Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 39 Umher og heiður Viðar Þorsteinsson Á 19. öld stóð sem hæst sjálfstæðisbar- átta íslendinga. Hún fól í sér ýmsa merka atburði, þ. á m. Þjóð- fundinn, sem átti sér stað sumarið 1851. Þar börðust Jón Sig- urðsson, Jón Guð- mundsson, Hannes Stephensen og fleiri ágætir menn fyrir því að ísland endurheimti sjálfstæði sitt. And- stæðingar þeirra og andmælendur voru embættismenn Dana- konungs, en Danir höfðu þá haft yfirráð á íslandi síðustu aldirnar. Þegar þjóðfundurinn hófst og menn sett- ust niður til samningaumleitana bjuggust íslendingar við umræðum á jafnréttisgrundvelli. En viti menn! í fylgd með Jörg- en Ditlev Trampe konungsfulltrúa Mér hrýs hugur við því, segir Viðar Þorsteins- son, ef menn vilja fóma þeirri hefð, sem felst í herleysi þjóðarinnar, á altari vopnaburðar. voru 25 danskir dátar. Mörgum brá í brún, því þeir komu jú eins og skrattinn úr sauðarleggnum, án sýnilegs tilgangs. Dátar þessir frömdu engin fólskuverk, þó svo að það sé títt í þeirra röðum, held- ur sátu þeir prúðir og fylgdust með. En návist þeirra var, þrátt fyrir allt, ákveðin yfirlýsing. Þeir áttu nefnilega að vera til taks ef Islendingar færu að vera með mik- inn uppsteyt. Sem sagt, vopnavaldi skyldi beita ef rökin dygðu ekki til. Dátar þessir yfirgáfu ísland vet- urinn eftir þjóðfundinn og hefur ekki sést til þeirra síðan, enda eru þeir örugglega nú komnir undir græna torfu. En einn þeirra virðist hafa gengið aftur í líki Braga nokkurs Melax á síðum Morgun- blaðsins þann 7. nóvember síðast- liðinn. Dátadraugur þessi er ekki prúð- ur og stilltur eins og hann á að sér, heldur talar hann digurbarka- lega um það að sín sé nú þörf á íslandi. Hann heldur því jafnvel fram að hann eigi sér fyrirmynd í Islandssögunni! Hann gerir sér mat úr bardagaköppum sögualdar og klæðir þá í hermannaföt, vill meina að þeir séu dátar vegna þess að þeir gengu vopnaðir. En kæri Bragi, það er grundvallarmunur á vopnaburði annars vegar og her- mennsku hins vegar. Kapparnir á Sturlungaöld börðust fyrir sig sjálfa, þeir leituðust við ganga uppréttir og standa á rétti sínum. I her gilda allt önnur viðmið. Þar er ætlast til þess af einstaklingnum að hann fari eftir skipunum yfir- boðara síns, hann á að hlýða í blindni því sem ríkisstjórnin, trúar- leiðtoginn eða byltingarforinginn skipar. Einstaklingurinn er heila- þveginn, honum eru innprentuð tvö boðorð; í fyrsta lagi að hlýða og í öðrú lagi að drepa. Hlýði hann ekki skal honum refsað grimmi- lega. Bragi, er þetta sú hugmynda- fræði sem þú vilt standa fyrir? Er þetta sú hugmyndafræði sem þú kýst að mæla fyrir á síðum víðlesn- asta dagblaðs landsins? Ég skora á þig að sjá þig um hönd, því það getur ekki verið eiii- lægur og meðvitaður ásetningur þinn að leiða slíkt böl yfir okk- ur íslendinga. Bragi talar jafn- framt um að herinn umræddi gæti orðið landi og þjóð til góðs með því að sinna björgunarstörfum, hann myndi alltaf vera til taks, vel þjálfaður o.s.frv. En af hveiju þá ekki bara að veita meiri peningum í þær björgunarsveitir sem fyrir eru í landinu, í stað þess að stofna heilan her? Sú fullyrðing þín að þjóðarher muni auka stolt og sjálfsvirðingu íslendinga ber vott um dómgreind- arleysi. Fjöldi fólks dauðskammast sín fyrir það að menntamálaráð- herra þjóðarinnar skuli láta sér detta í hug slíka fásinnu! I lokaorðum greinar þinnar vitn- ar þú í Agnar Kofoed-Hansen og hefur eftir honum að „við höfum með þessu verið gerðir að veraldar- undri“, þ.e. með því að vera án hers. Þetta er vitaskuld rétt hjá Agnari. En sú athygli sem við höfum fengið í heiminum út á það að vera