Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 31 Færeyingar, sann- ir vinir í raun ENN EINU sinni hafa vinir okk- ar og nágrannar í Færeyjum sýnt hug sinn til okkar í verki. Þegar hörmungaratburðir þeir, sem öllum eru í fersku minni, dundu yfir Flateyri, brugðust Færeyingar fljótt við og söfnuðu milljónatugum til hjálpar þeim sem áttu um sárt að binda. Engum sem hafa haft kynni af Færeyingum koma slík viðbrögð á óvart, enda hafa þeir fyrr veitt drengilega aðstoð, þegar þessi þjóð hefir átt um sárt að binda. Þar er skemmst að minnast höfðinglegra framlaga þeirra, þegar snjóflóð féllu á Súðavík í byrjun þessa árs, svo og í eldgosinu á Heimaey í jan- úar 1973. Þessi rausnarlegu framlög frænda okkar og vina í Færeyjum hljóta að vekja aðdáun allra, og þeir sem hafa haft persónuleg kynni af Færeyingum vita að hug- ur fylgir máli. Strax sem ungur drengur í Vest- mannaeyjum komst ég í kynni við hjartahlýju færeyskra sjómanna. Á þeim árum stunduðu þeir handfæraveiðar á skútum við ísland og oft fylltist höfnin í Eyjum af þessum þokkafullu fleyjum, þegar illviðri geisuðu og leita þurfti vars. Við strákarnir gerð- um okkur þá oft heimakomna um borð og ósjaldan var það að gaukað var að manni kexi, sem nefndist beinakex. Kexkökurn- ar voru reyndar í tré- tunnum, sem mér finnst nú 60 árum síðar að hafi verið bæði stór- ar og spennandi. Trúlega þætti börnum þetta kex ekki spennandi í dag, þegar ótal tegundir sætra kextegunda fylla allar hillur verslana. Hvað sem því líður, þá hefi ég alltaf síðan borið hlýjan hug til Ásbjörn Björnsson Leifur heppni og árið 2000 í Morgunblaðinu 15. þ.m. er mynd af myndastyttu í Boston og er af Norðmannin- um Leifi Eiríkssyni. Norðmenn hafa af dugnaði og á mark- vissan hátt unnið að því að festa þá skoðun í' Bandaríkjunum að Leifur heppni Eiríks- son, sá er fyrstu nor- rænna manna kannaði strendur Norður- Ameríku, hafi verið Norðmaður. í Noregi er hafinn undirbúningur, til þess árið 2000 að minnast á veglegan hátt þúsund ára afmælis Leifs Ei- ríkssonar. Ekki er að efa að Norðmenn munu gera þetta vel og myndar- lega. Hin glæsilegu og vel upp- Leifur heppni Eiríksson er fæddur á Eiríksstöð- um hjá Yatnshorni í Haukadal. Magnús Jónsson leggur til að þúsund ára afmælis Leifs verði minnst með viðeigandi hætti. byggðu minjasöfn þeirra sýna að þeim er sérlega lagið að glæða lífi og sýna svipmyndir frá liðnum tíma. Við íslendingar höfum viljað eigna okkur Leif heppna og það ekki að ástæðulausu. Heimildum ber saman um hver sé fæðingar- staður Leifs Eiríkssonar. Sam- kvæmt þeim er hann fæddur á Eiríksstöðum hjá Vatnshorni í Haukadal. Leifur heppni er því borinn og barnfæddur Islendingur. Það er því eðlileg þjóðrækni að við minnumst hans og til að árétta þjóðerni hans þarf að undirstrika vel fæðingarstað hans. Ólíkt hefur verið hús það er Leif- ur fæddist í og skáli sá er hann Magnús Jónsson byggði á Vínlandi. Byggingarefni fæðing- arheimilisins hefur að miklum hluta verið torf og grjót. En í hinu viði- vaxna Vínlandi hefur timbur verið bygging- arefnið. Snjall arkitekt gæti teiknað hús, sem minnti á sögualdarbæ og skála Leifs. Sú bygging ætti að rísa í Reykjavík því þar er mest umferð erlendra og innlendra manna. Ef slíkt hús væri byggt, ætti efnið í það að vera jarðvegur frá Eiríksstöðum, fæðingarstað Leifs, og timbur frá Vínlandi. Ekki er útilokað að fornleifa- fræðingar geti fundið leifar af veggjarhleðslu úr fæðingarbæ Leifs. Ef það tækist væri það upp- lyfting fyrir hinn nýja Leifsskála að hafa sýnilegt veggjarbrot úr fæðingarbæ Leifs. Að því að vitað er var skáli Leifs fyrsta húsbygging Evrópu, manns á amerískri grund. Þess végna færi vel á því að hús, sem væri til minningar og jafnframt nokkurs konar líkan af fæðingarhúsi Leifs og skála hans á Vínlandi væri sam- eign Islands, Kanada og Bandaríkj- anna. Tilgangurinn með þessum skrif- um er í fyrsta lagi að hvetja áhuga- menn um minningu Leifs til að mynda samtök, til að hrinda af stað undirbúningi til aðgerða um minningu Leifs. í öðru lagi að benda á að við eigum hæfa menn til að hanna og reisa veglegan minnisvarða um Leif Eiríksson. Æskilegt er að sá minnisvarði undirstriki að Leifur var íslending- ur, með því að minna á áberandi hátt á fæðingarstað hans. Höfundur er fyrrverandi skóla- stjóri Ármúlaskóla. Færeyinga og langaði að sækja eyjarnar þeirra heim þó síðar yrði. Það var þó ekki fyrr en hálfri öld síðar, eða árið 1987, að ég lét verða af því að heim- sækja Færeyjar. Það bar að með þeim hætti að við hjónin létum loks verða af því að aka