Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEEMDAR GREINAR Um yfirgang kennslu- fræðisinna I BLAÐAGREIN, sem birtist í Morgun- blaðinu fyrir stuttu (Kemur málfræðin aft- ur?), nefndi ég m.a. of- urþunga uppeldis- og kennslufræðanna, sem einhverjir áhrifamenn í fræðslumáiageiranum hafa alllengi notað sem síu eða nálarauga á stétt framhaldsskóla- kennara með þeim ár- angri að hún hefur misst álit og því miður einnig sjálfsvirðingu. Þessi niðurlæging tengist því að kennara- nám fyrir framhalds- skóla er í mörgum iönd- um orðið að fýsilegum kosti fyrir ýmsa skólaskussa, sem aldrei tendr- uðust af fegurð fræða sinna, en afla sér vinsæida (ekki virðingar) í starfi með óeðlilega lítilli kröfugerð um árangur. Til að fyrirbyggja misskiln- ing vil ég taka það strax fram, að sjálfur þurfti ég ekki að kvarta þar sem ég slapp vegna starfsaldurs fram hjá þessu nálarauga, sem sett var til höfuðs farsælum kennsluháttum og til óþæginda fyrir suma hinna mætustu starfsfélaga minna, fólk sem sýnt hafði hæfni og vandvirkni, en mátti sæta þeim afarkostum að leggja á sig ómerkilegt og tímafrekt erfiði eða vera viðbúið brottvikningu úr starfi ella. Varnaðarorð frá árinu 1987 Árið 1987 birtust tvær skýrslur, sem menntamálaráðuneytið hafði látið taka saman, önnur um stöðu íslenskunnar, en hin um stöðu stærð- fræðinnar á framhaldsskólastiginu. Ég set hér nokkrar glefsur úr þeirri síðamefndu. Þær sýna, hvaða vís- bendingar lágu þá þegar fyrir um trúverðugleik þess að ofuráhersla á uppeidis- og kennslufræði væri lausnarorðið á vanda framhaldsskól- anna. Skýrslan var unnin af dr. Benedikt Jóhannessyni, en í henni er m.a. þetta: „í skólum víða um landið er enginn kennari með sérmenntun í stærðfræði og það sem verra er, þar hefur aldrei verið slíkur maður, og ef svo heldur fram sem horfir mun um fyrirsjáanlega framtíð enginn slíkur koma til starfa." Á öðrura stað er þetta: „Um það hvort kennurum sé jafnframt þörf á eða styrkur að uppeldis- og kennslufræði eru mjög skiptar skoðanir. Það þarf þó ekki að deila um það að kennslan er eins og hvert annað starf, sem hollt og gott er að menn fái leið- beiningar og þjálfun í, áður en á hólminn er komið. Það er hins veg- ar mjög vafasamt að námið sem nú er boðið upp á við Háskóla ís- lands í kennslufræðum uppfylli þær kröfur sem til þess ætti að gera um undirbúning fyrir stærðfræðikennslu. “ Það er greinilegt að Benedikt hefur í könn- un sinni orðið var við áhrif kennslufræði- sinnanna á hugarfar ráðandi skólamanna því hann skrifar einnig þetta: „Sú skoðun er býsna útbreidd að menn með lang- skóianám í raungreinum séu von- lausir kennarar. Eg hef heyrt skóla- stjóra halda því fram að hann myndi heldur velja mann með kennarapróf frá Kennaraháskólanum, en mann Sérfræðingaveldið í skólakerfínu stjórnast fremur af vaidafíkn og hagsmunapoti, segir Jón Hafsteinn Jóns- son, en áhuga á reisn skólanna og árangri nemenda. með MS-gráðu í stærðfræði. Að vísu er fráleitt að némendur úr KHÍ hafi nægilega þjálfun í stærðfræði til þess að kenna hana í framhaldsskól- um, en hitt er þó alvarlegra að skóla- menn skuli í aivöru halda því fram að menntun í stærðfræði sé beinlín- is skaðleg þeim sem ætli að kenna greinina. Það hve margir héldu þessu fram bendir þó til þess að þjálfun til kennslu hafi verið van- rækt — innan við helmingur þeirra sem kenna stærðfræði í framhalds- skólum hefur lokið uppeldis- og kennslufræði. Yfirleitt virtist anda köldu í garð þessara fræða. Þeir kennarar, sem sáu sig tilneydda að taka þessi námskeið, töluðu flestir um það með lítilli tilhlökkun, og hinir sem lokið höfðu náminu töldu það ekki hafa gert þá að betri kenn- urum. Þetta var ekki einróma áiit, en allir kvörtuðu undan því að tengsl Jón Hafsteinn Jónsson vantaði við stærðfræði- eða raun- greinakennsiu.