Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ jgl ■ s§s ' S TG-702 PM Þrekhjól m. púlsmæli ★ Tölvu-púlsmælir ★ Newton þyngdarstillir ★ Breitt, mjúkt sæti Verð 24.991 stgr. SlSSllll TG-1828 Klifurstigi Deluxe tr Tölvumælir ★ Stillanleg hæð fyrir hendur ★ M/og stöðugur Verð 29.887 stgr. BORÐAPANTANIR í SÍMA: 562 0200 TM-302 Þrekstigi Deluxe ★ Tölvumælir ■k Mjúkt, stórt, „stýri" tr Mjög stöðugur Verð 24.991 stgr. astaníufylling, Chestnut stuffing Steiktur kalkúnn, Roasted turkey Kartöflustappa, Mashed potatoes Sætar kartöflur, Sweet potatoes Drottningarskinka, Baked ham __Graskerabaka, Pumpkin pie Giblet sósa, Giblet gravy__ ____Pecanbaka, Pecan pie Grænmeti, Vegetable_______ ásamt ýmsum öðrum_________ réttum, meðlæti Opið laugardaga kl. 10-14 SKEIFUNNI 11, SÍMI 588 9890. Póstsendum tím land allt _ _ Reiðhjólaverslunin — orninnF* Mosfellsbæingar, vaknið þið! HVERNIG stendur á því að hvað eftir annað þurfa ábúendur þessa lands að verða fórnarlömb kúgunar og yfirgangs ráðamanna? Hvað þarf til þess að þessir sömu háu herrar hætti nú að líta niður á okkur sauðsvartan almúgann og hlusti einu sinni á hvað við höfum að segja. Vegagerð ríkisins áformar breyt- ingar á núverandi Vesturlandsvegi frá borgarmörkum Reykjavíkur og að Þingvallavegi. Áætlað er að tvö- falda veginn og er stuðlað að því að umferð um hann verði sem greið- ust. í sjálfu sér felst ekki svo mikil breyting þar sem vegurinn liggur frá borgarmörkunum og að bæjar- mörkum Mosfellsbæjar, en þegar inn í bæinn kemur er eins og púki hafi komist i blýanta þeirra sem að þessu standa. Frá byggð Mosfellsbæjar í -tún- um og að byggð í -ásum, eða í gegn um gervallan bæinn, eru áætlaðar breytingar svo stórvægilegar að íbú- ar þessa bæjar eru svo til kjaftstopp yfir vitleysunni. Nú langar mig til að spóla nokk- ur ár aftur í tímann. Ákveðið var í aðalskipulagi 1984-2004 að leggja veg yfir Sundin og framhjá Mos- Dagana 24. - 26. nóvember verður hið árlega þakkargjörðarhlaðborð Perlunnar, með öllum þeim girnilegu réttum sem tilheyra þessari stórhátíð Bandaríkjamanna. fellsbæ yfir í Álfsnes. Átti þessi áætlun að verða landsmönnum til góða þar sem umferð yrði bæði styttri og greiðari til Reykjavíkur og flutningabílar sem leið áttu út á land þurftu ekki að valda ónæði í íbúabyggðum höfuðborgarsvæðis- ins. Mosfellingar hugsuðu sér gott til glóðarinnar að losna við hraðan gegnumakstur landsbyggðarfólks og flutninga um bæinn. Flestir íbúar sem búa í hverfum aðliggjandi að veginum og hafa keypt á síðustu árum hafa kannað, áður en kaup hafa gengið í gegn, hvort núverandi staðsetning þjóðvegarins yrði var- anleg. Upplýsingar þær sem legið hafa fyrir hingað til hafa í öllum tilfellum nægt til að sanna að svo væri ekki og þar með hafa kaupin gengið í gegn. Nú er allt breytt! Við sjáum ekki betur en vega- gerðin sé að styrkja stöðu þjóðbraut- arinnar í gegn um bæinn til að Sundavegur reynist í framtíðinni óþarfur, að þeirra mati. Á almennum bæjarfundi, 29. sept. sl., með þessum herrum, virt- ist þeim koma á óvart mótstaða okkar. Spumingum okkar var illa svarað og með háði og vanvirðu. Þeir reyndu að telja okkur trú um, að þetta væri fyrir okkur gert og skildu ekki vanþakklætið. Og nú skulum við vinda okkur í þessá kostulegu tillögu sem vega- gerðin sækir svo fast fram í að hrinda í framkvæmd: 1) Vesturlandsvegur, í núverandi mynd, verður tvöfaldur. 2) Vegurinn verður færður frá verslunarkjamanum og út í óbyggða móa, sem gætu með lítilli fyrirhöfn orðið yndislegt útivistarsvæði. 3) Þeir ætla að loka útkeyrslum út á veginn út úr nokkmm hverfum. 4) Skermveggir, allt að 4 metra háir, verða reistir til að dempa há- vaða frá veginum í hverfum sem næst honum era. 5) Breytingar þessar hafa svo þær afleiðingar fyrir bæjarfélagið Hvað þarf til þess að ráðamenn hlusti á al- menning, spyr Þóra Gunnarsdóttir, sem hér mótmælir fyrirhug- uðum breytingum á Vesturlandsvegi. að það verður endanlega klofið í tvennt af fjórföldu steypubákni. 