án þjóðarhers flokkast undir virðingu. Já, íslendingar njóta virðingar hvarvetna í heimin- um vegna þess að þeir eru herlaus þjóð, og Islendingar eru ekki reiðu- búnir að fórna þeirri virðingu fyrir vitagagnslausan og rándýran her. Hugmyndin um íslenskan her er líka sérlega afkáraleg þegar lit- ið er á það að afvopnun og friðar- samningar eru nú efst á baugi í heiminum hvért sem litið er. Sjálfstæðisbaráttan var háð af okkar hálfu með ritfæri, raddfæri og réttlætistilfinningu að vopni. Það voru einmitt þessir rýtingar sem ógnuðu mest, og urðu til þess að íslendingar urðu sjálfstæð þjóð. Sem sagt, friðsamleg barátta varð okkar sigurvopn. Mér hrýs hugur við því að nokkur maður skuli vilja fórna þessari göfugu arfleifð þjóð- arinnar á altari ofbeldis, mann- vonsku og hernaðarbrasks. Tökum höndum saman, íslenska þjóð, og kveðum fjandsamlega drauga fortíðarinnar niður að ei- lífu. Höfundur er nemi í Menntaskólan- um við Hamrahlíð. MedisanÆ B uxur sem veita nudd og vinna á appelsínuhúð og staðbundinni fitu. Kynning föstudaginn 24. nóvember frá kl. 14.00-18.00. Háaleitisapótek, Skrímslið AF HVERJU lætur fólk teyma sig á asna- eyrunum? Af hveiju lætur fólk taka frá sér sjálfsákvörðunarrétt- inn? Af hveiju vaknar fólk upp við það einn daginn að það hefur ekki lengur tök á eigin málum? Það er vegna þess að fólk er í glímu við ægilegasta .skrímsli nútímans. Þetta skrímsli er annars eðlis en ofbeldishetjur bíó- myndanna. Það drepur ekki með berum hönd- unum eða byssum. Of- beldi þessa skrímslis er mjúkt. Það læðist inn í hvern kima hugskots- ins. Það birtist í fallegustu litum. Það er alltaf í sjónvarpinu, alla daga, öll kvöld, allar helgar. Það er í blöðunum og tímaritunum. Það liggur í ganginum í fjórum litum á hveijum degi og það skín i fallegar vígtennumar þegar fólk kemur á fætur. Þetta skrímsli er vel alið. Aðeins hergagnaframleiðsla þjóðanna fær meiri peninga til umráða. Blóminn af bestu listamönnum heimsins þjóna þessu skrímsli. Margir bestu vísindamenn þjóðanna eru þarna á mála. Samt fitnar skrímslið. Það fitnar vegna þess að það lætur aðra borga. Það mergsýgur almenning. Þetta er auglýsingaskrímslið sem slævir fólkið. Þetta er auglýsinga- skrímslið sem tekur ráðin af fólkinu og skilur eftir brunarúst í fjármál- um heimilanna og húsin full af gerviþörfum sem gefa ekkert í aðra hönd. Það er margt skrýtið í fæðuöflun skrímslisins. „Þjóðarhagur" byggist til dæmis á sífelldu áti þess - hvað sem það kostar. Að eyða gjaldeyri þjóðarinnar eykur „hagvöxtinn". Þó að það kosti smáfiskadráp eða síðustu grálúðurnar þá fitnar skrímslið og það hækkar í ríkiskass- anum ef galdeyrinum er eytt; því fyrr því betra. Þessi undarlega hrin- grás í tekjuöflun ríkisins er furðu- leg. Eða það hugarástand fólksins að fara beint á ferðaskrifstofuna og panta sólarlandaferð ef hafrann- sóknaskip kemur með „góðar“ fréttir um seiðatalningu! Það er sama í hvað eyðslan fer. Hvort ein- hver þörf er fyrir hlutina eða ein- hver arður. „Frelsið" sér um það. Að kaupa þúsund fjallajeppa, tvö þúsund vélsleða og fimm þúsund fóta- nuddtæki getur „bjarg- að“ fjárlagagerð næsta árs! Og fólkið er varnar- laust. Auglýsingask- rímslið heldur úti öllum tegundum af hernaði. Það gerir skoðanak- annanir til að fínna „þarfirnar“. í kjölfarið koma auglýsingaher- ferðir. Það rekur skæruhernað í heima- húsum þar sem hóp- sefjun er notuð til að selja vöruna og fólk er tekið í andlega gísl- ingu. Það-stílar upp á samkeppi milli fólks. Bílategundir og merki á gallabuxum eru gerð að stöðu- tákni. Böm og unglingar eru mis- Auglýsingaskrímslið slævir fólkið, segir Hrafn Sæmundsson, og fjötrar