Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HARALDUR ÁGÚSTSSON + Haraldur Ág- ústsson stór- kaupmaður, sem andaðist í fyrstu viku þessa mánað- ar í Reykjavík, var fæddur 9. mars 1907 í Stykkis- hólmi. Foreldrar hans voru Ágúst Þórarinsson versl- unarsljóri og kona hans Ásgerður Arnfinnsdóttir. Systkini Haralds eru látin, en þau voru: Ingigerður, gift séra Sigurði O. Lárussyni, Guðrún Olga, gift Konráði Stefánssyni og Sigurður alþm. og forseti Sameinaðs þings, kvæntur Ingibjörgu Helga- dóttur. Árið 1931 kvæntist hann Steinunni Ólöfu Helga- dóttur Eiríkssonar frá Karls- skála. Kjörbörn þeirra hjóna voru Ásgerður og Ágúst. Ás- gerður lést fyrir nokkrum árum. Fyrri maður Ásgerðar var Haraldur Bessason. Dætur þeirra, Steinunn (m. John R. Semchuk), Elínborg (m. James Berry) og Kristín (m. Charles Nabess) og fimm barnabörn eru öll búsett í Kanada. Síðari maður Ás- gerðar var John Berry. Eiginkona Ágústs er Erla Þor- steinsdóttir og eiga þau hjón heima á Blómvallagötu 2 í Reykjavík. Harald- ur lauk prófi frá verslunarskóla í Kaupmannahöfn árið 1927, stundaði siðan framhalds- nám við Nelsons College í Edinborg 1927-28. Hann var starfsmaður við inn- heimtudeild Landsbanka ís- lands 1928-31 óg útflutnings- deild Alliance hf. 1931-32. Hann var gjaldkeri Sölusam- bands íslenskra fiskframleið- enda 1932-42. Árið 1942 hóf hann rekstur heildverslunar í Reylgavík undir eigin nafni og varð síðar meðeigandi í fyrir- tækjunum Kristján Ó. Skag- fjörð hf. og Steinavör hf. Útför Haralds fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. EINS OG getið er um í framan- greindu ágripi var Haraldur Ág- ústsson Snæfellingur að ætt og uppruna, nánar tiltekið fæddur og uppalipn í Stykkishólmi. Foreldrar hans Ágúst Þórarinsson og Ásgerð- ur Amfínnsdóttir sem og börn þeirra öll voru mannkosta- og hefð- arfólk sem áttu sér merk ættar- tengsl bæði hér heima og vestur í Ameríku. Má rétt nefna að Magnús Andrésson alþingismaður í Syðra- Langholti í Flóa var móðurafí Ág- ústs Þórarinssonar og Tómas Sæ- mundsson Fjölnismaður ömmubróð- ir hans. Systursonur Ásgerðar Amfínnsdóttur var Björn Jónsson (Byron Johnson), sem um miðja öldina var forsætisráðerra British Columbia í Kanada. Margt fleira mætti hér til tína um ættir og ættartengsl. Þess ger- ist þó ekki þörf, því að stutt greinar- gerð um Harald Ágústsson, sem nú er látinn í hárri elli, hlýtur að beinast að honum sjálfum og þá þess fyrst að geta að sjálfum var honum ekkert fjær en að stæra sig af ætt o g afrekum. í allri framkomu var hann látlaus maður, orðvar og kurteis. Menningarlegt uppeldi og eðlislægir kostir áttu sér svo fá- gætt samræmi í persónu hans og allri athöfn að misfellur gat enginn greint. Vegna þessa naut Haraldur trausts og virðingar samferðafólks síns á langri ævi, en sá hópur var bæði stór og margbreytilegur. Má rétt nefna Snæfellinga fyrri tíðar og þá einkum og sér í lagi Hólm- ara, skólafélaga frá unglingsámm, bæði hér heima og úti í Kaup- mannahöfn, íþróttafólk úr ýmsum greinum, en Haraldur vann mikið og óeigingjamt starf til eflingar íþróttum í Reykjavík. Enn er við að bæta stórum hópi viðskiptavina, innlendra og erlendra, en umsvif hans í verslun og viðskiptum voru allmikil um skeið. Að síðustu skal nefna fjölskyldu hans. Ekki er of- mælt að í röðum