Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ NY'7*T> /fHl DÁNFOSS Enn ein nýjung í sjálfvirkum ofnhitastillum AÐSENDAR GREINAR %[&ELLT 4 Allar aðgerðir eru fljótvirkari, tenging nemans við lokann er enn traustari og nýting á heita vatninu nákvæmari. Einnig er hægt ® að læsa nemanum á einfaldan hátt. NYR FULLKOMNARI OFNHITASTILLIR Á ÓBREYTTU VERÐI. VATNSVtRKMN hf. ÁSSMÚiLA 21, SEYKJAVfe: Ennum leiðakerfið ARTHUR Morthens, stjórnarformaður SVR, skrifar grein í Morgun- blaðið 17. nóvember þar sem hann fjallar m.a. um grein mína frá 15. s.m. Ekki er þó hægt að kalla grein Arthurs svargrein enda víkur hann sér fimlega undan því að svara al- varlegustu gagnrýn- inni í grein minni. Arthur eyðir nefni- lega stórum hluta greinarinnar í að fjalla um þá vinnu, sem ligg- ur að baki tillögum að breyttu leiðakerfi, sem Kjartan Magnússon samþykktar voru í stjórn fyrirtækis- ins. Það er hárrétt hjá honum að starfshópur hjá SVR var stofnaður til að fjalla um tillögur danska ráð- gjafarfyrirtækisins og leita eftir ábendingum vagnstjóra enda hélt ég aldrei öðru fram. Starfshópurinn hefur unnið mjög gott starf og gagnrýni mín beinist ekki gegn honum heldur gegn meirihluta stjórnar SVR vegna þess að hún vildi ekki fjalla um tillögur að nýju leiðakerfi, sem bárust frá tveimur vagnstjórum og nýtur stuðnings verulegs hluta þeirra. Hlutverk starfshópsins Staðreyndin er sú að umræddur starfshópur leit fyrst og fremst á það sem hlutverk sitt að skoða til- lögurnar frá Anders Nyvig og sníða agnúa af þeim. Samkvæmt upplýs- ingum frá starfshópnum var aðeins rætt lauslega um tillögur vagnstjór- anna þar en þær voru aldrei teknar til alvarlegrar skoðunar þar, eins og skilja má af grein Arthurs. Hins vegar afhentu starfsmennirnir Arthuri tillögurnar á fundi stjórnar og starfsmanna og treystu því að hann myndi taka þær til umfjöllun- ar í stjóm. Það gerði hann ekki. í stað þess að skýra frá því af hverju hann gerði það ekki reynir Arthur að beina athyglinni frá.aðal- atriðum að aukaatriðum. Til dæmis getur hann þess sérstaklega að full- trúar Sjálfstæðis- flokksins hafi ekki sótt fund stjórnar með starfsmönnum SVR hinn 2. október þegar starfsmennirnir af- hentu Arthuri tillög- urnar, fund sem undir- ritaður var boðaður á samdægurs og gat ekki losað sig úr vinnu með svo skömmum fyrirvara. Það skiptir hins vegar ekki máli í þessu sambandi heldur það að á umræddum fundi fékk Arthur til- lögurnar í hendur en kaus að virða þær að vettugi. Arthur tekur sérstaklega fram í grein sinni að hann hafi fylgst grannt með vinnu starfshóps- ins. Honum hefði því verið í lófa Tillögur starfsmanna voru hvorki teknar til alvarlegrar skoðunar í starfshópnum né stjórn- inni, segir Kjartan Magnússon, og fulltrúar R-listans hafa enn ekki svarað hvers vegna. lagið að athuga hvaða meðferð til- lögur vagnstjóranna fengu þar. Þá hefði Arthur komist að því að hóp- urinn tók þær tillögur ekki til alvar- legrar skoðunar enda taldi hann það ekki vera hlutverk sitt. Þá hefði verið um tvennt að ræða fyrir full- trúa R-listans: Sjá um að