Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Samningarnir um frið í Bosníu Afskípti Bandaríkjanna af deilunni réðu úrslitum London, Bonn. Daily Telegraph, Reuter. Evrópumenn eiga dálítið erfitt með að kyngja árangrinum sem náðist í Dayton SKIPTING BOSNÍU - FRIÐARGÆSLA NATO Kort af Bosníu sem var hluti friöarsamkomulags leiötoga múslima, Serba og Króata f Dayton, Ohio á þriðjudag. Á meöal breytinga eru nokkrir bæir í Miö-Bosná' semSerbar fá í sinn hlut og úthverfi f Sarajevo sem falla múslimum f skaut. Um 60.000 manna friöargæsluliö NATO mun sjá um aö samkomulaginu veröi framfylgt. Auk aöildarþjóöa bandalagsins munu a.m.k. 10 þjóðirsenda herliö, m.a. Rússar. Landinu veröur skipt ísvæöi sem heyra undir bandarískt, franskt og breskt heriiO. A kortinu eru sýnt hvaöa iönd senda fiesta hermenn. VESTUR-BOSNIA Kjr BRETLAND: 13,000 hermenn Stjórnstöð herliösins verður í Gornji Vakuf. Skipulag flutninga veröur í Split. NORÐ-AUSTUR BOSNIA BANDARIKIN: RUSSLAND: 2,000 herm. 24,000 hermenn (heyra undir bandar. hersh.) á miliisll*fo ,eíö«S^ FRAKKLAND: 10,000 hermenn Gorazde *‘?J0 °9 — y voröi 0pin Herliðiö leggur upp frá Ploce VIÐRÆÐURNAR í Dayton í Ohio voru endapunkturinn á margra mán- aða starfi bandarískra sendimanna að því að koma á friði í Bosníu. Allt fram yfír síðustu áramót hafði Bandaríkjastjóm haldið sig fremur til hlés hvað varðar afskipti af átök- unum þótt hún hafí stundum fundið alvarlega að því hvemig Evrópuríkin tóku á málunum. Pólitískar ástæður jafnt innan- lands sem utan ollu því loks, að Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, fannst tími til kominn að láta að sér kveða. Allt síðastliðið vor átti Rob- ert Fraser, gamalreyndur samninga- maður, í viðræðum við Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, um að hann viðurkenndi Bosníu gegn því að refsiaðgerðum yrði aflétt og náð- ust um það óformlegir samningar. Fraser-samningurinn, sem svo var kallaður, varð hins vegar að engu vegna andstöðu í Bandaríkj- unum. Þar fannst mörgum sem hann væri allt of hagstæður Mil- osevic, manninum, sem hefði í raun komið stríðinu af stað. Hörmungarnar í Srebrenica Þegar hér var komið voru Banda- ríkjamenn famir að ókyrrast yfir niðurlægjandi ráðleysi Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og sérstaklega hneyksluðust þeir á því, að herflug- vélar Atlantshafsbandalagsins, NATO, skyldu ekki kallaðar á vett- vang til að koma í veg fyrir árás Serba á Srebrenica. Á ráðstefnu í London, sem efnt var til eftir ófarimar í Srebrenica, sinntu Bandaríkjamenn í engu efa- semdum Breta og sögðu, að trúverð- ugleiki NATO væri undir því kom- inn, að bandalagið yrði leyst úr viðj- um skriffínnanna hjá SÞ og leyft að beita sér af hörku framvegis. Ný staða kom upp þegar Króatíu- her réðst inn í Krajinahérað og endurheimti það allt úr höndum Serba á fáum dögum en innrásin var gerð með þegjandi samþykki Bandaríkjastjórnar. Nokkrum vik- um síðar urðu árásir Serba á Sarajevo síðan til þess, að NATO Vill hörku gegn Bosníu- Serbum London. Reuter. RÍKIN, sem ætla að halda uppi í friðargæslu í Bosníu, verða að vera því viðbúin að beita Bosníu-Serba hörðu til að koma í veg fyrir, að þeir hleypi öllu í bál og brand á nýjan leik. Lét David Owen lávarð- ur og fyrrv. sáttasemjari Evrópu- bandalagsins svo um mælt í gær. Owen sagði, að leiðtogar Bosníu- Serba, sem hafa nú þegar lýst yfir mikilli óánægju með Dayton-sam- komulagið, hefðu áður komið í veg fyrir friðarsamninga þrívegis en nú mætti ekki láta þá komast upp með það. Létum valta yfir okkur „Það verður einfaldlega að gera þeim það ljóst, að þessum samning- um verður fylgt eftir hvað sem það kostar," sagði Owen í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC. hóf miklar loftárásir á stöðvar þeirra og hernaðarleg staða Serba veiktist enn þegar herir Króata og múslima unnu mikið land af þeim í norðvesturhluta Bosníu. Þessir ósigrar á vígvellinum urðu Áætlað er, að 60.000 hermenn verði sendir til friðargæslu í Bosníu og Owen sagði, að það yrði að beita því liði af fullri alvöru. „Það er fár- ánlegt, að við skulum hafa látið til þess, að mikið sljákkaði í Bosníu- Serbum og Milosevic gekk þá á lag- ið og hvatti þá til að setjasL-að samningaborði áður en staða þeirra versnaði enn meira. Bandaríkja- menn skildu, að nú væri tækifærið fámenna herflokka valta yfir okkur síðastliðin þrjú ár.