Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Biosphere 2 Sjálfstætt vist- kerfi í eyði- mörk Arizona TIL LANGS tíma var borgin Tucson í Arizona ríki aðallega þekkt fyrir þrennt. Fyrst ber að nefna mexíkósku áhrifín í borginni, enda er aðeins rúmlega klukkutíma keyrsla þaðan að landamærum Mexíkóríkis. Auk þess er Tucson þekkt fyrir gífurlega hita. í mörgum hlutum borgarinnar í sumar komst hitinn t.d. iðulega upp í fimmtíu stig þegar hann var sem mestur. Vesturhluti borgarinnar er þekktur fyrir gnægð af kaktusum, þar sem Old Tucson kvikmyndaverið er stað- sett. Þar hafa m.a. kvikmyndimar Three Amigos, Young Guns, og nú nýlega The Quick And The Dead með Sharon Stone og Gene Hack- man í aðalhlutverkum, verið gerðar. Enn ein skrautfjöðurin hefur nýlega bæst í hatt borgarinnar. Reyndar er hún staðsett aðeins fyr- ir utan borgarmörkin við Santa Katalínafjöllin, en íbúar Tucson líta engu að síður á staðinn sem hluta af borginni. Um er að ræða innsigl- að og sjálfstætt vistkerfí á rúmlega þriggja ekra svæði. Þetta vistkerfí var hannað sem smækkuð eftir- mynd af jörðinni. Inniheldur líkanið sjö „tífbelti"; sjó, eyðimörk, trjá- lausa sléttu, votlendi, bújörð, regn- skóg, og bústað fyrir fólk. Allt þetta er að mestu umlukt stáli og gleri, hundraðfalt þéttara en geimfeija NASA, með vatnskerfí sem er end- urunnið með hjálp tölvukerfís. Kostnaður við byggingu staðarins, var í kringum 150 milljónir Banda- ríkjadala, eða u.þ.b. 10 milljarða króna. Þangað koma u.þ.b. tvö- hundruð þúsund ferðamenn árlega. Staðurinn heitir Biosphere 2 (Líf- hvolf 2), og er hugsunin á bak við nafngiftina sú að jörðin sé lífhvolf okkar númer eitt. Upphaflega stóð til að staðurinn yrði að þróunarstöð til þess að rann- saka hvaða áhrif það hefði á fólk að vera í lokuðu vist- kerfí. Til marks um það hét móðurfyrirtæki staðarins upphaflega Space Biospheres Vent- ures (Lífhvolfa geimæv- intýri), en í dag heitir það einfaldlega SBV. Fyrsta tilraun staðarins var að loka átta mann- eskjur þar inni í tvö ár samfleytt, og gekk hún síður en svo sem skyldi. Gagnrýnisraddir hóf- ust þó jafnvel áður en tilraunin hófst. Þær beindust aðallega að því að fólkið sem stóð að vérkinu reyndist al- mennt ekki vera vísindamenn, held- ur kommúnumeðlimir sem safnast höfðu saman í úthverfum Santa Fe í Nýju Mexíkó í lok sjötta áratugar- ins. Leiðtogi hópsins, John P. Allen, er sagður hafa misþyrmt meðlimum hópsins reglulega, bæði andlega og líkamlega. Hann, fyrrum leiklistar- stjóri, varð yfirmaður vísindalegrar þróunar á verkinu. Margret Aug- ustine, fyrrum búningahönnuður, varð framkvæmdastjóri staðarins. Flestum öðrum mikilvægum stöðum var gegnt af öðrum meðlimum kom- múnunnar. Þar af voru fímm af þeim átta manneskjum sem voru lokaðar inni, hluti af hópnum, og aðeins ein af þeim með bitastæðan vísindalegan bakgrunn. Enda kom snemma í ljós að þetta fólk hafði meiri áhuga á því að setja upp flotta sýningu í nýaldarstíl en að nota staðinn í þágu vísindarannsókna. Hugmyndin að Biosphere 2 kom vegna ótta hópsins um að kjam- orkusprengja myndi tortíma mann- lífí hér á jörðu. Biosphere 2 átti því að vera lykillinn að byggingu mannabyggða á öðrum „hættu- minni“ plánetum. Þessi hugmynd væri í dag hlægilegar leifar af hug- myndasmíði óþekktrar kommúnu, ef hún hefði ekki haft