða sölu við til- komu nýju sjónvarpsstöðvanna. Sérstaklega mikið hefur selst af litlum sjónvarpstækjum I fríhöfn- inni í Keflavík. Páll Magnússon sjónvarpsstjóri Sýnar segir að viðbrögð við tilboði Stöðvar 2 og Sýnar hafi verið sterk og nú þegar hafi um 1.000 manns pant- að áskrift. Úlfar Steindórsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 3 segir að áskrifendur séu orðnir hátt í tvö þúsund og ekki hafi dregið úr fyrirspumum eftir að Stöð 2 og Sýn kynntu sitt tilboð í fyrra- dag. Veigar Oskarsson verslunar- stjóri hjá Heimilistækjum segir að aukin sjónvarpstækjasala eigi sér einnig þær skýringar að margir sem ætli sér að nýta út- sendingar Stöðvar 3 og Sýnar þurfi að endurnýja tækjakostinn því gömul sjónvarpstæki, 6-7 ára gömul, séu fæst með S-tíðnisvið til móttöku á örbylgjusending- um. „Það er alltaf söluaukning í nóvember og desember en okkur finnst meira spurt um sjónvörp nú en venja er á þessum árs- tíma,“ sagði Veigar. Hallgrímur Halldórsson versl- unarstjóri Japis tók í sama streng. „Eg geri ráð fyrir meiri söluaukningu um jólin en vant er um þetta leyti árs. Það hefur líka selst meira af myndbands- tækjum, því það segir sig sjálft að menn komast ekki yfir að horfa á allt það efni sem á boð- stólum er og þar kemur mynd- bandstækið í góðar þarfir," segir Hallgrímur. Meira hefur selst af sjónvarps- tækjum með 14 tommu skjá í fríhöfninni í Keflavík að undan- förnu en dæmi eru um. Heimilt er að flylja tollfijálst inn í landið tæki sem kostar allt að 18 þúsund kr. 14 tommu tæki kosta út úr verslun í Reyly'avík um 25-30 þúsund kr. Eitt loftnet nægir í fjölbýlishúsum Úlfar Steindórsson sjónvarps- stjóri Stöðvar 3 segir að mynd- lykill sá sem Sýn bjóði afrugli aðeins eina rás af níu í einu. Myndlykill Stöðvar 3 afrugli all- ar rásirnar fimm sem þar eru í boði og því sé hægt að horfa á fleiri en eina rás í einu séu sjón- varpstækin á heimilinu fleiri en eitt. Af þeim sökum m.a. dragi tilboð Sýnar ekki úr eftirspum eftir Stöð 3. Góð viðbrögð hjá Sýn Sé um það að ræða að íbúar í fjölbýlishúsi ætli að gerast áskrífendur að hvorri stöðinni sem er, Stöð 3 eða Sýn, nægir að setja upp eitt örbylgjuloftnet en hver áskrifandi verður að hafa sinn myndlykil. I mörgum fjölbýlishúsum voru settir upp magnarar þegar Stöð 2 hóf út- sendingar á sínum tíma. í sumum tilfellum má þó búast við að setja þurfi upp magnara eða bæta þann sem fyrir er. Tengist tólf eða fleiri áskrifendur Stöðvar 3 inn á eitt loftnet sér sjónvarps- stöðin um uppsetningu á loftnet- inu og tengingu inn á magnara. Páll Magnússon sjónvarps- stjóri Sýnar segir að viðbrögðin hafi verið góð við auglýsingu Sýnar. Klukkan 17 í gær vora áskrifendur Sýnar orðnir yfir eitt þúsund, þ.e. áskrífendur sém tóku annan hvorn pakkann sem boðið var upp á. Boðið er upp á útsendingar Stöðvar 2, Sýnar og níu erlendra sjónvarpsstöðva fyrir 3.031 kr. eða útsendingar Sýnar og níu erlendra sjónvarps- stöðva fyrir 1.899 kr., hvort tveggja miðað við boðgreiðslur. Askrift að fimm rásum Stöðvar 3 kostar 1.995 kr. miðað við boð- greiðslur. Páll segir að þjófheldir mynd- lyklar afrugli aðeins eina rás í einu. Þess vegna hafi stærstu framleiðendur myndlykla, eins og Nokia og Philips, ekki fram- leitt fjölrása myndlykil. „Þeir fjölrása myndlyklar sem eru á markaðnum núna og hafa fengist til