Morgunblaðið - 23.11.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 23.11.1995, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þjóðhagsstofnun virðist staðfesta að munur sé á samningum starfsmanna ríkisins og ASI 10,7% til ríkisstarfs; manna en 7% til ASI Benedikt Davíðsson ASÍ hefur bent ríkis- stjóminni á níu atríði sem stangast á við yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar í tengslum við kjarasamningana 21. febrúar. Egill Olafsson kynnti sér málið og ræddi við forsætisráð- herra og forseta ASÍ að loknum fundi þeirra í stjómarráðinu í gær. Davíð Oddsson Launahækkanir skv. kjarasamningum 1995 KÍ&HÍK kr. 18.295 Utan félaga 10.850 BHMR án HIK BSRB Opinberir starfsmenn Opinb. starfsm. án kennara 9.449 8.168 ASI alls ASt hjá ríkinu 5.799 11.343 |-Vegið meðaltal ASÍ,;: - Fjöldi launþega Laun fyrir hækkun, kf M W Launa- hækkun, kr. Hlut- fall ASÍ, alm. markaður 60.000 80.862 5.660 7,0% ASÍ, hjá rikinu 2.600 74.282 8.706 11,7% ASÍ alls 62.600 80.589 5.799 7,2% BHMR án HÍK 3.000 100.521 9.449 9,4% BSRB 7.500 76.340 8.168 10,7% KÍ & HÍK 4.600 91.936 18.295 19,9% Utan félaga 1.100 89.599 10.850 12,1% Opinberir starfsmenn 16.200 86.147 11.343 13,2% Opinb. starfsm. án kennara 11.600 83.851 8.802 10,5% Mismunur m.v. alm. markað -5683 -7,0% Mism. án kennara m.v. alm. markað HeimiW: Þjóðhagsstofnun, fjármálaráðherra og Hagdeiid ASÍ -3.142 -3,9% AÐ MATI Þjóðhagsstofnunar fela kjarasamningar sem ríkið hefur gert við opinbera starfsmenn í sér 13,2% hækkun launa á samnings- tímanum. Ef samningar við kenn- ara eru undanskildir er hækkunin 10,7%. Áður hafði stofnunin komist að þeirri niðurstöðu að félagsmenn ASI á almenna markaðinum hefðu fengið 7% launahækkun á samn- ingstímanum. Hagfræðingur ASÍ telur þennan mun jafngilda rúmlega 3.000 krónum á mánuði. Utreikningar Þjóðhagsstofnunar sýna heldur meiri hækkanir hjá opinberum starfsmönnum en út- reikningar fjármálaráðuneytisins, en í svari ráðuneytisins, sem lagt var fram á Alþingi f síðustu viku, er komist að þeirri niðurstöðu að samningar ríkisins feli í sér 12,8% hækkun og 10,5% hækkun ef kenn- arar eru undanskildir. Könnun Þjóðhagsstofnunar náði til sex stærstu félaganna innan BSRB, en í þeim eru rúmlega 80% félagsmanna BSRB, sjö félaga BHMR, sem í eru um 62% félags- manna BHMR og fimm félaga á almennum markaði sem semja við rfkið, en þau innihalda um 40% starfsmanna ríkisins á almennum markaði. Könnunin náði einnig til allra kennara. Þjóðhagsstofnun segir í greinar- gerð sinni að niðurstaða stofnunar- innar sé í öllum meginatriðum svip- uð og niðurstaða fjármálaráðuneyt- isins. „Munurinn virðist eiga rætur að rekja til ýmissa ákvæða sem Þjóðhagsstofnun hefur metið til launahækkunar en ráðuneytið tekur ekki tillit til. Þetta stafar einnig af því að athugun Þjóðhagsstofnunar er ítarlegri og gerð síðar en mat ráðuneytisins." Launastefna brotin „Þetta mat sýnir að samninga- nefnd ríkisins hefur samið um meiri launabreytingar heldur en samið var um í samningunum frá því í febrúar," sagði Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, um niðurstöðu Þjóðhagsstofnunar. „Munurinn milli samninga sem gerðir voru á almennum markaði og samninga ríkisins, fyrir utan kennara, er um 3.000 krónur. Við höfum haft vitn- eskju um þennan mun, en töldum nauðsynlegt að fá mat Þjóðhags- stofnunar á þessu. Ég vek athygli á því að þessi hópur, sem samdi fyrst og hefur samkvæmt þessum tölum setið eftir er jafnframt með lægstu tekjurnar í þjóðfélaginu. Launastefnan hefur sýnilega verið brotin á bak aftur.