Ed Bass, meðlim af einni ríkustu fjölskyldu Bandaríkjanna, innan sinna vé- banda með fjármagn til að koma hugmyndinni í fram- kvæmd. Í tuttugu ár dældi hann pening í uppbyggingu verk- efnisins, sem var til- búið árið 1991. Það leið ekki á löngu þangað til til- raunin lenti í vand- ræðum. Miklu meiri koltvísýringur mynd- aðist en áætlað hafði verið. Auk þess voru báðir vetrar óvenju skýjaþungir, þannig að gróður í vistkerf- inu nægði engan veg- inn þörfum fólksins, sem var lokað þar inni. Því þurfti að „ijúfa“ innsiglið og dæla inn aukasúrefni og flytja inn þann mat sem á vantaði. Til að kóróna vandræðin, fóru kakkal- Hugmyndin að Bio- sphere 2 kom vegna ótta um, segir Már Wolfgang Mixa, að kj arnorkusprengj a myndi tortíma mann- lífí hér á jörðu. akkar og önnur skordýr smám sam- an að ná yfírráðum í vistkerfinu. Þetta eitt hefði þó getað verið yfírstíganlegt hefði almennileg stjórnun átt sér stað. Fréttir um óánægða vísindamenn, sem höfðu sagt upp störfum sökum þess að sérfræðileg álit þeirra voru að mestu virt að vettugi, fóru að birt- ast í fjölmiðlum. Til að bæta gráu ofan á svart, reyndu stjórnendur þar að leyna þvi smygli af súrefni og matvælum sem hafði átt sér stað. Þetta spurðist til fjölmiðla, sem hófu með ákafa nákvæmar lýsingar á þessum vandræðum. Már Wolfgang Mixa BIOSPHERE 2 í Arizona. Þetta umsátursástand leiddi til stöðvunar að mestu á smyglinu. Afleiðingin var sú að þegar mann- eskjurnar átta komu út aftur eftir tveggja ára inniveru, litu þær út eins og fólk nýsloppið úr fangabúð- um. Þessi slæma byijun varð til þess að Ed Bass rak John Allen, Margar- et Augustine og níu aðra fram- kvæmdastjóra staðarins. Astæðan var sögð vera slæm stjórnun, bæði frá almennu. stjórnarsviði og frjár- málasviði. í september á sj. ári stöðvaði hann síðan næstu tilraun að hafa fólk lokað inni, sem hafði verið þar síðan í marsbyijun, vel nært, næstum hálfu ári á undan áætlun. Áherslubreytingar höfðu átt sér stað. í stað þess að athuga hvernig áhrif það hefði á fólk að aðlagast lokuðu vistkerfí, þá á að nota staðinn sem stærðarinnar rannsóknarstöð á þróun lífkerfis jarðarinnar með tiliti til mismun- andi breytinga. Vísindamenn frá Kólombíu- og Harvard-háskólunum vinna að því í dag að hefja þessar tilraunir. Þetta árið fer h.u.b. einungis í að end- urnýja loftið og sumt af gróðrinum í byggingunni. Mælingar og marg- víslegar uppgötvanir eiga sér þó stöðugt stað. Undanfarið hafa upp- götvast þar a.m.k. 40 áður óþekkt- ar örverulíftegundir í sjó staðarins. Talið er að þetta sé vegna þess að lífverur sem í vistkerfi jarðar drepi þessar örverur þrífist ekki innan veggja Biosphere 2. Áætlunin í dag er þó að rannsaka fyrst og fremst í náinni framtíð hvaða áhrif aukinn koltvísýringur, sem hefur tilhneig- ingu til að aukast þar hraðar en í vistkerfi jarðar, hefur á lífkerfi staðarins. Vonast er til að slíkar athuganir geti veitt nánari hug- myndir um hvernig gróðurhúsa- áhrifín eigi eftir að breyta lífí okkar hér á jörðu, áður en þau verða að veruleika. Ekki er lengur talað um að nota tæknina sem þróuð er hjá Bio- sphere 2 til að koma sjálfstæðum vistkerfum upp á öðrum plánetum. Slíkt tal í þessu formi er auk þess óraunhæft. Kostnaðurinn við að flytja einn lítra af vatni til tunglsins er í kringum milljón bandaríkjadala. Því