þessa fólks fynd- ist aldrei neinn sem léti sér til hug- ar koma að gagnrýna eða bera brigður á störf Haralds Ágústsson- ar, orð hans eða gerðir. Heimili Haralds og eiginkonu hans Steinunnar Ólafar Helgadótt- ILrfidryfzfziur frá kr. 590 pr. mann Sfmar: 551 1247 551 1440 ur að Blómvallagötu 2 í Reykjavík var rómað fyrir gestrisni og höfð- ingsskap, enda höfðu þau hjón góð- ar forsagnir á öllum hlutum. Stein- unn lést fyrir hálfum öðrum áratug og bjó Haraldur síðan hjá syni sín- um og tengdadóttur, Ágústi Har- aldssyni og Erlu Þorsteinsdóttur. Haraldur Ágústsson var maður hraustur á sál og líkama. Hann lagði rækt við uppbyggilegar íþrótt- ir og ástundaði heilsusamlegt líf- emi. Áratugum saman fylgdi hann ávallt þeirri venju að heilsa nýjum degi í Sundlaug Vesturbæjar. Eng- inn man til þess að einhver veiki eða vesöld sækti hann heim. Á langri ævi varð honum sjaldan mis- dægurt. Þar kom þó að lokum að Elli kerling skoraði á hann. í þeirri glímu gat hann ekki vænst sigurs þótt hann væri öðrum mönnum glímnari á yngri árum. Fall hans í lokin varð þó mjúkt og í samræmi við langa og giftusamlega för um lífsins veg. Minningunni um hann fylgja sæmd og virðing. Haraldur Bessason. Við andlát og útför Haraldar Ágústssonar, fyrrv. stórkaup- manns, leita margar og ljúfar minn- ingar á hugann. Fyrir 50 árum höguðu örlögin því svo, að ég undirritaður giftist í sömu fjölskyldu og þeir bræður Haraldur og Sigurður Ágústsson í Stykkishólmi. Þeir voru ólíkir um margt en báða prýddi alla tíð með- fædd og sérstæð kurteisi, sem vakti virðingu og aðdáun allra, sem þeim kynntust. Það mun hafa verið árið 1892, sem Ágúst Þórarinsson flytur til Stykkishólms. Setti hann ánægju- Iegan svip á Hólminn um sína daga. Hann var bróðir hins þjóðkunna prófasts, Árna Þórarinssonar, og hafsjór af sögum og _góðri kímni. Lifa mörg spaugsyrði Agústar góðu lífí enn í dag á vörum eldri borgara í Stykkishólmi. Æskustöðvamar áttu alla tíð sterk ítök í Haraldi. Haraldur fór til framhaldsnáms í Verslunarskóla í Danmörku og lauk þaðan prófí 1927. Við heim- komuna hóf hann störf í Lands- bankanum og síðar sem gjaldkeri hjá SÍF, þar til hann hóf eigin rekst- ur. Haraldur giftist Steinunni Helga- dóttur 1931 og byggði hús á Blóm- vallagötu 2. Varð hann snemma vesturbæjar-KR-ingur og stundaði íþróttir á sínum yngri árum. Síðan fóru þau hjónin að stunda af kappi sundlaug Vesturbæjar árla morg- uns og var það fastur punktur í þeirra lífi í áratugi. Þau nutu þess að fá sér heilsusamlegan sund- sprett og hitta góða kunningja. Einnig fengu þau sér daglega göngutúr og létu ekki veður aftra för sinni. Hélt Haraldur þessu áfram eftir andlát konu sinnar á meðan heilsan leyfði. Eftir að Haraldur hóf innflutning á fatnaði fóru þau hjónin saman í innkaupaferðirnar. London var vissulega þeirra uppáhaldsborg. Þegar þangað kom bjuggu þau ajlt- af á sama hótelinu marga áratugi og urðu svo vinsæl hjá starfsliðinu að síðustu árin voru þau heiðurs- gestir. Haraldur var einn þriggja er á sínum tíma keyptu Heildverslun Kristjáns Skagfjörðs og stofnuðu síðar Steinavör hf. þar sem Harald- ur starfaði uns hann kaus að hætta fyrir allmörgum árum. Kristin kenning flytur okkur þann'boðskap, að maður og kona skuli við giftingu verða eitt. Þetta er auðveldara um að tala en í að komast. En