“ Síðasta afrek kennslufræðisinna Síðan þessar skýrslur voru unnar hafa ýmsir ráðherrar ríkt og nefndir starfað, en svo er að sjá að einstreng- ingslegustu „kennslufræðisinnarnir" hafí nú endanlega náð völdum í ráðu- neytinu. Þetta staðfestir eftirfarandi saga. Fyrir rúmum fimm árum sótti ungur maður með doktorsgráðu í stærðfræði frá einum af virtustu háskólum heims um kennslustarf við framhaldsskóla á höfuðborgarsvæð- inu. Hann var fullur áhuga á að auka veg íslenska framhaldsskólans, en hafði ekki sótt námskeið í uþpeld- is- og kennslufræðum og varð af þeim sökum að sætta sig við að vera ráðinn sem leiðbeinandi (þ.e. á skert- um launum og án atvinnuöryggis), en hafði þó yfírstjórn stærðfræði- kennslunnar með höndum. Þessi ráðningarskipan er síðan framlengd um eitt ár í senn, meðan ekki sækir um starfíð BA- eða BS-fólk með uppeldis- og kennslufræðistimpil. Síðan hann kom að umræddum skóla hefur árangur nemendanna þar tekið stakkaskiptum og nú vekur þessi skóli athygii fyrir betri árangur í stærðfræðigreinum, en víðast annars staðar sést. Þessa verður t.d. vart í HI svo og í úrslitum landskeppninnar í stærðfræði, sem nú er haldin í októ- ber ár hvert. Síðastliðið vor sótti skólastjóri skólans til menntamála- ráðuneytisins um það, að umræddur kennari fengi fastráðningu og rök- studdi beiðni sína ítarlega. Svar ráðuneytisins lét ekki á sér standa. Krafan um uppeldis- og kennslu- fræðistimpilinn er ófrávíkjanleg. Lái mér hver sem vill þótt ég væni sérfræðingaveldið í skólakerf- inu um að stjómast fremur af valda- fíkn og hagsmunapoti, en áhuga á reisn skólanna og árangri nemend- anna. Heyrt hef ég að í Ameríku sé ekki tekið mark á menntagráðum nema ijóst sé frá hvaða háskóla þær eru, en þar í landi er hægt að fínna háskóla með allan gæða- og kröfu- stigann. Það BA-fólk, sem var u.þ.b. eitt ár að sækja sér master-gráðu til Ameríku, hefur tæpast sótt hana í mikils metinn (kröfuharðan) háskóla, en ég hef grun um að hérlendis sé ekki mikið hugað að því, þegar línur eru lagðar fyrir framhaldsskólastig- ið. Ég gerði mér nokkrar vonir um betri tíð, þegar nýr menntamálaráð- herra, Ólafur G. Einarsson, gerði sig líklegan til að tjóðra sprækustu íjör- kálfa menntakerfísins í upphafi ráð- herraferils síns, en hann hafði nú ekki dug til að ljúka því, blessaður. Ég hafði stundum orð á því við mis- jafnar undirtektir, að hann Sighvatur hefði betur orðið yfirmaður okkar. Þeir, nýskólaálfamir, hefðu varla skotið honum skelk í bringu. Höfundur er fyrrv. menntaskóla- kennari. Krafan um há- marksafrakstur „HÁMARKSAF- RAKSTUR" er hugtak sem kalla má ríkjandi í efnahagslífí Vestur- landa, ekki síst vegna hinnar miklu sam- keppni frá láglauna- löndum. Nútíma tækni gerir það að verkum að framleiðslan leitar þangað sem hún er hagkvæmust og eina svar iðnríkjanna til að standast samkeppni frá láglaunalöndunum er að tæknivæðast sem mest og losa sig við hlutfallslega dýrt vinnuafl. Þetta hefur leitt til atvinnuleysis. Og þegar harðnað hefur á dalnum og fyrirtækin gripið til