tillögurn- ar yrðu teknar til alvarlegrar skoð- unar í starfshópnum eða stjórninni. Hvorugt var gert og fulltrúar R-list- ans hafa enn ekki svarað hvers vegna. Höfundur cr í stjóm SVR. Okkar rómaða jólahlaðborð er hlaðið jólakrásum í hádeginu og á kvöldin Missið ekki af jólahlaðborðinu - pantið tímanlega í síma 552 3030 Nauðsynleg upplyfting í jólaundirbúningnum Er þörf á að end- urskoða vinnu- 1 •• • •• n loggjofina: HELSTA markmið vinnulöggjafar er að tryggja vinnufrið í landinu, lögin eiga að tryggja það að af árekstrum milli aðila vinnumarkaðarins hljótist sem minnst tjón fyrir atvinnulífið í landinu. Lögin um stéttarfélög og vinnu- deilur (lög nr. 80/1938) hafa verið mikið til umræðu síð- ustu misseri. Kröfur hafa komið fram frá vinnuveitendum um endurskoðun þessarar tæplega sextíu ára gömlu löggjafar en verkalýðshreyf- ingin hefur til þessa ekki ljáð máls á breytingum. Þegar vinn^löggjöfin var samþyk.kt á sínum tíma var það vilji löggjafans að lögin yrðu tekin til endurskoðunar. I greinargerð með frumvarpi vinnulöggjafarnefndar segir: „Eng- um mun þó ljósara en nefndinni, að ekki má við því búast að hér sé um neina framtíðarlausn að ræða. Annars staðar hefur fyrsta löggjöf af þessu tagi yfirleitt þarfnast end- urskoðunar, lagfæringar og viðbóta eftir skamman tíma.“ Síðan eru liðin 57 ár og litlar breytingar hafa átt sér stað. Fimmt- án frumvörp til breytinga á vinnu- löggjöfinni hafa verið flutt á Al- þingi frá árinu 1939 og hafa verið samþykktar þijár breytingar á lög- unum. Tvær minniháttar, árin 1948 og 1958, og ein stærri, þegar lögum um sáttastörf í vinnudeilum var breytt 1978. Þijár þingsályktunar- tillögur hafa verið fluttar á Alþingi um endurskoðun vinnulöggjafar- innar en þær urðu ekki útræddar. Nokkur þingmannafrumvörp hafa einnig verið flutt sama efnis, en ekkert þeirra náði fram að ganga. Vilmundur Gylfason flutti árið 1980 tillögur um starfsgreinafélög þar sem hugmyndin var að gera vinnu- staðinn að grunneiningu þegar samið er um kaup og kjör. Alvarleg- asta tilraunin til að breyta vinnu- löggjöfinni var gerð árið 1975 í tíð Gunnars Thoroddsens félagsmála- ráðherra, en þá var samið nýtt frumvarp um stéttarfélög og vinnu- deilur. Það frumvarp var aldrei flutt á Álþingi þó fullunnið væri m.a. vegna mikillar andstöðu verkalýðs- hreyfingarinnar. í frumvarpinu voru margar breytingar fyrirhugað- ar. Til dæmis að boðunartími vinnu- stöðvana yrði lengdur um þijá sól- arhringa, úr sjö í tíu, svo samnings- aðilum og sáttasemjara yrði veitt aukið svigrúm til að reyna að leysa vinnudeilu áður en hún kæmi til framkvæmda. Félagsmálaráðherra yrði fengið frestunarvald á verkföll- um og sáttasemjara yrði einnig veitt vald til að fresta vinnustöðvun um allt að fímm sólarhringa, ætli hann að bera fram miðlunartillögu eða telji líkur á að deila leysist á þessum tíma. Af framansögðu má sjá að ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um breytingar á vinnulöggjöfinni og í stjórnarsáttmála núverandi ríkis- stjórnar eru uppi áform um að end- urskoða vinnulöggjöfina. Sama ákvæði var í „hvítbók" Davíðs Odd- sonar og Jóns Baldvins Hannibals- sonar og fara ekki miklar sögur af þeim árangri. Því verður fróðlegt að fylgjast með framgangi mála á komandi þingum og hvort Páli Pét- urssyni takist það sem fyrirrennur- um hans hefur ekki tekist. Ef menn vilja breyta vinnulög- gjöfinni og færa nær sambærileg- um lögum nágrannalandanna yrði einkum að líta á eftirfarandi atriði: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson 1) Breyta verkfalls- ákvæðum, lengja boð- unaffrest og veita sáttasemjara heimild til að fresta verkfalli. Til dæmis um tvær vik- ur sé einhver vonar- glæta um lausn á vinnudeilu í sjónmáli. í Danmörku hefur sátta- semjari heimild til þess að fresta boðuðu verk- falli tvisvar sinnum um tvær vikur, eygi hann einhveija lausn á vinnudeilu. 2) Taka upp nýjar að- ferðir við samþykkt verkfallsboðunar. Taka Geta aðilar vinnumark- aðarins ekki, spyr Gylfi Dalmann Aðalsteins- son, tekið upp nýjar starfsaðferðir við gerð kjarasamninga. upp leynilegar kosningar, þar sem atkvæði væru skriflega greidd og tryggt að meirihluta félagsmanna í verkalýðsfélögum þurfi til að samþykkja ákvörðun um vinnustöðvun. 3) Reglur sem kveða á um lág- markshlutfall þess fjölda manna í atvinnugrein sem þarf til að stöðva rekstur með lögmætu verkfalli. 4) Takmarka rétt fámennra hópa til að stöðva stórar þýðing- armiklar atvinnugreinar. Hætt er við að verkalýðshreyf- ingin sé andvíg slíkum breytingum, en eins og gefur að skilja hefur verkalýðshreyfmgin staðið einhuga um að veija sinn helgasta rétt, verk- fallsréttinn. Verkalýðshreyfingin hefur ekki séð neina ástæðu til breytinga á vinnulöggjöfinni, frá hennar bæjardyrum séð hefur hún reynst vel. Lögin þjóni tilgangi sín- um, bindi í lög höfuðþætti í starf- semi verkalýðssamtakanna, rétt til félagsstofnunar og réttarstöðu gagnvart viðsemjendum ásamt verkfallsrétti. Reynslan hefur sýnt að tillögur um meiriháttar breyting- ar á vinnulöggjöfinni, þar sem verkalýðshreyfingin er ekki höfð með í ráðum, eru dæmdar til að mistakast. Það er því ekki óeðlilegt ef breyta á vinnulöggjöfinni að verkalýðshreyfingin sæki eitthvað í staðinn fyrir slíkar breytingar. Nefna mætti aukin áhrif starfs- manna eða fulltrúa starfsmanna á rekstur fyrirtækja er myndu ná til ákveðinnar stærðar á fyrirtækjum. I nágrannalöndum okkar eru víða starfandi slík vinnuráð. Víða í Evr- ópu er slíkum vinnuráðum skylt að lögum að fjalla um einstök mál- efni, svo sem íjárhagsáætlun og uppbyggingu. fyrirtækis, vinnutil- högun og nýja starfshætti, afkasta- hvetjandi launakerfi og starfs- mannamál. í Þýskalandi og Hol- landi hafa fulltrúar starfsmanna í vinnuráðum lagalegan rétt til að seinka ýmsum mikilvægum ákvörð- unum stjórnar fyrirtækja. Eins og raunin er með verkalýðshreyfing- una og verkfallsréttinn þá er hætt við að vinnuveitendur yrðu lítt fúsir til að framselja réttinn til að stjórna fyrirtækjum. Þá er komið að kjarna málsins, hvort nokkur þörf sé á að breyta vinnulöggjöfinni. Spurningin er hvort aðilar vinnumarkaðarins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.