Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 64
Ö4 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Blóðregn KVIKMYNPIR IIÁSKÓLABÍÓ FYRIR REGNIÐ (Before the Rain) ★ ★ ★ ★ Leikstjóri og handritshöf- undur Milcho Manchevski. Tónlist Anastasia. Kvik- myndatökustjórn Manuel Teran. Aðalleikendur Katrin Catlidge, Rade Serbedzija, Gregoire Colin, Labina Mitveska. Makedón- ía/Bretland/Frakkland 1994. HÖRMUNGAR ófriðarbrölts mannsinns og átakanlegar afleið- ingar þess eru í brennidepli í Fyrir regnið, áhrifamikilli stríðs- ádeilu eftir Makedóníumanninn Milcho Manchevski sem tvinnar listilega saman þremur ástarsög- um sem tengjast saman í persón- um og atburðum í sláandi heild. Fyrsti hlutinn, „Orð“, hefst í fornu klaustri í Makedóníu. Þang- að leitar Samira (Labina Mitevska) ung stúlka af albönsk- um ættum, hælis á flótta undan mönnum sem segja hana hafa myrt bróður þeirra. Ungir munk- ur felur Samiru fyrir leitarmönn- um og bæði eru brottræk gerr fyrir vikið og afleiðingarnar á einn veg. Annar hlutinn, „Mynd- ir“, gerist í ys og þys heimsborg- arinnar London, víðs fjarri af- skekktu fjalllendi Balkanskaga. Þar koma við sögu Anne (Katrin Cartlidge), ritstjóri á fréttaljós- myndastofu sem daglega hefur fyrir augum í myndefninu afleið- ingar ófriðarins í fyrrum Júgó- slavíu, og stríðsljósmyndarinn Alexander (Rade Serbedzija). Hann er fyrir löngu orðinn _fullsaddur á starfi sínu og vill snúa aftur til síns heima í Make- dóníu, með Anne sér við hlið. Hún velur þann kostinn að bíða en hann snýr aftur á afskekktar bernskuslóðirnar eftir langar fjar- vistir og þar gerist þriðji og síð- asti hlutinn, „Myndir“. Ljósmyndarinn og Pulitzer- verðlaunahafinn Alexander hyggst finna stríðshijáðri sálu sinni frið á þessum útnára en það er öðru nær. Grunnt er á því góða með hinum makedónísku smá- bændum og albönskættuðum múslimunum, grönnum þeirra í næsta þorpi. Þegar ung, albönsk stúlka (Samira) vegur svo einn frænda Alexanders tekur hann afstöðu, reynir að friða fólkið sitt með sorglegum afleiðingum. Margbrotin og fjölþætt sagan verðu aldrei flókin heldur spinnur handritshöfundurinn og leikstjór- inn örlagavef persónanna saman á snilldarlegan hátt. Andúð hans á glórulausu bijálæði stríðs krist- allast í ógleymanlegri setningu undir lokin. Hana (Silvivija Stoj- anovska), æskuást Alexanders er af albönskum ættum, þá ríkti frið- ur á milli þjóðarbrotanna þrátt fyrir ólík trúarbrögð og uppruna. Nú kemur hún á fund Alexanders og biður hann ásjár þar sem ung dóttir hennar (Samira) sé í haldi hjá frændum hans sem ætli að taka hana af lífi. „Hjálpaðu mér,“ segir konan, „eins og hún sé þín.“ Þessi fáu orð segja allt sem segja þarf og skapa eitt sterkasta atriði í mynd sem hristir miskunnarlaust upp í áhorfandanum í beinskeytni sinni og bláköldum einfaldleik. Hvar sem við búum, hver sem við erum, á hvað sem við trúum er skylda okkar að bregðast ekki sem manneskja. Skýrari geta ekki skilaboðin verið. Maðurinn getur fátt unnið sér meira til bölvunar en að berast á banaspjót og ófrið- arbál getur kviknað af ekki stór- vægilegri neista en nauðvörn stúlkunnar í Makedóníu. Óróinn í löndunum sem fyrrum voru sam- einuð undir fána