“ Gylfi sagði ljóst að þessi munur yrði ekki bættur á annan hátt en að vinnuveitendur hækkuðu kaupið. Ríkið gæti ekki jafnað hann. Hann sagði að ASÍ hefði ekki mótað neina afstöðu til þess hvernig munurinn yrði jafnaður, hvort það gerðist með hækkun kauptaxta eða eingreiðslu. ASÍ krefst hækkana „Þetta felur í sér eindreginn stuðning við kröfu okkar að reynt verði að brúa það bil sem er milli þessara samninga og að reynt verði að færa þennan mismun inn í laun- in hjá okkar fólki með einhveijum hætti,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ. „Samningamir sem voru gerðir í febrúar voru gerðir á grundvelli þeirrar launastefnu, sem þá var kynnt af samtökunum og stjórnvöldum. Nú hefur komið í ljós, að sá sem stýrir ríkisfjármálunum hefur metið þetta öðruvísi og talið sig geta gert betur. Við teljum ein- sýnt að þetta verði að ganga yfír okkar hóp líka. Staðan er greinilega betri en talið var í upphafi." Benedikt sagðist gera sér vonir um að hægt yrði að leysa þetta mál innan launanefndarinnar á næstu dögum. „Vinnan í launa- nefndinni heldur áfram. Hún hefur enn ekki lokið við að leggja mat á samnihgsforsendurnar. Eftir fund- inn með ráðherrunum í dag er ljóst að þeir eru tilbúnir til áframhald- andi viðræðna við okkur ef við telj- um að það geti leitt til lausnar á einhveijum vandamálum,” sagði Benedikt. ASÍ gerir níu athugasemdir Á fundi forystumanna ríkis- stjórnarinnar og forystu ASÍ í gær var farið yfir ýfirlýsingu sem ríkis- stjórnin gaf í tengslum við undirrit- un samninganna 21. febrúar. Engin skrifleg greinargerð var lögð fram um málið af hálfu ríkisstjórnarinn- ar. Forsætisráðherra sagði eftir fundinn að ríkisstjórnin hefði upp- fyllt öll meginatriði yfirlýsingarinn- ar. Nokkur smærri átriði væru ófrá- gengin og þeim yrði hrint í fram- kvæmd á næstunni. Benedikt sagði að þrátt fyrir þetta mat forsætisráð- herra hefði ASÍ enn þá afstöðu að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við alla þætti yfirlýsingarinnar. BSRB vill sömu hækkanir og ASI .. Morgunblaðið/Ásdís ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, gekk á fund forystu- manna ríkisstjórnarinnar í gær. ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, segir að ef launanefnd ASÍ og VSÍ ákveði að hækka laun á almennum markaði verði sú hækk- un einnig að ganga til opinberra starfsmanna. Hann segir fjár- málaráðherra margoft hafa lýst því yfir að ríkisvaldið hafi fylgt sömu launastefnu og mörkuð hafi verið á almennum markaði. Opin- berir starfsmenn hlytu því að gera kröfu um að hækkanir, sem verða á almennum markaði, nái einnig til þeirra. „Ábyrgð okkar viðsemjenda er mikil í þessu máli. Fjármálaráð- herra lýsti því margsinnis yfir sl. vetur, áður en hann gekk til við- ræðna við aðildarfélög BSRB, að hann myndi semja í sama farvegi og gert hefði verið á almennum vinnumarkaði. Þetta olli mikilli óánægju á sínum tíma innan okk- ar raða. Mönnum fannst of naumt skammtað. Eftir að samningar höfðu verið gerðir hefur fjármála- ráðherra staðfastlega hamrað á því að þessari stefnu hafi