hringveginn og fengum þá stórsnjöllu hugmynd að leggja lykkju á leið okkar og koma við í Færeyjum. Við pöntuðum far fyrir okkur og bílinn með Ferjunni Norrönu frá Seyðisfirði til Þórs- hafnar, þar sem ákveðið var að dvelja á meðan skipið færi til ann- arra áfangastaða og taka það síðan í bakaleiðinni til íslands. Þegar leið að brottfarardegi ók- um við á 3 dögum um Suðurland til Eiða, þar sem við gistum nóttina fyrir brottför og ókum síðan beint um borð í feijuna á Seyðisfirði morguninn eftir. Eftir þægilega sólarhrings sigl- ingu var komið til Þórshafnar. Þegar feijan hafði lagst að biyggju ókum við í land. Við þurft- um að spyija til vegar, en við áttum pantað herbergi á Hótel Borg, nýju og glæsilegu hóteli í útjaðri bæjar- ins. Þetta var snemma morguns og árrisulir bæjarbúar að fara til vinnu. Ég skrúfaði niður bílrúðuna og spurði bílstjóra bíls, sem ók í gagn- stæða átt, hvar Hótel Borg væri. I stað þess að freista þess að útskýra hvaða leið við skyldum aka, sagði maðurinn okkur að aka á eftir sér, hann ætlaði að vísa okkur leiðina. Það er skemmst frá því að segja að hann ók á undan okkur í gegnum bæinn og næstum upp að dyrum hótelsins í hinum enda bæjarins, þar sem hann kvaddi okkur með ósk um ánægju- lega dvöl í Færeyjum. Að svo mæltu ók hann til baka á fuliri ferð til þess að mæta ekki of seint í vinnuna. Svipað atvik átti sér stað nokkr- um dögum síðar, einnig í Þórshöfn. Ég spurði virðulegan eldri öku- Færeyingar mega gjarnan finna, segir — _________ Asbjörn Björnsson, að íslenzka þjóðin kann að meta vináttu þeirra. mann til vegar og hann sagði okk- ur að aka á eftir sér, sem við gerð- um. Hann sleppti ekki af okkur hendinni, fyrr en við vorum örugg- lega á áfangastað. Á milli þessara atvika voru nokkrir dagar, sem við notuðum til að skoða okkur um á hinum ýmsu eyjum. Allstaðar mættum við einstakri gestrisni og velvilja. Það leyndi sér ekki að það var gott að vera íslendingur í Færeyjum. Hvar- vetna voru ungir sem aldnir boðnir og búnir að greiða götu okkar og af spjalli við fólk leyndi sér ekki að þessi eyþjóð ber sérstakan hlý- hug til Islendinga og alls sem ís- lenskt er. Það gladdi okkur hjónin að heyra í fréttum að forsætisráðherra, Dav- íð Oddsson, sá ástæðu til að senda færeysku þjóðinni sérstakt þakkar- bréf, vegna drengilegra og skjótra viðbragða hennar í kjölfar snjóflóð- anna. Færeyingar mega gjarnan finna að íslenska þjóðin kann að meta vináttu þeirra, sem þeir hafa enn einu sinni sýnt í verki á svo áþreifanlegan hátt. Mig lahgar að hvetja landa mína til að heimsækja Færeyjar og kynn- ast landi og þjóð. Það verður eng- inn svikinn af því, en með slíkri heimsókn gefst kærkomið tækifæri til að endurgjalda góðum grönnum, þó ekki væri nema brot af því sem þeir hafa lagt okkur til á neyðar- stundu. Svo sem kunnugt er hafa Færey- ingar átt í miklum fjárhagserfið- leikum á undanförnum árum, eftir að sjávarafli brást á heimamiðum og veiðiheimildir á íslandsmiðum fóru sífellt minnkandi. Þeir hafa því reynt að skjóta fleiri stoðum undir sitt efnahagslíf, en með mis- jöfnum árangri, eins og gengur. Aukning ferðaþjónustu er meðal úrræða, sem þeir binda vonir við. Ég get með góðri samvisku mælt með heimsókn til Færeyja, því ferð okkar hjónanna, sem hér að framan er vitnað til, var með skemmtilegri ferðum sem við höf- um farið og hreint ógleymanleg. Þar hjálpaðist allt að, einstakt við- mót fólks, hvar sem leið okkar lá, svo og stórbrotin náttúrufegurð og sérstök. Þá spillir ekki, að allir vegir eru lagðir varanlegu efni, frábær jarð- göng tengja víða firði og dali og traustvekjandi vegrið eru meðfram öllum helstu vegum, sem liggja í bröttum fjallshlíðum. Sýnum þakklæti okkar og hug í verki til góðra nágranna. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. FLASA og HARLOS Við eigum gott ráð. ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 -S. 551 2136 Matur, tónlist og skemmtun Jólahlaðborð í Skrúði 29. nóvember til 22. desember. Urval ljúffengra jólarétta á notalegum stað. Tónlistarflutningur er í höndum Jónasar Þóris og Jónasar Dagbjartssonar. Verð í hádeginu: 1.700 kr. Verð á kvöldin: 2.600 kr. Jólastemnitig í Súltiasal 2. desember (uppselt), 8. desember, 9. desember (uppselt) og 16. desember. Glæsilegt jólahlaðborð og fjölbreytt skemmtiatriði: Bergþór Pálsson, Ragnar Bjarnason, Örn Arnason og Brass Kvartettinn. Hljómsveitin Saga Klass ásamt Reyni Guðmundssyni og Sigrúnu Evu Ármannsdóttur leikur fyrir dansi. Verð 2.900 kr. -þín jólasaga!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.