Júgóslavíu er hér samnefnari fyrir tortímingaröflin sem blunda svo æaaust. Fyrir regnið er sigur fyrir alla þá óþekktu eða lítt kunnu lista- menn sem þar koma við sögu, eink- um leikstjórann og handritshöfund- inn Manchevski. Fyrstu augnablik- in í hringiðu mannlífsins í London virka aðeins á skjön en fljótlega sést hvað vakir fyrir Manchevski — að undirstrika nánd jarðarbúa. Ófriðarins er alls staðar að vænta, regnið fellur ekki aðeins á þakið hjá þér. Lokakaflinn er ómenguð snilld þar sem reynir mikið á Serbedzija, hinn fasmikla, make- dóníska leikara. Hann einfaldlega er hinn veraldarvani, hijáði stríðs- ljósmyndari. Persónan er óvenju heilsteypt og vel skrifuð af hálfu Manchevski, sem þekkir hana ber- sýnilega vel. Aðrir leikarar standa sig með ágætum, kvikmyndatakan, balkönsk tónlistin og öll tæknivinna er óaðfínnanleg. Fyrir regnið er ein beinskeyttasta stríðsádeila síðari ára. Sæbjörn Valdimarsson Snyrtivöru verslaiuiin Qrrmú H Y G E A Auriturstræti Kynning í dag og á morgun föstudag frá kl. 12-17. Staðgreiðsluafsláttur Kaupauki fylgir J'k'k , Tjaldið Istöðiaá ★★★★ Sýnd í B-sal kl. 4.50 og 6.55. Miðav. kr. 750. STJÖRNUBÍÓLÍNAN - Verðlaun Bíómiðar. Sími 904 1 065. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Miðaverð kn 700, irpósturinn Kvikmynd eftir GIsla Snæ Erlingsson DESPERADO FRUMSYND 24. NOVEMBER Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÓN G. Tómasson, Davíð Oddsson og Ólafur Jónsson höfðu um margt að spjalla. ÞORBJÖRG Jónsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir og Astríður Thorarensen. Grandi 10 ára GRANDI hf. hélt árshátíð sína og 10 ára afmælishóf síðastliðið föstudagskvöld. Heiðursgestur- inn, Davíð Oddsson forsætisráð- herra, hélt hátíðarræðu og hljómsveitin Karma spilaði fyrir dansi. Daginn eftir var fjöl- skyldudagur og þá heimsótti fjöldi fólks húsnæði Granda. ÞESSIR hressu krakkar heimsóttu Granda á laugardaginn. Nýtt á kvikmyndahúsunum - ANTONIO Banderas í hlutverki sínu. Laugarásbíó sýnir myndina Feigðarboð LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Feigð- arboð eða „Never Talk to Stran- gers“. I aðalhlutverkum eru Rebecca DeMorney og Antonio Banderas. Sarah Taylor er virtur af- brotafræðingur sem starfar með stórhættulegum glæpamönnum og fjöldamorðingjum. Fyrir til- viljun hittir hún ókunnugan mann, Tony Ramirez, sem er afar heillandi. Hann er sakleysis- legur, spennandi og dularfullur í senn og Sarah hefur ástríðu- fullt samband með honum. En þegar dularfullir atburðir fara að gerast verður Sarah óttasleg- in. Einhver skilur eftir daúð blóm á stigapallinum og ógnvekjandi skilaboð fylla símsvarann. Hverj- um á hún að treysta? Dularfulla kærastanum sínum, Tony, undir- förula sjúklingnum sínum Cheski, ágjarna nágrannanum Cliff eða föður sínum Henry? STAR WARS MYNDIRNAR A . SÖLUMYNDBANDI Nú getur; þú eignast þín eintök af myndunum.sem mörkuðu tímamót í útliti og hljómgæðum í kvikmyrída- sogunni. Myndirnar hafa verið hljóðblandaðar að nýju og eru nú í stafrænum hljóoni. Stjörnustríðsmyndirnar fást meðal annars í Bónus #Holtagörðum, Hagkaup, Fríhöfninni, Eymundsson, Videohöllinni og Skífunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.