því minnist ég á þetta að samrýndari hjónum en Steinu og Haraldi hef ég ekki kynnst. Ást þeirra og aðlögunarhæfileikar gerðu þau svo samofin að einstakt var. Smekkur þeirra, áhugamál og viðhorf voru ótrúlega hliðstæð. „Okkur fínnst" var þeirra orðtak. Steina, eins og við í fjölskyldunni kölluðum hana ávallt, vildi helst ekki heyra neinum hallmælt. Líktist hún í þessu tilliti mjög Sesselju móður sinni, sem bjó mörg ár á þeirra heimili. Þær mæðgur kunnu þá list að segja fæst, ef þeim mislík- aði í stað þess að reisa röddina. Jafnframt var þeim tamt að koma auga á það besta í fari hvers og eins. Þetta átti einnig við um Har- ald, sem alltaf var elskulegur og varkár í tali. Það eru vissulega margar minn- ingar um samskiptin á liðnum árum sem rifjst upp á þessari stund og ekki verða tíundaðar hér. Þó mætti minnast þess að um langt árabil safnaðist fjölskyldan saman á gaml- árskvöld á Blómvallagötu 2 til að fagna nýju ári og syngja kl. 12 á miðnætti út á stóra altaninu þeirra, þar sem flugelda-veislan sást hvað best. Þama áttum við ánægjulegar samverustundir og þessi heimsókn var ávallt tilhlökkunarefni. Það var Haraldi til mikils happs, eftir að hann varð ekkjumaður, að Ágúst sonur hans og tengdadóttirin Erla fluttust inn á heimili hans og önnuðust hann eins og best verður 'á kosið. Mér fínnst fullt tilefni til að þakka Erlu sérstaklega frábæra umönnun. Síðustu mánuðina fluttist Har- aldur á dvalarheimilið Eir, þar sem hann andaðist án þess að hafa þurft við þjáningar að stríða. Blessuð sé minning þessa heið- ursmanns. Guðmundur Guðmundarson. Óðum fækkar þeim, sem voru leikbræður í Stykkishólmi fyrir um þrem aldarfjórðungum. Heita má, að við Jóhann Rafnsson séum nú einir eftir úr þeim hópi, þegar Har- aldur Ágústsson er fallinn frá. Bub- bur hét hann alltaf í okkar hópi, hvort heldur við vorum að leik eða í einhverju bjástri. Einn var sá leik- ur, sem mikið var iðkaður og Bubb- ur fékkst naumast til að taka þátt í en það var skeljastríð. Hins vegar hafði hann mikinn áhuga á hvers konar íþróttaleikjum, sérstaklega glímu og reyndist þar mjög sleipur. Vafalaust hefði hann náð langt í þeirri íþrótt, þegar suður kom, ef hann hefði um það hirt, en svo var ekki. Ef við tókum jullu traustataki til að fara á um sundin reyndist Bubbur einna þolbestur að rikka og gat þá haft til að stjórna ákveð- ið og af myndugleik. Hann var aldr- ei beinlínis stríðinn, en átti til glettni græskulausa, sem gat vakið hlátur, og fylgdi hann þá vel eftir, ef hann hitti í mark. Svipaði það til föður hans. Sem unglingur var hann þeg- ar vel að manni. Væri farið í lóða- leik, sem ekki gerðist oft, gat hann jafnvel látið loft undir lóð, sem full- orðnir áttu fullt í fangi með. En hvernig reyndust æskueigindir Har- aldar, þá er hann varð fulltíða? Hann var vel á sig kominn á vöxt og fram á háan aldur léttur á fæti, enda stundaði hann íþróttir lengi framan af, en sund þó lengst. Að andlitsfalli og yfirbragði líktist hann meir móður sinni en föður. í viðmóti var hann ætíð brosmildur og hlýr, laus við dómhyggju, hvort heldur varðaði mál eða menn, en það þýddi ekki, að hann væri skoð- unarlaus. Hann var orðvar og í mín eyru heyrði ég hann aldrei tala illa eða niðrandi um nokkurn mann. Síst mundi honum það ætlandi, ef í hlut átti einhver, sem var