spamaðarað- gerða með uppsögnum og betri nýt- ingu vinnuafls, hafa þau eðlilega reynt að viðhalda þeim hámarksaf- rakstri, þegar birt hefur til að nýju og fremur kosið að umbuna því starfsfólki sem gengið hefur í gegn- um þrengingatímann með þeim en að ráða aftur það fólk sem sagt var upp störfum. Atvinnuleysið verður því viðvarandi. Við stöndum sem sagt frammi fyrir því vegna kröfunnar um há- marksafrakstur að vilja fremur borga fólki fyrir að gera ekki neitt heldur en að ráða það í vinnu. Edward de Bono, sem væntanleg- ur er hingað ti! lands til fyrirlestrar- halds, heldur því fram að atvinnu- leysi nútímans mætti minnka um- talsvert ef krafan um hámarksaf- rakstur fengi minna vægi. De Bono fann, sem kunnugt er, upp hugtakið „lateral thinking", en í því felst að menn losi sig undan vanabundinni hugsun sinni og beiti hugkvæmni á viðfangsefni sín, og hefur hann skrifað á fimmta tug bóka um nauðsyn þess að stjórnend- ur fyrirtækja, stjórnmálamenn og sérfræðingar margs konar temji sér þann hugsunarhátt við úrlausn vandamáia að skoða viðfangsefnið frá ólíkum. og „óvæntum“ sjónar- hornum. Edward de Bono heldur því fram að krafan um hámarksafrakstur eigi alls ekki við í margskonar þjónustu- starfsemi. Hann sækir dæmi til Jap- ans og bendir á að þar í landi sé atvinnulífið rekið samkvæmt ströng- ustu kröfu um hámarksafrakstur, en ýmis þjónusta ríkisins sé hins vegar svo óarðbær að það yrði ekki liðið á Vesturiöndum. Japanar líti svo á að það sé rétt að kosta nokkru til að veita atvinnulífinu sem besta þjónustu; „óarðbær" þjónusta ríkis- ins verður þannig einn liðurinn í að kalla fram hámarksaf- rakstur þar sem það varðar mestu „þjóð- hagslega", þ.e. í at- vinnulífinu og ekki síst útflutningsatvinnu- vegunum. Og um leið nýtist vinnuaflið betur og atvinnuleysi verður minna en ella væri. Enda þótt nú séu uppi miklar efasemdir um það hvorttveggja að „efnahagsundrið“ í As- íulöndum sé viðvarandi og að það sé heppilegt til viðmiðunar fyrir vestræn hagkerfi, sam- anber skrif Pauls Krug- mans og fleiri, sýnist de Bono hafa nokkuð til síns máls í þessum til- tekna samanburði. í fyrsta lagi hættir okkur til að vanmeta mikilvægi þjónustu sem ríkið getur veitt atvinnuvegunum. Hér á landi hefur t.d. dugleysi stjórn- valda við sparnað og aðhald innan * Jakob F. Asgeirsson heldur því fram að ýmis „óarðbær“ þjónusta á vegum ríkisins geti ver- ið „þjóðhagslega“ hag- kvæm með því að hún gagnist atvinnulífínu og dragi úr atvinnuleysi. ríkisgeirans verið mætt með því að láta atvinnulífið borga í síauknum mæli fyrir þá þjónustu sem ríkið veitir. Og stórlega hefur verið dreg- ið úr þeirri þjónustu ríkisins sem ekki þykir stætt á því að taka gjald fyrir. Afleiðmgin er sú að ríkið er orðið að einu allsheijar eftirlits- og reglugerðarbákni, sem ekki einvörð- ungu er óhæfilega dýrt í rekstri heldur oft og tíðum þrándur í götu framsækins atvinnulífs. Það er því orðið aðkallandi að stjórnvöld snúi við blaðinu og geri ríkið að virkara þjónustuafli í þágu atvinnuveganna í stað þess að vera dragbítur á þeim. í öðru lagi er margvísleg þjón- ustustarfsemi ríkisins þannig vaxin að það verður beinlínis að sjá til þess að krafan um hámarksafrakst- ur verði ekki öðrum kröfum yfír- sterkari — eða a.m.k. gæta þess að krafan um hámarksafrakstur sé ekki tekin með í reikninginn fyrr en markmið og gæði þjónustunnar hafa Jakob F. Ásgeirsson Spurning til íslenskra fjölmiðla