6) íbúar úthverfa Mosfellsbæjar verða lokaðir inni í orðsins fyllstu merkingu því vegagerðin hefur vís- að því til bæjarins að leysa sam- göngur innanbæjar svo og uppsetn- ingu á svo til 1 km löngum skerm- vegg. Á þetta allt að borgast úr vasa bæjarsjóðs, eða m.ö.o. okkar sem hér búum. Má líkja þessu við fjárkúgun þar sem við erum skylduð til þess að greiða fyrir eitthvað sem við ekki viljum. Skermveggur þessi lokar inni 20-30 hús sem standa frá Varmá að Þingvallavegi. Til að hann geri gagn verður hann að koma sem næst húsunum og vera jafn hár efri brún þeirra. Það þýðir, á mannamáii, allt að því 1 km lang- an vegg sem mun ná u.þ.b. 4 metra hæð þar sem hann verður hæstur. Fallega útsýnið úr stofugluggum þessa húsa, sem er íbúum þeirra svo dýrmætt, verður varanlega eyðilagt. 7) Tvö hús við Tröllagil fá veginn svo til inn í garðinn hjá sér. 8) Verslunar- og þjónustufyrir- tækin við veginn missa samband við hann vegna þess að hann færist frá þeim. 9) Síðast en ekki síst munu fast- eignir íbúa bæjarins, og þá sérstak- lega í þeim hverfum sem mest líða, verða verðlausar og óseljanlegar. Vegagerðin hefur sagt í rökfærsl- um sínum, að vegurinn þjóni að mestum hluta umferð íbúa Mosfells- bæjar (80%). Hvers vegna er þá ekki hlustað á rök okkar og óskir? Hvers vegna erum við lokuð frá honum? Væri ekki réttara að umferð landsbyggð- arfólks og flutningabíla um veginn yrði heft þar sem hún er í minni hluta og er sú sem veldur hraðakstr- inum? Vegagerðin segir að útkeyrslum um Aðaltún og Ásland verði að loka vegna „vaxandi umferðar". Hvaðan kemur þessi vaxandi umferð og þá sérstaklega við síð- ustu húsin í bænum, eftir að gatna- mótunum við Ásland sleppir? Er ein- hver tilgangur með að vera að tvö- falda veginn um Ullarnesbrekkuna þar sem mesta umferðin sem kallar á tvöföldunina er þegar búin að skila sér inn í bæinn? Ég hef komist að þeirri niður- stöðu að við, íbúar Mosfellsbæjar, eram fyrir hinum sem um veginn fara og það sé í raun ástæðan fyrir lokun útkeyrslna út úr hverfunum, þ.e. svo við, íbúar þessa bæjar og meirihluti notenda vegarins, völdum ekki slysum' þegar við erum að kom- qst til og frá heimilum okkar. Þessar aðgerðir munu stuðla að enn hraðari akstri því ráðgert er að breyta öllum hringtorgum bæjar- ins í mislæg gatnamót og þá verða engar hindranir á hraða lengur í bænum. Nú þegar koma bílar, utan af landi, á 90 km hraða að úthverf- um Mosfellsbæjar. Hraðinn minnkar aðeins við hringtorgið við Álafoss- veg og hitt við Langatanga en samt era dæmi um það að bílar hafi oltið vegna hraðaksturs á þessum stöð- um. Hvemig verður þetta þegar engin hringtorg verða?! Hraði og hávaði haldast í hendur og er mengun af völdum hávaða frá veginum nú þegar komin yfir leyfi- leg mörk. í Ullarnesbrekkunni á að leysa vandann með áðurnefndum . skermvegg. Sem huggun harmi gegn stingur vegagerðin upp á að hann verði glær svo útsýnið ekki tapist. Á þetta að vera fyndið? Hér mun skafa bæði snjó og drullu upp að veggnum og öruggt að einingar úr plasti eða gleri láti undan veður- hamnum sem stundum hrellir okkur hér. Hver á þá að sjá um að skipta um brotnar og laskaðar einingar eða halda þeim hreinum? Verður sú ábyrgð einnig sett ofaní vasa bæj- arbúa? Ég fæ ekki með nokkru móti séð að þessi hagræðing vegagerðarinn- ar á eigin málum sé bæjarbúum Mosfeilsbæjar til neinna bóta. Hug- myndin er í alla staði fáránleg og ber vott um þann hroka og yfirgang sem við svo oft megum þola af for- svarsmönnum rikisfyrirtækja og ráðamönnum. Ég skora á sem flesta Mosfellinga að tjá sig um þetta mál svo við megum stöðva þessa vitleysu áður en byrjað verður á henni, því þá er allt um seinan. Höfundur er íbúi í Mosfellsbæ. TONIC þrekhiól oo tæki Vorum að fá mjög mikið úrval af allskyns æfinga- og þrektækjum þar á meðal þrekstiga, þrekhjól, róðrartæki, hlaupabretti, klifurstiga, þrekstöðvar, erobik- tæki, fjölnota æfingatæki, handlóð og ökklalóð, þrekpalla, æfingasett, sippubönd o.fl. o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.