kveink- sár og lítill fyrir sér. Sá sem öðlað- ist trúnað Haraldar við náin kynni átti vænum vini að mæta, og um- fram allt, þá eitthvað bjátaði á. Að fyrra bragði var hann ekki mann- blendinn og tók lítt þátt í viðræðum án tilefnis, var þegar svo stóð á, frekar hlédrægur, fyrr en hann hafði áttað sig á, hvað á spýtunni hékk, þá gat hann vikið að orði svo eftir var tekið. Meðan foreldrar Haraldar voru á lífi átti hann tíðförult vestur í Stykkishólm, en upp frá því fækk- aði ferðum hans þangað, og lengi síðustu árin kom hann þar naum- ast. Ekki hafði hann mikið samband við Hólmara hér syðra en eigi var örgrannt að til hans leitaði úr þeirra hópi maður og maður og fór jafnan af hans fundi hýrari á brá en hann kom. Ekki var það hljóðbært af Haraldar hálfu. Stundum bar við, að kunningjar hans að vestan voru með eitthvað það á prjónum, er margir þurftu að koma að, og brást þá aldrei liðsinni Haraldar. Um áratug var ég í stjórn Félags Snæfellinga og Hnappdæla og á því tímabili var þar býsna margt á döfinni, sem erfítt var að koma fram nema með tilstyrk margra. Ávallt þegar heitið var á hurðir Haraldar til stuðnings var okkur tekið af rausn. Ráðagerð var uppi í félaginu að láta skrá sögu Snæfellsness og ritnefnd kosin til að koma því verk- efni á flot. Þótti þá eðlilegt að leita til Haraldar um að vera með okkur í nefndinni, og varð hann fúslega við þeirri beiðni okkar. En þótt það verkefni strandaði fyrr en í miðjum klíðum, var það ekki hans sök né okkar hinna. Æskuheimili H^raldar var ég dálítið kunnur, svo og foreldrum hans, Ásgerði og Ágústi. Víst voru þau hjón töluvert ólík, en hvort þeirra bætti annað upp. Ásgerður var þrekmikil kona, er elskaði mjög bændasamfélagið. Hún gat verið staðföst og þykkjuþung, ef á milli bar um að hún fengi sínu máli fram- gengt. Þótt Ágúst væri í sinni önn lengst af tengdur verslun var hann öðrum þræði mjög bókmenntasinn- aður, las mikið og átti talsvert bóka- safn. Hann gerði sér t.d. að leik að bera saman ljóðaþýðingar Matt- híasar úr Norðurlandamálum við frumtextann og fannst séra Matthí- as stundum skáka skáldbræðrum sínum. Lítt hélt Ágúst þessari iðju sinni á lofti. Haraldur ólst því upp á miklu menningarheimili, sem var meðal þeirra fremstu, er þá voru í Hólminum. Um kaupmennsku Haraldar eða annað henni tengt er ég fákunn- andi, hafði aldrei löngun til að hnýs- ast í hana og hann um hana fá- máll að óþörfu. En ólíkt var það honum að vera kaupmaður þungur, eins og Jón Espólín orðaði það um einn Hófsóskaupmanna. Steinunn Helgadóttir (Steina) var bekkjarsystir mín í barnaskóla og auk þess vorum við saman eitt sumar í sveit. Hún var mér ekki síður kunn en Haraldur, þegar þau áttust. Steinunn var hláturmild og einlæglega opinská, einkum þegar henni þótti við eiga að tjá sig og laðaðist ósjálfrátt að gestum sínum, sem vel kunnu að meta atlætið. Okkur Helgu þóttu það ætíð hátíða- brigði, er við áttum stund með þeim hjónum. Að leiðarlokum viljum við Jóhann Rafnsson tjá okkar alúðar þakklæti til Erlu og Ágústs fyrir umönnun alla við okkar gamla leikbróður, Harald Ágústsson, um leið og við sendum þeim, sem honum voru hjartkærastir, samúðarkveðju. Lúðvík Kristjánsson. Þegar ég frétti andlát vinar míns, Haraldar Xgústssonar, þá var mín fyrsta hugsun, loksins er hann kom- inn til