verið fylgt gagnvart opinberum starfs- mönnum. Ef um verður að ræða almennar launabreytingar á vinnumarkaði þarf fjármálaráð- herra að vera sjálfum sér sam- kvæmur og reiða slíkar hækkanir einnig fram gagnvart sínum við- semjendum," sagði Ögmundur Jónasson. Samskonar ákvæði um launa- nefnd er í samningum sem aðildar- félög BSRB gerðu við ríkið og er í samningum ASÍ við VSÍ. Gagnrýnir fjárlagafrumvarpið BSRB-félögin geta gert kröfu um að sérstök launanefnd verði skipuð fyrir hvert félag, en líklegt er talið að félögin komi sér saman um eina nefnd. Hún á'að skila áliti fyrir 30. nóvertiber. Nefndin hefur enn ekki komið saman. Ákvörðun um skipan nefndarinnar verður tekin á bandalagsráðstefnu BSRB, sem hefst í dag. Fulltrúar BSRB gengu í gær á fund Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra til að ræða við hann um fjárlagafrumvarpið. „Við leggjum mikla áherslu á að hætt verði við að aftengja tryggingabætur til öryrkja, en sú tenging hefur verið skjól fyrir þennan láglaunahóp í gegnum tíðina. Við leggjum einnig mikla áherslu á að fallið verði frá því að krefja sjúklinga, sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, um innritunargjöld og greiðslu fyrir læknisverk sem unnin eru á sjúkrahúsum. Okkur þykir nóg að gert í sambandi við gjaldtöku af sjúklingum á undanförnum árum þótt þetta bætist ekki við,“ sagði Ógmundur. í yfirliti, sem ASÍ hefur afhent ríkisstjórninni, er í níu liðum bent á atriði sem stangast á við yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar frá 21. febr- úar. í fyrsta lagi afnám verðupp- færslu afsláttar- og bótaliða á miðju ári i lögum um tekju- og eignar- skatt. í öðru lagi haekkun trygging- argjalds um 0,5%. í þriðja lagi af- nám tengingar bóta almannatrygg- inga og atvinnuleysistrygginga við kjarasamninga. í fjórða lagi áform um að fella eingreiðslur í almanna- og atvinnuleysistryggingum inn í grunnfjárhæðir. í fimmta lagi er bent á að nefnd um lækkun fram- færslukostnaðar heimilanna hafi ekki verið skipuð. í sjötta lagi hafi engar aðgerðir verið kynntar til þess að draga úr greiðsluvanda heimilanna. í sjöunda lagi hafi ekki verið lagt fram fé sem fara átti í virkar aðgerðir á sviði veykmennt- unar og starfsþjálfunar. í áttunda lagi sé óvíst hvort Ríkiskaup og aðrar opinberar stofnanir muni framfylgja þeim reglum sem mótað- ar voru vegna opinberra útboða og í níunda lagi hafi ekki verið upplýst með hvaða hætti dregið hafi verið úr kostnaði við ferða- og dvalar- kostnað sjúklinga. Reyðarfj örður Brunií skemmu NOKKRAR skemmdir urðu þegar eldur kom upp í 300 til 400 fm stálgrindarhúsi á Reyðarfirði um kl. 24.30 að- faranótt miðvikudags. Eigandi hússins varð var við eldinn og gerði slökkviliðinu viðvart. Útkallið var fyrsta útkalla sameinaðs slökkviliðs Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Slökkviliðsmenn frá Reyðar- firði voru eðlilega fyrstir á staðinn og höfðu þeir nær slökkt eldinn þegar slökkviliðið frá Eskifirði kom að. Slökkvi- starfinu lauk um kl. 1.20 um nóttina. Töluverðar skemmdir urðu í trésmíðaverkstæði, á lager og bifreið í húsinu. Talið er að kveiknað hafi í út frá hleðslutæki sem tengt var við bifreiðina. Húsið skemmdist áf völdum vatns og sóts. Tjón hefur ekki verið endanlega metið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.