væri kostnaðurinn við að flytja heilt vistkerfi til tunglsins mældur í milljörðum dala, og raunar enn sem komið er ógerlegt. Stefnan í dag hjá Biosphere 2 er sem sagt að veita vísindamönnum aðgang að staðnum til þess að rannsaka líf á jörðu innan einangraðs vistkerfis. Með því að halda sig á jörðinni, hefur Biosphere 2 því veitt vísindum tækifæri til að heija flug sitt þar. Höfundur er fjármálafræðingur. Hann starfaði í fjármáladeild Bio- sphere 2 sumarið 1995. Skoðun og skoðunarreglur stórra ökutækja á Islandi Á UNDANFÖRNUM vikum og mánuðum hafa ítrekað borist fréttir af slysum þar sem stór ökutæki hafa komið við sögu. Hefur verið um að ræða allt frá minniháttar óhöppum til hörmulegra slysa. Ástæða er því til að staldra aðeins við og athuga hvemig skoðunar- málum stórra ökutækja er háttað á íslandi. Stór þáttur í umferðaröryggi Gífurleg breyting hefur átt sér stað í skoðun ökutækja á íslandi á seinustu árum. Bylting hefur orðið á þeirri aðstöðu og tækni sem nú er víðast notuð við skoðun öku- tækja og hefur breytingin orðið til þess að nú, þegar skoðun fer víða fram í skoðunarstöðvum, eru stór ökutæki skoðuð á betri hátt en áð- ur. Enginn vafí leikur á mikilvægi þess fyrir umferðaröryggið í land- inu að öryggisbúnaður hópbifreiða sem flytja tugi farþega í einu og stórra vagnlesta, sem geta verið allt að 44 tonn að heildarþyngd án sérstakra undanþágá, sé í full- komnu lagi. Á það sérstaklega við um hemla, stýris- og hjólabúnað sem og tengibúnað og ljós. Til að framkvæma fullnægjandi skoðun á þessum atriðum þarf skoðunarstöð búna sérhæfðum tækjum, ítarlegar verklagsreglur og fagmenn með bíltæknilega þekkingu og reynslu ásamt þjálfun í skoðunum stórra ökutækja. Tæknileg framkvæmd Skoðunarreglur fyr- ir skoðun stórra öku- tækja með lofthemla kveða á um að hemlar ökutækjanna séu framreiknaðir til að áætla hvort ökutækin geti hemlað nægilega þegar þau eru fullhlað- in. Með nýjustu gerð- um hemláprófara eru radíósendar tengdir við hemlakútana. Þeir mæla þann loftþrýst- ing., sem myndast í hemlakútunum um leið og hemlað er samfara því að hemlakraftar hjólanna eru mældir. Út frá þessum mælingum, ásamt upplýsingum framleiðanda ökutæk- isins um viðmiðunarloftþrýsting og leyfða heildarþyngd ökutækis, reiknar hemlaprófarinn út hemiun- argetuna fyrir ökutækið fullhlaðið. Sú niðurstaða getur verið allt önnur heldur en virkni hemlanna á óhlöðnu ökutæki þar sem munurinn á þyngd þess hlöðnu og óhlöðnu er mjög mikill. Með því að mæla loftþrýstinginn á stýriloftinu á milli bíls og vagns er einnig unnt að athuga hvort hleðslustýrðir hemlajöfnunarlokar séu rétt stilltir og segja. þannig til um hvort hemlun bíls og vagns sé innan þeirra marka sem tilgreind eru í reglugerðum og eru í samræmi við þær reglur sem gilda í Evr- ópu. Meginhlutverk hleðslustýrðra hemla- jöfnunarloka er að -samstilla ökutækin við mismunandi hleðslu þannig að bíll og vagn hemli ekki mismikið, þ.e, annað ökutækið hemli í raun fyrir hitt. Virkni neyðarhemla eftirvagna er einnig skoðuð en þeir gegna því hlutverki að stöðva eftirvagninn losni hann frá dráttarbifreiðinni. í skoðunarstöðvum fer skoðun á stýris- og hjólabúnaði fram á gryfju með tjakki með það að leiðarljósi að finna slit og slag. Skoðunarstöð Aðaiskoðunar'hf. er þar að auki búin skakara (hreyfi- plötum) sem hreyfir hjól ökutækis fram eða aftur og til hliðar. Slíks skakara er þó ekki krafist við skoð- un stórra ökutækja. Þegar stigið er á hemla samfara notkun skakar- ans kemur allt slit frá hjólum og upp í grind í ljós. Reynsla Aðal- skoðunar hf. hefur sýnt að með notkun hans er hægt að greina slit, brot og aðrar skemmdir, sér- staklega í fjaðrabúnaði og festing- um hans, sem illmögulegt hefði verið að finna á annan hátt. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að slíkar skemmdir finnist áður en Bergur Helgason ófyrirsjáanlegur skaði hlýst af. I skoðunarreglum er tilgreint hámarks slit eða slag tiltekinna gerða tengibúnaðar og er slit tengi- búnaðar ávallt mælt við skoðun ökutækja. Þannig eru t.d. festi- vagnar (trailerar) losaðir frá drátt- arbílum til að mæla slit á tengi- pinna og dráttarstól. Landsbyggðin og áframhaldandi þróun Skoðunarstöðvar hafa verið reist- ar víða um land en í samningi dóms- málaráðherra og Bifreiðaskoðunar íslands hf. frá 1988 er kveðið á um að félagið skuli reisa fullkomnar Öryggisbúnaður hópbif- reiða skiptir stóru máli, segir Bergnr Helga- son, fyrir umferðarör- yggið í landinu. skoðunarstöðvar í öllum kjördæm- um landsins. I reglugerð nr. 558/1993 um starfshætti þeirra er annast al- menna skoðun ökutækja er jafn- framt kveðið á um að fullkomnar skoðunarstöðvar til skoðunar á stórum og litlum ökutækjum skuli vera á eftirtöldum stöðum eða ná- grenni þeirra: Reykjavík, Borgar- nesi, ísafirði, Sauðárk'róki, Akur- eyri, Húsavík, Egilsstöðum, Selfossi ogKeflavík. í reglugerðinni er þó bráða- birgðaákvæði sem segir: „Til 31. desember 1995 er heimilt að skoð- unarstofur á skoðunarsvæði ísa- fjarðar, Sauðárkróks og Egilsstaða séu í flokki II“, þ.e. án fullkominn- ar aðstöðu til skoðunar stórra öku- tækja. Gera má því ráð fyrir að á næsta ári verði skoðun á stórum ökutækjum færð til betri vegar í stærri byggðarkjörnum sem orðið hafa útundan í þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á landinu. Hér má þó ekki láta staðar num- ið því mikið verkefni er framundan gagnvart frekari þróun á tæknileg- um verklagsreglum við skoðun stórra ökutækja og búnað áfastan þeim. Það er von Aðalskoðunar hf. að dómsmálaráðuneytið beiti sér fýrir því að koma á fót tæknilegum samráðsvettvangi þar sem þessu málefni verði sinnt af krafti. I því sambandi þarf að huga að því að hafa samráð við þá sem að málun- um koma og kynna breytingar og koma upplýsingum til hlutaðeigandi aðila með nægjanlegum fyrirvara. Réttur bíleigandans Það er reynsla starfsfólks Aðal- skoðunar hf. að viðskiptavinir okkar vilji hafa ökutæki sín í lögmætu ástandi. Atvinnubílstjórar gera sér flestir grein fyrir mikilvægi þess að öryggisbúnaður þessara stóru ökutækja sem mikið eru á ferðinni í umferðinni þarf að vera í góðu lagi. Gildir það jafnt um þau öku- tæki sem eru á ferðinni á höfuð- borgarsvæðinu sem og á lands- byggðinni. Eigendur þessara ökutækja hafa sjálfir oft á tíðum ekki aðstöðu ti) að skoða öryggisbúnað þessara ökutækja, t.d. hemla, á fullnægj- andi hátt. Þeir þurfa því á því að halda, og eiga rétt á því, að ökutæk- in séu við árlega skoðun þeirra skoðuð á fullnægjandi hátt í skoð- unarstöðvum á öllu landinu. Höfundur er verkfræðingur og frnmkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.