Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fender Stratocaster, Gibson, Burns ... Á SÝNINGUNNI verða gítarar af öllum stærðum og gerðum. Gítarínn er sennilega eitt algengasta og vinsælasta hljóðfærí í heimi og hefur haft gagnger áhríf á þróun tónlistarsögunnar á þessarí öld. Þröstur Helgason heimsótti Hitt húsið þar sem verið er að setja upp yfirlitssýningu á íslenskum gíturum. NÚTÍMAGÍTAR á uppruna sinn á Spáni á 16. öld en þar náði hann miklum vinsældum og varð reynd- ar þjóðarhljóðfæri Spánveija. Gít- arinn náði mikilli útbreiðslu um Evrópu strax á 17. öld og á 19. öld var gítar orðinn helsta hljóðfæri áhugamanna. í dag er gítarinn eitt vinsælasta og algengasta hljóðfæri í heimi og er ein af undirstöðum að uppgangi al- þýðu-, djass og rokktónlistar á þessari öld í hinum vestræna heimi. Bylting varð .með til- komu rafmagnsgítarsins en það var Leo Fender sem framleiddi þann fyrsta árið 1954, Fender Stratocaster, sem orðið hefur að fyrir- mynd margra seinni gítarframleiðenda, svo sem Schecter, Tom Anderson og Valley Arts. Meðal frægra tónlistarmanna sem nótað hafa Stratocaster eru Buddy Holly, en hann var einn af þeim fyrstu sem það gerðu, og Hank Marvin í Shadows. Gítarasýning í dag verður opnuð gítarsýning í Hinu húsinu (í Geysishúsinu gamla). Markús H. Guðmundsson og Viktor Steinarsson eru skipuleggjendur sýningarinnar og segja að ætlunin sé að gera þetta að árlegum við- burði. „Kveikjan að sýningunni var sú að það vantar skrá yfir gítara á íslandi“, segir Mark- ús. „Það er sennilega til ótrúlegur fjöldi gít- ara í landinu. Það er ekki endilega verið að spila á þá alla, heldur liggja þeir margir hveij- • ir undir rúmi eða á hillum inni í skápum og geymslum. Sum þessara tækja eru sjaldgæf- ir gripir sem gaman væri að fá fram í dags- Ijósið en við höfum í hyggju að tölvuskrá alla gítara sem til eru í landinu, kassagítara og rafmagnsgítara, þjóðlagagítara og klass- íska gítára, bassagítara og hvað eina. I skrán- ingunni munum við taka fram tegund, ár- gerð, seríunúmer, ástand og eiganda. Slík skrá gefur okkur í fyrsta lagi yfirsýn yfir gítaraeign í landinu en hún getur til dæmis líka orðið mönnum til gagns sem eru að leita sér að gítar til kaupa.“ Nýir og gamlir Markús segir að margt skemmtilegra gít- ara muni verða á sýningunni, bæði nýrra og gamalla. „Kristján Kristjánsson mun til dæm- i_s koma hér með safn af gíturum í sinni eigu. Á meðal þeirra er Gibson-gítarinn sem hann notaði í götuspili sínu. Einnig kemur hann með gítar sem er handsmíðaður af íslenskum hljóðfærasmið, Eggerti Má Marínóssyni. Á sýningunni verður líka einn af fáum álgítur- um af gerðinni Fender Stratocaster sem til eru í heiminum. Þessir gítarar voru framleidd- ir í tilefni af 50 ára afmæli Fender-fyrirtækis- ins frá júlímánuði 1994 fram í ágúst 1995. Aðeins voru framleiddir um 5000 gítarar þessarar gerðar og bárust tveir þeirra hingað til lands. Einnig verður til sýnis Fender Jazz- bass árgerð 1965, sem upphaflega var í eigu Arthúrs Moon í Dúmbó og Steina en er nú í eigu Eiðs Arnarssonar bassaleikara Tweety. Annars má segja að það verði þarna gítarar af öllum stærðum og gerðum; Fender Stratoc- aster, Burns, Steinberger, Warwick, Schect- er, Hofner, Ánderson og fleiri og fleiri.