“ Owen sagði einnig, að nauðsyn- legt væri að halda við þeim klofn- ingi, sem kominn væri upp milli og tóku allt frumkvæði í sínar hend- ur. Fraser var sendur aftur til Bosn- íu en þar lét hann lífíð í bílslysi skammt frá Sarajevo 19. ágúst sl. Riehard Holbrooke, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, tók nú við málunum og í mánaðartíma var hann á ferð og flugi milli höfuð- borga júgóslavnesku ríkjanna. Aætlun Bandaríkjamanna var byggð á drögum, sem stórveldin, Bretar, Frakkar, Þjóðveijar, Rússar og Bandaríkjamenn, höfðu komið sér saman um en ekki fer á milli mála, að það voru Bandaríkjamenn, sem komu deiluaðilum að samn- ingaborðinu. Öfundast út í Bandaríkjamenn Samningunum um frið í Bosníu hefur verið fagnað um allan heim og þá ekki síst í Evrópu. Það leynir sér samt ekki, að Evrópumenn eiga menn dálítið erfítt með að kyngja því, að það voru Bandaríkjamenn, sem tóku loks af skarið og gerðu það, sem gera þurfti. Herve de Char- ette, utanríkisráðherra Frakklands, gekk einna lengst í því að gera sem minnst úr þætti Bandaríkjastjómar. „Sannleikurinn er sá, að Banda- ríkjamenn voru áhorfandi að átök- unum í gömlu Júgóslavíu um fjög- urra ára skeið og stóðu jafnvel í vegi fyrir, að árangur næðist í frið- arumleitunum," sagði de Charette og lagði áherslu á, að friðarsamn- ingarnir, sem náðst hefðu í Dayton, væru „ekki bandarískur samningur, heldur samningur allra deiluaðila og samráðshóps stórveldanna". Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði, að svo væri guði fyrir að þakka, að Bandaríkjamenn hefðu skorist í leikinn á réttum tíma en fram að því hefðu Evrópuríkin undirbúið jarðveginn. Hvað sem þessu líður þá viður- kenna evrópskir embættismenn þeg- ar rætt er við þá undir Ijögur augu, að án pólitísks og hemaðarlegs framlags Bandaríkjanna, eina raun- verulega stórveldisins nú á dögum, hefðu friðarsamningamir aldrei náðst. Serba í Serbíu og Bosníu-Serba, og verðlauna stjórnina í Belgrad með því að aflétta viðskiptaþvingunum. Er raunar kveðið á um það í friðar- samningunum. Peres vill ljúka friðarvið- ræðum SHIMON Peres, forsætisráð- herra ísraels, hvatti Sýrlend- inga í gær til þess að leiða tii lykta þær friðarvið- ræður þjóðanna sem forveri hans í embætti, Yitzhak Rabin, var frumkvöð- ull að. Per- es lét þessi orð falla á ísra- elska þinginu í gær og eru sögð kunna að leysa þann hnút sem viðræður þjóðanna vom komnar í. Fjórða sprenging Frakka FRAKKAR sprengdu fjórðu kjarnorkusprengjuna í Suður- Kyrrahafi í fyrradag og sinntu þar með í engu áskorunum margra ríkja um að hætta til- raununum. Var sprengingunni mótmælt ákaflega í Nýja Sjá- landi og í Ástralíu en Frakkar nutu þess hve athygli fjölmiðl- anna hefur verið mikil á friðar- samningunum úm Bosníu. Umbótasinni í seðlabank- ann RÚSSNESKA þingið sam- þykkti í gær skipun Sergeis Dúbíníns í embætti seðla- bankastjóra en hann er fyrrver- andi fjármálaráðherra og um- bótasinnaður í efnahagsmál- um. Sagði Dúbínín, að staðið yrði við stefnuna í peningamál- um. Á Vesturlöndum hefur skipan hans verið fagnað. Andófsmaður ákærður SÚ ÁKVÖRÐUN kínverskra yfirvalda að ákæra andófs- manninn Wei Jingsheng um undirróður hefur ýtt undir kröfur um, að mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna víti þau sérstaklega. Wei hvarf fyrir 20 mánuðum og hefur verið í haldi síðan án þess nokkrum væri leyft að hafa samband við hann. Ákæran gegn honum getur varðar dauðarefsingu. Amnesty Int- ernational hefur skorað á Bill. Clinton, forseta Bandaríkj- anna, að taka þetta mál upp við kinversku stjórnina. Sótt að Kabúl TALEBAN-hreyfingin í Afg- anistan hefur náð á sitt vald nokkrum mikilvægum héruð- um fyrir austan höfuðborgina, Kabúl. Stefnir hún að því að ná borginni en talsmaður stjórnarinnar sagði, að stjórn- arherinn væri að undirbúa gagnsókn. Er orðinn mikill skortur á mörgum nauðsynj- um í borginni og talsmenn Rauða krossins segja, að um 70% borgarbúa hafi ekki leng- ur efni á að kaupa eldsneyti, olíu, kol eða eldivið. David Owen, fyrrverandi sáttasemjari Evrópusambandsins í Bosníu Reuter BENSÍNSALA er mjög ábatasöm iðja á svarta markaðnum í Belgrad í Serbíu en líklega verður þetta fólk að fara að snúa sér að einhverju öðru. Með friðarsamningunum um Bosníu var ákveðið að aflétta viðskiptaþvingunum gegn Serbíu og Svartfjallalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.