þessa, þar með talinn myndlykill Stöðvar 3, uppfylla einfaldlega ekki tæknilegar kröfur sem við höfum gert til myndlykla," sagði Páll. Örbylgjulohnet nýju stöðv- anna tveggja eru mjög svipuð þannig að loftnet sem Stöð 3 dreifir nýtast til mótttöku á Fjöl- varpinu og loftnet sem Sýn dreif- ir nýtast til mótttöku á Stöð 3. Ríkisstjómin Flótta- mannaráð skipað RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi í gær að skipa nýtt flótta- mannaráð til næstu fjögurra ára. Að sögn Páls Péturssonar féiags- málaráðherra verður hlutverk þess að leggja til við ríkisstjórn heildar- stefnu er varðar móttöku á flótta- mönnum, hafa yfirumsjón með framkvæmd á móttöku þeirra og veita stjórnvöldum umsögn um ein- stök tilvik eftir því sem óskað verð- ur. Páll sagði í samtali við Morgun- blaðið að flóttamannaráð hefði til þessa verið nokkuð í lausu lofti og í ljósi reynslunnar hefði þótt nauð- synlegt að koma því í fastara form. Því hafí fyrst og fremst verið ætl- að að skila tillögum um móttöku á flóttamönnum, en engin lagastoð hefði verið fyrir starfsemi þess. Nýtt flóttamannaráð verður skipað fulltrúum dómsmála-, heilbrigðis-, menntamála- og utanríkisráðu- neyta en formaður ráðsins verður skipaður af félagsmálaráðherra og ritari þess kemur úr félagsmála- ráðuneyti. Þá mun Rauði krossinn eiga áheyrnarfulltrúa í ráðinu. „Það sem rekur sérstaklega á eftir þessu eru flóttamennirnir sem eru væntanlegir frá Bosníu. Við þurfum að hafa stjóm á því og geta haft ábyrgan aðila til að ann- ast það verkefni frá ríkisstjórnar- innar hálfu,“ sagði Páll. Kallar ekki á lagabreytingar Hann sagði lagabreytingu ekki þurfa að koma til vegna nýja flótta- mannaráðsins, en hins vegar mætti hugsa sér að það tengdist útlend- ingaeftirlitinu í breytingum á lög- um er það varðar. Hann sagði að óskað yrði eftir tilnefningum í flóttamannaráð en mjög fljótlega þyrfti að skipa fulltrúa í það þar sem undirbúningur vegna Bosníu- mannanna væri kominn í gang, en þeir eru væntanlegir til landsins fyrri hluta janúar næstkomandi. Morgunblaðið/Kristinn Á MYNDINNI til vinstrí er loftnet af þeirri gerð sem áskrifendur Sýnar fá í hendur en til hægri er loftnet frá Stöð 3. Horfur á að sjúkraflug á Vestfjörðum leggist niður Samgönguráðherra hyggst reyna að halda sjúkravél á ísafirði Umræður á Alþingi veg-na frétta af flutningi Flugfélagsins Ernis Fóstureyðmganefnd Ekki valda- barátta NEFND, sem skipuð er af heilbrigðisráðherra um fóstur- eyðingar og ófijósemisaðgerð- ir, aftekur að valdabarátta eigi þátt í því að nefndin hefur lagt fram kæru til ríkissak- sóknara á hendur landlækni vegna meintra brota á fóstur- eyðingalöggjöf og almennum hegningarlögum. Slíkt megi skilja af yfirlýsingum land- læknis í fjölmiðlm. Nefndin segir kæruna lagða fram að höfðu fullu samráði við heilbrigðisráðuneyti. í fréttatilkynningu nefndarinn- ar segir að hún starfi á grund- velli laga sem fjalli um þetta viðkvæma og vandmeðfama réttarsvið og sé það eitt af hlutverkum nefndarinnar að sjá til þess að lögunum sé framfylgt í hvívetna. „Berist nefndinni vitneskja um brot á lögunum hlýtur hún að bregð- ast við því samkvæmt starfs- skyldum sínum. Fóstureyð- ingalöggjöfin fjallar ekki ein- vörðungu um rétt kvenna til fóstureyðingar, heldur er það jafnframt tilgangur laganna að vemda líf.“ HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra lýsti yfír þvi í gær að hann hygðistræða við Ingibjörgu Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra um að sjúkraflug héldist á Vestfjörðum í ljósi frétta um að starfsemi Flugfé- lagsins Emis á ísafirði flyttist til Reykjavíkur. Þetta kom fram í ut- andagskrárumræðum, sem efnt var til að frumkvæði Ólafs Hannibals- sonar, varaþingmanns Sjálfstæðis- flokks á Vestfjörðum, um samgöng- ur á Vestfjörðum. Ólafur sagði að tilefni umræðn- anna væri það „að í þremur nýleg- um tilvikum hafa stjórnvöld sent kolröng skilaboð“ til Vestfírðinga. Þar væri um að ræða lokun þver- brautar á flugvellinum á Patreks- firði, horfur á að ekkert sjúkraflug yrði frá ísafirði og töf brúar yfír Gilsfjörð. Flugbraut á Patreksfirði opin til neyðarflugs Ólafur sagði að ákvörðun um þverbrautina hefði verið tekin án vitundar samgönguráðherra og Flugmálastjórnar, en skilaboðin væru röng, sama hvaða embættis- maður hefði sent þau og finna bæri „þann þorpara". Halldór kvað flugbrautina hafa verið lokaða í sex ár, en klossar hefðu verið settir á hana í vikunni. Leyft yrði að nota brautina til sjúkraflugs og þannig komið til móts við kröfur heimamanna. Nauðsyn að hafa eina sjúkravél Sjúkraflug á Vestfjörðum hefur verið í höndum Flugfélagsins Ernis, en ákveðið hefur verið að hætta rekstri þess, meðal annars vegna þess að Póstur og sími hefur sagt upp öllum póstflutningum félagsins og fyrirhugaðra breytinga á sjúkra- flutningum, að sögn eins eigend- anna, Harðar Guðmundssonar, í samtali annars staðar í blaðinu í dag. Ólafur sagði nauðsynlegt að minnst ein sjúkraflugvél yrði á ísafírði í öryggisskyni fyrir íbúana. Það kostaði eina milljón á mánuði að reka slíka vél, en rekstur sjúkra- bíls kostaði að minnsta kosti þriðj- ungi meira og gæti orðið allt að því helmingi hærri. Ólafur sagði að Hörður og starfsmenn hans hefðu ekki fengið greitt fyrir bakvaktir í 26 ár. Halldór Blöndal kvaðst hafa „rætt við Hörð þegar fréttist að hann ætlaði að flytja suður“. Sam- gönguráðherra sagði að hann myndi taka málið upp í ríkisstjórn- inni og ræða við heilbrigðisráðherra um hvað til bragðs væri vegna þess ástands, sem skapast hefði í sjúkra- flugi fyrir vestan. Halldór sagði ekki rétt að reyna að bjarga þessu máli með „ástæðu- lausu póstflugi", heldur bæri að leysa það „með heilbrigðum hætti“. Dráttur Gilsfjarðarbrúar Brú yfir Gilsfjörð hefur lengi verið á dagskrá. Ölafur Hannibals- son sagði að fyrir síðustu kosningar hefði stjórnmálamönnum þótt óhætt að lofa því að brúarsmíðinni yrði lokið fyrir 1977 og útboð hæf- ust síðasta sumar. Hann bað ríkis- stjórnina að koma þeim skilaboðum til Reykhólahrepps nú að gangskör yrði gerð í brúarmálinu. Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Alþýðuflokks í Reykjavík, var einna harðorðastur í utandagskrár- umræðunum. Hann spurði hve langt menn kæmust yfir Gilsfjörð á góðum vilja samgönguráðherra og kvaðst þora að fullyrða að hann „hefði ekki dregið á eftir sér lapp- irnar ef Gilsfjörður væri í hans kjör- dæmi“. „Þegar hefur verið gefin út heim- ild fyrir því að Gilsfjarðarbrú verði boðin út og það er hægt að fá upp- lýsingar um það með einu símtali," sagði Halldór. „Ég skil ekki tilefni þessara utandagskrárumræðna.“ r ) \ x i i I i i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.