“ Hluti af mönnum Markús segir að margir þeir sem beðnir hafa verið um að koma með hljóðfærið sitt hafi ekki treyst sér til þess. „Gítarar, eins og önnur hljóðfæri, eiga það til að verða mönnum mjög kærir, jafnvel svo að þeir geta ekki skilið þá við sig; gítarinn verður óaðskilj- Morgunblaðið/Þorkell „GÍTARAR, eins og önnur hljóðfæri, eiga það til að verða mönnum mjög kærir, jafnvel svo að þeir geta ekki skilið þá við sig; gítarinn verður óað- skiljanlegur hluti af mönnum“, segir Markús H. Guðmundsson, annar skipu- leggjenda sýningarinnar. anlegur hluti af mönnum. Sumir gítarar eru líka svo dýrmætir að menn þora ekki að láta þá frá sér, það eru til dæmi um gítara hér á landi sem kosta um 1 milljón króna en nýir gæðagítarar kosta um það bil 100 þús- und krónur út pr búð.“ Gítarveisla Sýningin mun standa í fjóra daga eða fram á sunnudag. Á laugardaginn kl. 14.-16. munu verða haldnir þrír fyrirlestrar um gítarsyntha og möguleika þeirra, effekta og hljóðfæravið- gerðir. Einnig verða settir upp magnarar frá hljóðfæraverslunum borgarinnar í Tjamarbíói þar sem gestir geta reynt sig í gítarleik. Á föstudagskvöld verða svo haldnir tónleikar í Tjarnarbíói undir heitinu Gítarveisla. Annars vegar mun KK koma þar fram ásamt Björg- vini Gíslasyni og Birni Thoroddsen en hins vegar mun Jón E. Hafsteinsson leika ásamt Sigurgeiri Sigmundssyni, Guðlaugi Falk og Tómasi Guðlaugssyni. Við opnun sýningar- innar kl. 20 í kvöld mun Ómar Einarsson leika djass fyrir gesti. FINNSKI karlakórinn Esmila. Finnski karlakórinn Esmila syngur í Hallgrímskirkju A flótta frá raun- veruleikanum Samsöngur karlakóra KARLAKÓR Selfoss og Karlakór Rangæinga koma í heimsókn til Hafnarfjarðar og syngja í Víðistaða- kirkju ásamt Karlakómum Þröstum laugardaginn 25. nóvember kl. 17. Er þetta í þriðja skipti sem kórar þessir koma fram saman, en haustið 1993 stofnuðu kórarnir til samstarfs og héldu samsöng á Hvolsvelli. Aftur sungu þeir saman í fyrra á Selfossi. Hafa þessar skemmtanir yfirleitt verið upphaf vetrarstarfs kóranna. Skemmtun þessi verður ekki end- urtekin. -----♦ ■♦ ♦--- Sýningu Daða að ljúka SÍÐASTI dagur sýningar Daða Guð- björnssonar í Listasetrinu Kirkju- hvoli, Akranesi, er sunnudaginn 26. nóvember. Daði sýnir þar aquarell- ur, olíumálverk og graflk. Listasetrið er opið virka daga frá kl. 16-18 og um helgar frá kl. 15-18. ----------♦--■♦—♦-- Óskar sýnir á Café Læk NÚ stendur yfir sýning Óskars Guðnasonar tónlistarmanns frá Höfn á Hornafirði á Café Læk. Á sýningunni eru olíumálverk af þekktum gítargúrúum o.fl. með ab- strakt ívafi, undir yfírskriftinni „Hann Óskar sér“. FINNSKI karlakórinn Esmila (Espoon Mieslaulajat - Karlakór Espoo) heldur tónleika í Hall- grímskirkju föstudaginn 24. nóv- ember kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir finnsku tónskáldin Selim Palm- gren, Armas Jarnfelt og Kaj- Erik Gustafsson, en eftir hann verður frumflutt á þessum tón- leikum „Jóla-Trilogi“. Auk þess íslensk þjóðlög og messa eftir Gounod. Stjórnandi er Heikki Saari en undirleikari er Kaj-Erik Gustafs- son, en hann mun jafnframt leika Orgelsónötu nr. 2 í c-moll eftir Mendelssohn - Bartholdy og jafn- framt leika af fingrum fram (improvisera/snarstefja). Heikki Saari er einn virtasti kór- sljóri Finna og kórar undir hans stjórn hafa meðal annars unnið fyrstu verðlaun í „Let the people sing“ keppninni bresku. Hann hefur verið stjórnandi Esmila kórsins frá upphafi, eða í 20 ár. Tónleikarnir eru fyrstu tón- leikar kórsins í ferð hans til ís- lands og Bandaríkjanna. KVIKMYNPIR Bíóborgin GEGGJUÐ ÁST (MAD LOVE) ★ ★ Leikstjóri Antonia Bird. Hanfrit Paula Milne. Aðalleikendur Drew Barrymore, Chris O’Donnell, Kevin Dunn, Joan Allen, Kevin Dunn, TJ. Lowther, Amay Sakasitz. Bandarisk. Touchstone 1995. ÞEGAR best lætur minnir þessi litla vegamynd örlítið á Thelmu og Louise, söguhetjurnar eru ástfangn- ir menntaskólakrakkar, Casey Ro- berts (Drew Barrymore) og Matt Leland (Chris O’Donnell), sem gefa fjárann í ráðleggingar foreldra sinna og stinga af út í buskann. Matt og Casey blindast svo af ástinni um sinn að Matt nemur hana á brott af geðsjúkrahúsi og taka þau vanda- málin í eigin hendur. Þau stafa af því að stúlkan var rekin úr skóla, síðan vistuð um sinn á geðsjúkra- húsinu í kjölfar sjálfsmorðstilraunar er foreldrar hennar vildu stía þeim Matt í sundur. Matt sér ekkert umhugsunarvert í atferli sinnar heittelskuðu til að byija með en eftir því sem lengra líður á ferðalag- ið gera þau sér smám saman ljóst að það er ekkert annað en flótti frá raunveruleikanum. Augu Matts opnast fyrir þeirri hörmulegu stað- reynd að Casey skortir mikið upp á andlegt jafnvægi. Aðskilnaðurinn er óumflýjanlegur. Klikkuð ást fer líflega af stað uns persónugallar Casey fara að verða æ meira áberandi í samskiptum elskendanna og alvaran nær yfir- höndinni. Þunglyndi er erfíður sjúk- dómur og vandmeðfarinn sem kvik- myndaefni. Hollywood hefur gengið brösuglega að íjalla um hann á sannfærandi hátt, skemmst að minnast Mr. Jones, þar sem Richard Gere fór á kostum í annars afar óraunverulegri mynd. Umfjöllunin hér að þessu sinni, hjá forvitnilegum en lítt reyndum leikstjóra, Antoniu Bird, rís lítið hærra. Hápunktarnir eru sumir klénir, einkum atburðirnir undir lokin út á mörkinni, sem leiða endanlega til heimfararinnar. Flest vandamál aðalpersónanna og ekki síður foreldra þeirra eru oftar en ekki snöggsoðin. Á hitt ber að líta að Drew Barrymore heldur sínu fræga ættarnafni á lofti með viðun- andi leik og yfirspilar gjarnan O’Donnell, sem sýnir engu að síður stæðilega frammistöðu. Aðstand- endur Klikkaðrar ástar bera virð- ingu fyrir viðfangsefninu sem fær heiðarlega umfjöllun og komast að ásættanlegum endapunkti - þótt hún risti ekki djúpt. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.