með gervi- þörfum. kunnarlaust notuð sem fallbyssu- fóður í styijöldinni. Vöggugjafir, fermingargjafir, giftingargjafir og klæðnaður á mannamótum eða í skólanum; allt er þetta sett upp í samkeppi. í skólunum ríkir linnu- laus samkeppni í lífsstíl og þindar- laus samanburður. Skrímslið heldur þjóðinni í gíslingu. Neyslan er orðin að sjúkdómi. Og fórnirnar verða stöðugt sársaukafyllri. Það sem er skelfilegast í þessari styijöld er að flestir eiga á einhvem hátt afkomu sína undir neyslunni. Og sífellt aukinni neyslu. Ríkiskass- inn, fyrirtækin og einstaklingarnir lifa á neyslunni. Og enginn þorir að spyija: Er þetta gott líf? Er hægt að lifa betra lífi með öðrum lífsstíl? Með öðru verðmætamati? Með meira sjálf- stæði? Hváð er fólki boðið? Að stærstum hluta lágmenningu. Síbylja fjölmiðl- anna leggur stöðugt undir sig stærri hlut af frítíma. Eftir stress dagsins og^glímuna við lífsbarátt- una, og skrímslið, kemur brosandi sjónvarpsþula og býður fólki að eiga nú huggulega stund framan við sjónvarpið og' efni myndarinnar er Hrafn Sæmundsson tíundað; kona framkvæmdastjóra verður vitni að hræðilegu morði og skömmu síðar hverfur hún á dular- fullan hátt og hinn snjalli lögrelu- foringi tekur málið að sér og lík- amsleifar konunnar fínnast sundur- skornar í tveim plastpokum en að- j stoðarlögregluforinginn sem leynir alltaf á sé tekur eftir því að í plast- ; pokunum eru leifar af tveimur kon- ! um og hann fer þá í að leita að þriðja morðingjanum. Ef fólk vill leita eftir einhveiju öðru í þessari fjöldaframleiðslu er ekkert fyrir hendi, hvorki leikur né kvikmynda- gerð. Á svipaðan hátt eru stöðugt fleiri þættir í fjölmiðlaframboði manaðir upp í spennuna. Fréttjr af fólki og málefnum eru matreiddar og poppaðar. Engu er eirt. Boðber- ar „frelsisins“ hælast yfir hveijum þætti sem verður frelsinu að bráð. Hin „helgu vé“ eru ekki lengur frið- helg. Varla stendur neitt eftir sem sameinar þjóðina á góðri stund nema handboltinn - ef íslendingar vinna. Sem vin í þessari eyðimörk stendur þá gamla gufuradíóið og vissir þættir á stöð eitt. Og út í þjóðfélaginu blómstrar hámenning. En gjáin breikkar samt stöðugt. Gegnum aldirnar hefur fólk verið að sækjast eftir betra lífi. í of-' neysluþjóðfélögunum hafa verið gerðar „uppreisnir“ á síðustu ára- tugum frekar en rökréttar tilaunir til grundvallarbreytinga. Þannig - var grundvöllur ’68-kynslóðarinn- ar. Og margar smærri tilraunir hafa verið gerðar. En þetta hefur ekki hrokkið til. Nú fer í hönd mesta neysluvertíð ársins. Þá skelfur allt þjóðfélagið. Og skrímslið öskrar í öllum regn- bogans litum í tvo mánuði. Ef ekki væri tenging fyrirtækja og einstakl- inganna við neysluna væri vissulega rökrétt að fólk liti í eigin barm. Hvað gefur neyslan í aðra hönd? Væri hægt að standa á annan hátt að jólaundirbúningnum? Og menn- ingarþættinum í jólaundirbúningn- um fyrir almenning? Hvar eru skáldin og skapandi listamennirir? Jólasveinar Jóhannesar úr Kötlum koma enn af Ijöllum og standa fyr- ir sínu. En það er með ólíkindum hve mikið af „framleiðslu" lista- mannanna er fæða fyrir skrímslið. Hvernig væri að Einar Kárason, Atli Heimir og Sigríður Beinteins- dóttir fengju sér bústað í Ölfusborg- ■ um í eina viku og kæmust að þeirri niðurstöðu að kristileg siðfræði og -menning er ekki endilega púkó og börn eru ekki hálfvitar upp til hópa. Kannski myndi diskurinn þeirra slá í gegn í ,jólaflóðinu“? Höfundur er atvinnumálafulltrúi. / vKRISTALL Lampar yfir 100 gerðir Tilboðsda ítölsk hjólaborð, speglar og blómasúlur í miklu úrvali. Faxafeni - bláu húsunum Sími 568 4020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.