Steinu frænku sem varð bráðkvödd úti í London árið 1979. Það var mikið áfall fyrir okkur öll, eins og systkinabörn hennar, enda alltaf góð heim að sækja. Þegar hópurinn stækkaði, þá minnast blessuð börnin okkar og ekki síst þau sem komu frá Spáhi, sælgætis, sem hún alltaf átti og stakk upp í litla munna. Þrátt fyrir að sextán ár séu liðin frá andláti hennar, þá er svo erfitt að skrifa um Harald án þess að minnast Steinunnar, móðursystur minnar, því þau voru svo samrýnd. Við Haraldur vorum vinir sem þótti vænt um hvort annað. Við, sem þekktum Harald, vissum hversu mikill öðlingsmaður hann var. Hann og bróðir hans, Sigurður Ágústsson frá Stykkishólmi, voru kvæntir móðursystrum mínum. Bestu bem- skuminningar mínar átti ég einmitt í Stykkishólmi og í stóra fallega húsinu með fallega garðinum á Blómvallagötu 2, hér í Reykjavík. Eftir fráfall Steinu, síðan elsku Ásu og móður minnar og Pablo sonar míns (7. júní ’65 — 8. ágúst ’69) áttum við Haraldur sameigin- legt áhugamál að keyra upp í kirku- garð á sunnudgöum. Og mikið leið okkur vel þar. Síðan fómm við í kaffi á Hótel Loftleiðir, þar sem honum var tekið með mikilli reisn. Eg vil kveðja hann í ljúfri minn- ingu uppi í sumarbústað á Þingvöll- um hjá Erlu og Gústa, horfandi á sjónvarpið sem gekk fyrir vind- myllu. Honum leið svo vel hjá þess- um elskum. Erla mín, þakka þér allt sem þú varst honum. Helga Guðmundsdóttir. Fyrir nálega aldaríjórðungi eign- aðist ég þau Steinunni Helgadóttur og Harald Ágústsson að tengdafor- eldrum. Ágúst, sonur þeirra, varð maðurinn minn og foreldrar hans tóku mér sem dóttur. Betri tengda- foreldra er ekki hægt að hugsa sér. Steinunn kvaddi þennan heim langt um aldur fram hinn 23. nóv. 1979 og varð öllum, sem hana þekktu, harmdauði, ekki síst Har- aldi sem þá syrgði sárt konuna sem var honum sem sjálft lífsakkerið. Ég held að ég hafi aldrei kynnst jafn samhentum hjónum og þeim Steinunni og Haraldi. Eftir lát Steinunnar fluttumst við Ágúst til Haraldar þar sem við höf- um öll deilt kjörum í 15 ár. Ljúfari mann á heimili en Harald er ekki hægt að hugsa sér. Hann var í eðli sínu hógvær og lítillátur og svo góðgjarn og jákvæður var hann að aldrei bar skugga á sambúð okkar þriggja á Blómvallagötunni. Haraldur var orðinn aldraður maður er dauðinn kvaddi dyra. Að undanförnu hafði heilsu hans hrak- að mjög og ég trúi því að dauðinn hafí komið eins og frelsandi engill. Haraldi varð tíðrætt um æskuár sín í Hólminum, húsið Borg þar sem hann ólst upp, fjöruna þar sem ævintýri bemskunnar gerðust og foreldrana sem honum þótti svo vænt um. Haraldi auðnaðist á langri ævi sinni að ferðast víða um Evrópu. Þeirra ferða naut hann mjög og gaf öllum þjóðum háa einkunn; Hollend- ingum fyrir bestu vegina og Dönum fyrir hlýjast viðmót. Sérstaklega þótti honum þó koma til Lundúna- borgar sem hann heimsótti svo oft sem auðið var allt fram á síðustu ár. Englendingar þóttu honum allra manna kurteisastir og það var eig- inleiki sem hann mat mikils. Þannig var eðli hans sjálfs. Fegursti staður jarðríkis var samt í huga hans Breiðafjörðurinn. Þeir eiginleikar, sem mest bar á í fari Haraldar, voru góðvild og þakklæti fyrir það sem honum var gott gert. Stundum er sagt að erf- itt sé að gera öldruðu fólki til hæf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.