UM ÞESSAR mundir er mikil „gróska“ í sjónvarpsmálum. Stofnaðar eru sjónvarpsstöðvar og félög til að reka þær, og bera fyrirtaekin hvert öðru þjóðlegra nafn. íslenska útvarpsfélagið og íslenska sjónvarpið. Þetta. er blómlegur atvinnuvegur. Meira að segja svo blómlegur að alþjóð- legur banki treystir sér til þess að fjárfesta í honum. Og segir frá því í fréttum hversu fagmannlega var að viðskiptunum staðið. Is- lendingarnir standa hinum er- lendu viðskiptajöfrum varla nokk- uð að baki. Og fjármagnshafarnir láta til leiðast að kaupa hlut í íslensku fyrirtæki. íslenska út- varpsfélagið, sem þarna var fjár- magnað, rekur nú tvær sjónvarps- rásir, aðra „harða“ að sögn dag- skrárstjórans, sem stoltur kynnir hina nýju íslensku sjónvarpsrás, hina mjúka væntanlega. Og svo birtist auglýsing um hina nýju „hörðu“ dagskrá, og viti menn. Ekki eitt ein- asta íslenskt atriði er á þessari dagskrá „ís- lenska" útvarpsfé- lagsins. Næsta dag birtist auglýsing frá Stöð þrjú. Ekki er tekið fram hvort sú dagskrá er hörð eða mjúk og ókunnugir eiga erfitt með að átta sig á þessum greinarmun, en allt er þetta efni á ensku. Og hver skyldi hagnast á þessu eða framleiða þetta efni sem í boði er? Það skyldi þó ekki vera að einhverjir af þeim erlendu fjámagnshöfum sem keyptu hlut í sjónvarpsfélaginu eigi þar fjárhlut. Ef svo er, er eðlilegt að þeir láti sig ekki muna um að kaupa svo sem einn söluturn, og þótt þeir væru tveir eða þrír, til að greiða efninu leið inn á hinn þorstl- áta íslenska markað. Vonandi eru grun- semdir eins og þessar ástæðulausar, og von- andi geta sjónvarps- stöðvarnar, þegar þeim vex fiskur um hrygg, boðið innlent efni. En hvað sem því líður væri fróðlegt ef einhverjir af fjölmiðl- um okkar tækju að sér að leita svara við spurningum sem vakna í þessu sambandi og upplýsa al- menning. Upphaflega var fitjað upp á þessu greinarkorni sextánda nóv- Vonandi geta sjón- varpsstöðvamar nýju, segir Kristján Arna- son, boðið innlent efni. ember 1995, en það er afmælis- dagur Jónasar Hallgrímssonar. Tilviljun réð því að greinin var skrifuð þennan dag. Að kvöldi þessa sama dags var það í fréttum að ríkisstjórnin hefði, að tillögu Björns Bjamasonar menntamála- ráðherra, ákveðið að afmælisdag- ur Jónasar Hallgrímssonar skyldi vera opinber dagur íslenskrar tungu. Hér er hrint í framkvæmd hugmynd sem á sér nokkra sögu. Baldur Jónsson, þáverandi for- maður Islenskrar málnefndar, gat hennar í ávarpi á hátíðarsamkomu Kristján Árnason í Þjóðleikhúsinu 1. desember 1985, en hún hafði áður verið rædd í málnefndinni. Meðal þeirra dag- setninga sem talað var um var einmitt afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar. (Aðrar dagsetn- ingar sem nefndar hafa verið eru 1. desember, 22. nóvember, sem er afmælisdagur Rasmusar Krist- jáns Rasks, og sumardagurinn fyrsti.) Framtak Björns Bjarna- sonar og ríkisstjórnarinnar ber að þakka af heilum hug, og vonandi eflist íslensk menning og tunga við árleg hátíðarhöld sem þessi. íslensk málnefnd mun leggja mál- efninu lið eftir megni. Það hlýtur þó að vera nokkurt umhugsunarefni, að á fyrsta degi íslenskrar tungu hóf Sýn útsend- ingu sinnar „hörðu“ dagskrár og heilsíðuauglýsing birtist í Morgun- blaðinu um enn einn „valkostinn“ í sama anda frá Stöð 3. Höfundur er formaður íslenskrar málnefndar og prófessor í ís- lenskri málfræði við Háskóla /s- lands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.